Morgunblaðið - 19.08.1958, Síða 1

Morgunblaðið - 19.08.1958, Síða 1
45 árgangur 186. tbl. — Þriðjudagur 19. ágúst 1958 r-remsmiuja Morgunblaðsins Lúðvík Jósefsson heimleið frá segir — Moskvu: a Engirm viðræðugrundvöllur i land- helgismálinu eins og er — málið Atlantshafsbandalaginu óviðkomandi ÍSLENDINGAR munu ekki snúa sér til Atlantshafsbanda lagsins enda þótt Bretar láti hótanir sínar koma til fram- kvæmda, því að málið er bandalaginu óviðkomandi, sagði Lúðvík Jósefsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra, í við- tali við danska fréttamenn á laugardaginn, en þá kom hann til Kaupmannahafnar frá Moskvu, að því er dönsk blöð skýra frá. I þessu sambandi var Liið- vík Jósefsson að sjálfsögðu að því spurður, hvort hann hefði rætt um landhelgismálið við Ráðstjórnarleiðtogana. Sagð- ist ráðherrann ekki hafa minnzt á málið þar, heldur rætt um aukinn síldarút- flutning íslendinga til Ráð- Lét Lúðvík og uppi, að hann hefði rætt um lántöku í Moskvu — og staðfestir það frétt þess efnis, sem Morgun- blaðið flutti sl. þriðjudag. Lúðvík var um það bil viku í Moskvu. ★ ★ ★ f viðtali við dönsku frétta- mennina sagði Lúðvík Jósefsson ennfremur, að allar tilraunir brezka flotans til þess að veita brezkum togurum aðstoð til veiða innan 12 mílna landhelginnar við ísland mundu teljast árás á ís- land. Ekki lét hann þess getið hvaða ráðstafanir fslendingar hygðust gera, ef Bretar hvikuðm hvergi frá yfirlýstum áformum — sagði í fréttaskeyti frá Rcuter til Morg- unblaðsins, en hann sagði, að mál inu mundi ekki skotið til Atlants hafsbandalagsins, því að málið væri bandalaginu óviðkomandi. á, að Bretar létu til skarar skríða gegn varnarlausu landi — og benti hann á það, að Bretar hefðu sætt sig við, að landhelgin var færð út í 4 mílur árið 1952 án þess að reyna að verja skip sín að veiðum innan þeirrar land- helgi. Sagði hann og, að 12 mílna fiskveiðilandhelgi Rússa í Ishaf- inu væri í rauninni viðurkennd, því að farið hefðu fram samn- ingaviðræður um undanþágurétt til veiða innan 12 mílna takmark anna þar. íslendingar mundu hins vegar ekki veita neinum útlendingum undanþágu til veiða innan fisk- veiðilandhelginnar, sagði ráðherr ann. Framh. á bls. 15. Spaak með tillögu? London, 18. ágúst. Einkaskeyti frá Reuter.. SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildarmanni, sem nátengd ur er sambandj belgískra tog- araeigenda, mun Paul Henri Spaak, framkvæmdastjórí Atl antshafsbandalagsins, mnan skamms leggja fram samnings uppkast til lausnar deilunni um fiskveiðilandhelgina við ís land. Javits rœðir við Dulles um landhelgismálið London — New York 18. ág. Einkaskeyti frá Reuter. JACOB JAVITS, öldungardeildar þingmaður republikana, sagðist í dag mundu leggja fast að Banda- ríkjastjórn að freista þess að jafna deiluna um landhelgismál íslands á efnahagslegum grund- velli. Javits var að koma flug- leiðis frá London, en þar sat hann fund efnahagsnefndar þingmanna sambands Atlantshafsbandalags- ríkjanna. Kvaðst hann nundu ræða við John Foster Dulles ut- anríkisráðherra innan 24 stunda. Loks sagði Javits. að hann væri hlynntari lausn deilunnar á efna- hagslegum grundvelli en stjórn- málalegum. einstök ríkisstjórn getur al þjóðalögum Engin breytt — segir talsmaður brexku stjórnarinnar London, 18. ágúst. Einkaskeyti frá Reuter. TALSMAÐUR brezka utanríkis- ráðuneytisins staðfesti í dag, að Sjálfur kvaðst hann vantrúaður Bretar mundu snúast gegn hverri tilraun Islendinga til þess að hindra veiðar brezkra togara innan 12 mílna fiskveiðiland- helginnar, sem íslendingar ætla að setja hinn 1. september. Vegna ummæla íslenzka