Morgunblaðið - 06.07.1958, Page 16
16
MOHCWM AÐIÐ
Sunnudagur 6. Júlí 1958
5D2IE VWONCr
SkklPSAL-A EPTlft RKHARO MA>OIS| ^
„Og fallegt útsýni, herra“,
Hann opnaði dyr út á svalirn-
ar, sem voru yfirbyggðar en þó
vel bjartar, alveg tilvalinn vinnu-
staður fyrir málara. Og útsýnið
var sannarlega stórkostlegt, þar
sem svalirnar voru á húshorn-
inu, og það sást af þeim yfir
víðáttumikið svæði. Á aðra hönd
sást yfir þökin í Wanchai og í
baksýn gnæfðu skýjakljúfar
Hong Kong og Tindurinn, en í
hina áttina sá yfir höfnina, með
sinum aragrúa skipa af öllum
stærðum og gerðum, sum lágu
við akkeri, en önnur brunuðu
áfram. Og hinum megin við höfn-
ina, svo nærri, að ég hefði getað
talið gluggana á Peninsúla gisti-
húsinu, var hafnarbakkinn í
Kowloon og þar í baksýn há,
hrjóstrug fjöll, ser* teygðu sig
inn í Kína.
„Þetta hæfir mér prýðilega",
sagði ég.
„Ég heiti Tong Kwok-tai,
herra,“ sagði þjónninn brosandi.
„Viljið þér gjöra svo vel og leið-
rétta mína slæmu ensku?“
„Þess gerist engin þörf, Ah
Tong“.
Um leið og við komum inn í
herbergið aftur, s*eri hann sér
að mér.
„Þér eigið vinstúlku hérna,
herra?“
„Vinstúlku? Nei“.
Ég hélt, að orðið „hérna" ætti
við Hong Kong, og var enn ekki
neins vísari. Ég fór niður aftur
x frumstæðri skröltandi lyftunni
og greiddi leiguna fyrir herberg-
ið. Hann skrifaði kvittun á kín-
versku. Ég heyrði óminn af dans-
lagi gegnum breiðar sveifludyr
inn úr forsalnum.
„Hvað er þarna inni?“ spurði
ég afgreiðslumanninn.
„Veitingasalur og bar“.
„Það er ágætt, ég get þá feng-
ið mér bjór“.
Ég gekk yfir gólfið í forsaln-
um, en rétt í því opnuðust dyrn-
ar, og brezkur sjóliði kom út um
þær. Hann var lágvaxinn, þrek-
legur og sólbrenndur. Á húfunni
hans stóð letrað gylltum stöfum
„H.M.S. Pallas".
Hann kinkaði kolli kumpánlega
til mín.
„Hamingjan sanna, sjóherinn!“
sagði ég glettnislega. „Ég átti
ekki von á að hitta hdnn hér“.
Hann leit kynlega til mín. „O,
þú hittir tæpast nokkuð annað
hér, kunningi“, sagði hann. „Ekki
hér í Nam Kok“.
„Ekki það? Áttu við, að hér
séu engir Kinverjar?"
„Jú, stelpurnar", sagði hann.
„Þær eru allar kínverskar".
Dyrnar opnuðust aftur í þessu,
og út kom kínversk stúlka, sem
flýtti sér hlæjandi til sjóliðans.
„Ætlar þú að stinga mig af“,
sagði hún. Hún var í hælaháum
skóm og kínverskum kjól, með
þröngu pilsi, opnu í hliðinni. Hún
var mjög snotur.
„Og þær eru alveg prýðilegar,
sé farið rétt að þeim‘“, sagði
sjóliðinn borginmannlega. „Er
það ekki satt, Nelly?“
„Auðvitað erum við prýðileg-
ar“, sagði stúlkan glaðlega og
togaði í handlegg hans. „Komdu
nú, þú talar of mikið. Þú hneyksl-
ar mig“.
„Nei, þú færð hvergi betri stað
en þennan, kunningi", sagði sjó-
liðinn. Ég virti þau fyrir mér, er
þau gengu yfir foraslinn, sjólið-
inn steig ölduna í hverju spori,
en stúlkan tiplaði við hlið hans
á háum hælunum.
Ég gat ekki varizt því að
hlæja að sjálfum mér. Bannsett-
ur auli get ég verið, hugsaði ég.
Mér hefði verið í lófa lagið að
lesa þetta úr svip afgreiðslu-
mannsins, þegar ég bað um her-
bergi til leigu. Herbergi í mánuð!
