Morgunblaðið - 12.07.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.07.1958, Qupperneq 3
Laugardagur 12. júlí 1958 Monr.rxnr 4MÐ 3 Grasspretta í yóðu meðallagi STSTYKKISHÓLMI, 11. júlí. — Grassprettu hefur mjög farið fram hér undanfarið, enda hafa skiptz hér á skin og skúrir. Menn eru almennt byrjaðir slátt og sumir fyrir nokkru síðan. Gras- spretta og allur gróður mun vera 1 góðu meðallagi, þó stundum hafi verið fremur kalt í veðri. í dag er sól, logn og blíða. Byggingafélag verkamanna í Stykkishólmi er tekið til starfa og er nú byrjað að grafa fyrir verkamannabústöðum hér. — Byggð verða tvö hús til að byrja með og standa þau í útjaðri baej- arins. Er senn lokið að grafa fyr- ir þeim. Húsnæðisleysi hefur ver ið hér talsvert að undanförnu eins og víða annars staðar. — Fréttaritari. Fulltrúar á 20. Iðnþingi tslendinga á ísafirði. STAKSTEIMAR Viðbrigði íslenzkur verkfræðingur, sem nýkominn er tii landsins eftir um það bil ársdvöl erlendis lét svo um mælt við kunningja sinn á dögunum, að það væru mikil við- brigði að koma heim, það væri því líkast að „heimsækja geð- veikrahæli.“ Átti hann vitaskuld þar við hið opinbera líf hér og efnahagsástandið. Maður þessi sem tekið hefur þátt í íslenzkum stjórnmálum og sízt af öllu verið kenndiur við nokkurra hægri villu, fannst svip urinn vera þessi á ástandinu hér eftir að hann hafði dvalið í landi, þar sem stjórnmálalíf og efna- hagsmál eru í skynsamlegum skorðum. Dr, Pierre Naert birtir merkilegar niðurstöður i málvísindum rök, sem margir telja óhrekj- , andi, þess efnis, að hér sé tví- __ _T . . _ 1 mælalaust um indóevrópsk tungu DR. PIERRE NAERT, dosent við - * , ,,, , , , ,, , T mal að ræðai sem fyllilega se hoehn cmn , I nnrl, hntin, rfnn rfin háskólann í Lundi, hefur gengið frá fyrsta hlutanum af merki- legu riti um málvísindi, sem hann , hefur haft í smíðum undanfarin ' ár. Fjallar ritið um ainu-málið, sem talað er í nyrzta hluta Jap- ans (Hokkaido) og áður fyrr einnig að nokkru á Sjakalín- skaga og syðstu eyjum Kúril- eyjaklasans. Ber heildarverkið nafnið „La Situation Linguistique de l’Ainu“ en fyrsti hlutinn heit- ir „Ainou et Indoeuropéen" og fjallar um skyldleika ainu-máls- ins við indóevrópskar tungur. í öðrum hluta verksins mun dr. Naert ræða skyldleika málsins við altaísk og úrölsk mál og í þriðja hluta um samband þess við nágrannalöndin, þ. á. m. jap- önsku. Ainu-tungan hefur lengi verið málvísindamönnum ráðgáta, með því að ekki hefur tekizt að finna skyldleika með henni og öðrum þekktum tungum. Hefur -lengi verið litið svo á, að hún væri leif- ar af dauðri tungu (eða málætt), sem töluð hafi verið af hvítum mönnum í austasta hluta Asíu. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að sanna að hún sé af indóev,rópskum stofni, en þær hafa ekki talizt byggðar á visindalegum grundvelli. Án þess að taka tillit til þessara tilrauna, hefur Pierre Naert nú lokið rann- sóknum sínum og leggur fram i sambærilegt við aðrar greinar þeirrar miklu málættar. Dr. Pierre Naert lauk ungur meistaraprófi í málvísindum við Sorbonne-háskóla og lagði þar m.a. mikla stund á íslenzku. Kom hann fyrst hingað til lands sum- arið 1936 og vakti þá þegar at- hygli fyrir mikla íslenzkukunn- áttu. Það sumar sneri hann flest- um kvæðum Tómasar Guðmunds sonar úr „Fögru veröld“ á frakk- nesku og var sú bók prentuð und- Fær hún Oscars verðlaun Elízabeth Taylor er sögð leika mjög vel aðalhlutverkið í kvikmynd- inni „Köttur á heitu tinþaki". sem gerð er eftir sam- nefndu leikriti Tennessee Williams. — Leiða menn getur að því, að henni muni áskotnazt Osc- arverðlaunin fyrir leik sinn. Myndin sýnir þau Elízabeth Taylor og Mike Todd jr. á fundi með blaðamönnum, þar sem þau tilkynntu, að stofnað hefði verið The Michael Todd Production Company. er þau