Morgunblaðið - 19.08.1958, Side 3

Morgunblaðið - 19.08.1958, Side 3
Þriftjudagur 19. ágúst 1958 M O R C V IV B T 4 f> 1 Ð 3 Tvær myndir af sýningu Skjala- og minjasafnsin s. Á þeirri vinstri sést m. a. líkan af Dómkirkj- unni, en brjóstlíkanið fyrir ofan er af Steingrími Jónssyni, rafmagnsstjóra. Á myndinni til hægri sést Lárus Sigurbjörnsson, skjalavörður, ásamt dóttur sinni. Kassinn á borðinu tit vinstri er skrif púlt Jóns Árnasonar, landsbókavarðar og þjóðsagnaritara, en undir borðinu hangir gömul verzlun- arvog úr safni frú Þorbjargar Bergmanns og bækurnar til hliðar eru gamlar verzlunarbækur Duus. Ljósm. vig. Byrjun á stóru verkefni Frá opnun sýningardeildar Skjala- og minjasafns Reykjavikurbæjar 1 GÆRDAG, afmælisdag Reykja- víkur, kl. 5 síðd., var opnuð sýn- ingardeild Skjala- og minjasafns Reykjavíkurbæjar í hinum nýju húsakynnum safnsins að Skúla- túni 2. Eins og áður hefir verið getið í fréttum er hér um að ræða sýningu mynda og muna, aðallega gamalla Reykjavíkur- mynda. Hefir Reykjavíkingafélag ið haft samstarf við Skjala- og minjasafnið um að koma henni upp. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri opnaði sýninguna með stuttri ræðu, þar sem hann rakti í stórum dráttum tildrög og und- irbúning þessarar sýningar. Minntist hann í því sambandi á Reykjavíkursafnið í Árbæ. Væru færri munir þaðan á þessari sýn ingu í Skúlatúni en æskilegt hefði verið, vegna hins takmark- aða sýningarrúms. Lárus Sigurbjörnsson skjala- vörður mælti síðan nokkur orð þar se-m hann þakkaði borgar- stjóra og bæjaryfirvöldunum auðsýndan skilning á hinni miklu þörf bættra starfsskilyrða fyrir Skjala- og minjasafnið, sem nú hefði eignazt rúmgott húsnæði á neðstu hæð hinnar glæsilegu byggingar bæjarins að Skúlatúni. Síðan sýndi Gunnar R. Han- sen kvikmynd, „Gömul hús í Reykjavík 1957“ er hann hafði tekið sérstaklega fyrir þetta tæki færi. Þessi kvikmynd er einn þáttur sýningarinnar í að bregða ljósi yfir byggingarsögu Reykja- víkur frá öndverðu til vorra daga. Fróðleg og skemmtileg Á sýningunni eru alls um 570 myndir og munir. Sýnmgar- myndirnar eru eins og áður hef- ir verið skýrt frá aðallega úr tveimur merkum einstaklings- söfnum: safni Jóns Helgasonar biskups og Georgs heitins Ólafs- sonar bankastjóra — ljósmyndir, málverk, teikningar og stein- prentanir. Gefur sýningin mjög svo skemmtilega og fróðlega mynd af gömlu Reykjavík og ein stökum merkisatburðum. Þar er t.d. að finna mynd af Bændaför- inni frægu til Reykjavíkur árið 1905 — og aðra frá árinu 1902 af ríðandi fólki yfir vaðið á Rauð- ará, sem Rauðarárstígurinn er kenndur við. Konurnar með þvottinn sinn við Laugarnar eru þar líka — og þannig mætti lengi telja. Af merkum munum sýning- arinni mætti nefna skrifpúlt Séra Sigurðar á Rafnseyri. Byrjun á stóru verkefni Lárus Sigurbjörnsson lét svo um mælt við blaðamenn, að þessi sýning væri aðeins byrjun- in á stóru verkefni, sem fyrir lægi — að rekja til sem mestrar hlítar byggingarsögu Reykjavík- ur — og menningarsögu yfirleitt. Ætlunin væri að nota þessa