Morgunblaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 1
Hvert er erindi Lúðvíks
til Moskvu?
Lánið var þegar tryggf
Ekkert stjórnarblað-
anna sagði í gær frá
þeirri fregn, sem í fyrra-
kvöld barst frá Moskvu
um, að Lúðvík Jósefsson
væri þangað kominn til j>° minjómr króna. Mun þegar
~ ö hafa verið fanð að greiða nokk
Á Lúðvík að taka við pening-
unum?“
Hva3 breytti ákvörðun Rússa?
í sjálfri greininni sagði m. a.:
„Svo sem kunnugt er taldi
ríkisstjórnin sig í vor vera búna
að fá rússneskt lán að upphæð
að ræða við ráðamenn
þar, ,,um lánveitingu
Sovétríkjanna til íslands
til kaupa á fiskveiðiskip-
um í A-Þýzkalandi“.
Morgunblaðið eitt skýrði
frá þessum tíðindum í
gær.
Sú staðreynd er mjög í sam-
rsemi við leyndina, sem lögð hef-
ur verið á hvort tveggja, ferðalag
Lúðvíks og rússneska lánið. En
Morgunblaðið gat þess, þegar
hinn 25. júlí sl., að samband
mundi vera hér á milli. Þá birti
blaðið grein undir þessum fyrir-
sögnum:
„Fer rússneska lánið að koma?
Síðustu fréttir:
NEW YORK, 12. ágúst. — Um
miðnætti tilkynnti banda-
ríska flotamálaráðuneytið, að
annar kjarnorkuknúinn kaf-
bátur, Skate, hefði farið yf-
ir Norðurheimskautið undir
heimskautsísnum.
urt fé af Rússa hálfu út í þann
reikning. En þá kom upp, að lán-
ið átti að kallast aðstoð til ís-
lands. SuiAúm innan rikisstjórn-
arinnar var þá nóg boðið og neit-
uðu því, að samningar yrðu undir
ritaðir, nema þeir væru settir í
form venjulegra lánssamninga.
Við það stöðvaðist málið í bili,
því að Rússar sátu fastir við sinn
keip!“
Greininni lauk með þessum
orðum:
„Af því tilefni verður að
spyrja: Eru Rússar nú af ein-
hverjum ástæðum undanlátssam-
ari en þeir voru fyrir nokkrum
vikum? Er það eitt af erindum
Lúðvíks að nota sér gæzku Rússa
nú og taka við peningunum eða
tryggja þá?“
Stjórnarblöðin fengust ekki til
að svara neinni þessara spurninga
né ræða um ferðalag Lúðvíks.
Morgunblaðið vék hins vegar aft-
ur að málinu hinn 3. ágúst sl.
og sagði þá m. a.:
„Úr því að Lúðvík Jósefsson
er farinn til Austur-Þýzkalands
og byrjaður að tala um smíði
nýrra báta þar, getur það naum-
ast verið nema af því að hann
vitj eða telji sig hafa tryggingu
fyrir, að rússnesku peningarnir
séu nú falir. Eftir því hefur eitt-
hvað borið við um mánaðamótin
júní—júlí, sem hefur gert Rússa
blíðari í garð íslendinga en áður
var. Stjórnarblöðin hafa skotið
sér undan að svara fyrirspurn
um þetta, sem fram hefur verið
borin hér í blaðinu. Hið sanna
mun koma í ljós áður en langt
um líður“.
Er nú á daginn komið, að Morg
unblaðið hefur hér séð rétt, hvað
á ferðum var, þó að hitt kunni
að vera skiljanlegt, að stjórnar-
blöðin vildu í lengstu lög halda
þessu leyndu svo óskemmtiiegur
sem allur aðdragandi þessa rnáls
hefur verið.
Hvert er hið raunverulega
erindi Lúðvíks?
Morgunblaðið vakti hinn
3.
ágúst athygli á því, að þá hefði
ekkert af Lúðvík frétzt frá 22.
júlí. En um þær mundir dvaldist
Einar Olgeirsson einnig fyrir
austan járntjald, því að hann
hafði farið þangað á flokksþing
kommúnista i Berlín, hið sama
og sjálfur Krúsjeff sótti. Stjórnar
blöðin hafa varizt allra frétta um
ferðir Einars ekki síður en Lúð-
víks, og hafa íslendingar lítið
um ferðalög þeirra og erindi
heyrt annað en það, sem Morgun-
blaðið hefur getað upplýst. Þjóð-
viljinn hefur ekki einu sinni sagt
frá því að Einar Olgeirsson væri
kominn heim, sem þó mun vera
nú alveg nýlega. Hinn 3. ágúst
sagði Morgunblaðið:
„Er ekki að efa, að þeir Einar
og Lúðvík hafa lagt lag sitt sam-
an, hversu langt austur á bóginn,
sem þeir hafa lent í því slagtogi.
