Morgunblaðið - 19.08.1958, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.08.1958, Qupperneq 9
FRÁ S. U. S. RITSTJÓRAR: ÓLAFUR B. THORS OG SIGMUNDUR BÖÐVARSSON Þeir syngja, róa húðkeipum og stíga Indíánadansa Rætt við fyrirliða erlendu skátannQ á mótinu i Þjórsárdal Tjaldbúðir skáta í Þjórsárdal. Tjöldin stóðu á grasgeira við Sandá. Ilandan árinnar er skógi vaxin hlíð. Á myndinni, sem tekin var í upphafi mótsins, eru um 50 tjöld, en þau urðu fleiri síðar. Ljósm. P. Thomsen, aðrar ljósm. Mbl. UNDANFARIÐ hefur staðið yfir mikið mót á vegum Skátafélags Reykjavíkur, Um 165 skátar frá 4 löndum dvöldust austur í Þjórsárdal um vikutíma, fóru svo upp á Kjöl og efndu ioks ásamt ýmsum félögum sínum til skátadags í Tívolí í fyrradag. Fréttamaður Mbl., sem skrapp í Þjórsárdal um fyrri helgi, hrip- aði niður nokkur orð eftir fyriiiið um erlendu skátanna, sem mótið sóttu. Látum við hér fáein atriði úr minnisblöðunum á þrykk út ganga. Kirkjuleg skátasambönd í Þýzkalandi Með nokkrum rétti mátti segja, að Þjóðverjarnir væru „hetjur“ mótsins, mest vegna gamansemi sinnar og hugkvæmni við varð- eldinn og alls konar skátastörf. Þeir voru tvímælalaust aðalsöng- kraftarnir á mótinu, enda svo vel að sér í tónlistinni, að sumir þeirra skrifuðu nótur eins og hver venjulegur íslendingur sendibréf — eða svo sagði a.m.k. mótsstjórinn, Páll H. Pálsson, er fylgdi fréttamanninum á fund fyrirliða Þjóðverjanna. Fyrirliðinn heitir Horst Dic- haus, og það er hann, sem var potturinn og pannan í öilu því, sem flokkurinn tók sér fyrir hend ur. Hann er nemandi í kennara- skóla. Við höfum fundi einu sinni í viku, segir Horst Dichaus. Á surnrin förum við líka í útilegur eins oft og aðstæður leyfa. Ann- ars erum við allir frá Rínariönd- um, níu frá Gelsenkirchen og einn frá Essen, og þar í grennd- inni er vægast sagt erfitt að kom ast í sómasamlega útilegu Alls staðar er fólk, hvert sem farið er. Af öðru því, sem við fáumst við, má nefna, að við förum í heimsóknir á elliheimili til að reyna að stytta gamla fóikinu stundirnar og á kirkjuiegum há- tíðum aðstoðum við prestana. Svo er mál með vexti, að skáta Horst Dichaus — syngur mikið. flokkurinn, sem hingað kom. er frá skátasambandi þýzkra mót- mælenda. Skátasamböndin í Þýzkalandi eru þrjú: samband kaþólikka, sem í eru um 90.000 skátar, samband mótmælenda, sem í eru um 25.000 skátar og loks skátasamband, sem ekki er byggt á kirkjulegum grundvelli. í því eru um 21.000 félagar. Öll sam- böndin eru í Bandalagi þýzkra skáta. Skátarnir, sem hingað komu, voru á aldrinum 16-—23 ára. 6 þeirra eru enn í skólum, en 4 hafa lokið námi og horfið að störfum í atvinnulífinu. Horst Dichaus sagðist hafa verið skáti um 7 ára skeið, og á þessum tíma hefur hann oft farið úr landi með félögum sínum. Tvisv- ar hefur hann verið í Bretlandi, og auk þess hefur hann sótt heim Holland og Danmörku. Fyrir nokkru fór hann með flokki skáta til að skoða heimssýninguna í LAUGARDAGINN 9. ágúst sl. var haldinn í samkomuhúsinu á Hólmavík stofnfundur félags ungra Sjálfstæðismanna í Strandasýslu. Johannes