sjávarútvegs- málaráðherrans þess efnis, að valdbeiting af hálfu Breta til verndar togurum sínum innan nýju fiskveiðilandhelginnar jafn- gilti árás á ísland, vísaði talsmað- urinn til yfirlýsingar brezku stjórnarinnar, sem birt var 4. Framh. í bls. 15 Á miðmyndinni sést forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, leggja hornstein nýja stöðvarhússins við Efra-Sog. Að baki honum standa Steingrímur Jónsson, rafmagnsstj., og Kaj Lang- vard, verkfræðingur, en Árni Snævarr, verkfræðingur, sem hefur með höndum yfirstjórn allra framkvæmda á staðnum, aðstoðar forsetann. Á myndinni til vinstri sést Gunnar Thor- oddsen, borgarstjóri, flytja ávarp, og til hægri er raforkumála- ráðherra, Hermann Jónasson, í ræðustólnum. (Ljósm. vig.) Merkur áfangi í raforkumálum Lagður hornsteinn að stöðvarhúsinu við Efra-Sog stjórnarríkjanna — um 5,006 lesta viðbótarútflutning, en áður hafði verið ákveðið að flytja út þangað 15,000 lestir. Herinn fer ekki strax - segir Qiamoun BEIRUT, 18. ágúst. — Chamoun, Líbanonforseti, lét svo ummælt í dag, að ekki liti út fyrir að hægt yrði að kalla bandaríska herinn heim fyrir 23. september, en þá á Chamoun að láta af forsetaem- bætti lögum samkvæmt. Sagði hann ástand og liorfur nú slikar, að Bandaríkjamenn mundu til neyddir til að hafa herinn áfram í landinu, ef þeir stæðu við fyrri loforð. Loks sagðist hann vera eindreg inn stuðningsmaður Clieliab, hins nýkjörna forseta. Kjarnorkuvopn til Kina VARSJÁ, 18. ágúst. — leuters-fréttastofan befur pað eftir áreiðanlegum leimildum í Varsjá, að Krúsjeff hafi lofað Mao Tse Tung, er hann var i Peking á dögunum, að láta Kínverja hafa kjarnorku sprengjur og margs konar ijarnorkuvopn, auk útbún aðar til þess að skjóta á loft gervihnöttum. Einnig fylgir það fregninni, að Kínverjum yrði látin í té aðstoð til þess að framleiða kjarnorkuvopn sjálfir. SÍÐDEGIS á laugardag lagði for- seti íslands hornsteininn að stöðvarhúsi Efra-Sogsvirkjunar- innar að viðstaddri ríkisstjórn, borgarstjóra, bæjarstjórn og fleiii gestum. Var veður hið ákjósan- legasta. Skátar úr Skátaskólan- um á Ulfljótsvatni báru íslenzka fána, sem blöktu meðan á at- höfninni stóð. Kl. 15,45 hófst athöfnin með þvi að ^runnar 'inoioaasen borg- arstjóri, formaður stjórnar Sogs- virkjunarinnar, setti samkomuna og flutti ávarp. Þá múraði for- seti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son hornstein með innsiglaðri skýrslu um sögu málsins undir súlu í anddyri hins nýja stöðvar- húss, og flutti síðan ávarp, sem birtist í Morgunblaðinu á sunnu- dag. Þá talaði forsætis- og raf- orkumálaráðherra, Hermann Jón asson. Að athöfninni við stöðvarhús- ið lokinni skoðuðu gestir virkj- unarsvæðið, m.a. hin 8 m. breiðu jarðgöng, sem liggja eiga úr Þing- vallavatni og niður í miðja Dráttarhlíð, rétt ofan við stöðv- arhúsið við Úlfljótsvatn. Verða jarðgöngin 380 m. á lengd og stein steypt að innan. Eru göngin hið mesta mannvirki. Síðan var gestum ekið að mötu neytinu við írafossvirkjun og bauð stjórn Sogsvirkjunarinnar gestum til síðdegisdrykkju í húsa kynnum mötuneytisins. Stein- grímur Jónsson, rafmagnsstjóri bauð gesti velkomna. Gunnari Thoroddsen fórust svo orð, er hann setti samkomuna: ★ Forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Virðulega forsetafrú. Hæstvirt ríkisstjórn. Háttvirtu bæjarfulltrúar Reykjavíkur og aðrir góðir gest ir og áheyrendur. í þriðja sinn er nú lagður horn- steinn að Sogsvirkjun. í fyrsta skipti 1936 að Ljósafossvirkjun, sem nú hefur 15.000 kw. áfl. í annað sinn 1952, 16 árum seinna, að virkjun íra- og Kistufoss, en Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.