Hann hefur eflaust verið því van-
ari að leigja herbergi fyrir
klukkutímann. Ég snerist á
hæli og gekk inn um dyrnar í
veitingasalinn.
Mér var dimmt fyrir augum í
fyrstu, er ég kom úr dagsbirtu
forsalsins. Tjöld voru fyrir glugg
um og birtan rökkvuð og rauð-
leit, sem í næturklúbb. Ég nam
staðar, meðan augu mín voru að
jafna sig. Brátt fór ég að geta
greint umhverfið, vínborðið í
einu horninu, sjálfvirkan grammó
fóninn, sem spilaði án afláts
„Seven Lonely Days“, kínversku
þjónana, sem voru á þönum með
bjórglös á milli borðanna, og svo
stúlkurnar.
Já, sjómaðurinn sá arna hafði
rétt fyrir sér, hugsaði ég. Ég
fékk hvergi betri stað en þenn-
an.
Já, þetta var það, sem ég hafði
beðið eftir. Hér komst ég í snert-
ingu við lífið. Nú hlaut ég að
geta byrjað.
Ég fékk mér sæti við autt borð
og bað um bjór.
2.
„Sjómönnunum lízt eiginlega
ekkert vel á mig“, sagði Gwenny
Lee. „Ég er of grönn. Of horuð“.
„En þú ert mjög snotur,
Gwenny".
Nei, ég er alltof horuð. Og ég
hef engan kynþokka. Það er kyn-
þokkinn, sem máli skiptir".
Hún hélt áfram að prjóna. Það
var verið að leika lagið „You
Can’t Tell a Walz fram a Tango“,
sem var næstvinsaelasta lagið á
þessum stað.
Vinsælasta lagið „Seven Lonely
Days“ hafði þegar verið leikið
þrisvar í röð. Úfinn miðaldra
stýrimaður sat með stúlku á
hnjánum við næsta borð, tottaði
pípu sína makindalega, eins og
hann sæti við arininn heima hjá
sér. Andrúmsloftið var mettað
af reyk, og bjórlykt var af borð-
plötunum, þar sem hellzt hafði
niður. Þetta var snemma kvölds,
og það var ekki meira en tylft
sjómanna í salnum. Þeir voru all-
ir enskir, að undanteknum þrem
Bandaríkjamönnum af skipi stað-
settu í Hong Kong — það voru
engin aðkomuskip frá Bandaríkj-
unum í svipinn. Stúlkurnar voru
mun fleiri en sjómennirnir, og
við eitt borð sátu fimm stúlkur
og létu sér leiðast.
Gwenny Lee hætti að prjóna
til þess að rekja ofan af hnykl-
inum. Hún hafði setzt við borð-
ið hjá mér, skömmu eftir að ég
settist, og við höfðum spjallað
saman í klukkutíma. Hún var
grönn, rengluleg stúlka, tuttugu
og sex ára að aldri, fölleit og
með blíðleg augu. Hún var klædd
að sið kvenna á Vesturlöndum og
bar kross í gullkeðju um háls-
inn, þótt hinar stúlkurnar væru
allar í kínverskum kjólum. Hún
var kaþólsk, uppfrædd í trúboðs-
skóla í Kína. Hún bjó nú í einu
herbergi í Wanchai ásamt móður
sinni og systur, sem hún varð að
sjá fyrir. Hún var staðráðin i að
láta systur sína fá tækifæri til
að giftast og lifa sómasamlegu
lífi. Þegar því marki væri náð,
mundi hún geta hætt að vinna
á Nam Kok.
„Já, það er kynþokkinn, sem
máli skiptir“, hélt hún áfram í
heimspekilegum tón. ,Sumar
stelpur, sem eru alls ekkert lag-
legar, vinna sér inn miklu meiri
peninga en ég. Til dæmis þessi
þarna — Typhoo." Hún benti á
stúlku hinum megin í salnum.
„Hún er ekki lagleg, en hún hef-
ur kynþokka. Hún er heldur ekki
horuð eins og ég“.
„Það er ekki rétt, að þú sért
horuð, Gwenný'.
„Jú sjáðu bara.“ Hún lagði frá
sér prjónana — hún var að prjóna
gula peysu handa systur sinni
— og ýtti annarri erminni upp á
handlegginn. Handleggur henn-
ar var átakanlega horaður og
beinaber. „Ég verð alltaf að klæð-
ast einhverju, sem hylur hand-
leggina. Það er oft óþægilegt á
sumrin, þegar heitt er í veðri“.
