Morgunblaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1958, Blaðsíða 14
14 MORCUNfíl. AÐIÐ Miðvikudagur 13. ágffst 1953 Kjarnorkukafbáturinn Nautilus. „Við viljum helzt alitaf vera í kafi“, sagði einn bátSverja við fréttamenn í Portiand í gær. „Ég verð að viðurkenna, að Nautilus er ekki goít „sjóskip", og við verðum allir sjóveikir, ef við siglum til lengdar á yfirborðinu“. Nautilus náði 20 mílna hraða Skipi og skipshöfn vel fagnað í Englandi PORTLAND, 12. ágúst: — Banda- ríska kjarnorkukafbátnum og á- höfn hans var vel fagnað, er hann sigldi inn á höfnina í Portland á Englandi í dag, en það var fyrsti viðkomustaður kafbátsins síðan hann hélt frá Hawaii á Kyrrahafi og sigldi yfir heimskautið á dög- unum, undir heimskautsísnum. Anderson skipstjóri hafði farið flugleiðis til Washington, sem kunnugt er — með þyrlu frá skipsfjöl, til Keflavíkur og þaðan vestur um haf. Hann kom flug- leiðis til Bretlands í tæka tíð til þess að komast út í kafbátinn áð- ur en hann lagði að landi, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Brezku blöðin voru harðorð í garð stjórnarinnar í morgun vegna þess hve móttaka Ander- sons, er hann kom frá Washing- ton, hafði verið viðhafnarlítil. Sum blöðin sögðu, að einungis brezkir tollverðir hefðu tekið á móti honum — og önnur, að heimskautsfarinn hefði hlotið ís- kaldar móttökur. En þetta var bætt upp í dag, því að Bretar fögnuðu Nautilus og áhöfn með fádæmum. Flug- vélar og skip fóru til móts við bátinn og tugþúsundir Breta voru á hafnarbakkanum til þess að hylla skipverja. Whitney, sendiherra Bandaríkj anna í London, flutti ræðu, er Nautilus lagði að. Ávarpaði hann áhöfn í nafni Eisenhowers og þakkaði þeim unnið afrek, sem mundi lifa í siglingasögunni um aldur og ævi. Sæmdi hann skips- menn heiðursmerkjum og sagði það sérstaklega vel til fallið að Nautilus skyldi einmitt hafa fyrstu viðkomu í Bretlandi, sem alið hefði svo marga sægarpa og heimskautafara. Brezki varnarmálaráðherrann Duncan Sandys sendi áhöfn kaf- bátsins heillaóskir og bauð hana velkomna og sagði för kafbátsins jafnast á við mestu afrek sjó- ferðasögunnar. Könnunarför kjarnorkukafbáts ins Nautilus frá Kyrrahafi til Atlantshafs hefur veitt vísinda- mönnum margs konar nýjar upp- lýsingar um Norður-íshafið, og jafnframt verður hún sennilega til þess, að hægt verður að finna styttri siglingaleið fyrir kaup- skip frá Kyrrahafi til Atlants- hafs. I þessari könnunarför kjarn- orkukafbátsins voru gerðar mæl- ingar á sjávardýpi og þykkt íss- ins alla leiðina yfir þvert Norð- ur-íshaf. Meira en 11 þúsund dýptarmælingar voru gerðar í Norður-íshafinu, sem hingað til hefur verið tiltölulega lítt rann- sakað. í kafbátnum eru 10 mis- munandi dýptarmælitæki til þess að mæla þykkt íssins fyrir ofan og þrjú til þess að mæla hæð íssins frá hafsbotni. Meðalþykkt íssins við norðurskaut 3,6 m Af þessum mælingum kom í ljós, að sjávardýptin við norður- skaut er 4,087 