Morgunblaðið - 07.08.1958, Side 14
14
MORGUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 7. ágúst 1058
— Helgi Tómasson
Framh. af bls. 9
Helga og Kristínu Bjarnadóttur,
sem nú var orðin konan hans, á
heimilj þeirra í Kaupmannahöfn,
og naut þar alúðlegrar gestrisni
þeirra, en Helgi var þá orðinn
starfandi læknir þar.
Kynni okkar voru endurnýjuð
allmiklu seinna, er við hjónin
einnig fluttum heim til íslands,
og undanfarin 12 ár, eða því sem
næst, höfum við Helgi starfað
saman í stjórn Skógræktarfélags
Reykjavíkur. Mun ég ávallt minn
ast þess samstarfs með ánægju og
þakklæti.
Einnig hefir dr. Helgi verið
álíka lengi varamaður í stjórn
Skógræktarfélags íslands og tek-
ið virkan þátt í stjórnarstörfum
þess félags.
En með þéirri stórfelldu skóg-
rækt, sem hann undanfarna tvo
áratugi hefir, ásamt fjölskyldu
sinni, lagt stund á á jörð sinni,
Hagavík í Grafningi, hefur hann
reist sér minnisvarða, sem verða
mun stærri og veglegri eftir því
sem árin líða.
Stórt skarð hefur verið höggv-
ið í fylkingu íslenzkra skóg-
ræktarmanna við fráfall dr.
Helga Tómassonar, en minningin
um hans ötula starf og óbilandi
trú og kjark hlýtur að verða
þeim, sem eftir lifa og kynntust
störfum hans á þessum vettvangi,
hvatning til starfa í þágu íslenzkr
ar skógræktar.
Sennilegt er, að dr Helga hafi
fundizt hann eiga eitt og anpað
ógert ennþá. Hann mátti heita
enn á bezta aldri, aðeins rúm-
lega sextugur, sístarfandi, hug-
myndaríkur, léttur í spori, sem
ungur væri. En sl. haust veiktist
hann skyndilega, og eftir þaðvarð
hann að fara mjög /gætilega með
sig, en trúlegt er, að ekkj hafi
honum verið að skapi að hafa
það sem meginlífsreglu.
Oft kom mér til hugar, að um
fjör og eldlegan áhuga mum dr.
Helga Tómassyni hafa svipað
töluvert til langafa síns, Tómasar
Sæmundssonar.
Að lokum vil ég votta frú
Ragnheiði ekkju dr. Helga, litla
drengnum þeirra og börnum dr.
Helga af fyrra hjónabandi inni-
lega hluttekningu við missi ást-
kærs maka og föður.
Guðmundur Marteinsson.
★
SKÓGRÆKTARMENN um land
allt harma hið sviplega fráfall
dr. Helga Tómassonar. Hann sat
í varastjórn Skógræktarfélags ís-
lands frá árinu 1942 og í stjórn
Skógræktarfélags Reykjavíkur
frá stofnun þess árið 1946. Enn-
fremur stundaði hann skógrækt
á jörð sinni, Hagavík í Grafn-
ingi, af meiri elju en nokkur
annar einstaklinguar hefur gert á
landi hér. Dr. Helgi var því í
senn bæði ágætur félagsmaður
og athafnasamur skógræktarmað-
ur.
Stjórnarfundi og félagsfundi
hafa fáir rækt betur en dr. Helgi.
JÞað hefur lengi verið siður að
varastjórnendur kæmu á stjórn-
arfundi Skógræktarfélags íslands,
og var dr. Helgi því tíður gestur
í húsakynnum skógræktarinnar.
Á fundunum bar margt á góma
og reyndist okkur dr. Helgi bæði
tillögugóður og skjótur til ákvarð
ana. Bjartsýnn var hann á skóg-
ræktina og stundum svo, að okk-
ur þótti nóg um. Stöku sinnum
kom það fyrir að menn voru ekki
sammála og voru þá brýnur all
snarpar. En það var ávallt á þann
veg að menn höfðu gagn og gam-
an af í lokin, ekki sízt fyrir það
hve dr.- Helgi var hreinn og beinn
í öllu og fór ekki dult með skoð-
un sína.