„Eg er viss um, að sumum karl-
mönnum geðjast vel að þér,
Gwenny“, sagði ég.
„Já, það hefur komið fyrir.
Ég átti einn kunningja, sem hét
■Chuck. Hann var Bandaríkjamað-
ur. Skipið hans var í Hong Kong
í fimm daga, og mér þótti mjög
vænt um hann. Ég sýndi honum
Tiger Balm hofið og fór með
honum upp á Tindinn. Hann var
mjög góður. Einhvern tíma ætla
ég að sýna þér bréfið, sem hann
skrifaði mér“. Hún tók bjór-
flöskuna á borðinu og tæmdi hana
í glasið". Á ég að ná í meira
handa þér?“
„Já, en vilt þú ekki fá þér
líka?“
„Nei, kínverskar konur drekka
ekki mikið. Engin af okkur stelp-
unum hérna drekkur". Hún gaf
þjóninum merki og bað um bjór-
inn en sagði síðan.
„Ég held ég sæki bréfið núna.
Mig langar til að sýna þér það“,
„Er það ekki of mikil fyrir-
höfn, Gwenny?"
„Nei, ég á heima rétt hjá. Og
það er svo fallegt bréf. Ég hugsa,
að þú hafir gaman af að lesa
það“.
Hún skildi prjónana eftir á
borðinu og fór út. Lagið var nú
leikið til enda, og Typhoo, stúlk-
an, sem Gwenny hafði bent á,
stóð upp og rétti fram lófann í
áttina til sjóliðans og smellti
fingrum óþolinmóðlega um leið.
Hún var ófríð, og andlit hennar
minnti helzt á lítinn apa, en hún
var vel vaxin og hafði fallega
fótleggi. Sjóliðinn rétti henni
skilding. Hún tók eftir, um leið
og hún sneri sér frá honum, að
hann var enn með húfuna á höfð-
inu, kippti henni af honum,
og brosti breitt og setti hana
upp. Síðan lötraði hún að grammó
fóninum og stakk peningnum í
rifuna. Hún valdi plötuna með
því að styðja á hnapp, síðan tók
hún sér stöðu fyrir framan
grammófóninn og rýndi í gegn-
um glerið til þess að sjá hina
vélrænu skiptingu.
Líttu á þetta, hugsaði ég. Líttu
á andlitið og uppstillinguna. Kín-
versk stúlka með enska sjóliða-
húfu stendur og starir inn í sjálf-
virkan bandarískan glymskratta.
Hvers æskirðu frekar .... ?
Eg sat um stund, reykti og
dreypti á köldum bjórnum. Von
bráðar kom Gwenny aftur. Hún
tók upp úr tösku sinni velkt og
slitið umslag. Hún rétti mér það
yfir borðið. „Þú munt sjá, að
þetta er gott bréf“, sagði hún.
„Hann var líka góður piltur".
Bréfið var stílað til Ungfrú
Gwenny Lee, gistihúsinu Nam
Kok, Wanchai, Hong Kong, Kína.
Bréfið var dagsett fyrir rúmu ári
og var farið að grotna sundur í
umslaginu.
Gwenny horfði á mig ljómandi
af ánægju, meðan ég las það.
Kæra Gwenny.
Ég vona, að þú fáir ekki tauga-
áfall af undrun, er þú færð bréf
frá mér eftir allan þennan tíma.
En það er aldrei of seint að efna
loforð sín, og þess vegna skrifa
ég þér nú.
Já, Gwenny, ég var sannarlega
heppinn að hitta fyrir stúlku eins
og þig, sér í lagi þar sem ég var
nýbúinn að fá uppsagnarbréfið
frá stúlkunni minni heima, og
mér var því þungt í skapi. Hún
var ekki mikils virði stúlkan sú,
Gwenny. Hún hefði haft gott af
að kynnast þér. Ég býst við, að
hún haldi, að kínverskar stúlkur
gangi enn í strápilsum eða ein-
hverju slíku, og hún hefði áreið-
anlega orðið hissa að hitta eins
fallega stúlku og þig.