metrar, eða 587,5 metrum meiri en mesta dýpi, sem mælzt hafði hingað til á þess- um slóðum. Meðalþykkt íssins við norðurskaut reyndist vera 3,6 metrar, en á nokkrum stöðum náði hann 15 metra þykkt eða meira. Þá komu og í Ijós marg- ar nýjar upplýsingar um hinn 2,700 metra háa neðansjávar- hrygg, Lomonosov-hrygginn, sem liggur frá Kanada til Sovétríkj- anna og skiptir Norður-íshafinu í tvennt. Þessi könnunarför Nautilus stóð yfir í fjóra daga, og sigldi hann samfleytt 1,830 mílna vega lengd undir ísbreiðunni við norð- urskaut. Hann lagði upp frá Hawaii hinn 23. júlí sl., fór um Beringssund og kafaði undir heimsskautsísinn hinn 1. ágúst. Siglingin neðansjávar frá Hono- lulu til Beringssunds er 2,901 míla, og meðalhraði hans á þeirri Plast dúkar, Plast efni Gardínubuðin Laugaveg 28. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 14. og 15. tbl. Lögbirtingablaðsins 1958, á húseigninni Vonarland við Sogaveg, hér í bænum, eign Guðmundar Magnússonar, fer fram eftir kröfu toll- stjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri, föstudaginn 15. ágúst 1958, kl. 3y2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. leið var 20 sjómílur, en það er mesti hraði, sem hingað til hef- ur náðst á löngum neðansjávar- siglingum. Hann var undir norð- urskautinu hinn 3. ágúst og kom upp undan ísbreiðunni hinn 5. ágúst. Hann var undan íslands- ströndum hinn 8. ágúst, og för hans lauk í dag, þegar hann kom til Portlands í Englandi. ★ Auk dýptarmælitækjanna er kafbáturinn útbúinn sérstöku sjónvarpstæki, sem sýnir ísinn fyrir ofan. Þar er og nýtt og fullkomið siglingakerfi, en í því má fylgjast með afstöðu kafbáts- ins, hvenær sem er, án þess að reikna hana út frá stöðu stjarn- anna eins og hingað til hefur tíðkazt. Nánari upplýsingum um þetta siglingakerfi, sem starfar algjör- lega sjálfstætt og vindar eða straumar haf engin áhrif á, er haldið leyndum. Þó sagði tals- maður fyrirtækisins North Ame- rican Aviation Co., Inc., þar sem það er framleitt, eftirfarandi um starfsemi þess: í tæki þessu eru nokkrir ákaf- lega vandaðir og nákvæmir snúðu hallamælar og hraðamælar. Frá þeirri stundu sem það er sett af stað, mælir það nákvæmlega og viðstöðulaust hreyfingar kaf- bátsins og breytingar frá upphaf- legri stöðu hans. Mælingar þess- ar eru svo nákvæmar, að þar koma jafnvel fram hreyfingar vinda og sjávarstrauma. Að gera samanburð á þessu taeki og venju legum siglingatækjum kvað tals- maðurinn vera svipað og „að bera saman rómverskan hestvagn og Cadillac frá 1958“. ★ Kjarnorkustöðin í Nautilus er í aðalatriðum svipuð kjarnorku- stöðinni í Shippingport í Pennsyl- vaníu, sem framleiðir raforku til heimilis- og iðnaðarþarfa. Hverf- ill skipsins er í rauninni knúinn venjulegri ógeislavirkri gufu, enda þótt hann fái orku frá atóm inu. Nautilus er fyrsti kjarnorku- kafbátur Bandaríkjaflota. Hann á tvö systraskip, Seawolf og Skate, sem nú eru í notkun, og þremur öðrum kjarnorkukafbát- um, Swordfish, Sargo og Skip- jack, hefur verið hleypt af stokk unum. Loks verður enn tveim- u. kjarnorkukafbátum hleypt af stokkunum í þessum mánuði, og verC_ þeir nefndir Seadragon og Triton. Alls hefur verið áætlað að smíða 29 kjarnorkúkafbáta í Bandaríkjunum og 14 þeirra eru nú í smíðum. SíldveiBiskýrslan Botnvörpuskip: Egill Skallagrímsson, Reykjavík .... 