Morgunblaðið - 07.08.1958, Síða 8

Morgunblaðið - 07.08.1958, Síða 8
8 MORCUNRLAÐIÐ Fimmtudagur 7. ágúst 1958 .tittMðfrifr Otg.: H.t Arvakur. Reykjavílc. Framkvænidastióri: Sigíus Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola. sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 AsKnftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. t lausasölu kr. 2.00 eintakið. HVAÐ GERIST í LANDHELGIS- MÁLINU ? Mc r ORGUNBLAÐIÐ hefur að undanförnu lagt á það ríka áherzlu, að það væri þjóðarnauðsyn að ríkisstjórnin gerði öllum landslýð kunnugt, hvað raunverulega væri að gerast í landhelgismálinu. Það verður með hverjum deginum ljósara, hversu rík þessi nauðsyn er. Stjórnarblöðin sjálf styðja einnig þessa kröfu Mbl. óbeint með skrifum sínum dag hvern. Á það má benda, að í Þjóðviljanum í gær eru stórar fyrirsagnir út af landhelgismálinu, sem eru til þess fallnar, að vekja ýmsar spurningar i sambandi við sjálfa meðferð málsins. Á fyrstu síðu blaðsins er stór fyrirsögn, sem hljóðar svo: „Nýtt samningamakk um landhelgina að hefjast í París að undirlagi NATO?“ Og síðan segir í undirfyrirsögn: „Fullyrt að íslenzkir sérfræðingar taki þátt í því, en utanríkisráðuneytið segist ekkert af því vita“. í grein- inni er síðan vitnað í skeyti frá fréttastofu Reuters, um það að „sérstakur fundur hafi verið kall aður saman í París í næstu viku á vegum NATO, til að gefa þeim ríkjum, sem hlut eiga að máli tækifæri til að ræða atriði varð- andi ákvörðun fslands að stækka fiskveiðilögsögu sína í 12 mílur“. Segir blaðið, að þarna sé um ó- formlegan fund „sérfræðinga frá íslandi og öðrum hlutaðeigandi löndum“ að ræða. Á fulltrúi ís- lands að hafa lagt fram sérstakar tillögur til umræðu á þeim fundi. Þjóðviljinn segist hafa spurzt fyr ir um þetta mál í utanríkisráðr- neytinu og hafi ráðuneytisstjór- inn hvorki játað né neitað því, sem um var spurt. Hér er stærsta stuðningsblað ríkisstjórnarinnar og blað sjálfs sjávarútvegsmálaráðherrans að koma þeirri sögu á loft, að nýtt „samningamakk" um landhelgina sé að hefjast en utanríkisráðu- neytið vilji leyna því. Þetta hlýt- ur enn að styðja þá kröfu, að þjóðinni sé gerð grein fyrir mál- inu, þannig að ljóst sé, hvaða með ferð það fær hjá ríkisstjórninni. Á það má einnig benda í þessu sambandi, að Tíminn hefur dag eftir dag fleiprað um það, að Mbl. sýndi eitthvað, sem blaðið kallar „hálfvelgju" í landhelgismálinu og sé það til þess fallið að spilla fyrir málinu. Það gæti virzt vand séð, hvað slíkt fleipur á að þýða dag eftir dag, en ef vandlega er leitað er helzt að finna þann tilgang, að Tíminn sé með þessu að undirbúa einhvers konar und- anhald sjálfrar ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu, sem síðan eigi að skella á bak annarra. Þegar Tíminn segir, að „hálfvelgja" Morgunblaðsins sé til þess faliin að spilla fyrir landhelgismálinu fer menn að renna grun í tilgang- inn með þessu fleipri. En hvað sem um þetta verður sagt, þá er það svo ljóst, að ekki þarf mörgum orðum að því að ! eyða, að til þess að nema burt þá tortryggni, sem nú gerir vart við sig í sambandi við landheigismál- ið meðal almennings, dugar ekkert minna en að ríkisstjórnin