Helga Tómassyni auðnaðist sú
ánægja að sjá hundruð þúsunda
trjáplantna af ýmsum stofnum
vaxa upp á landi sínu og komast
yfir erfiðasta hjallann. Þrátt fyrir
ýmis áföll, sem trjágróður hans
varð fyrir, er hann í örum og
góðum vexti. Handaverka hans
mun lengi gæta í íslenzkri skóga-
sögu.
Skógræktarfélagar hans munu
lengi minnast hans með þakklæti
og hlýjum hug. Ekkju hans, frú
Ragnheiði Brynjólfsdóttur, börn-
um hans og öðrum ástvinum send
um við innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hákon Bjarnason.
Katrín Jónsdóttir
kennari — minningarorð
F. 2. nóv. ’07. — D. 29. júlí ’58.
„HÚN Katrín okkar er dáin!“
Fregnin var svo sár og kom svo
óvænt, að mig sundlaði við, þótt
dauðinn sé alltaf sá gestur, sem
hver og einn á vísastan.
Katrín var fædd 2. nóv. 1907
að Hraunkoti í Landbroti, dóttir
hjónanna Jóns Jónssonar frá
Seglbúðum og Ólafíu Gunnars-
dóttur frá Flögu í Skaftártungu.
—• Föður sinn missti Katrín, er
hún var á fyrsta ári, en ólst upp
hjá móður sinni og stjúpföður, í
ástúðlegum hópi eldri og yngri
systkina. Góðar gáfur og nám-
fýsi, ásamt athafnaþrá og fórnar-
lund, munu hafa vísað henni veg
til kennaranáms og kennslu-
starfs. Brautskráðist hún úr
Kennaraskóla Islands vorið 1929,
kenndi hin næstu ár í átthögum
sínum, en fór utan 1934 til fram-
haldsnáms. Sótti hún þá nám-
skeið bæði í Svíþjóð og Dan-
mörku. — Haustið 1935 gerðist
hún kennari við Austurbæjar-
skólánn í Reykjavík og kenndi
þar óslitið upp frá því.
Fyrir ári síðan fékk hún orlof
samkvæmt lögum, til námsdval-
ar érlendis, og hlökkuðum við
sannarlega til að heimta hana
heim með endurnýjaðan anda og
hönd, eftir þessa löngu útivist.
Því að alltaf þótti okkur mikið
vanta í hópinn er Katrín var
fjarstödd. En það kom ekki oft
fyrir, því að bæði var að hún
var heilsuhraust, enda skyldu-
rækin í störfum svo af bar. —
Hafði hún óvenju fjölskrúðugar
gáfur, hagleikskona jafnt í hugs-
un og verki, listfeng og smekk-
vís. Og allt hennar dagfar — öll
hennar umgengni við nemendur
og samstarfsmenn — bar þennan
sama, hreina göfugleikablæ, sem
aldrei brást, og ég hygg að þeim
öllum verði hugstæður. — Ef
til vill var yfirlætisleysi hennar
um of, svó að kalla mátti hlé-
drægni. Því er hætt við, að hún
hafi ekki haldið svo til haga
verkum sínum, sem æskilegt
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig með
heimsóknum, gjoium og skeytum á 65 ára afmæli mínu.
Þorgerður Sigurðardóttir.
30 lítra Hrærivél til sölu
Ný uppgerð, hentug fyrir veitingahús, brauðgerð
eða sælgætisgerð. Upplýsingar í síma 23948 milli
4—7 í dag.
hefði verið, og færri en skyldi
gert sér grein fyrir hæfileikum
hennar.
