Morgunblaðið - 19.08.1958, Qupperneq 12
12
MORGV1SBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 19. ágúst 1958
ÍUZIE WONCr
^kALPt»/SC-A ePTlR RíCHARP
V einmanakermd þeirra og flótta
Jrá grimmum veruleikanum. Ég
:afði jafnvel getað fyrirgef ið
jeim drykkjuskap þeirra og rudda
mennsku og afsakað þá með
kringumstæðunum og því um-
hverfi, sem þeir lifðu í.
En nú var öll samúð mín með
þeim á bak og burt, og tilfinning-
ar mínar gengu út í öfgar i hinn
veginn. Sjómennirnir voru í mín-
um augum siðlausir og heimskir
ruddar, og drykkjuskapur þeirra
og kvennastúss til skammar öll-
um hinum siðmenntaða heimi. Ég
sá meira að segja ekki neitt gott
í fari stúlknanna. Aliir þeir góðu
eiginieikar, sem ég hafði áður til-
einkað þeim, virtust mér nú ein_
ungis á yfirborðinu eða blátt
áfram blekkingar, sem þær beittu
að yfirlögðu ráði, til þess að þeim
gengi betur í starfinu. Háttvís
framkoma þeirra byggðist einung
is á yfirborðskurteisi Austur-
landabúa; aiúðin, viðkvæmnin og
fórnfýsin, sem ég hafði þótzt
verða var við, voru einnig aðeins
á ytra borðinu, en innra með þeim
bjó ágirnd og kæruleysi. Sakleysi
hjartans? 1 því hafði mér skjátl-
azt framar öllu öðru. Ég hafði
glæpzt á að rugla saman sakleysi
og fáfræði.
Þessari megnu óbeit minni
fylgdi, að ég gat alls ekki unnið
neitt. Myndir mínar höfðu jafnan
grundvallazt á samúð með um-
hverfinu og þeim, sem ég um-
gekkst. Sjón mín var nú svo blind
uð af vonbrigðunum, að mér virt-
ist allt, sem ég hafði áður gert,
svo óraunverulegt, væmið og til-
gerðarlegt, að ég gat tæpast horft
á það, án þess að fá velgju.
Ég missti alla löngun til að halda
áfram. Nokkrum vikum áður, er
ég stóð með pensil fyrir framan
málaragrind mína, vissi ég alltaf
nákvæmlega, hvaða áhrifum ég
ætlaði að ná, þótt mig ' hinn bóg-
inn skorti stundum hæfni til að
gera það, en nú stóð ég ig starði
á strigann, án þess að finna hjá
mér nokkra hvöt til þess að mála
nokkuð sérstakt. Hugarástand
mitt var einna líkast því, að ég
væri að leggja upp í ferðalag, án
landabréfs til að vísa mér veginn,
til ákvörðunarstaðar, sem ég hafði
engan áhuga á. — Ég gafst
því jafnan upp við fyrstu átyllu.
Dag nokkurn fékk ég bréf frá
New York, frá Mitford’s, sýning-
arsalnum, sem var í eigu frænda
Rodneys. Fyrir tveim mánuðum,
meðan vinátta okkar Rodneys stóð
sem hæst, hafði hann skrifað móð
urbróður sínum um mig, og hann
hafði í svarbréfi boðið mér að
senda sýnishorn af myndum mín-
um. Ég hafði sent um hæl nokkr-
ar vatnslitamyndir og fáein mál-
verk. Ég hafði fengið tilkynningu
um, að þær hefðu komizt á áfanga
stað, tveim dögum eftir brottför
Rodneys. Nokkru síðar kom bréf-
ið, sem var undirritað af Henry
C. Weinbaum, meðeiganda móður-
bróður Rodneys í fyrirtækinu. —
Bréfið náði yfir tvær síður og var
fullt af hrósyrðum, bæði um stíl
minn, tækni og frumleika. Enn_
fremur var <nér, í bréfinu, lofað
sýningu í New York, ef ég sendi
nógu margar myndir til þess. —
Bréfritarinn fór þess ennfremur
á leit — að vísu mjög gætilega,
þar sem ekkert væri fjær hr.