geri þjóðinni grein fyrir meðferð sinni á máiinu öllu og geri það þegar í stað. Elógvœri hershöfðinginn, sem ekkert /ongoð/ til Jbess oð verðo forseti CHAMOUN, fráfarandi forseti Líbanons, á samkvæmt lögum ekki að láta af embætti fyrr en þann 25. september n. k. Meðal uppreisnarmanna hafa hins veg- ar heyrzt háværar kröfur um, að Chamoun láti þegar af em- bætti og hinn nýkjörni forseti, Fuad Chehab, hershöfðingi, taki við. Heyrzt hefur, að Bandaríkja- stjórn hafi í hyggju að bjóða Chamoun í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna og stilla þannig j til, að Chehab verði falið að 1 gegna forsetaembætti „til bráða- birgða" á meðan — og miðla mál- um á þann veg. Hvernig svo sem þessar deilur verða annars jafnaðar, þá skiptir mestu máli, að tekizt hefur sam- komulag með stuðningsmönnum stjórnarinnar og andstæðingum SKOLLALEIKURINN MEÐ DAGSBRÚN I-'| INS og kunnugt er hefur j 4 þróunin í kaupgjaldsmál j ■A unum orðið sú, að verka- lýðsfélögin almennt hafa ekki viljað sætta sig við þá kjaraskerð ingu, sem þau telja, að hin svo- köliuðu „bjargráð" hafi haft í för með sér fyrir þau og hafa þau þess vegna sagt upp samningum hópum saman og nýir samningar verið gerðir, þar sem samið hefur verið um allmiklu meiri kaup- hækkun en þau 5%, sem gert var ráð fyrir í lögunum um bjarg ráðin. Þetta er staðreynd, sem ekki þýðir að horfa fram hjá, þótt hins vegar hljóti það að vera jafnljóst að ný kauphækk- unaralda eykur dýrtíðina og verðbólguna og er sízt af öllu til þess fallin að bæta kjörin, þegar lengra er litið. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík sagði einnig upp samn ingum, og var því þá lýst yfir af hálfu stjórnar Dagsbrúnar, að félagið vildi hafa samningana „lausa“, eins og það var kallað. Var þarna sýnilega um verkfalls- hótun að ræða og duldist það eng um. Kommúnistar höfðu ákveð- inn tiágang með því að fara þann- ig að. Það er alkunnugt, að Dags- brún hefur verið notuð af konim- únistum í pólitískum tilgangi mörg undanfarin ár. Félagið hef- ur verið látið ríða á vaðið um veiKÍöll, eða haft sem eins konar „stórt tromp“ í pólitískri baráttu og er þá skemmst að minnast verkfallana miklu árið 1955. Kommúnistar vildu nú hafa Dags brún til taks eins og þá. Þeim þótti öryggi sitt lítið í landsmál- unum, sífelldur ófriður á stjórnar heimiíinu og allra veðra von. Kommúnistar hugsuðu sér því að hafa alla samninga lausa, en það þýddi að verkfallssvipan yrði lát- in hanga yfir höfði ríkisstjórnar- innar og gætu kommúnistar hve- nær sem væri beitt henni. En þegar önnur félög viidu ekki sitja við það eitt að segja upp samningum, beldur gerðu nýja samninga og fengu hækkan- ir fór óánægjan mjög að gera vart við sig innan Dagsbrúnar. Sú óánægja hefur nú magnazt dag frá degi. Kommúnistar í Dagsbrún segja, að þeir standi nú í samningum, en hvað sem því líður hafa þeir aldrei ætlað sér að ganga nú til samninga, heldur hafa Dagsbrún til taks í pólitískum tilgangi, eins og áður er vikið að. En vel má vera að óánægja verkamanna inn an félagsins knýi þá til þess að gera nú þegar samninga, í stað þess að láta verkamenmna bíða, eins og þeir ætluðu sér. Komm- únistum er vitaskuld