En Katrín var ekki aðeins
mikil í starfi sínu, heldur og í
frændsemi sinni, vináttu, samúð
í sorg og gleði, þátttöku í
skemmtistundum og vinafund-
um. — Hvarvetna stafaði frá
henni þetta óbrigðula öryggi,
sem henni var svo létt um að
veita og vinum hennar svo Ijúft
að njóta. Og að vísu er gott,
hverjum sem þannig er gerður,
að þurfa aldrei að reyna van-
mætti elli né afturfarar.
Fáa vissi ég kunna að njóta
óbyggðafegurðar og öræfadýrð-
ar af jafnheilli sál og einlægum
huga — og fáar konur þekkt,
sem á háskastundum kunnu að
takast á við höfuðskepnurnar
með slíkri festu og rósemi sem
hún. — Félagssystur hennar í
íþróttafélagi kvenna og aðrir,
sem gist hafa fjallaskála þeirra,
munu seint gleyma hennar fals-
lausu húsmóðurhlýju, sem átti
jafnan sinn þátt í að gera dvöl-
ina þar tiltölulega óháða vindi
og veðrum.
Dýpstar rætur og heilastar
mun Katrín þó hafa átt á æsku-
stöðvum sínum, meðal systkina
og frændliðs. Þar hygg ég hún
hafi löngum verið hjálparhella
og heilladís. — Þeirra sorg verð-
ur ekki lýst og þeim sendi ég
mínar ynnilegustu samúðar-
kveðjur. En þótt heimkoma
hennar til átthaganna nú, sé með
öðrum og daprari hætti en vonir
stóðu til, má það vera harmabót,
að þessi góða systir og frænka,
kemur samt heim úr sigurför.
Hvarvetna uxu henni bióm í
sporum og alla stund gerði hún
sér far um að verða samtíð sinni
að láni og liði.
Guð blessi minningu hennar.
Jarþrúður Einarsdóttir.
Þegar kvikmyndin „Stríð og friður“, sem gerð er eftir sogu
Tolstoy, var frumsýnd í Kaupmannahöfn, var ýmislegt gert til
þess að vekja athygli á myndinni. M. a. var boðið þangað 18
ára enskri stúlku, Jessie Steadman að nafni. Hún hefur vakið
athygii fyrir það eitt að líkjast mjög kvikmyndadísinni Audrey
Hepburn í útliti. Hér sést Jessie í fylgd með tveimur „hermönn-
um NapoIens“.
Prestaíundir
á Sauðárkróki
og að Ilólum
LAUGARDAGINN 9. ágúst og
sunnudaginn 10. ágúst verður
haldinn aðalfundur tveggja
prestafélaga á Sauðárkróki og að
Hólum. Minnzt verður 40 ára af-
mælis Prestafélags íslands og 60
ára afmælis Prestafélags Hóla-
stiftis hins forná.
Vöruhappdrœtti S.Í.B.S.
1000.000,00 kr. 14303 14426 14560 14988 15097
25363 15627 16108 16176 16380 16385
16496 16932 17032 17253 17270
50.000,00 kr. ' 17442 18013 18097 18256 18355
934 18539 18610 18994 19043 19068
19099 19154 19369 19379 19428
10.000,00 kr. 19602 19746 19892 19895 20420
4707 12416 18562 28410 38212 20875 20902 20983 21015 21020
41207 45623 59864 60772 21147 21448 21629 21652 21702
21769 21846 21860 22293 22628
5.000,00 kr. 22668 22902 23114 23215 23905
2977 2986 9972 23030 27374 23925 24080 24127 24335 24723
z/483 35242 35916 37455 52719 24771 24779 24816 25197 25355
56437 61257 61649 64527 25483 25485 25677 25985 26196
26279 26422 26436 26560 26739
1.000,00 kr. 26813 26830 26962 27026 27095
2305 7933 8538 16650 24040 27312 27384 27926 28355 28766
24394 24510 25782 26519 26701 29182 29218 29221 29258 29333
32804 33535 34112 35358 36462 29793 29902 29907 29959 30054
37946 38568 41880 43796 44473 30175 30228 30352 30500 30617