Weinbaun, er þekkti svo vel skap-
andi gáfu, en það, að hafa áhrif
á stefnu listamanns — að ég mál-
aði eina eða tvær heildarmyndir
af Hong Kong. Það yrði til þess
að gefa hinum myndunum meira
gildi og jafnframt mynda baksvið
fyrir Nam Kok.
Mánuði fyrr hefði ég orð-
ið himinlifandi yfir að fá bréf sem
þetta. En í því sálarástandi, sem
ég nú var, las ég það með tor-
tryggnum og leiðum huga — ég
varð meira að segja að leggja hart
að mér til þess að nenna að lesa
það, þar sem öll skírskotun til
mynda minna fyllti mig sama leiða
og myndirnar sjálfar. Mér virt-
ist bréfið grunsamlega ofhlaðið
lofsyrðum, og sú áherzla, sem lögð
var á þann stað og þær persónur,
sem myndirnar voru af, virtist
mér fremur bera vott um auglýs-
ingaskrum en rétt mat á list. —
Jafnvel tilhugsunin um pening-
ana megnaði ekki að hrista af mér
doðann. Ég lagði bréfið til hlið-
ar, án þess að svara því og hugs-
aði um leið: „Ég reyni að klessa
einhverju saman fyrir þá seinna“.
Vonbrigði mín náðu til fleira
en Nam Kok og vinnu minnar.
Allt Wanchaihverfið var orðið
mér til sárra leiðinda. Ég fann
sárt til einmanakenndar innan um
háværan fjölda Kínverjanna á
þeim sömu þröngu, krókóttu göt-
um, sem eitt sinn höfðu fyllt mig
hrifningu og innblæstri. Ég fór að
þrá þann félagsskap Evrópu-búa,
sem ég hafði áður forsmáð, og það
var eingöngu stolt mitt, sem aftr-
aði mér frá því að hringja til
þeirra sömu Englendinga, sem ég
hafði áður úrskurðað þrautleiðin-
lega. Og svo var það dag einn, er
ég hitti Gordon Hamilton í bank-
anum, að hann strauk nokkrum
sinnum yfirskeggið og sagði um
leið: „Þú ættir að koma einhvern
tímann og borða hjá okkur“. Ég
var honum svo þakklátur fyrir
boðið, að nærri lá, að ég fleygði
mér um hálsinn á honum.
Allt í einu varð mér hugsað til
síðustu funda okkar í veitingahús
inu x Kowloon. „Hvað heldurðu að
konan þín segi?“ sagði ég efa_
blandinn. „Ég er ekki viss um, að
ég sé henni að skapi“.
„Þú skalt ekki hafa neinar
áhyggjur í því tilliti, hún sár-
skammaðist sín fyrir framkomu
sína á því kvöldi“, sagði Hamilton
brosandi. „Ef satt skal segja, þá
hélt hún fyrir mér vöku hálfa
nóttina. Hún var alltaf að segja:
„Veslings hafnarstelpurnar, —
skyldi ekki vera hægt að gera neitt
fyrir þær?“ Ég sagðist ekki vita
það, en ég væri viss um, að þær
ynnu sér inn mun meiri peninga
en við í bankanum og gætu því
MA>on
■ gert ýmislegt fyrir okkur! Nei,
Isobel verður himinlifandi, er hún
sér þig. Komdu klukkan átta á
fimmtudaginn".
Tveim dögum síðar fór ég í
spox vagni upp í miðja hlíðina, þar
sem þau Hamilton-hjónin bjuggu.
íbúð þeirra var stæiri og rúm-
betri og betur búin húsgögnum,
en við var að búast hjá venjuleg-
um bankastarfsmanni, enda var
kona hans vel efnuð. Hún hafði
boðið tólf gestum í mat. Isobel
Hamilton heilsaði mér mjög alúð-
lega, vildi auðsjáanlega bæta fyrir
þá móðgun, sem hún óttaðist, að
hún hefði sýnt mér. Hún rétti mér
vínglas, spjallaði við mig nokkra
stund og leiddi mig síðan til
hinna gestanna.
