Morgunblaðið - 12.07.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1958, Blaðsíða 12
12 MORcrvnrjÐiÐ Laugardagur 12. júlí 1958 ÍOZIE WONCr n SkÁL(?5AC-A EFTMi RltHARP MA>0»| Forstjóri veitingahússins haltr aði í áttina til þeirra. Það varð að gæta alls velsæmis í veitinga- salnum — aðstaða þeirra var ekki of góð fyrir, þótt ekki bætt- ist fleira við. Hann ýtti gætilega við öxl sjómannsins og brosti af- sakandi um leið — honum var fullkunnugt um, að sjómenn áttu það til að bregðast illa við af- skiptasemi sem þessari. Hann beindi því ávítunarorðum sínum tit Suzie og hristi vísifingurinn aðvarandi framan í hana. Sjómað urinn bandaði hendinni kæru- leysislega og rykkti höfðinu upp á við, eins og hann vildi segja, „Æ, láttu okkur í friði — sérðu ekki að við erum á förum upp“. Veitingamaðurinn dró sig í hlé. Suzie var ólundarleg á svip, hún opnaði tösku sína og tók til við að snyrta sig. Sjóðliðinn gerði til raun til að kyssa hana á hálsinn. Hún ýtti honum hranalega frá sér. „Hún er skapstór", sagði Gwenny hreykin. Hún flissaði lágt. „Einu sinni henti hún flösku í sjómann. Hann var hræðilegur fantur — það var mjög vogað af henni“. „Fór flaskan fram hjá?“ „Nei hún hitti hann. Hérna, á ennið. Hann lá í roti í tíu mín- 41, Vodickova útur“ „Hvað sagði hann, þegar hann raknaði úr rotinu?“ „Hann krafðist þess, að veit- ingamaðurinn hringdi í lögregl- una. Veitingamaðurinn lét sem hann gerði það, en hann lék sér af því að hringja vitlaust, vegna þess að honum geðjast mjög vel að Suzie“. é „Er hún leið yfir því, að vinur hennar er farinn?“ „Já, auðvitað. Hún sagði, að hann væri ekki sérlega viðfeld- inn — en hún var samt mjög döpur“. „Hversvegna er hún það, hafi henn ekki geðjazt vel að hon- um?“ „Það r miklu skárra að eiga aðeins einn vin, þótt hann sé ekki aðlaðandi. Hún kveið fyrir að þurfa að koma hingað aftur“ „Þess vegna hefur hún liklega verið svona leið á svipinn, þegar ég mætti henni á leiðinni upp í dag“, sagði ég. Ég virti Suzy fyrir mér, er hún nálgaðist.. Hún virtist enn líkari Mee-ling, þegar hún var staðin upp, og efasemdir gripu mig aftur. En þá sá ég, að hún mundi vera hærri. Hún gekk á undan milli borðanna. Svipur hennar bar vott um lífsleiða, og hún virtist ekki einu sinni muna eftir Bandaríkjamanninum, sem var á hælum hennar. PRAHA 2 CZECHOSLOVAKIA Talaðir þú ekki við hana í dag?“ sagði Gwenny. „Nei, það er ekki hægt að segja það“, sagði ég. „Ég ávarpaði hana einu orði — ég hélt í fyrstu, að hún væri stúlka, sem ég hafði kynnzt í ferjunni". „En var hún það ekki?“ „Nei, því fór viðs fjarri“, sagði ég og hló við. „Stúlkan í ferj- unni var mjög lík----------“ Mig setti hljóðan. Rétt í þessu, um leið og Suzie fór fram hjá borði Typhoo, tók hún drykkjar- strá og stakk því í hárið á henni, án þess að nokkur tæki eftir — og sízt Typhoo, sem skrafaði þindarlaust og svo sneri hún sér undan til að leyna ertnislegu brosinu. Ég sá fyrir mér ertnislegt bros Meee-ling, er hún horfði á mig brjóta melónusteinana. Mee- ling, sem flissaði stríðnislega, þegar við kvöddumst á hafnar- bakkanum. Þetta var Mee-ling. Eg var nú ekki lengur í minnsta vafa um það. Suzie var Mee-ling. „Segðu mér Gwenny, hvað heitir hún í raun og veru?“ spurði ég, þótt ég væri ekki í vafa um svarið. „Suzie Wong“. „Eg á við hið kínverska nafn hennar“. „Wong Mee-ling“. Já, auðvitað. Wong Mee-ling. Stúlkan, sem mátti ekki tala við sjómenn. Þau ummæli hennar ljóstruðu að nokkru leyti upp um hana. Auðvitað var það í hennar augum fyrsta skilyrði til þess að stúlka teldist dyggðug, að hún talaði ekki við sjómenn. Gwenny horfði á eftir þeim fram á ganginn. „Það var sannarlega leitt, að þau skyldu vera á leiðinni upp“, sagði hún. „Ég verð þá bara að kynna ykkur, þegar hún kemur niður aftur. Ég býst við, að hún hafi aðeins farið upp fyrir stutt- an tíma“. Mér varð hugsað til teikning- ar minnar af Mee-ling, stórra, sakleysislegra augna hennar, er hún benti á sjálfa sig og sagði: „Já hrein mey — það er ég“. Og nú var hún farin í stutta heimsókn upp á loft. Ég rak upp skellihlátur. Gwenny leit á mig með undrun. „Hvað er að?