Morgunblaðið - 12.07.1958, Page 14
14
MOrrCT’MTiT 4 F) 1 f>
Laugardagur 12. júlí 1958
Keppt um
í golfi
„Gullma3urlnn“ da Silva og „silfurmaSurlnn" Vilhjálmur frá Melbourne stökkva í Reykjavík.
í regni og slæmri braut mátti kraftur heimsmeistaians sm betur. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Akureyri 3. júlí.
ÚRSLIT í keppninni um Olíu-
bikarinn fóru fram sl. sunnudag,
og kepptu þá til úrslita Birgir
Sigurðsson og Hermann Ingimars
son. Úrslitakeppnin var ein hin
harðasta, sem háð hefir verið um
þennan bikar. Léku þeir þennan
úrslitaleik, 4 hringi, í einni lotu.
Eftir fyrsta hring átti Hermann
1 holu yfir, lék í 39 höggum en
Birgir í 40. Eftir hálfnaða keppni
átti Birgir 1 yfir. Lék Birgir í
38 höggum og Herm. 38. Eftir
3. hring voru þeir jafnir. Þá lék
Herm. í 38 og Birgir 40, en á 4.
hringnum vann Birgir glæsilegan
sigur, enda lék hann mjög vel, í
35 höggum. Leikið var með %
forgjafar.
Birgir Sigurðsson er mjög góð-
ur golfleikari og aldrei betri en
nú, og má því mikils af honum
vænta í íslandsmeistaramótinu,
sem hér verður háð síðar í þess-
um mánuði. Þarna áttust við
gamlir meistarar, en Birgir varð
Islandsmeistari árið 1952 og Her-
mann 1955.
I síðustu þriðjudagskeppni
sigraði Helgi Skúlason, en Birgir
varð annar.
tvo bikara
SUNNUDAGINN 6. júlí fór fram
keppnin um Mickey’s cup-bikar-
inn. Keppni þessi er 36 holur,
höggkeppni með forgjöf.
Eftir fyrsta hring hafði Gunnar
Konráðsson tekið forustuna. Lék
hann þessar holur mjög jafnt og
skemmtilega í 76 höggum. Birgir
Sigurðsson fylgdi fast eftir í 78
höggum brúttó.
Eftir 27 holur hafði keppnin
harðnað, og voru þeir jafnir'
Gunnar og Birgir og á síðasta
hring tókst Birgi að ná forust-
unni og sigra.
Birgir hefir enn sýnt, að hann
er mikill keppnismaður, því þetta
er önnur keppnin í röð, sem hann
vinnur. Gunnar hefir lítið æft
undanfarið en lék þó þessa
keppni mjög vel og var óheppinn
að vinna ekkí, þvx að hann lék
þessa keppni jafnbezt, þótt hon-
um tækist ekki að sigra.
Úrslit urðu þessi: 1. Birgir Sig-
urðsson, 2. Gunnar Konráðsson,
3 Hermann Ingimundarson, 4.
Gestur Magnússon.
Þriðjudagskeppnin fór fram 8.
júlí. Sigurvegari varð Jóhann
Guðmundsson í 74 höggum. Ad-
ólf Ingimundarson 77, Hafliði
Guðmundsson 78.
Vilhjálmur tapabi
var hálfdauft
EINVÍGI þeirra Vilhjálms og.
da Silva dró að sér töluvert stór-
an hóp áhorfenda, en því miður I
urðu menn fyrir nokkrum von-
brigðum. Búizt hafði verið við
spennandi og tvísýnni keppm,
en svo fór, að da Silva sigraði
örugglegá með jöfnum, vel undir-
búnum stökkum. Uppstökk hans
er geysikröftugt og fjaðurmagn-
að, en í endastökkinu er •eins og
eitthvað vanti og maður hefur á
tilfinningunni, að da Silva geti
stokkið a. m. k. hálfum metra
lengra í hverju stökki.