Árnason, stud. jur., setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarritari var Helgi Jónsson. Félagið var stofnað á vegum Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, og hafði Jóhannes Árna- son erindreki sem ferðazt hefur um Strandasýslu að undanförnu, undirbúið stofnun þess. Eftir að lög félagsins höfðu verið samþykkt, voru lésin upp nöfn stofnendanna, en þeir eru 70 talsins, úr öllum 8 hreppun- um í sýslunni. Þannig hagar til, að margt ungt fólk er um þetta leyti árs við störf utan síns heimahéraðs, og náðist því ekki samband við það. Þess vegna var samþykkt Brússel. Þegar fréttamaðurinn spurði, hvort ekki væri eitthvað fleira í skátastarfinu í Þýzka- landi, sem nýstárlegt væri fyrir íslenzka skáta, taldi hann það helzta vera ýmislegt, sem varðar störf í skógum. Þjóðverjarnir voru t. d. með tjald eins og þau tíðkast í landi þeirra. VTar það í fimm hlutum og skyidi hver tjaldbúi bera einn hluta þess. Tjaldhlutarnir voru síðan hnýttir upp í tré og hver við annan. Tjaldsúlur voru óþarfar. Þá iðka þýzkir skátar mjög ýmsar hand- íðir, þar sem unnið er úr tré. Um fljót í liúðkeipum Fyrirliði ensku skátanna heitir Alan Blake. Alls voru á mótinu 28 enskir skátar, en eiginlega voru ekki nema 23 í flokki Blakes. Hann er kennari vað menntaskólann í borginni Maid- stone í Kent, en íslenzKir skátar hafa lengi haft talsverð samskipti við skátafélagið þar i boiginn. Allir skátarnir í flokki B'akes eru tengdir skólanum a eiidivern •hátt: 2 eru kennarar þar, 3 haía nýlokið þaðan prófi og hir.ir eru þar enn við nám. Aðrir Bretar á mótinu voru staddir hér á lar.di og brugðu sér ausiur í Þjórsárdal, þegar þeir fréttu af því, sem þar á fundinum, að þeir, sem gerð- ust félagar fyrir næstu mánaða- mót, teldust vera stofnendur. Þá var ennfremur samþykkt að fela stjórninni að velja félaginu nafn. Fram fór stjórnarkosning, og var Helgi Jónsson frá Reykja- nesi í Árneshreppi kosinn for- maður og með honum í stjórn Auðun.i Jónsson, Litla-Nesi, Björn Guðbrandsson, Brodda- nesi, Erlingur Sigurlaugsson, Gjögri, og Sveinsína Trausta- dóttir, Hólmavík. Varastjórn: Garðar Ilalldórsson, Munaðar- nesi, Guðjón Jónsson, Gestsstöð- um, og Sigurður Guðbrandsson, Broddanesi. — Endurskoðendur voru kosnir Anna Jónsdóttir og Jónas Kristjánsson, Hólmavík. Að stjórnarkosningu lokinni tóku til máls Ragnar Lárusson, i frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- átti fram að fara. Flestir þeirra voru hér í heimsókn hjá íslenzku skyldfólki. Tveir af þessum skát- um, eru sjóskátar og vakti hinn sérkennilegi búningur þeirra at_ hygli þeirra, sem komu á mótið Blake skátaforingi sagði frétta- manninum sitthvað um starfið í Maidstone, og mætti sumt af því verða til fyrirmyndar hér á landi, t. d. húðkeipaferðir skátanna a ám. Bretarnir eru göngugarpar miklir, og eru nú 6 þeirra á ferð um hálendið fótgangandi. Ætluðu þeir að ganga frá Hveravöllum til Akureyrar ásamt þremur ís- lenzkum skátum. Indíánasiðir í hávegum hafðir Bandarísku skátarnir eru aliir af Keflavíkurflugvelli. Þeir voru 14 talsins, 12 ungir drengir og tveir