Morgunblaðið - 28.08.1958, Page 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 28. ágúst 1958
Fara yfir nýju línuna við
suðuroddann, vestur- og
norðvesfur ströndina
— segir Daily Telegraph
BREZKA blaðið Daily Telegraph
segir s.l. þriðjudag m.a. frá því,
að um 100 stórir, hraðskreiðir
togarar með um 2 þús. fiskimönn
nm um borð muni aðfaranótt
mánudagsins vera reiðubúnir til
að sigla yfir nýju 12 mílna lín-
una, er reglugerðin um nýju fisk-
veiðilögsöguna gengur í gildi á
miðnætti.
Segir blaðið ennfremur frá því,
að ekkert hafi enn verið látið
uppi um, hvar togararnir eigi að
hitta brezku herskipin, sem eiga
að vernda þá. En líklegt þykir,
að það verði við suðuroddann,
vestur- og norðvestur ströndina,
þar sem ýsu- og kolaveiðar eru
í þann veginn að hefjast. Togara-
skipstjórar hafa fengið strangar
fyrirskipanir frá togaraeigendum
um að fara aðeins yfi 12 mílna
línuna í herskipavernd. Togara-
eigendur óttast, að annars verði
gerðar tilraunir til að taka togar-
ana, og það geti leitt til átaka.
★ ★ ★
Talið er, að fiskveiðiflotinn
muni stunda veiðar innan nýju
línunnar í þrjá daga, jafnvel þó
að engan fisk sé að hafa. Bendir
blaðið á, að þetta sé til þess eins
gert að sýna fram á rétt Breta
til veiða á þessum svaeðum. Eftir
þessa þrjá daga verður togurun-
um leyft að fara út fyrir 12 mílna
línuna til að halda áfram venju-
legum fiskveiðum. Fundarstaðir
fiskveiðiskipanna og herskipanna
hafa verið valdir af miklli ná-
kvæmni.
Búizt er við, að lítið verði um
afla, meðan togararnir eru að I
sýna fram á rétt sinn til að veiða
innan 12 milna fiskveiðilögsögu.
Óttazt er, að togaraskipstjórarnir
muni þreytast á því að sigla um
án þess að afla nokkuð, þar sem
pyngja þeirra mun gjalda þess,
segir blaðið að lokum.
Óeirðir í grennd
við Beirut
BEIRUT, 27. ágúst — NTB-Reut-
er — Til nokkurra óeirða kom
í dag í grennd við Beirut, og
féllu fjórir menn í átökum milli
þeirra, sem styðja stjórn Solhs
og stjórnarandstæðinga. Nefnd
þingmanna, sem hlynntir eru
stjórninni, lagði í dag til, að her-
inn yrði látinn afvopna alla slíká
hópa manna, er stofnuðu til
óeirða. Lét nefndin jafnframt í
ljós traust sitt á hinum nýkjörna
forseta, Chehab hershöfðingja, en
lýsti yfir því, að hún myndi ekki
vinna með stjórn, er uppreisnar-
leiðtogar ættu sæti í. Áður hefur
stjórnarandstaðan krafizt þess,
að Chehab hershöfðingi taki í
stjórn sína nokkra leiðtoga
stjórnarandstöðunnar.
Brezk herskip leggja af
stað á íslandsmið í dag
HULL, 27. ágúst. — Reuter. —
En lögðu nokkrir brezkir togar-
ar af stað frá Hull og öðrum
hafnarborgum í Norður-Eng-
landi, og munu þeir ætla að bjóða
byrginn því áformi íslendinga að
banna veiðar innan 12 mílna land
helgi n.k. mánudag. Sendir verða
meira en 100 togarar á mið þessa
litla norræna lýðveldis, sem hefir
ákveðið að víkka fiskveiðilög-
sögu sína úr 4 í 12 mílur til að
reyna að bjarga þannig aðaltekju
stofni sinum. Fimm brezk her-
skip úr Konunglega brezka flot-
anum verða togurunum til vernd-
ar. Herskipin sigla á miðin á
morgun.