alveg sama um það, þó verkamenn tapi, ein- ungis ef flokkur þeirra getur hagnazt. Hann ætlar að reyna pípuhattinn, þegar hann Iætur af hermennsku. hennar um forsetavalið — og Chehab nyiur óskipíra vinsælda meðal allra Líbanonsmanna. — Hann er hæglátur maður og hlé- drægur, en þó þekkir hvert mannsbarn í landinu „Hershöfð- ingjann“, eins og hann er venju- lega nefndur í heimaland- inu — og þá er ekki um nema einn að' ræða. Ekki er ólíklegt, að vinsældir Chehabs eigi fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess hve hann er hlédrægur og gjörsneyddur allri metorða- girnd. Hann hefur hvað eftir ann- að hafnað miklum virðingarstöð- um og metorðum, hann er fyrst og fremst hermaður — og her- inn á allan hug hans. ----★------ Líbanonsher telur 10 þús. manns og er lítill að vöxtum mið- að við heri stærri ríkja. Samt sem áður gegnir herinn tilætluðu hlutverki, hann er nægilega sterkur, vel þjálfaður — og inn- an hans héfur ekki borið á neinni stjórnmálalegri sundurþykkju. Það er Chehab, sem tekur allar ákvarðanir — og herinn hlýðir skipunum hans sem einn maður. Chehab hefur því í rauninni mjög öfluga aðstöðu því að herinn er sterkasta aflið í þessu litla þjóð- félagi. Hann hefur samt á engan hátt notfært sér þessa aðstöðu til þess að sölsa undir sig aukin völd, sem þó er ekki fátítt í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Chehab hefur aldrei viljað gegna róðherraembætti né for- setaembætti. Stöku sinnum hefur hann þó látið til leiðast, þegar í óefni hefur verið komið, en jafnan látið af störfum og helg- að sig málefnum hersins jafn- skjótt og um hægðist. Eftir að el-Khoury, forseti, sagði af sér forsetaembætti árið 1952 gegndi Chehab forsætisráð- herraembættj um skeið, en neit- aði algerlega að annast störf for- setans. Strax og Chamoun hafði verið kjörinn forseti lét Chehab af ráðherraembættinu. Þá gegndi Chehab varnarmála- ráðherraembætti um skeið á síð- asta ári, þegar illa horfði, en lét strax af því embætti, er forset- inn veitti honum leyfi til. ----★------ Chehab-ættin er ein sú virð- ingarmesta í sögu Líbanons. Á árunum 1697 til 1840 réði ættin lögum og lofum í héruðunum um- hverfis Líbanonfjallgarðinn — og enn þann dag í dag bera af- komendur ættarinnar prinsanafn- bætur, enda þótt hershöfðinginn hafi aldrei notfært sér það. Chehab hershöfðingi fæddist árið 1902, gekk í franskan ung- lingaskóla í bænum Juneh, sem hann býr nú í — og var sendur í franskan herskóla í Damaskus, þegar hann var 19 ára að aldri. Síðar brautskráðist hann úr fremsta herskóla Frakka og gegndi herþjónustu í franska hernum. Hann var á herskóla í París, þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út og var þá sendur til Líbanon, í líbanska herinn, sem laut yfirstjórn Frakka. Óx veguf hans stöðugt í hernum og hers- höfðingi varð hann árið 1943, þeg ar Líbanon hlaut sjálfstæði. Æðsti foringi hersins var hann skipaður 1945 — en æðstu völd í málefnum hersins eru raun- verulega í höndum forsetans. Chehab er meðalmaður á hæð, dökkur yfirlitum, gildvaxinn og kringluleitur. Hann er ekki mikill samkvæmismaður, en hefur þó enga andúð á samkvæmislífinu. Samt sem áður er hann yfirleitt