myndu veita forstöðu í sameiningu. Mike Todd yngri er sonur Mike Todds eldra af fyrra hjónabandi, en sá síðarnefndi fórst, eins og menn munu minnast, fyrir nokkrum -nánuðum í flugslysi í Bandaríkjunum. Kona hans, Elízabeth Taylor, fékk taugaáfall, er henni barst fregnin af flugslysinu, en mætti þó til vinnu sinnar í kvikmyndaverinu nokkrum vikum síðar. Þau Elízabeth Taylor og Mike Todd yngri eru sögð vera mjög góð- ir vinir. — ir nafninu „Poemes islandais". Árið eftir var hann sendikennari við Háskóla íslands. Hingað til lands kom hann ekki aftur fyrr en 1949 og hafði þá ný- lega varið doktorsritgerð við há- skólann í Lundi, þar sem hann hefur starfað síðan. Hann hefur síðan birt fjölda ritgerða um mál'- vísindaleg efni, jöfnum höndum á frönsku, sænsku og íslenzku. Auk þess að vera framúrskar- andi málvísindamaður, er hann einnig afburða málamaður, talar og skrifar t.d. öll Norðurlanda- málin, þ. á. m. finnsku og fær- eysku. Margir munu hafa lesið 65 ára í dag ritgerð hans í síðasta hefti ís- lenzkra fræða: „Með þessu mínu optnu bréfi . . .“ Dr. Naert hefur nokkrum sinn- um síðan dvalið hér á landi nokkra mánuði í senn við mál- fræðirannsóknir. Hefir hann þá ósjaldan tekið sér orf og ljá í hönd og gengið að slætti. Af þess- um sökum á hann marga vini og kunningja hér á landi, sem munu með athygli fylgjast með störf- um hans og rannsóknum. Hann er sá Frakka, sem tíðförlast hef- ur gert sér til íslands og í einna nánustum tengslum stendur við íslenzkt þjóðlíf, mál og sögu. Jón Eiríksson skipsfjóri í DAG, hinn 12. júli, er Jón Eiríks son skipstjóri, Austurgötu 33 í Hafnarfirði, 65 ára gamall. Hann er fæddur að Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd, sonur hjcn- anna Eiríks Jónssonar og Sól- veigar Benjamínsdóttur, sem síð- ar bjuggu að Sjónarhóli í Hafn- arfirði. Jón er einn af Sjónar- hólssystkinum, sem flestir Hafnfirðingar kannast við. Jón er vel gefinn maður og duglegur, enda voru foreldrar hans dugnaðar og myndarfólk. Jón byrjaði snemma að stunda sjóinn og er ekki hættur því enn. Ævisaga hans er sjómanns saga. Hún hófst fyrir meira en hálfri öld, sjósókn á opnum bátum, skút um og erlendum og innlendum togurum, við hörð kjör. Foreldrar Jóns voru fátæk og höfðu mikla ómegð. En eftir að þau fluttu til Hafnarfjarðar 1907, fór hagur þeirra að batna og sótti Jón ásamt bræðrurn sin- um Flensborgarskólann og seinna Sjómannaskólann í Reykjavik. Þegar Hellyersbræður fóru að gera út frá Hafnarfirði varð Jón skipstjóri hjá þeim. fyrst á Kings Grey og síðar á James Long. — Eftir að þeir' hættu útgerðmni keypti hann togarann Sindra i félagi við nokkra menn og var með hann í nokkur ár. Seinustu árin hefur hann strítt við erfiða heilsu. Þrældómur æskuáranna. langar vökur á togurum og erfið vinna, er farið að segja til sín fyrir löngu. Bræður Jóns þrír, sjómenn eins og hann, hafa drukknað- ásamt föður þeirra. Jón var greindur og tilfinn- inganæmur gleðskaparmaður að upplagi, enda félagslyndur og vinmargur. Hann hefur verið afla sæll og heppinn skipstjóri og einkar vinsæll af skipverjum sínum og öllum, sem honum haía kynnst. Jón, föðurafi Jóns, sem hann hét eftir, var sonur Teits Tetts- sonar frá Stakkakoti í Reykja- vík, og er sú ætt fjölmenn. Vil- borg föðuramma Jóns var Eiríks- dóttir, frá Húsatóftum á Skeið- um, af hinni kunnu Reykjaætt. Móðir Jóns var Sólveig Benja- mínsdóttur frá Hróbjargarstööum í Kolbeinsstaðahreppi á Mýrum. Faðir hennar var Benjamín Jóns- son bónda þar. er, hann var sjö- undi maðui í beinan karllegg frá Halldóri syni Marteins Ein- arssonar biskups. Móðir Sólveigar var Katrín dóttir Markúsar Guð- mundssonar, Jónssonar prests að Reynivöllum í Kjós. En móðir Markúsar var Valgerður Einars- dóttir, prests að Reynivöllum, Torfasonar prests