Morgunblaðið - 12.07.1958, Page 6

Morgunblaðið - 12.07.1958, Page 6
6 MORCUWBT AÐTÐ L.augardagur 12. júlí 1958 Vegirnir og slysin f>AÐ má kannske til sanns vegar færa, að það sé að bæta einni silki húfunni á aðrar, að fara að skrifa um vegamál. En bæði er það, að sjálfsagt er að hver segi það, se mhonum býr í brjósti, og eins hitt, að nauðsyn ber til að við skattborgarar, eða háttvirtir kjós endur, eins og almenningur er nú oft nefndur, látum í ljós skoðanir okkar á því, sem fyrir okkur er gert, og hvort okkur líkar betur eða ver. Og nú langar mig að spyrja: Hvernig stendur á því, að svo virðist, sem hlutfallslega miklu meira fé sé varið til ný- byggingar vega ,en til viðhalds þeirra, sem fyrir eru nú þegar? Hvaða bót er umferðinni að bein- um og breiðum vegum, ef þeir eru algjörlega óakandi sökum slarka og þvottabretta? Nei, má ég þá heldur biðja um fáeinar beygjur og holt, og jafnvel mjó ræsi og óbrúaðar sprænur þar sem vegurinn er þó sléttur og jafn. Styttið lagningu beina veg- arins breiða um hálfan km. á ári í hverju verkstjóraumdæmi, og veitið fénu í aukna heflun veg- arins. Leggið meiri áherzlu á rétt val ofaníburðarins, og fyrir alla muni reynið að fá „tippurunum“ góðar hrífur, og komið þeim í skilning um að þær séu ætlaðar til að reka með þeim stærstu stein ana úr ofaníburðinum, en ekki til að styðja sig við eða riðlast á þeim klofvega í mat og úr! Spyrjið svo hina gömlu og góðu vegavinnumenn, hvort peir séu búnir að gleyma þeim aðferð- um, er þeir notuðu hér áður fyrr, þegar vegirnir voru eins og hefl- uð fjöl þegar búið var að „tippa“ þá, og héldust þannig þó umferð væri talsverð. Ef þeir gætu grugg að hana upp og kennt hinum, sem yngri eru, þá væri mikið unnið. Sannið til, að með réttum hend- tökum við lagningu hinna beinu breiðu vega, ásamt nægri heflun, geta þeir orðið jafn sléttir og góðir hinum gömlu, reyndar þó betri, þar sem margaukin tækni er nú nýtt út í æsar. Vera má að einhverjir varði til að benda til þess atriðið, að meirj slysa- hætta sé á beygjum en hólótt- um vegi. Því fer fjarri að svo sé, ef aðgæsla bifreiðarstjóra er óskert. En þá er ég líka kominn að aðalkjarna málsins. Að margra áliti má rekja orsök flestra ó- happa við akstur úti á landi til hinna slæmu vega. Kemur þar margt til greina, og skal hér nokkuð talið. Ég vil taka þeð fram, að ég tel það ekki gera neinn mismun, hvort bifreið er góð eða slæm, gömul eða ný, stór eða lítil. Breyting sú, er verður við að aka af góðum vegi á slæman, er hlutfallslega sú sama, og hefur sömu áhrif á bif- reiðastjórann. í fyrsta lagi er þá það, að bifreiðastjóri, sem kem- ur af góðum vegi á þvottabretti, verður að gera annað tveggja; að hægja ferðina, og þá í flestum tilfellum mjög mikið, og vernda þannig vagninn fyrir höggunum, eða þá að öðrum kosti að auka hraðann að mun, eða ailt upp í 80—90 km. hraða og „aka af sér holurnar“, eins og það er kallað. Sú aðferð er skiljanlega ekki tíl þess fallin að auka endingu vagns ins, En hvað gera svo þessir bif— reiðastjórar þegar þeir koma á betri kafla? Sá fyrrnefndi eykur vitanlega hraðann að mun, en það sem verra er, hefur nú skeð. í flestum tilfellum mun nú gremj- an út í veginn vera búin að gripa hug hans, svo hann er líklegur til að nota hröðu aðferðina við næsta brettti eða þá þarnæsta. En athugum nú hinn, þann sem jók hraðann strax. Er nú liklegt að hann dragi úr hraðanum þegar yfir þennan kafla er komið og sléttara er undir hjólum? Nei; ekki