foringjar. í flokknum á flugvellinum eru alls 28 skátar, flestir 11—15 ára og synir manna í varnarliðinu. Þeir hafa haft sam band við íslenzka skáta, bæða í Keflavík, Hafnarfirði og Reykja- vík og farið með þeim ýmsar ferðir. Fréttamaðurinn ræddi við fyrir liða Bandaríkjamannanna, Rob- ert Muller, og spurði um skáta- starfið í heimalandi hans. Muller er hermaður, tvitugur að aldri og sérlega aðlaðandi maður. Haain sagði, eins og Þjóðverjinn, að störf í skógunum settu mjög svip sinn á skátastarfið. Auk þess gera skátar í Bandaríkjunum sér far I um að hafa um hönd ýmsa gamla Indíánasiði, gera sér Indíánabúai- ins í Strandasýslu, sem lýsti yfir ánægju sinni með stofnun félags- ins, Jóhannes Árnason, sem færði félaginu kveðjur stjórnar SUS og bauð unga Sjálfstæðis- menn í Strandasýslu velkomna í samtökin, og Helgi Jónsson, for- maður félagsins. Með þessari félagsstofnun er náð merkum áfanga í stjórn- málabaráttunni í Strandasýslu og Sjálfstæðismenn mega vera stoll- ir af henni. Hún er ungum Sjálf- stæðismönnum um land allt hvatning til að leggja sig fram í baráttunni og auknu félags- starfi. Hin háa félagatala ber því greinilega vitni, að unga fólkið í Strandasýslu, eins og annars staðar, fylkir sér um Sjálfstæðis- flokkinn, en fordæmir svik og úr ræðaleysi ríkisstjórnarinnar und ir forsæti þingmanns kjördæmis- ins. Muller og- aðstoðarforingi hans, Carl Dahm, stíga Indiánadansa. inga og stíga Indíánadansa. Átti að sýna slíka dansa á motinu í Þjórsárdal. Aðalfviiiidur FUS i Dalasýslu AÐALFUNDUR Félags ungra Sjálfstæðismanna í Dalasýslu var haldinn í Búðardal sunnudaginn 10. ágúst sl. Formaður félagsins, Elís G. Þorsteinsson, setti fund- inn og stjórnaði honum. Baldvin Tryggvason lögfræðingur sótti fuaidinn f. h. stjórnar S. U. S. og flutti fundarmönnum kveð jur og árnaðaróskir sambandsstjórnar- innar. Einnig ræddi hanaa helztu verkefni sambandsins og skýrði frá starfi þess. Þá tók til máls Friðjón, sýslumaður, Þórðarson, en síðan hófust almennar um- ræður. Að þeim loknum var gengið til stjórnarkjörs. Kosnir voru: í aðalstjórn: Eiís Þorsteinsson, Búðardal, form. Jóhann Sæmundsson, varaform. Brunná, Brynjólfur A. Aðalsteans son, Brautarholti, gjaldk. Jóhann Pétursson, Stóru-Tungu, ritari og Ágúst G. Breiðdal, Krossi, meðstj. í varastjórn: Sigvaldi Guð- mundsson, Hamraendum, Halldór Þ. Þórðarson,* Breiðabólsstað, Stefnir Sigurðsson, Hofakri, Þor- steinn Pétursson, Ytra-Felli og Jón Jónsson, Skarði. Mikill áhugi ríkir meðal félags- manna fyrir auknu féiagsstarfi og rætt var um ýmis verkefni. Einnig voru samþykktar nokkrar inntökubeiðnir. Ákveðið var að efna til skemmtiferðar sunnudaginn 17. ágúst á héraðsmót Sjálfstæðis- manna í Ólafsvík. Hefur félagið tvisvar áður efnt til skemmti- ferða, sem tekizt hafa með ágæt- , um og verið mjög fjölmennar. Fyrirliðar Bretanna og mótsstjórinn. Fremri röð: Alan Knell, Páll H. Pálsson, Alan Blake og Nigle Dodd. Aftari röð: Colin Robbins og James Atkinson. 70 stofnendur félags ungra Sjálf- stæðismanna í Strandasýslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.