★
Vilhjálmur virðist ekki í full-
kominni æfingu, er þyngri en í
fyrra, skortir jafnvægi og öryggi.
★
Árangur þeirra má þó telja
mjög sæmilegaa, þar sem braut-
in var laus og þung eftir rign-
ingu. Auk þess var fremur kalt
í veðri.
★
Þegar þessu einvígi var lokið,
má segja að ekki hafi verið mikið
meira þess vert að bíða eftir. —
Og ekki var framkvæmd móts-
ins neitt sérlega hrífandi. Samt
sem áður beið meirihluti áhorf-
enda, að eg held til þess eins
að sjá Valbjörn stökkva stangar-
stökk, en sú grein kom fyrst í
gang upp úr kl. 10.
★
Þótt ekki setti Valbjörn met
að þessu sinni, stökk hann mjög
vel og minnist ég ekki að hafa
séð hann fara eins vel yfir 4.20
m áður.
★
Erfitt var að kasta kringlu og
hringurinn ein druiluleðja. Má
því árangur þremenninganna
teljast góður.
— Utan úr heimi
Erh. al bis. 8
rækja kaþólskir allmargar trú-
boðsstöðvar á Norðurlöndum, ef
svo mætti segja. Hér er um að
ræða kaþólska presta, sem ferð-
ast um og flytja guðsþjónustur,
en vegna strjálbýlisins í mörgum
norðurhéruðum Skandinaviu hef
ur yfirferð þeirra oft gengið
harla seint, sérlega að vetrarlagi.
Nú þegar er hafin fjársöfnun til
kaupa á farartækjum handa
nokkrum þessara presta til þess
að auðvelda þeim ferðalögin —
og er þar um að ræða sömu við-
leitnina og á Grænlandi.
Jóel hlaut nauman sigur í
spjótkastinu, en Gylfi mætti of
seint og náði sér aldrei á strik.
A
Hlaup Svavars í 1500 m, sýndi
að hann er vel undir 3,50 mín.
við góð skilyrði. Þetta hlaup hans
var þó ekki nógu vel útfært,
byrjunarhraði of lítill. Kristleif-
ur hleypur orðið mjög vel og er
í hraðri framför.
Sjaldan hefur Hilmar náð betra
starti á 200 m og hefði mjög
sennilega náð mjög góðum
árangri, en er hann hafði hlaupið
ca 50 m fataðist honum eitthvað
og skömmu síðar hljóp hann út
úr og hné niður í grasið, sýnilega
mjög þjáður í fæti. Ekki er
mér fullkunnugt um meiðsli
hans, en vonandi er aðeins um
krampa í vöðva að ræða, þannig,
að hann muni ná sér að fullu
mjög fljótt.
★
Því miður er heildarsvipur
þessa móts ekki sá, að búast megi
við aukinni aðsókn að frjáls-
íþróttamótum okakr.
Úrslit í einstökum greinum:
Þrístökk: m
1. A. da Silva 15.62
2. Vilhjálmur Einarsson ÍR 15.42
3. Helgi Björnsson IR 13.05
Stangarstökk:
1. Valbjörn Þorláksson ÍR 4,20
2. Heiðar Georgsson ÍR 3.90
3. Valgarður Sigurðsson ÍR 3.80
200 m hlaup:
1. Þórir Þorsteinsson A
sek.
23.1
1500 m. hlaup: min.
1. Svavar Markússon KR 3.53.5
2. Kristl. Guðbjörnss. KR 3.59,4
Spjótkast: m
1. Jóel Sigurðsson IR * 57.52
2. Gylfi S. Gunnarsson ÍR 57.19
Kringlukast: m
1. Friðrik Guðmundsson KR 46.8
2. Hallgrimur Jónsson Á 45.64
3. Þorsteinn Löwe ÍR 45.40
400 m grindahlaup: sek.