4577 Þorsteinn þorskabítur, Stykkish. 5135 Mótorskip: Aðalbjörð, Höfðakaupstað 538 Ágúst Guðmundsson, Vogum ... .... 3905 Akraborg, Akureyri 2869 Akurey, Hornafirði 1236 Álftanes, Hafnarfirði 3087 Höfðaklettur, Höfðakaupstað 686 Höfrungur, Akranesi 3029 Ingjaldur, Krundarfirði 2512 Ingvar Guðjónsson, Akureyri 1805 ísleifur II, Vestmannaeyjum 900 ísleifur III, Vestmannaeyjum 795 Jón Finnsson, Garði 2336 Jón Kjartansson, Eskifirði 3687 Júlíus Björnson, Dalvík 1284 Andri, Patreksfirði 1917 Arnfinnur, Stykkishólmi 658 Arnfiröingur, Reykjavík 3952 Ársæll Sigurðsson, Hafnarfirði .... 1912 Ásgeir, Reykjavík 2998 Kambaröst, Stöðvarfirði 2540 Kap, Vestmannaeyjum 1406 Kári, Vestmannaeyjum 1573 Kári Sölmundarson, Reykjavík .... 1948 Auður, Reykjavík 1573 Baldur, Vestmannaeyjum 845 Baldvin Jóhannsson, Akureyri .... 1850 Baldvin Þorvaldsson, Dalvík 2813 Bára, Keflavík 2374 Barði, Flateyri 1768 Kópur, Keflavík S;80 Kristján, Ólafsfirði 1758 Langanes, Neskaupstað 2«728 Magnús Marteinsson, Neskaupstað 3276 Mímir, Hnífsdal 1105 Bergur, Neskaupstað ....... Bergur, Vestmannaeyjum .... Bjarmi. Dalvík ............ Bjarmi, Vestmannaeyjum .... Björg, Neskaupstað ........ Björg, Eskifirði .......... Björg, Vestmannaeyjum ..... Björgvin, Keflavík ........ Björn Jónsson, Reykjavík .. Blíðfari, Grafarnesi ...... Búðafell, Búðakauptúni .... Böðvar, Akranesi .......... Dux, Keflavík ............ Einar Hálfdáns, Bolungarvík Einar Þveræingur 1580 3292 5341 1167 1042 2037 972 3804 1018 944 3035 2020 Erlingur III, Vestmannaeyjum .... 1021 Erlingur IV, Vestmannaeyjum .... 784 Erlingur V, Vestmannaeyjum .... 1959 Fagriklettur, Hafnarfirði ..... 1476 Fákur, Hafnarfirði ............ 1305 Fanney, Reykjavík ............. 1705 Faxaborg, Hafnarfirði ......... 5022 Faxavík, Keflavík ............. 1658 Faxi, Garði ................... 1064 Fjalar, Vestmannaeyjum ........ 1581 Fjarðarklettur, Hafnarfirði .... 743 Flóaklettur, Hafnarfirði ....... 644 Fram, Hafnarfirði ............. 1285 Freyja, Vestmannaeyjum ........ 1507 Freyr, Suðureyri ............. 757 Frigg, Vestmannaeyjum .......... 957 Fróðaklettur, Hafnarfirði ..... 1224 Garðar, Rauðuvík .............. 2098 Geir, Keflavík ................ 2420 Gissur hvíti, Hornafirði .... Gjafar, Vestmannaeyjum ...... 1104 i Mummi, Garði ...... 2684 Muninn, Sandgerði ... ..2294 ' Muninn II, Sandgerði Nonni, Keflavík Ófeigur III, Vestmannaeyjum ... Ólafur Magnússon, Akranesi ... Ólafur Magnússon, Keflavík... Páll Pálsson, Hnífsdal ...... Páll Þorleiísson, Grafarnesi ... Pétur Jónsson, Húsavík ...... Rafnkell, Garði ............. Reykjanes, Hafnarfirði ...... Reykjaröst, Keflavík ........ Reynir, Akranesi ............ Reynir, Reykjavík ........... Reynir, Vestmannaeyjum ...... Rifsnes, Reykjavík .......... Sigrún, Akranesi ............ Sigurbjörg, Búðakauptúni .... Sigurður, Siglufirði ........ Sigurður Pétur, Reykjavík ... Sigurfari, Grafarpesi ....... Sigurfari, Hornafirði ....... Sigurfari, Vestmannaeyjum Sigurkarfi, Ytri-Njarðvík ... Sigurvon, Akranesi .......... Sindri, Vestmannaeyjum ...... Sjöstjarnan, Vestmannaeyjum Skipaskagi, Akranesi ........ Smári, Húsavík .............. Snæfell, Akureyri ........... Snæfugl, Reyðarfirði 2439 1209 1421 1333 4294 3194 3393 2603 1356 3589 3971 1118 1123 3142 2067 2329 2263 3699 1735 3546 1075 1591 1752 2076 1955 3760 1546 1343 704 2444 5871 889 Glófaxi, Neskaupstað Goðaborg, Neskaupstað ....... Grundfirðingur II, Grafarnesi . Guðbjörg, Háfnarfirði ....... Guðbjörg, ísafirði .......... Guðbjörg, Sandgerði ......... Guðfinnur, Keflavík ......... Guðjón Einarsson, Grindavík Stefán Arnason, Búðakauptúni .... 2837 Stefán Þór, Húsavík ........... 2097 2331 f Stefnir, Hafnarfirði ........ 518 3269 Steinunn gamla, Keflavík ...... 2058 2613 Stella, Grindavík ........ 506 Stígandi, Ólafsfirði .... 5796 Stígandi, Vestmannaeyjum 759 Stjarnan, Akureyri ...... 1706 Straumey, Reykjavík ..... 2249 Suðurey, Vestmannaeyjum 3988 Súlan, Akureyri .......... 1700 Sunnutindur, Djúpavogi .... Guðm. á Sveinseyri, Sveinseyri .... 2228 Svala, Eskifirði Guðm. Þórðarson, Gerðum ....... 3776 Svanur, Akranesi ... Guðm. Þórðarson, Reykjavík .... 2086 Svanur, Keflavík ... Gullborg, Vestmannaeyjum ...... 3164 Svanur, Reykjavík Gullfaxi, Neskaupstað ......... 3210 Svanur, Stykkishólmi 2635 901 2037 1328 1097 1944 1938 1089 1587 1814 665 1999 1821 Gunnar, Akureyri Gunnhildur, ísafirði ... Gunnólfur, Ólafsfirði .. Gunnvör, ísafirði ...... Gylfi, Rauðuvík ......... Gylfi II, Rauðuvík ..... Hafbjörg, Hafnarfirði Hafrenningur Grindavík Hafrún, Neskaupstað .... Hafþór, Reykjavík ...... Haförn, Hafnarfirði .... Hagbarður, Húsavík ..... Hamar, Sandgerði ....... Hannes Hafstein, Dalvík 1783 Sveinn Guðmundsson, Akranesi.... 1433 1360 Sæborg, Grindavík ............ 2087 3340 Sæborg, Keflavík .............. 1656 1248 Sæfari, Grafarnesi ............ 819 1872 Sæfaxi, Akranesi ............ 939 1690 Sæfaxi, Neskaupstað ........... 2034 1678 Sæhrímnir, Keflavík ........... 831 2688 Sæljón, Reykjavík ............. 2382 1714 Særún, Siglufirði ............ 2535 2147 Sævaldur, Ólafsfirði .......... 1094 5496 Tálknfirðingur, Sveinseyri .... 1914 2437 Tjaldur, Stykkishólmi ......... 1298 2016 Tjaldur, Vestmannaeyjum ....... 1352 3688 Trausti, Súðavík ............ 1259 Hannes lóðs, Vestmannaeyjum .... 1376 | Valþór, Seyðisfirði Heiðrún, Bolungarvík .......... 3657 i Ver, Akranesi .. Heimaskagi, Akranesi .......... 