Og þá hófust hinar venjulegu
umræður yfir vinglösum, yfirboi-ðs
kennt samkvæmishjal þeii’rar teg-
undar, sem tíðkast í nýlendunum.
Ég hafði. kynnzt því fyrst í
Malaya, og ég mundi einnig eftir
því fiá fyrstu vikum mínum í
Hong Kong. Mér fannst ósjálfrátt,
að ég væri kominn aftur inn í her-
bergi, þar sem grammófónn spil-
aði án afláts sömu plötuna. Plat-
an var ef til vill oi’ðin dálítið slit-
in, og nálin heldur sljórri en
áður — en það var sama, gamla
platan, og ég þekkti hveit umræðu
efni, hverja athugasemd. Ég vissi
fyrir víst, að hér yrði ekkert
óvænt oxð sagt, engin ný skoðun
látin í Ijós. Og nú, þegar leiðind-
in urðu að veruleika slokknaði
þrá mín eftir samlöndum mín-
um.
Von bráðar settumst við að borð
inu. Meðan á borðhaldinu stóð,
beindust samx-æðurnar að stúlku,
kínversk-enskrar ættar, sem hafði
farið til Oxford og náð þar dæma-
fáum áx-angri í námi. Hún hafði
tekið lögfræðipróf og var nýlega
komin aftur til Hong Kong í því
skyni að starfa þar og beita sér
sérstaklega í baráttunni fyrir
bættri aðstöðu kynblendinga. Allir
gestánna lögðu eitthvað til mál-
anna.
„Hún er auðvitað mjög gáfuð.
En það er synd að segja, að hún
viti ekki af því“.
„Ég hef einu sinni hitt hana.
Hún lítur sannarlega stórt á
sig“.
„Það er einmitt gallinn á kyn-
blendingunum. Sé maður vin-
gjamlegur við þá, er níðzt á góð-
mennsku manns, og þeir fara að
halda, að þeir séu jafngóðir og
hver annar“.
„Ég segi fyrir mitt leyti, að ér
vildi ekki sjá hana í mínum hús-
um“.
„Það vildi ég ekki heldur, þótt
ég sé ávallt mjög kurteis við
hana, ef ég hitti hana á götu. Ég
álít, að rétt sé að viðhafa fyllstu
kurteisi. Ég sagði við hana um
daginn: „Væna mín, þér getið ekki
gert'að — þér vitið hvað ég á við
— það er ekki yður að kenna! Ég
veit auðvitað, að sumir eru mjög
þröngsýnir og hleypidómafullir —
en ég lærði í uppvextinum, að
sýna ávallt fyllstu kurteisi, og ég
kem alltaf fram við kynblendinga
eins og alla aðra“.
„Vitið þið ekki, að sagt er, að
hún haldi við Dick Kitteridge?“
„Sagt er? Elskan mín, hún fer
nú ekki leynt með það — þú býst
vonandi ekki við, að hún geti stillt
sig um að hæla sér af öðru eins
og því?“
„Ég var spurður um daginn:
„Hvers vegna skyldi maður ekki
giftast stúlku af blönduðu blóði?“
Sá, sem spurði, var auðvitað ung-
ur maður, skelfilegur gi’æningi,
sem er nýkominn að heiman. Ég
svaraði: „Á þetta að vera
fyndni?“ Hann sagði: „Nei“. Ég
sagði: „Vegna þess að maður ger-
ir það ekki“. Þá sagði hann: „Mér
þætti fróðlegt að vita, hvað frels-
arinn hefði sagt um það?“ Ég
svaraði, að það vissi ég ekki, og
þótt ég væri ekki síður kristinn
en hver annar, stæði mér hjartan-
lega á sama — því að nógu mai’g-
ir felldu dóm um þetta, án þess
að hafa til Kína komið, því hefði
frelsarinn heldur ekki getað dæmt
um þetta, nema hann hafði verið
hér í Kína eins lengi og ég“.