aldeilis. Úr þvi að hægt var að aka yfir þvottabrettið á þess- um hraða, er alveg eins hægt að halda honum á sléttum vegi, jafn vel hægt að auka hraðann' Og í hreinskilni sagt get ég ekki áfellst neinn, sem búinn er að aka 2—5 km. eftir þvottabretti, þó hann „slái í“, þegar sæmilega greiðfær vegur er framundan. Við skulum svo gera ráð fyrir að þessi tvö fórnardýr þvotta- brettanna væru á leið hvor á móti öðrum, og annað hvort rækjust á eða ækju út af er þeir mættust. Þá yrði sagt sem svo: Árekstur — útafkeyrsla, — vegna of rrikiis aksturshraða eða óaðgæzlu bif- reiðarstjórans, annars eða beggja. En þess yrði sennilega ekki getið hve langan veg þessir menn væru búnir að aka, sem sökum þvotta- bretta og slarka væri í rauninni alls ekki fær bifreiðum, og í þannig ástandi að gremja væri komin í bifreiðarstjórann. •— Gremja út í slæman veg kemur oftast nær fram í óhóflegri notkun hemla, of snöggum inn- gjöfum eldsneytisins og óskyn- samlegri notkun tengsla og skipt- inga. Samkvæmt skýrslum frá Bandaríkjunum, sem ég hef þó ekki með höndum og man ekki tölur úr svo óyggjandi sé, hefur slæmur vegur einnig þau áhrif, að aðgæzla bifreiðarstjórans gagnvart öðxum vegfarendum og ökjutækjum minnkar að mun. En nú munu margir verða til að segja sem svo: Hvers vegna eru þá slys og útafkeyrslur jafn algengar og raun ber vitni á beygjum og hólóttum eða hæð- óttum vegi? Skýringin er einföld og hefur verið svarað hér að framan. Aðgæzla biíreiðarstjór- ans minnkar við aksturinn á slæma veginum, hraðinn er auk- inn á þeim góða og óhöppin íyigja í kjölfar hans. En er þá ekki hægt að minnka hraðann? Jú, mikið rétt, það er hægt? En hæg- asta leiðin til þess mun vera sú, að hafa vegina sem bezta, þ. e. a. s., sem léttasta. Beygjur gera ekki svo mikið til ef þær eru rétt lagð- ar, „halla inn í sig“. Maður, sem Þrjár fegurðardrottningar Myndin hér fyrir ofan er tekin á kappreiðum í övrevoll í Noregi. Forráðamenn kappreiðanna höfðu tekið upp á því að skíra hlaupin Svíþjóöarhlaup, Noregshlaup og Danmerkurhlaup og fá fegurðardrottningarnar frá þessum löndum til að aflienda verðlaunin. Það varð þó hlutskipti þeirrar dönsku að liggja veik heima í Kaupmannahöfn en íslenzka stúlkan Anna Guðmunds- dóttir, sem varð nr. 2 í fegurðarsamkeppninni hér í fyrra og er nýbúin að vera á keppni í Istam- búl, hljóp í skarðið. Og hér sjáum við fegurðardrottningarnar þrjár á skeiðvellinum. Það eru þær Anna Guðmundsdóttir frá Islandi, Britt Gárdman frá Svíþjóð og Greta Andersen frá Noregi. Um kvöldið var veizla í Stallkroen og voru þær þar heiðursgestir. ekur að jafnaði góðan veg sér til skemmtunar ,ekur ekki hratt. Að vísu eru til menn, sem alltaf aka eins og vitlausir, en við þá er ekk ert hægt að gera nema svipta þá ökuréttindum.Enallir vita, aðjafn vel menn, sem venjulegast eru prúðir og dagfarsgóðir, réttnefnd ar fyrirmyndir umferðarinnar, geta tekið upp á því, að aka eins og stórkostlegustu glannar, þeg- ar þeir aka um tíma á slæmum vegi, og sýna þá enga vægð eða lipurð í umferðinni. Nei; svona vegir eru ekki bjóð- andi nokkrum ökumanni eða öku tækjum. Vegir þurfa að vera þannig úr garði gerðir að hægt sé með góðu móti og glöðu geði að aka um þá með 60-80 km hraða. Þá mun slysum og öðrum óhöpp- um umferðarinnar fara fækk- andi. Hættumerki vantar á suma staði, en er ofaukið á öðrum. En eins og er, munu jafnvel frændur vorir Færeyingar, brosa er þeir sjá hættumerkin hér. Þau eru öll eins. Hvort sem