44592 45524 47605 47956 48763 30618 30636 30785 30802 30828
49998 50255 51125 51752 53345 31004 31148 31296 31501 31934
54122 58083 63182 64380 64538 32041 32090 32263 32470 32521
32741 33182 33528 33647 33815
500,00 kr. 34623 34975 35003 35010 35074
114 215 256 498 692 35216 35538 35941 35954 36364
745 958 1057 1202 1292 36734 36752 36854 37093 37126
1546 1678 2465 2495 2808 37424 37626 37706 38096 38197
2854 3093 3435 3473 3838 38272 38311 38863 38866 33872
4053 4061 4066 4269 4247 39191 39395 39506 39588 39654
4280 4476 4625 4913 5400 39843 39867 39930 40098 40141
5610 5770 5834 5848 5994 40178 40430 40978 41076 41610
6329 6338 6907 7144 7180 41616 42044 42085 42228 42304
7353 7441 7606 7661 7867 42499 42961 42975 43070 43377
7895 7958 8147 8183 8205 43719 44137 44144 44261 44396
8417 8645 8693 8850 9163 44463 44760 45155 45181 45487
9416 9644 9710 9916 9933 45521 45546 45616 45730 45898
10507 10577 10957 11060 11281 45929 45994 46074 46097 46163
11367 11369 11574 11781 11958 46171 46408 46515 46734 46806
12439 12686 12698 13083 13228 46903 46929 46967 47023 47359
13400 13926 14189 14217 14229 47398 47788 47808 47872 47877
Dagskrá verður í aðalatriðum
þannig: Á laugardaginn kl. 10
hefjast aðalfundarstörf Presta-
félags Hólastiftis, kl. 1—3 verða
aðalfundarstörf Prestafélags Is-
lands og kl. 4 hefjast fyrirlestrar.
Próf. Sigurbjörn Einarsson talar
um Biblíuna, vísindin og henns-
myndina, og fíl. kand. Jón Hnef-
ill Aðalsteinsson um siðtræði
Kants. Um kvöldið verður guðs-
þjónusta í Sauðárkrókskirkju. Sr.
Gísli Kolbeins predikar.
Á sunnudaginn verður morgun
bæn í Hóladómkirkju rpeð leið-
sögn sr. Sigurðar Pálssonar og
kl. 2 messa í Hóladómkirkju, sr.
Ingimar Ingimarsson predikar og
sr. Sigurður Stefánsson prófastur
minnist 60 ára afmælis Presta-
félags Hólastiftis. Kl. 5 verður
almenn samkoma í Hóladóm-
kirkju. Þar halda þeir ræður, sr.
Sigurður Einarsson, sr. Jón M.
Guðjónsson, sr. Kristján Róberts-
son, sr. Þórir Stephensen og Þor-
leifur Kristmundsson. Um kvöid-
ið verður samsæti að Hóium fyrir
presta og gesti þeirra.
Fundarmenn munu gista bæði
á Sauðárkróki og Hólum Pró-
fasturinn á Sauðárkróki, séra
Helgi Konráðsson, hefur góðfús-
lega lofað að veita þátttakendum
aðstoð við útvegun gistingar eftir
föngum, og er æskilegt að þeir
tilkynni sem fyrst ef þeir þurfa
á slíkri aðstoð að halda.
47961 48217 48410 48569 48682
48786 48793 48812 48921 48978
49065 490209 49473 49657 49864
50337 50511 50728 51032 51159
49892 49957 49981 50053 50184
51406 51432 51638 51654 52164
52353 52420 52450 52603 52613
52694 52798 53194 53544 53668
53881 54252 54440 54738 54771
55119 55141 55166 55388 55550
55763 55883 55929 55987 56136
56584 56601 56705 56914 56934
56981 57099 57224 57227 57319
57565 57985 58128 58189 58482
58694 58785 58791 58971 59061
59197 59399 59564 59570 59616
59922 60256 60300 60325 60609
60616 60734 60853 60958 61177
61885 61920 62134 62390 62640
62826 62981 63134 63136 63338
63499 63598 64017 64547 64694
(Birt án ábyx’gðar).