sýn- ingardeild Skjala- og minjasafns- ins framvegis fyrir ýmsar sér sýningar úr sögu bæjarins. Ýmsir góðir menn hefðu þegar lagt fram liðsinni sitt með því að gefa safninu verðmæta muni og mynd ir. Kvaðst hann, um leið og hánn þakkaði þessum mönnum, jafn- framt vona, að þeir sem enn lumuðu á slíku kæmu því á fram færi. ★ Sýninginverður opin almenn- ingi næsta hálfan mánuð, kl. 17— 22 daglega. Verður á hverju kvöldi kl. 21—22 sýnd kvikmynd af Reykjavík vorra daga, sem tekin er af Magnúsi Jóhannssyni. Mælzt er til þess að börn komi ekki á sýninguna nema í fylgd með fullorðnum. STAKSTtllVAR GARÐYRKJUSTÖÐIN LINDARBREKKA Af vangá féll niður í frétt um garðyrkjusýninguna á Selfossi, þar sem talað er um sýnendur, gróðrarstöðin Lindarbrekka, eig- andi Haukur Baldvinsson, Hvera- gerði, en hún sýnir þarna mikið úrval af grænum pottaplöntum svo sem burknum o. fl. Ennfrem- ur sýnir stöðin nellikur. Landbúnaðarsýn- ingin á Selfossi: Starfsíþróttir ÞÁTTAKENDUR í starfsíþrótta- keppninni, sem fram fór við opn- un Landbúnaðarsýningarinnar að Selfossi voru 46 talsins frá 6 ung- mennafélögum. Ungmennafélag Gnúpverja vann mótið — hlaut 52 stig. U.M.F. Skeiðamanna hlaut 30 stig, U.M.F. Ölfusinga 29 og hálft stig. Keppt var í átta greinum og fara úrslitin hér á eftir: Þríþramt (smurt brauð, strok- in skyrta, gert hnappagat og fest- ur hnappur): — 1. verðlaun hlaut Guðrún Sveinsdóttir, U.M.F. Skeiðamanna — 135 stig. Lagt á borð: — 1. verðlaun hlaut Helga Eiríksdóttir U.M.F. Skeiðamanna — 92 stig. Plöntugreining (stúlkna) 1. fl.: — 1. verðlaun hlaut Kristín Bjarnadóttir, U.M.F. Skeiða- manna — 66,3 stig. Plöntugreining 2. fl.: — 1. verð laun hlaut Jóhanna Steinþórs- dóttir, U.M.F. Gnúpverja — 55 stig. Plöntugreining (pilta) 1. fl.: — 1. verðlaun hlaut Guðmundur Jónsson U.M.F. Hrunamanna — 92,5 stig. Plöntugreining 2. fl. — 1. verð- laun hlaut Ragnar Christiansen U.M.F. ölfusinga — 35 stig. Dráttarvélarakstur 1. flokkur: — 1. verðlaun hlaut Guðmundur Guðnason U.M.F. Gnúpverja 89 stig. Dráttarvélarakstur 2. flokkur: — 1. verðlaun hlaut Gestur Ein- arsson U.M.F. Gnúpverja 92 stig. Starfshlaup 1. flokkur: — 1. verðlaun hlaut Þorsteinn Jóns- t sambandi við landbúnaðarsýninguna var starfsíþróttakeppni ungra manna og kvenna. Hér sést hvar einn ungu piltanna keppir í dráttarvélaakstri. son U.M.F. Ölfusinga — 11,19 min. Starfshlaup 2. flokkur: — 1. verðlaun hlaut Guðmundur Valdi marsson U.M.F. Skeiðamanna — 16 mín. Nautgripadómar 1. flokkur: — ‘1. verðlaun hlaut Vilhjálmur Eiríksson U.M.F. Skeiðamanna 95 stig. Nautgripadómar 2. flokkur: — 1. verðlaun hlaut Bjarni Einars- son U.M.F. Gnúpverja 83,5 stig. Sauðfjárdómar 1. flokkur: — 1. verðlaun hlaut Eyvindur Sig- urðsson U.M.F. Gnúpverja 88 st. Sauðfjárdómar 2. flokkur: — 1. verðlaun hlaut Aðalsteinn 'Steinþórsson U.M.F. Gnúpverja 80 stig. Hestadómar 1. flokkur: — 1. verðlaun hlaut Steinþór Ingvars- son U.M.F. Gnúpverja 85,5 stig. I Hestadómar 2. flokkur: — 1.' verðlaun hlaut Gestur Steinþórs- son U.M.F. Gnúpverja 88 stig. Ungu stúlkurnar kepptu meðal