Þessi skortur á kærleika gagn-
vart meðbræðrunum — og sér I
lagi þar sem í hlut átti fámenn-
ur hópur ógæfusamra einstaklinga
sem oftast höfðu ekki annað til
saka unnið en það, að eiga
evrópskan föður — var í mínum
augum mun verri synd en sú
versta, sem drýgð var á Nam
Kok. Mér var. fyllilega Ijóst, að
tæpast nokkur stúlknanna þar
SSJÍItvarpiö
ÞriSjudagur 19. ágúst:
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Tónleikar: Þjóðlög fx’á ýms-
um löndum (plötur). 20,30 Erindi:
Suður í Súdan (Ólafur ólafsson
kristniboði). 21,00 Tónleikar (plöt
ur). 21,35 Útvarpssagan: „Sunnu
fell“ eftir Peter Fi’euchen; XXIV
— sögulok (Sverrir Kristjánsson
sagnfxæðingur þýðir og les). —
22,10 Kvöldsagan: „Næturvörður"
eftir John Dickson Cai’r; XXIII.
(Sveinn Skorri Höskuldsson). —
22.30 Hjöx’dís Sævar og Haukur
Hauksson kynna lög unga fólks-
ins. 23,25 Dagskrárlok.
MiSvikudagur 20. ágúst:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón-
leikar af plötum. 19,30 Tónleikar:
Óperulög (plötur). 20,30 Tónleik-
ar (plötur). .20,50 Erindi: Pólski
presturinn Kopernikus, höfundur
hugsunar og heimsmyndar vorra
tíma (Hjörtur Halldórsson mennta
skólakennari). 21,10 Samsöngur:
„Golden Gate“-kvartettinn syngur
negrasálma (plötur). 21,30 Kímni
saga vikunnar: „Ósigur ítalska
loftflotans í Reykjavík 1933“ eft-
ir 'illdór Kiljan Laxness (Ævar
Kvaran leikari). 22,10 Kvöldsag-
an: „Næturvörður" eftir John
Dickson Carr; XXIV. (Sveinn
Skorri Höskuldsson). 22,30 Á
dansskónum: Jan Moravek og
hljómsveit hans leika. Söngvari:
Alfreð Clausen. 23,00 Dagskrárl.
* Allir lesa
7ZUGMÁL
■i _/ 1 •• ' •- ’
l
Ú
ó
Timmv tuggle, with
SCOTTY'S HELP, WAS SET
UP HIS CAMERA NEAR THE
BEAVER PONDS THAT HAVE
BLOCKED HIS FATHERfe ROAD
THROUGH LOST POREST
THAT'S GOOD, LOUIS...
JUST WHAT WE NEED TO
BLOW UP THOSE BEAVER
DAMS f
I FINALLV GOT HERE,
MR.TUGGLE, BUT IT'S
RAINING LIKE FURY
OUTSIDE...A REGULAR
THUNDERSTORM/
RAIN AND THUNDER WILL
MUFFLE THE SOUND OF THE
EXPLOSION...COME ON, LET'S
GET GOING /
1) Tommi hefur með hjálp
Sigga komið myndavéhnni sxnixi
fyrir í nár.d við bjórfjarnirnar,
&em eru fyrir hinum nýja vegi
foður hans gegnum Týndu skóga.
2) „Loksíns komst ég alla leið
hingað, Tryggvi", segir Lúðvík.
„Það rignir eins og hellt sé úr
fötu. Þetta er reglulegt óveður".
— „Ágætt, Lúðvík. Það er ein-
mitt það sem við þörfnumst til
að geta sprengt upp bjórstýflurn-
ar“.
3) „Rigningin og þrumurnar
deyfa hávaðann af sprengingunni.
Komdu, við skulum fara“.
Það er erfitt að laga verulega
gott kaffi, án þess að nota hæfi-
legan skammt af úrvals kaffibæti
í könnuna. —
Kaf f ibætis vcrks mið ja
0. Johnson & Kaaber h.f.