Togararnir munu hitta her-
skipin við strendur tslands, og
Ákveðnir möguleikar á
bráðabirgðalausn í París
Kvöldberlingur
— segir
Kaupmannahöfn, 27. ágúst.
Einkaskeyti til Mbl.
KVÖLDBERLINGUR segir, að
sendilierra íslendinga hjá Atlants
hafsbandalaginu taki nú þátt í
viðræðunum í París til að skýra
afstöðu íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar til væntanlegra tillagna um
málamiðlun. í gær komust um-
ræðurnar á það stig, að hægt var
að gera ríkisstjórnum þeim, sem
málið varðar grein fyrir ákveðn-
um möguleikum á bráðabirgða
lausn, segir blaðið.
Danska ríkisstjórnin fékk í gær
kvöldi greinargerð um þetta frá
sendiherra sínum hjá Atlants-
hafsbandalaginu, og var því ut-
anrikismálanefnd þingsins köliuð
saman til skyndifundar. Ástandið
var í dag rætt á ráðuneytisfundi.
Danska stjórnin mun telja
nokkra ástæðu til bjartsýni.
Þó að íslendingar nái árangri,
mun það ekki hafa í för með sér,
að fiskveiðilögsaga Færeyja verði
þegar víkkuð, heldur blaðið
áfram. Danska stjómin mun
reyna að útvega Færeyingum
sams konar fiskveiðilögsögu og
íslendingar fá, en þessu er fyrst
hægt að koma í framkvæmd að
afstöðnum samningum við Breta
um endurskoðun- núgildandi
samninga um landhelgi. Ef ís-
lendingar ná bráðabirgðalausn í
málinu, mun danska stjórnin þeg
ar hefja samninga við Breta.
★ ★ ★
Dimmalætting skrifar, að mik-
ilvægara sé, að fiskveiðilögsaga
Færeyja verði víkkuð jafnmikið
og fiskveiðilögsaga íslands frem-
ur en að víkkun færeysku
fiskveiðilögsögunnar eigi sér stað
samtímis víkkuninni við Islands-
strendur. í náinni framtíð verður
líklega lögð fram — að meira
eða minna leyti af frjáisum vilja
— viðurkenning . á víkkun fisk-
veiðilögsögu við Færeyjar. Ef
slík viðurkenning lægi ekki fyrir
í síðasta lagi mánuði eftir, að
fiskveiðilögsaga íslands hefir
raunverulega verið víkkuð, rikir
neyðarástand við Færeyjar, og
mundi það réttlæia stjórnina í að
gera skjótar varúðurráðstafanir
til að friða til bráðabirgða fisk-
stofninn við Færeyjar.
Blaðið bætir því v»ð, að hættan
á því, að sambandið milli Dan-
merkur og Færeyja rofni, geti
orðið raunveruleu ef menn séu
ekki á verði gt0.i viðleitni á-
byrgðarlausra afla til að koma
samöandsslitum til leiðar.
★
í fréttatilkynningu af aflokn-
um fundi utanríkisnefndar í
kvöld sggir ekkert um viðræð-
urnar í París. Þar segir aðeins,
að Krag, sem nú gegnir störfum
utanríkisráðherra, hafi gert
grein fyrir viðræðunum í París.
Á fundinum var einkum fjallað
um vandamálin í sambandi við
Færeyjar. Talið er, að fulltrúar
Islands í París hafi kvartað und-
an því, að of mikið hafi borizt
út um það, sem gerzt hefur á við-
ræðufundum.
Látlaus skothríð á eyjar
þjóðernissinna við Kína
Flugfloti Bandaríkjamanna á Filipps-
eyjum viðbúinn
TAIPEH, 27. ágúst — NTB-AFP
— Kommúnistar héldu í dag uppi
skothríð á eyjar á valdi þjóðern-
issinna á Formósusundi. Er þetta
fimmti dagurinn í röð, sem skot-
hríð er haldið uppi á eyjarnar.