Um það er ólíklegt að nokkurn
tímann fáist sannar fregnii “.
Nú er sem sagt komið upp, að
hinn 12. ágúst var Lúðvík staddur
í Moskvu í orði kveðnu til að tala
um lánið. En eins og fyrrnefndar
tilvitnanir sýna, þá lá það mál
þegar ljóst fyrir hinn 22. júlí.
Hvað Lúðvík hefur verið að
gera síðan og hverra erinda hnnn
r.ú er raunverulega kominn til
Moskvu er því enn hulin ráðgáta.
l istkynning Mbl.
| JJHj ■.. ■;!C' V - >.<-,■ ' ■ ■ ’■
Brezkir togarar fá
aðstoð eftirlitsskipa
GRIMSBY, 12. ágúst —
Brezku stjórnarvöldin létu
Bandaríkjafloti kominn
á Formósusund
Kínverskir kommúnistar láta ófriðlega
FORMÓSU, 12. ágúst — Enn
gerðu kínverskir kommúnistar
72 mílna landhelgina
hefði átt að rœða fyrr
sagði fyrrum sjávarútvegsmálaráðh. Dana
MIDDELFART, 12. ágúst — Um-
ræðum á norrænu fiskveiðiráð-
stefnunni var haldið áfram í dag.
Snerust þær að miklu leyti um
markaðsbandalag Evrópu, sem
Frakkland, V-Þýzkaland, Ítalía
og Beneluxlöndin munu gera
með sér. Fyrrverandi sjávarút-
vegsmálaráðherra Dana, C.
Christiansen, skýrði svo frá, að
aðild Danmerkur að þessu banda
lagi mundi verða Dönum meira
til óhagræðis en hagræðis. —
Christiansen var hins vegar
hlynntur fríverzlunarsvæðinu
svonefnda og norrænu tolla-
bandalagi, en markaðsbandalag-
ið kvað hann geta valdið efna-
hagslegri klofnun milli landa V-
Evrópu.
Christiansen ræddi mjög um
norræna samvinnu og vék í því
sambandi að 12 mílna landhelg-
inni, sem hann taldi, að ræða
hefði átt fyrr á „breiðum, nor-
rænum grundvelli".
Síðan hófust almennar um
ræður. Sænski sjávarútvegsmála-
ráðherrann, Netzen, sagði m. a.,
að sér virtist árangur af öllum
norrænum ráðstefnum yfirleitt
allt of lítill — og Grönaas, full-
trúi norska sjávarútvegsmála
ráðuneytisins, tók í sama streng.
Gerðist hann og talsmaður þess,
að Norðurlöndin reyndu að sam-
ræma verð útflutningsafurða
Framh. á bls. 15.
harða hríð að eyjunni Quemoy,
sem er á Formósusundi, skammt
undan strönd meginlandsins. —
Hún liggur næst meginlandinu
þeirra eyja, sem þjóðernissinnar
ráða. Hún er talin mjög hernað-
arlega mikilvæg — og forsætis-
ráðherra þjóðernissinna sagði í
ræðu í dag, að Quemoy yrði var-
in til síðasta manns.
Óttast þjóðernissinnar nú
mjög, að kommúnistar láti til
skarar skríða og geri innrás á
Quemoy, en hins vegar eru þeir
óhræddir um að kommúnistar
Framh. á bls. 15.
togaraskipstjóra á Norður-
Englandi í dag hafa fyrirmæli
um það hvernig þeim bæri að
hegða sér, þegar reglugerðin
um 12 mílna fiskveiðiland-
helgi við Island gcngur i
gildi, hinn 1. september. Tog-
arar þeir, sem halda til veiða
í þessari viku, verða þá senni-
lega enn að veiðum innan 12.
mílna frá Islandsströnd. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimild-
um mun hafa verið lagt fyrir
skipstjórana að sigla skipum
sínum í smáhópum rétt út fyr
ir 12 mílna landhelgina, þar
sem þau munu fá aðstoð
brezkra eftirlitsskipa.
— NTB.
Steinþór Sigurðsson
í GÆR hófst sýning á verkum
Steinþórs Sigurðssonar listmál-
ara á vegum listkynningar
Morgunblaðsins. Steinþór Sig-
urðsson er 25 ára gamall maður,
fæddur í Stykkishólmi en á nú
heima hér í Reykjavík. Hann hóf
listnám sitt hér heima en hélt
siðan til Svíþjóðar og dvaldist
í fjögur ár í Konstfackskolanum
í Stokkhólmi og lagði þar aðal-
lega stund á málaralist. Síðan
var hann eitt ár við listnám á
Spáni, fyrst í akademíinu í Barze
lóna og síðan á Suður-Spáni.