“ spurði hún. „Ekkert Gwenny — nema það, að ég er skelfilegur bjálfi. Ég, sem hef alltaf talið mér trú um, að ég væri mannþekkjari“. „Mér finnst þú vera mjög skilningsgóður“. „Ja, það má að minnsta kosti hlæjandi. „Þú hefðir getað sagt segja, að ég sé auðtrúa", sagði ég mér, að þú væri frú Chiang Kai- Shek, og ég hefði ekki rengt það. Það er eitt minna séreinkenna Gwenny — ég gleypi við öllu, sem mér er sagt“. 2. Sú varð þó raunin á, að Suzie Wong, eða öllu heldur Wong Mee-ling sást ekki meira þetta kvöldið. Ég sá hana ekki, fyrr en um hádegi daginn eftir, er hún kom inn í veitingasalinn. Hún var klædd á nákvæmlega sama hátt og daginn, sem ég sá hana í ferjunni, í grænum hnjá- buxum og með hárið bundið í tagl í hnakkanum. Mig grunaði, að þessu réði ekki tilviljun, held- ur fælist í þessu eins konar ögrun. Hún lötraði fram hjá borðinu, sem ég sat við, lét sem hún sæi mig ekki. „Suzie!“ Hún lézt ekki heyra og hélt áfram. En Suzie hafði lag á að koma á óvart, og skömmu síðar gekk hún ótilkvödd að borðinu. „Má ég setjast hérna?“ „Auðvitað Suzie“. Ógerlegt var að ráða af fram- komu hennar hvort hún þekkti mig eða ekki. Svipur hennar var óræður. Mér hafði oft fundizt hugmyndir Vesturlandabúa um hið rólega og óræða í fasi Kín- verja hreinasta firra — svip- brigði og handapat margra þeirra minnti jafnvel á Suðurlandabúa — en að þessu sinni sannaði svip- ur Suzie hið gagnstæða. Kæru- leysissvipurinn náði þó ekki til auga hennar. Eg sá á þeim, að hún var djúpt hugsandi. „Þú býrð á þessu gistihúsi?“ sagði hún kurteisri en jafnframt kæruleysislegri röddu. „Já“. „Hvaða hæð?“ „Þriðju“. „Hvaða herbergi?" „Þrjú hundruð og se«tán“. „Eg veit, það er hornherbergi,“ sagði hún og kinnkaði kolli. „Þú kannt vel við þig hér?“ „Já, mjög vel“. „Hvað dvelurðu lengi?" Hún hélt uppi enn um stund kurteislegu spjalli um daginn og veginn, en venti síðan allt í einu sínu kvæði í kross. „Jæja“. Hún hvessti einarðlega á mig augun. „Veiztu nokkuð? Eg skrökvaði að þér á ferjunni. Allt tómar lygar“. Þessi snöggu umskipti á um- ræðuefni gerðu mið orðlausan í fyrstu, þótt ég ætti síðar eftir að venjast þeim. Þannig fór Suzie jafnan að, ef henni lá eitt- hvað á hjarta. f fyrstu fór hún í nokkrar mínútur í kringum umræðuefnið, eins og köttur í ailltvarpiö Laugardagur 12. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn- dís Sigurðardóttir). — 14.00 Um- ferðarmál: Sverrir Guðmunds- son lögregluþjónn talar um merkjagjöf i umferð. — 14.10 „Laugardagslögin". — 19.30 Sam- söngur: Andrews-systur syngja (pl.). — 20.30 Raddir skálda: „f ljósaskiptunum“ eftir Friðjón Stefánsson (Höf. les). — 20.45 Tónleikar (pl.). — 21.30 „79 af stöðinni": Skáldsaga Indriða G. Þorsteinssonar færð í leikform af Gísla Halldórssyni, sem stjórn ar einnig flutningi. Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Guðmundur Pálsson og Gísli Halldórsson. — 22.10 Danslög (pl.). — 24.00 Dag- skrárlok. L ú ó 1 YOU'RE MOT CONCERNED WITH THAT, COMMISSIONER.. YOU CAN NOW GO TO YOUR BOARD AND PROVE WE NEED A NEW ROAD THROUGH L.OST FORE9T... WELL, COMMISSIONER, THE BEAR MOUNTAIN ROAD WENT OUT IN A SNOW AND ROCK SLIDE LAST NIGHT... r- ... AND IF YOU SUCCEED, YOU'LL GET VOUR CUT/ I/ ...NOW isn't TMAT '’V CONVENIENT. 1) „Jæja vegamálastjóri", segir Brjánn lögfræðingur. „Það féll snjó- og grjótskriða á veginn yfir Bjarnafjall í gærkvöldi, svo hann þurrkaðist út.“ „En hvað það er heppilegt." 2) „Þú þarft ekki að hafa nein- ar áhyggjur af því, vegamála- stjóri. Nú geturðu sannað vega- málastjórninni að brýn þörf sé á nýjum vegi gegnum Týndu skóga.“ 3) Og ef þér tekst það, þá færðu þin laun.“ ♦$» ♦$♦ ♦$♦ ♦$♦ ♦$► ♦$♦ ♦$♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦£♦ 30 ára reynsla tryggir yður urvals kaffi Kaffibrennsta O. Johnson & Kaaber h.f. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦.i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.