1289. Víðir, Eskifirði . Heimir, Keflavík ...............1284, Víðir II, Garði .... Helga, Húsavík ............... 2622 j Víkingur, Bolungarvík Helga, Reykjavík .............. 4180 Helgi, Hornafirði ............ 1650 Helgi Flóventsson, Húsavík .... 2727 Hilmir, Keflavík .............. 2599 Hólmkell, Rifi ................ 1749 Hrafn Sveinbjarnarson, Grindavík 3503 Hrafnkell, Neskaupstað ........ 2440 Hringur, Siglufirði ....... Hrönn II, Sandgerði ....... Huginn, Neskaupstað ........... 1379 j Þorleifur Rögnvaldsson, Olafsfirði 2007 Hugrún, Bolungarvík ........... 2278 ; Þorsteinn, Grindavík ......... 780 Húni, Höfðakaupstaö ............ 921 ' Þráinn, Neskaupstað ......... 1492 Hvanney, Hornafirði .......... 1132 Öðlingur, Vestmannaeyjum .... 1164 [ Viktoría, Beykjavik , Vilborg, Keflavík ....... Vísir, Keflavík .......... Von II, Keflavík ......... Von II, Vestmannaeyjum I Vörður, Grenivík ........ Þorbjörn, Grindavík ...... 2502 j Þórkatla, Grindavík .... 2300 ; Þorlákur, Bolungarvík 1825 1138 4118 r,002 2126 1630 2474 1368 2352 1145 3386 1689 830 1354 FIAT 1100 vel með farinn til sölu. Upp- lýsingar í sima 24675. — Skátamótið Jí rn. al öls 3 Bandaríkjamennirnir ætluðu að dansa Indíánadansa. Mótssvæðið er á eystri bakka Sandár, 4 til 5 km fyrir ofan Ásólfsstaði rétt neðan við fjallið Dímon. Er þar breiður grasgeiri meðfram háum árbakkanum, en handan árinnar skógi vaxin hlíð. Meðal þeirra tjalda, sem frétta- maðurinn kom í, var prentsrniðja mótsins — eða réttara sagt fjöl- ritunarstofa. Var þar gefið út blaðið Dímon, sem skrifað var af miklu hugarflugi og oft alvöru leysi eins og vera ber. Mun réft j að ljúka þessarí frásögn með stuttri grein úr blaðinu. Svo er mál með vexti, að skátarnir þurftu sjálfir að annast matar- gerðina, en kokkur gekk milli þeirra og leiðbeindi. Til öryggis birtust líka leiðbeimngar í blað- inu. í 1. tölublaði stóð þetta: „Maturinn í dag. Það, sem þið eigið að fá í dag, er hafragrautur og brauð, soðinn fiskur og kálsúpa. Hafragrautinn skal búa til þannig: Haframélmu er blandað saman við vatmð og hrært í öðru hvoru, þar til graut- urinn sýður, þá er saltað í og hrært í stanzlaust. Látið sjóða í 3—4 mínútur. — Brauðið á að skera niður, svo á að smyrja það öðrum megin. — Fiskinn á að matbúa þannig: Vatn látið í pott og látið sjóða, setjið saltið og fiskinn í pottinn og látið sjóða í 5 mín. Kálsúpuna á að búa til þannig: Látið vatn í pott og iátið suðuna koma upp. Hrærið þá inni hald pakkans út í köldu vatni og hellið því svo út í pottinn og hrærið í á meðan. Látið sjóða í tíu mínútur og hrærið í öðru hvoru. — í dag eigið þið einnig að fá kakó og skyr, en það eigið þið að geta matbúið sjalfir ( ef þið getið það ekki, skulið þið ekki hafa hátt um það, því að það er ægileg skömm fyrir ykk- ur). Að lokum: Munið það, að þið skuluð bara láta kokkana borða allt saman, ef þið eruð ekki á- nægðir með matinn. Það er ægi- legasta refsingin."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.