annars í því að leggja á borð. Hér sést árangur’ eins keppendanna. „Alþýðusambandið steindautt“ Alþýðublaðið ræðir kjarasamn inga Dagsbrúnar sl. sunnudag og deilir harðlega á forystu komm- únista í félaginu fyrir hentistefnu þeirra og sleifarlag í stjórn þess. Kveður það mikla óánægju ríkja meðal Dagsbrúnarmanna vegna framkomu félagsstjórnarinnar í samningunum í sumar. Alþýðublaðið snýr síðan að forystu kommúnista í Alþýðusam bandi íslands og kemst þá m.a. að orði á þessa leið: „Það er engu líkara en að ASÍ hafi misst allan áhuga á kjarabaráttm. Er það raunar í samræmi við deyfðina og drungann, er hvílt hefur yfir sambandinu allt yfirstandandi kjörtímabil. Frá heildarsamtök- um verkalýðsins heyrist aldrei neitt, hvorki í kjaramálum né öðrum málum. Það er því engu líkar en að Alþýðusambandið sé steindautt“. Það mun mála sannast, að fólki í verkalýðsfélögunum þyki for- ysta kommúnista innan ASÍ held- ur bágborin. Þeir miða allt við að hafa samtökin að pólitískri fóta- þurrku, sem kommúnistaflokkur- inn og bitlingasnatar hans geti notað til bess að afla sér vakTa og vegtyllna. Téllu fyrir -’reistingunni Kommúnistar hafa manna mest skammað Alþýðuflokkinn fyrir að nota valdaaðstöðu sína á liðn- um tíma til þess að koma ýms- um Ieiðtogum sínum í virðulegar og vel launaðar stöður og bitl- inga. En nú er svo komið að kommúnistar hafa fallið fyrir sömu freistingunni. Þeir hafa not- að vinstri stjórnina til þess að setja leiðtoga og þingmenn komm únistaflokksins í margs konar stöður, bankastjórastöður, for- stjórastöður, ráð og nefndir. Og ekki ber á öðru en að mjög vel fari um kommúnistana á þessum stöðum. Leiðtogar kommúnista eru heldur ekkert feimnir við ferða- lög erlendis á vegum hins opin- bera eða í einkaerindum. Hafa þeir þó skammað bæði Alþýðu- flokksmenn og aðra fyrir slíka ráðabreytni. Sannleikurinn er sá, að komm- únistar hafa notað vinstri stjórn- ina til þess að troða sér inn í trúnaðar- og áhrifastöður í fjöl- mörgum þýðingarmestu stofnun- um þjóðfélagsins. Er ekki séð fyrir endann á áhrifum þeirrar staðreyndar. f flestum vestræn- um lýðræðislöndum mundu það þykja hrapalleg mistök og stór- hættuleg að hleypa þannig lok- um frá dyrum gagnvart fimmtu- herdeild kommúnista. Mikil óánægja meðal bænda Mikillar og vaxandi óánægju verður nú vart meðal bænda um land allt með vinstri stjórnina og „bjargráð“ hennar. Bitna þau einkar harkalega á bændastétt- inni, sem þó er ein sparsamasta og iðjmsamasta stétt þjóðfélags- ins. Er nú svo komið að fólk, sem fylgt hefur Framsóknar- flokknum að málum í áratugi snýr við honum bakinu sakir ábyrgðarleysis hans og yfirborðs- háttar. Bændur sjá það nú, eins og aðrir, hvilík reginsvik Fram- sóknarflokkurinn gerðist sekur um er hann tók kommúnista í ríkisstjórn, þvert ofan í kosninga loforð sín fyrir kosningarnar 1956. Samvinna Framsóknar við kommúnista í verkalýðsfélögun- um og hringsnúningurinn í varn- armálunum valda einnig vaxandi traustlevsi hennar í sveitum landsin^.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.