Morgunblaðið - 12.07.1958, Síða 8

Morgunblaðið - 12.07.1958, Síða 8
8 */ortnr*ntT 4Ðit> La 'orardagur 12. júlí 1958 I ÍTtg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkværíidastióri: Sigius Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Bjarm Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Ola. sima 3J045 Auglysmgar: Arni Garðar Knstmsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og atgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480 AsKriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. BLABER SVIK FRAMSOKNAR MEÐAL þeirra sérstöku mála, sem Sjálfstæðis- menn og Framsókn sömdu um, þegar stjórn Ólafs Thors var mynduð í september 1953, var þetta talið fyrst: „Lokið verði á næsta Alþingi endurskoðun skatta- og útsvars- laga ,m. a. með það fyrir augum að lækka beina skatta og færa með því til leiðréttingar mis- ræmi vegna verðlagsbreytinga og stuðla að aukinni söfnun spari- fjár.“ Á sínum tíma var öfluglega unnið að þessari endurskoðun. Samkomulag náðist um mikils- verðar leiðréttingar á tekjuskatts lögunum varðandi skatt einstakl- inga og voru þær réttarbætur lögfestar. Um atvinnureksturinn var hins vegar meginvandamálið að finna lausn á veltuútsvarinu. Öllum var Ijóst, að ekki var unnt að taka það af sveitarfélögunum án þess að láta þau fá nýja skatt- stofna í staðinn. Hins vegar var endurskoðun skatta- og útsvars- laga án þess að nýjar reglur væru settar um veltuútsvarið hreint kák. Um skeið virtist svo, að fram úr þessum vanda mundi verða ráðið. Framsóknarmenn þóttust ekki síður en Sjálfstæðismenn hafa ríkan hug á að bæta hér um. En þá bar svo við, að Hæsti- réttur felldi dóm, sem fól það i sér, að kaupfélögin, sem menn áður höfðu talið að ættu um veltuútsvör að lúta sömu lögum og aðrir landsmenn, hefðu einn- ig forréttindi í þeim efnum. Þá breyttist skyndilega hljpðið í B’ramsóknarstrokknum. Eysteinn Jónsson og Skúii Guðmundsson, sem áður höfðu verið manna ákafastir í að fá nýjar reglur settar um veltuút- svör, misstu nú skyndilega áhuga á málinu. Ekki vantaði, að góð orð væru viðhöfð, en með alls konar fyrirslætti var komið í veg fyrir, að tekin væri afstaða til tillagna, sem áður virtust allar líkur til að samkomulag gæti fengist um. Þarna sannaðist enn einu sinni, að það var ekki almenn réttar- bót, sem vakti fyrir þessum for- ystumönnum Framsóknar, held- ur einungis hagur þess verzlun- arfyrirtækis, sem þeir misnota til eflingar pólitískum völdum sínum. 1 augum sanngjarnra manna var enn ríkari ástæða en áður til að setja réttlátar reglur um þessi efni, þegar komið var í ljós, að SÍS og félög þess höfðu þarna forréttindi fram yfir flesta aðra. En á þessa Framsóknar- menn verkuðu forréttindin þann- ig, að þeir gengu á bak orða sinna og höfðu að engu það sam- komulag, sem þeir höfðu bundið sig við. Út yfir tekur þó, þegar Tíminn með þessa forsögu að baki æ ofan í æ ásakar bæjar- stjórnarmeirihlutann í Reykjavík fyrir veltuútsvörin. Það er bein- línis á ábyrgð Eysteins Jónsson- ar og nánustu samverkamanna hans, að ekki hafa fyrir löngu fengizt settar sanngjarnar reglur um álagning þessara útsvara eða nægir tekjustofnar tryggðir sveit- arfélögunum í þeirra stað. AF HVERJU BIRTI UTVARPIÐ EKKI ÁLYKTUNINA ALLA ? Formannaraðstefna Sjálfstæðisflokksins lýs- ir harmi yfir réttarmorð- unum í Ungverjalandi og telur mjög miður farið, að upphafs- mönnum hryðjuverkanna skuli hafa verið gefið færi á því að misnota fulltrúa frá Alþingi Is- lendinga til að dylja fyrir rúss- nesku þjóðinni fordæmingu frjálsra manna á hryðjuverk- unum“. Þessi ályktun var samþykkt einróma á ráðstefnu Sjálfstæðis- manna hér í bæ um síðustu helgi. S.l. þriðjudag var hún birt hér í blaðinu. Sama dag var fra henni sagt í fréttum ríkisútvarps- ins eftir að stjórnmálaályktun fundarins hafði verið lesin þar. En það vakti athygli margra, að einungis var sagt frá því, að ráð- stefnan harmaði réttarmorðin í Ungverjalandi. Ríkisútvarpið taldi ekki ástæðu til að láta landslýðinn heyra síðari hluta ályktunarinnar, þ. e.: „.... og telur mjög miður farið, að upp- hafsmönnum hryðjuverkanna skuli hafa verið gefið færi á því að misnota fulltrúa frá Alþingi íslendinga til að dylja fyrir rúss- nesku þjóðinni fordæmingu frjálsra manna á hryðjuverkun- um“. Sem betur fer munu fáir Is- lendingar mæla hryðjuverkunum bót. Hitt er annað, að við getum lítið gert til að fylgja fordæm- ingu okkar eftir. Eitt af því, sem lá beinast við, var, eins og Helgi Sæmundsson stakk upp á á Lækj- artorgsfundinum, að forfallast frá þingmannaboðinu til Rúss- lands. Með því móti var a. m. k. hægt að koma í veg fyrir, að ís- lenzkir alþingismenn væru af rússneskum