um er að ræða brú, blint horn, S beygju, vinkil beygju eða blinda hæð, alls staðar blasir hin gamalkunna Z við aug- um manns. Þessu þarf að breyta. Hættumerkið á að gefa til kynna hvers eðlis hætta sú er, sem mætir manni, annars er óvissan sú sama, því fæstir eru svo skyni skroppnir, að þeir sjái ^.kki hvar og hvenær draga skuli úr hrað- anum. Svo að lokum þetta til um- hugsunar fyrir forráðamenn vega gerðar og reyndar fyrir ökumenn líka: Hver er það, sem ber kostn- aðinn við viðgerðir á fjöður, sem brotnar upp í Hvalfirði? Hver borgar mótorfestingu, sem Ijj sbpi-far úr ) ÍJ daglega iifinu J Endurreisn Skálholts. UM það er margt talað nú og nokkuð ritað, og ekki ætla ég að bæta þar nokkru við. En á einu íurðar mig í því sambandi. Ég hef séð þess getið í blöðum að setja eigi skrautgler í giugga hinnar nýju ’Skálholtskirkju með abstraktmyndum á, og þessu eigi að ráða einhverjir listdómarar hér, en alls ekki gefendurnir, sem vera munu danskir kirkjuvinir. Það er vitanlega algert af- skræmi ef slíkt nær fram að ganga. Nóg mundi af myndum úr sögu staðarins og íslenzkrar kirkju, sem meir væri sæmandi að settar væru í glugga hinnar endurreistu kirkju. Það er ótrú- legt að nokkrum kirkjuvini og menningarmanni detti í hug að setja annað í gluggana, Ég minnist þess úr blaði í vet- ur eða vor, að listfræðingurinn, sern talinn er bera ábyrgð á þessu vali, var krafinn svars og skýr? ingar, en hann hefur kosið þögn- ina. Nú er sú krafa Annig sett hér fram. Þessi dómnefnd hefur ráðstafað stórfé úr almannasjóði til þess að verðlauna abstrakt- myndir, sem sjáanlega er verið að lauma inn í Skálholtskirkju með því móti, og eftir því, sem sagt er, án alls samráðs við gef- endur. Hver er skýringin? Jón Pétursson. Óánægður með skyldusparn- aðinn. UNGUR maður um tvítugt átti tal við Velvakanda nú á dög- unum og lét í ljós óánægju sína yfir hinum nýju lögum um skyldu sparnað. „Þannig er t. d. ástatt með mig“ — sagði hann, að ég er í þann veginn að leggja af stað til útlanda til þriggja ára náms. Ég hefi verið skyldaður til að leggja fyrir af kaupi mínu um 1800 kr. síðan á áramótum í vet- ur og nú þarf ég svo sannarlega á öllum mínum aurum að halda, en lögin mæla svo fyrir, að ekki megi endurgreiða þetta skyldu- sparifé til námskostnaðar fyrr en sex mánuðum eftir að nám er hafið. Það kemur sér veruiega illa fyrir mig. Almenn óánægja ríkir meðal ungs fólks út af þess- um þvingunarlögum og þannig er um hnútana búið, að fá verður sérstakt leyfi frá vinnu til að geta lagt inn sparimerkin í orlofsdeild pósthússins, sem við vitum, að er opin aðeins á venjulegum skrif stofutíma. Það er hreint ekki víst að allir vinnuveitendur séxx jafn viljugir til að veita það leyfi". — Þetta sagði ungi maðurinn ’og það eru víst margir sem toka í sama strenginn. Hjátrú — eða -aunhvggja. VIÐ íslendingar erum sagöir nokkuð hjátrúarfullir eða það vorum við að minnsta kosti hér fyrir eina tíð, þegar þjóðin lifði í heimi þjóðsagna og ævin- týra og trúði á allskyns tröil og töfra. En það hefur farið hér eins og annars staðar, að með nútíma menningunni, aukinni almennings menntun og tilkomu aukiiina lífs þæginda — ekki sízt rafljósanna, hefur hin svokallaða hjátrú orð- ið að þoka æ meir fyrir raun- hyggju og röksemdum. Sumir segja, að um leið sé skapandi hugmyndaflug þjóðarinnar að fjara út hröðum skrefum. Hvað sem því líður — og hvað sem hver segir, þá eimir talsvert eftir af hinni gömiu trú á leyndardóma