Einnig hefur hann dvalizt um
skemmri tíma í París og Hol-
landi.
Steinþór tók fyrst þátt í sam-
sýningu í Gávle í Svíþjóð árið
1957, þar hélt hann einnig sér
sýningu. Seldi hann nokkur
verka sinna á þessum sýningum
og vöktu þau töluverða athygli.
Einnig tók hann þátt í samsýn-
ingu í Malaga á Spáni.
Listamaðurinn kveðst hneigjast
að óhlutrænni stefnu í verkum
sínum enda þótt hann byggi oft
á hlutum úr náttúrunni.
Listkynning Mbl. sýnir 5 mál-
verk eftir þennan unga lista-
mann. Eru flest þeirra til sölu
hjá afgreiðslu blaðsins eða lista
manninum sjálfum. Heimili hans
er að Flókagötu 39.
fangar gerðu uppreisn
ANTWERPEN, 12. ágúst: — 80
piltar á aldrinum 16—21 árs, sem
sitja í vinnubúðum í bæ einum
skammt utan við Antwerpen,
Brottflutningur Bandaríkja-
hers frá Líbanon hefst í dag
BEIRUT, 12. ágúst. — Tilkynnt
var í aðalstöðvum Bandaríkja-
hers í Libanon í dag, að á morg-
un mundi brottflutningur hersins
frá Líbanon hefiast. Yrðu þá
1.880 sjóliðar fluttir brott. Sagði
í tilkynningunni, að ástandið
væri nú orðið það miklu betra
í Líbanon — og horfurnar góðar,
að þessi ákvörðun hefði verið
tekin eftir að Holloway, yfir-
maður bandaríska hersins í Líb-
anon, hafði átt tal við Chamoun
forseta, og Chehab, hinn ný-
kjörna forseta landsins.
Fullvíst er talið, að með þessari
ráðstöfun hyggist Bandaríkja-
menn vinna tvennt: Bæta sam-
komulag Chamoun og hans fylgis
manna — og uppreisnarmanna —
og veikja aðstöðu Rússa, sem
væntanlega munu ráðast harka-
lega á aðgerðir Bandaríkjamanna
á fundi Allsherjarþingsins á
morgun.
í tilkynningunni um brottflutn
inginn segir ekki hvenær ráðgert
sé að halda áfram að flytja
bandaríska hermenn á brott frá
Líbanon, en þeir eru nú 14.800
talsins í landinu.
Haft er eftir foringjum upp-
reisnarmanna, að þeir séu ánægð-
ir með að brottflutningarnir
skuli nú hafnir. Hins vegar segja
þeir, að friður múni ekki komast
á í landinu fyrr en Chamoun
forseti láti af embætti, en samkv.
lögum gegnir hann því tji 23.
september — og síðustu fregnir
herma, að hann sé staðráðinn í
þvi að sitja út kjörtímabilið.
í deilunni um skipan sendi-
nefndarinnar, sem send verður
á Allsherjarþingið hefur stjórnin
boðið uppreisnarmönnum að eiga
einn mann í nefndinni, en þeir
hafa ekki fallizt á slíkt. Þeir vilja
ekki eiga neinn hlut að nefnd,
sem Malik utanríkisráðherra eigi
sæti í. Þá hefur heyrzt, að hægri-
sinnaðir falangistar, sem líka eru
óánægðir, vilji senda eigin
nefnd til Allsherjarþingisins, en
ólíklegt er, að úr því verði.
gerðu í gærkvöldi uppreisn gegn
fangavörðunum. Tókst 20 fang-
anna að sleppa út úr fangelsinu,
en í kvöld höfðu 15 þeirra náðst
aftur.
Hófst uppreisnin, er fangarnir
voru að leika knattspyrnu í fang
elsisgarðinum í gær — og nokkr-
um þeirra tókst að klifra yfir
fangelsismúrana án þess að verð-
irnir veittu því athygli. Þegar
hinir fangarnir sáu, að flótti fé-
laga þeirra hafði tekizt, réðust
þeir sem einn maður á fanga-
verðina og yfirbuguðu þá skjótt.
Lögreglan var kvödd á vettvang,
en fangarnir höfðu náð fangels-
inu á sitt vald, þegar lögreglu-
menn komu á staðinn. Var öll-
um dyrum læst — og för lög-
reglunnar heft sem mest mátti.
Loks tókst henni þó að vinna
fangelsið, en ekki fyrirhafnar-
laust, því að margir lögreglu-
menn hlutu slæm sár í viður-
eigninni við uppreisnarmennina.
Þegar kyrrð var aftur komin á
kom í ljós, að fangarnir höfðu
eyðilagt svo að segja ailt mnan
stokks — og heil rúða var ekki í
fangelsinu. Enginn piltanna ha'ði
verið dæmdur til meira «*n ár*
fangavistar.