þar, Halldórs- sonar, einnig prests að Reyni- völlum, Halldórssonar prests í Reykholti, Jónssonar prests þar, Böðvarssonar einnig prests að Reykholti. Móðir Benjamíns var Sólveig Sigurðardóttir frá Rauðkoiisstöð um, Sturlusonar frá Þrúðuaal á Ströndum, Þórðarsonar, sem tal- inn var af ætt Sturlunga. Jón Eiríksson er kvæntur Dag- björtu Vilhjálmsdóttur, systur Egils og þeirra systkina. Hún er manni sínum mjög samhent og hafa þau eignast sex mannvæn- leg börn. Þau eru, Hafsteinn, verk stjóri í Reykjavik, Eiríkur, sjó- maður og Svanur, skipasmiður, báðir í Hafnarfirði, Vilhjálmur, sem andaðist tvítugur og Magn- ea og Svala, húsmæður í Reykja- vík. Jón er þannig skapi farinn að hann hefur mntia ánægju af hinum stóra og vaxandi hóp barnabarna og jafnvel barna- barnabarna sinna. því að þessi barnagæla er orðinn margsinms langafi. Þetta er uppruni og saga Jóns Eiríkssonar í fáurn orðum. En miklu yrði hún skemmtilegri og lærdómsríkari, ef hann fengizt til að segja hana sjálfur. Hann hefur í ríkum mæli tekið þátt í hinni daglegu lífsbaráttu þjóðar- innar á þeim miklu breytinga- tímum, sem orðið hala á ævi hans og hann hefir oft staðið í ágjöf- inni.Á þessum afmælisdegi sínum verðskuldar hann þakklæti okk- ar allra og þann hlýhug, sem hann sjálfur á svo mikið af. Hjartanlegar hamingjuóskir, kæri vinur! Frændi og vinur. Erfitt að „útskýra eysteinskuna“ t Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir íslenzkan námsmann, sem dvalið hefur í Þýzkalandi og skrifar hann um ýmislegt varð andi efnahagsmál Þýzkalands í tilefni af 10 ára afmæli þýzka marksins. íslendingurinn skýrir frá samtali við þýzkan athafna- mann og segir svo í greininni: „Talið berst að íslandi og nú er það ég sem þarf að svara spurningum. Ég verð að viður- kenna að ég átti í bölvuðum vandræðum með að útskýra Ey- steinskuna og að lokum gafst ég hreinlega upp, því að hinn nám- fúsi nemandi greip í sífellu fram í: „Þetta getur ekki verið, getur ekki verið.“ Að lokum sættumst við á, að á íslandi byggðu menn einkum úr þeim steinum, sem yfirvöldin legðu í götu þeirra“. AUir íslendingar, sem komast í það að þurfa að útskýra fyrir útlendingum ýmislegt varðandi íslenzk stjórnmál og sérstaklega efnahagsmálin kannast við, að þeir komast í „bölvuð vandræði". Eysteinskuna skilia fáir eða eng- ir útlendingar. slmðanir Greinar-höfundur skýrir frá því, sem fyrir augu hans hefur borið í sambandi við hina miklu uppbyggingu i Vestur-Þýzka- landi, þar sem landið hefur verið reist úr hinum geigvænlegu rúst- um styrjaldarinnar með frjálsu framtaki, dugnaði og sparsemi. Þar hefur skynsamleg efnahags- málastefna veitt landsmönnum hin beztu skilyrði til að njóta krafta sinna, í stað þess að hér á landi og raunar víða annars staðar gerir ríkisvaldið mest af því að leggja steina í götiu þeirra, er néyta vilja orku sinnar. Grein- arhöfundur segist í samtali sínu við hinn þýzka athafnamann, hafa lýst þeirri skoðun sinni, „að Iandinn hefði sennilega gleypt fullmikið af hráum sósíalisk- um skoðunum". Þetta eru vaía- Iaust orð að sönnu. Við höfum gleypt ýmsar kennisetningar I sósíalismans hráar eins og það I er orðað og höfum haft af því ómælda bölvun. Emq stór búiörð ísland er eins og stór og erfið I bújörð þar sem of fáar hendur eru til að vinna, en þar sem hver einasti maðiur þarf að geta neytt krafta sinna, eftir því sem fram- ast er unnt. Á þessari stóru jörð eru mörg hlunnindi og sum af þeim liggja ónotuð vegna þess að til þess að nýta þau vantar vinnu- afl. og fjármagn. Við búskap á þessari stóru jörð á það sízt af öllu við að hefta framtak manna og draga úr þeim kjark með ónauðsynlegum höftum og hindr- unum. Við búskap á slíkri jörð geta „hráar sósíaliskar skoðanir“ ekkert gert annað en illt eitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.