tilverunnar, — sem betur fer, liggur mér við að segja, því að síður en svo virðist það þroska- merki að þykjast allt vita og allt skilja. Mannskepnan var aldrei sköpuð alfullkomin og það ætti hún að muna í öllum þeim mennt unar- og vizkuhroka, sem margur nútímaðurinn er haldinn af. Allir sneiddu hjá nr. 13. OG maðurinn er í frumeðli sínu sá sami hvar og hvernig sem hann er settur á jarðkúlunni og fátt mun djúpstæðara í eðli hans heldur en einmitt hjátrúin, hvaða nafni, sem við annars köllum hana, þótt hún bxrtist í ólíkum myndum eftir umhverfi því og aðstæðum seln um er að -æða. Þannig fannst mér skemmtilega skrítið þegar hinn mikli fjöldi amerískra ferðamanna var hér í heimsókn á þremur- skemmtiferða skipum, hverju öðru glæsilegra nú sl. viku — að þá var það segin saga, að engin sála fór inn í bíl nr. 13, en fólkið var yfirleitt flutt um Reykjavík og nágrenni í leigubifreiðum, sem hver haíði sitt númer til hægðarauka við skipulagningu ferðarinnar. Þetta var gegnumgangandi regla! eng- inn vildi hætta á að velja sinn farkost með óhappanúmerinu 13 og Ferðaskrifstofan sá sér að lok- um hollast að sleppa þessari tölu úr bílanúmerunum til að af- stýra frekari hrellingum brotnar austur í Flóa? Eru það þeir, sem leggja vegina, sem liða sálarkvalir þegar fólk slasast eða deyr af völdum umferðarslysa, sem orsakast af hinum slæmu vegum? Nei. Það eru bifreiða- stjórar og bifreiðaeigendurnir, sem tjónið bera. Mennirnir, sem stærstan skerf leggja til bygg- ingarkostnaðar veganna. Það eru svik við þá að spara heílana, til þess að geta lagt lengri kafla af ófærum vegi. Kjörorð hvers vegaverkstjóra ætti þvi að vera: Burt með þvottabretún, burt með slörkin úr vegunum! H. Snæland. Leifað leynilegra bækistöðva EOKA NIKÓSÍU, 10. júlí. — NTB — Reuter — Brezkar hersveitir hófu miklar aðgerðir á Kýpur í dag vegna sífelldra óeii’ða þar undan- farið. Mun einkum verða lögð áherzla á að leita leynilegra bæki stöðva EOKA. Um 100 herbif- reiðir fullskipaðar hermönnum óku í dag til þorpsins Kaio á norðausturhluta eyjarinnar og þorpsins Vitsadha. Einnig mun verða leitað þeirra tveggja Kýp- urbúa, er felldu tvo brezka her- menn í Famagusta fyrir nokkrum dögum síðan. Margir Grikkir á eynni kváðu hafa verið handtekn ir í dag. Útgöngubann var sett að nýju í Níkósíu í morgur., eftir að komið hafði til sprengjukasts og skotárása. í Lúnassal kom einn ig til óeirða. Talsmaður brezku stjórnarinn- ar sagði í dag, að Macmillan for- sætisráðherra hefði ekki áformað að hitta gxíska forsætisráðherr- I ann Karamanlis í Genf. Karam- I anlis fór til Genfar í morgun, og í fregnum grískra blaða í morg un er skýrt frá því, að hann kunni að hitta Macmillan þar að máli til að ræða um Kýpurdeiíuna' Um sl. helgi lagði tyrkneska stjórnin til, að Bretar og Tyrkir ræddu Kýpurmálið, og Gríkkir | fengju jafnvel að taka þátt í ' þeim viðræðum. Brezka stjórnin hefir ekki svarað þessari uppá- stungu. í bréfi sínu til tyrknesku og grísku stjórnanna um Kýpur- | áætlun Breta kvaðst Macmillan | fús til að ræða við forsætisráð- herra ríkjanna um Kýpurmálið og stakk upp á, að slíkur við- ræðufundur yrði haldinn í Róm eða Genf. AKRANESI, 10. júlí. — Rekneta- báturinn Fram fékk aðeins 24 tunnur síldar. Fór hann austur fyrir Reykjanes og hreppti suð- austanstorm og leiðindaveður. Gat hann ekki látið netin liggja nema þrjár klst. Sifurfari fór núna út á reknet ásaxnt Fram, — O.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.