Ég varð að fela mig undir þilj-
um, þegar við fórum frá Hong
Kong. (Þetta á ekki að vera
fyndni) til þess að félagar mínir
sæju ekki tár mín. Síðan höfum
við farið um ótal hafnir hér
eystra, og ég ætla ekki að halda
SBUtvarpiö
Sunnudagur 6. júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
9.30 Fréttir og morguntónleikar.
11.00 Messa í Laugarneskirkju
(Prestur: séra Garðar Svavars-
son. Organleikari: Kristinn Ing-
varsson). 16.00 Kaffitíminn. 16.
30 Færeysk guðsþjónusta (Hljóð
rituð í Þórshöfn) 17.00 „Sunnu-
dagslögin". 18.30 Barnatími
(Skeggi Ásbjarnarson kennari):
a)Guðbjörg Þorbjarnardóttir
leikkona les frásöguna „Lamba-
reksturinn" eftir Jónas Jónasson
frá Hrafnagili. b) Fjórar 12 ára
telpur syngja og leika á gítara.
c) Tíu ára telpa leikur tvö lög á
píanó. d) Óskar Halldórsson
kennari les söguna „Útileguferð“
eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. 19.30
Einleikur á píanó: Jose Iturbi
leikur vinsæl lög (pl.). 20.20
„Æskuslóðir“; II: ísafjörður (Sr.
Jón Auðuns dómprófastur). 20.
45 Tónlpikar. 21.20 „í stuttu máli*
Umsjónarmaður; Loftur Guð-
mundsson rithöfundur. 22.00
íþróttaspjall. 22.10 D^pslög.
Mánudagur 7 júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Tónleikar. 20.30 Um dag-
inn og veginn (Ólafur Gunnars-
son sálfræðingur). 20.50 Einsöng
ur: Sigurveig Hjaltested syngur.
Fritz Weisshappel leikur undir á
píanó. 21,10 Síðasti bóndinn í
Þingvallahrauni: Björn Th.
Björnsson talar við Símon í
Vatnskoti. 21.45 Tónleikar. 22,00
íþróttaspjall. 22,15 Búnaðarþátt-
ur: Frumbúskapur — viðskipta-
búskapur (Arnór Sigurjónsson
ritstjóri). 22,30 Kammertónleik-
ar frá tónlistarhátíðinni í Stokk-
hólmi 1958. 23.05 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 8. júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Tónleikar. 20.30 Erindi: Sið
gæði Fjallræðunnar og lögmál
lífsins; síðara erindi (Sr. Jóhann
Hannesson á Þingvöllum). 21,00
Tónleikar (pl.). 21.30 Útvarpssag
an: „Sunnufell" eftir Peter Freuc
hen; XII. (Sverrir Kristjánsson
sagnfræðingur). 22.10 Kvöldsag-
an: „Næturvörður" eftir John
Dickson Carr; IV. (Sveinn Skorri
Höskuldsson). 22.30 Hjördís Sæv
ar og Haukur Hauksson kynna
lög unga fólksins. 23.35 Dagskrár
lok.
Drengja- og telpna
Peysur
á 2ja til 10 ára.
V a I b o r g
Austurstræti 12.
WHILE HORACE TUOOLE GOE8
TO BUV A CAMERA POR
TIMMV'S COMING BIRTHDAV,
THE BOV IS LEFT IN THE
OFFICE OF ATTORNEY BRVSON
a
r
L
/
u
ó
1) Tryggvi var farinn út til
þess að kaupa myndavél í afmæl-
isgjöf handa Tomma, sem bíður
i skrifstofu Brjáns lögfræðings
á meðan. — Brjánn í símann:
„Komdu strax til mín, Lúðvík.
Ég hefi verk handa þér að vinna“.
— 2) Síðar: „Við viljum fá að
leggja veg í gegnum Týnda skóga,
en okkur verður ekki leyft það
nema við getum sannað að leiðin
um Bjarnarfjall sé hættuleg". —
3) „Þitt starf er í því fólgið að
gera Bjarnarfjallsveginn hættu-
legan“, hélt Brjánn áfram. „Þú
rýfur skörð í hann með spreng-
ingu svo að það líti út eins og
hann hafi skemmst í snjóflóði".
OKAY, MR. BRVSON,
I CAN DO IT... BUT
I'LL HAVE TO WAIT
TILL WE HAVE A VERY
HEAVY SNOW STORMf
— „Ég get gert það“, sagði Lúð-
vík, „en vjð verðum aðeins að
bíða þar til gerir stórhríð“.
Tommi er farinn að veita athygli
því sem fram fer.