1. Guðjón Guðmundsson KR 55 9
2. Daníel Halldórsson ÍR 55.5
3. Björgvin Hólm ÍR 56.0
Siðari hluti tugþrautarkeppn-
innar fór fram á sama tíma og
mót þetta. Var það mjög misráðið
og sízt til að bæta eða flýta fyrir
framkvæmd mótsins.
og mótið
Pétur Rögnvaldsson sigraði í
þrautinni og náði prýðilegum
árangri við slæmar aðstæður og
kynnislaust. Árangur Péturs í
einstökum greinum: 100 m 11,3
sek., langstökk 6.68 m., kúluvarp
13,15 m., hástökk 1,70 m., 400
m. 54.0 sek., 110 m gr. 15.2 sek.,
kringla 38.Ö65 m., stöng 3.2 m.,
spjót 51.83 m., 1500 m. hlaup
4.43.0 sek. = 6116 stig.
Og þar með hefir Pétur náð
marki því sem sett var fyrir E. M.
(6 þús. stig).
K-o-r-m á-k-r.
Að lokinni keppni um Olíubikarinn. — Birgir Sigurðsson
sigurvegari með bikarinn og llermann Ingimarsson sem veitti
honum harða keppni til hins síðasta.
I
Unglingameistaramót Norðurlanda í sundi hefst í dag í Kalmar
í Svíþjóð og verður sennilega keppt í slæmri sjávarlaug. —
Agústa Þorsteinsdóttir og Guðmundur Gíslason eru keppendur
Ísíands á mótinu. Ágústa keppir í dag í 100 m. skriðsundi og
á morgun t 400 m. skriðsundi. Guðmundur keppir á morgun
í 100 m. skriðsundi og 100 m. baksundi. Fararstjóri og þjálfari
er Jouas Jttaiiuoi aoviii (Ljosm.: Ragnar Vignir).
Dómarar / vikunni
Melavöllur: — 12. júlí. 1. fl. kl.
14 Fram—K.R. D. Frímann Helga
son — kl. 15,15 ÍA—Val. fellur
niður.
Háskólavöllur: — 15. júlí. 2. fl.
A a-b ki. 20 Val—Fram. D. Har-
aldur Gíslason — kl. 21,15 KR^
ÍA. D. Jörundur Þorsteinsson. 17.
júlí. 3. fl. A a. kl. 20 Vík—ÍBH.
D. Ragnar Magnússon — kl. 21 3.
fl. A b. KR—ÍBH. D. Árni Njáls-
son.
KR-völlur: — 12. júlí. 2. fl. B.
kl. 14. KR—Val D. Gunnar Aðal-
steinsson — kl. 15,15 Val—Fram
D. Ólafur Hannesson. 12. júlí. 3.
fl. A kl. 14 ÍBH—Breiðablik D.
Einar Hjartarson — kl. 15 KR—.
ÍA D. Guðjón Einarssoon — 15.
júlí 4. fl. B'kl. 20 Fram C—Fram
B. D. Friðjón Friðjónsson — kl.
21. KR—Val D. Björn Árnason.
17. júlí 2. fl. B kl. 20 KR—Fram.
D. Magnús Pétursson. — 3. fl. B
kl. 21 Val—Vík. D. Kristján Frið-
steinsson.
Framvöllur: — 12. júlí 3. fl. A b
kl. 14 Fram—Vík. D. Páll Péturs
son — kl. 15,15 Val—ÍBK. D. Sig-
urgeir Guðmannsson.
Valsvöllur: — 12. júlí 4. fl. A.
kl. 14 Val—Vík. D. Baldvin Ár«
sælsson. — kl. 15 KR—ÍA. D.
Daníel Benjamínsson.
Svar við spurningu síðustu
viku. (Spurning: Það er mark-
spyrna dómari stendur 3 m fyrir
utan vítateig það er spyrnt knött
urinn fer rakleiðis í dómara og
af honum í mark?) Hornspyrna.
Spurning vikunnar:
Er möguleiki að dæma rang-
stöðu þegar tekið er vítaspyrna?