fámáll við slík tækifæri, nema einhver viðstaddra hafi sérstak- an áhuga á hermálum. Þá er hershöfðinginn með á nótunum, ræðinn og skemmtilegur. Hann hefur mikinn áhuga á hestum, er góður reiðmaður, en gefur sér lítinn tíma til þass að stunda útreiðar frekar en aðra tóm- stundaiðju. Heimili fjölskyldunnar í Juneh skammt utan við Beirut, er fá- brotið en smekklegt. Þegar Chehab gefur sér tíma til þess að setjast niður í ró og næði dvelst hann löngum í bókaher- bérgi sínu. Hann á þó tiltölulega lítið safn bóka, mestmegnis fjalla þær um hertækni og herstjórn — en mikið safn hernaðarlegra minjagripa á Chehab, vopna, heiðursmerkja og Ijósmynda — sem prýða bókaherbergið. Eina erlenda tungumálið, sem hann talar, er franska — en hana tal- ar hann líka reiprennandi. Heima við klæðist hann aldrei einkennis- búningi, og yfirleitt aldrei, nema þegar hann er við störf í þágu hersins — og ekki er laust við að hann hafi gaman af hreppa- pólitíkinni heima fyrir, enda þótt hann vilji á engan hátt blanda sér í stjórnmálin á breiðari grund velli. ■---★------- Þetta er Fuad Chehab, sem nu hefur nauðugur viljugur tekið að sér að stilla til friðar í landi sínu með því að taka við æðstu völdum. Vafalaust verður hann eftir sem áður sami hermaður- inn. Eitt sinn lét hann þau orð falla, að hann langaði til. þess að vita hvernið það væri að ganga með pipuhatt, þegar hann hefði látið af herþjónustu. Enn er ekki ljóst, hvort Chehab hefur í hyggju að láta af herstjórn eftir að hann hefur tekið við forseta- embættinu — og setja upp pípu- hatt í stað hershöfðingjahúfunn- ar. En ólíklegt er þó, að Chehab vilji segja skilið við herinn að fullu og öllu, herstjórnin hefur jafnan fallið honura bezt. Óhagstætt veiðiveður alla síðustu viku Heildaraílinn 381.bo0 mdl og tunnur ALLA síðastliðna viku var veður kalt og mjög óhagstætt til síld- veiða. í byrjun vikunnar varð vart síldar út af Siglufirði, en þá spilltist veður og lágu þau skip, sem ekki fluttu sig á austursvæð- ið, síðan alla vikuna aðgerðar- laus. Á austursvæðinu var veður svipað, kuldi og bræla. Þó fengu nokkur skip afla inni í Fásk-úðs- firði og Reyðarfirði og má segja, að vikuaflinn, sem nam 41620 málum og tunnum fengist að mestu á þeim slóðum. Síðastliðinn laugardag á mið- nætti var síldaraflinn orðinn sem hér segir: (Tölurnar í svigum eru frá fyrra ári á sama tíma). í salt 217.564 uppsaltaðar tunn- ur (114.452). í bræðslu 153.858 mál (368.058). í frystingu 10.138 uppmældar tunnur (10.773). Samtals mál og tunnur 381.560 (493.283). Víðir II, Garði er aflahæstur með 6549 mál og tunnur, næstur er Grundfirðingur, Grafarnesi maíi 5375, þriðji Jökull, Ólafsvík meS i.^96. 211 abip hafa aflað 500 mál og tunnur eða meira. Var skrá um | afla þeirra birt í blaðinu í gær. BONN, 2. ágúst. — Reuter. — í j dag mun ítaiski forsætisráðherr- ann Fanfani ræða við dr. Aden- auer um ástandið í Miðaustur- löndum. Einnig munu þeir á við- ræðufundi sínum fjalla um efna- hagsmál Evrópu. Fyrr í þessari viku ræddi Ad- enauer við bandaríska utanríkis- róðherrann, tyrkneska forsætis- ráðherrann og franska utanríkis- ráðherrann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.