yfirvöldum notaðir sem sýningargripir, sem hampað væri framan í hrjáðan lýð til að sanna vinsældir kúgaranna út í frá. Því miður töldu stjórnarflokk- arnir sér ekki fært að láta að óskum almennings um þetta. Yfirlýsing Sjálfstæðismanna lýs- ir víðtækri gremju almennings út af því framferði. Hvort sem sú gremja er réttmæt eða ekki, þá er ómögulegt að neita því, að yfirlýsingin, sem henni lýsir, er í eðli sinu fréttnæm. Ef einhverj- ir eru henni andstæðir, þá verð- ur hún til þess að spilla fyrir Sjálfstæðisflokknum í þeirra augum. Það er á ábyrgð flokksins og kemur Ríkisútvarpinu ekkert við. Það á allra sízt að reyna að stinga slíkri samþykkt undir stól. Þegar slíkar aðfarir eru við- hafðar í okkar frjálsa þjóðfélagi, þá fá menn forsmekk af því, hvernig þetta ferðalag hefur ver- ið misnotað með röngum og vill- andi fréttaflutningi, austur í Rússlandi, þar sem alger ritskoð- un ríkir. UTAN UR HEIMI Kirk Douglas (t. v.) afhcndir Filip prins skipið góða. Charles prins fékk skip til að sigla r baðkerinu í GÆR sögðum við lítillega frá ferð Njáls Símonarsonar til London þar sem hann sá frum- sýningu hinnar margumtöluðu víkingakvikmyndar. Norður- landablöðin hafa mikið skrifað um frumsýninguna, mörg hafa þau haft sérlegan fréttaritara á staðnum — og flytja viðtöl og myndir í sambandi við frumsýn- inguna. — Ég hef unnið að þessari mynd í tvö ár. Mig langaði til þess að gera sögu um víkingana — eins cg við höldum að þeir hafi verið, eftir sögum, sem allir hafa heyrt. Þetta sagði Kirk Douglas áður en frumsýningin fór fram — og margir eru þeirrar skoðunar, að verkið hafi tekizt vel — a.m.k. frá bandarísku sjónarmiði. Norð urlandabúar eru ekki fyllilega ánægðir með vikingana, finnst þeir ekki reglulega norrænir á kvikmyndatjaldinu, en það staf- ar sennilega að miklu af því að þeir mæla á ensku, sem mörgum finnst full þýtt mál jafnrosaleg- um körlum og þeir margir hverj- ir voru En hvað um það. Kirk Douglas varði um 50 milljónum króna til myndatökunnar, sem að mestu fór fram í Noregi, en þó einnig að nokkru í Frakklandi. Pilip prins var tignastur gesta við frumsýninguna — og tók Kirk Douglas á móti honum ut- an við kvikmyndahúsið. Færði kvikmyndaleikarinn prinsinum lítið líkan af víkingaskipi' til minningar um frumsýninguna. — Við ætluðum í fyrstu að hafa þetta silfurskip, sem þér gætuð stillt upp á arinhylluna, en síðar ákváðum við, að bezt væri að það yrði tréskip svo að Char- les prins gæti leikið sér með það í baðkarinu, þegar illa viðraði fyr ir útileiki. Að sýningunni lokinni var mesta veizla ársins haldin fynr sýningargesti, en Pilip gat ekki verið þar með vegna þess að Elísabet drottning var lasin. Þrátt fyrir það skemmtu menn sér konunglega við veizluhöldin og varð tíðrætt um það, hve góð- ur eiginmaður Pilip væri. Verða kaþólskir til að bjarga sam göngumálum Grœnlands GRÆNLENDINGUR einn, Finn Lynge að nafni, leggur nú stund á fræði kaþólskra suður í Róm. Ætlar hann að gerast prestur og sigla síðan til heimalandsins og reyna að snúa Grænlendingum til réftrar trúar. Forvígismenn kaþólskra í Kaupmannahöfn hafa , hugsað málið mjög að undanförnu og hefur niðurstaðan orðið sú, að ógerningur verði fyrir Finn Lynge að ætla sér að ná til þorra Grænlendinga nema hann hafi flugvél til umráða. Er nú í býgerð að hefja fjársöfnun í Danmörku til kaupa á heppi- legri lítilli flugvél fyrir kaþólska prestinn, sem vætanlega verður þá að fara í flugskóla að prests- náminu loknu. Munu kaþólskir í Höfn þegar vera farnir að afla sér upplýsinga um flugtæknina og hvaða flugvélategund yrði heppilegust í Grænlandi, en sú verður að geta lent á sjó auk þess sem hún á líka að geta lent á skíðum. ★ • ★ Alkunna er, að mjög erfitt er um samgöngur á Grænlandi og mikið hefur verið rætt um að hefja þar innánlandsflug. Enn hefur ekkert orðið úr fram- kvæmdum, aðallega vegna þess hve rekstur slíkra samgangna yrði dýr. Má því ætla, að koma hins kaþólska prests til Græn- lands verði til mikilla samgöngu bóta fyrir þarlenda, því að senni legt er, að kaþólska kirkjan telji Gér slíkar björgunaraðgerðir til vinnings — og ekki er fráleitt, margir Grænlendingar snúist til kaþólsku, ef sendiför klerksins heppnast vel. Hvort forvígis- menn mótmælenda á Grænlandi eru mjög hrifnir af slíkum sana. göngubótum skal ósagt látið. ★ O ★ Á Norðurlöndum eiga kaþólsk. ir ekki ýkjamikil ítök sem kunn. ugt er, en samt sem áður starf- Framh. á bls. i-s Mvndin var tekin á kvikmyndahátíðinni j Berlin. Þetta ern þær Gina Lollobrigída og Elsa Maxwell, frægasta slúðurblaða- kona Bandaríkjanna. Það er visi enginn vandi að sja hvor er nvor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.