Herstjórnin í Taipeh telur innrás
kommúnista á Taneyjarnar yfir-
vofandi. í dag var skotið yfir 6
fallbyssukúlum á þennan litla
eyjaklasa, sem liggur næst meg-
inlandinu af þeim eyjum, sem
þjóðernissinnar hafa á valdi sínu.
Fiugfloti Bandarikjamanna á
Filippseyjum hefur fengið skipan
ir um að vera viðbúinn, ef til
stórtíðinda dregur á Formósu-
sundi, og deildir úr Bandaríkja-
flota á Kyrrahafi eru á leið til
Taipeh. í ráði munu vera flota-
æfingar fyrir sunnan Formósu.
★
í fréttum frá Tókíó segir, að
ráðgazt hafi verið við japönsk
yfirvöld um ástandið. I Manila
kallaði yfirmaður bandarískra
landgönguliða á Filippseyjum,
Edgar Cruise, nánustu ráðgjafa
sína á sinn fund, og talið er, að
þeir hafi rætt um möguleika á
því að flytja bandarískar her-
sveitir frá Filippseyjum til For-
mósu.
Elzti ráðgjafi Chiang Kai-
sheks, Tao Shi-sheng, sagði í Tai-
peh í dag, að skothríð kommún-
ista á eyjarnar í Formósusundi,
kynnu að verða upphaf að
styrjöld í Austur-Asíu. Leiðtogar
hers þjóðernissinna á Quemoy og
Matsu halda því þó fram, að
líklega takist að hrinda sérhverri
tilraun til að ganga á land á eyj-
unum.
verður togurunum síðar fylgt
nýju 12 mílna línuna. Þó að
skipstjórarnir hafi fengið
_,ar fyrirskipanir um að
iiaiua sig hæfilega nálægt her-
skipunum, kunna sumir togara-
skipstjórarnir að sigla skipuni
sínum til veiða á eftirlætismið-
um sínum og eiga þannig á hættu,
að hinn litli „floti“ íslendinga 8
strandgæzluskútur — taki þá
fasta.
★ ★ ★
Walter Crawley, ritarl brezku
fiskimannasamtakanna, sagði í
dag, að enginn togaraskipstjór-
anna hefði neitað að sigla á ís-
Iandsmið. „Þeim finnst, að þeir
verði að fara yfir línuna til þess
að staðfesta rétt sinn til að veiða
á úthöfunum. Vandræði myndu
hljótast af þvi, ef íslendingar
reyndu að stöðva þá“, sagði Craw
ley.
Brezkur fiskiðnaður hefir feng
ið ríkulega uppskeru á íslands-
miðum, og forráðamenn hans
hafa ekki í hyggju að sjá af þess-
mn arðbæra atvinnuvegi, segir í
skeytinu.
De Ganlie í Alsír
ALGEIRSBORG, 27. ágúst —
Reuter — De Gaulle forsætisráð-
herra fór í dag flugleiðis frá
Alsir til Dakar. Er þetta síðasti
viðkomustaðurinn á ferð hans
um nýlendur Frakka í Afríku.
Með ferð þessari hyggst de
Gaulle afla stjórnskipunarlögum
sínum fylgis. Miklar öryggisráð-
stafanir voru gerðar við komu
de Gaulles til að koma í veg fyrir
ofbeldisaðgerðir af hálfu skæru-
liða í Alsír.
íslenzki sendiherrann í
Noregi vœntir engra alvar
legra atburða við ísland
ÓSLÓ, 27. ágúst. — Reuter. —
Sendiherra íslands í Noregi, Har-
aldur Guðmundsson, sagði í dag,
að hann byggist ekki við neinum
alvarlegum atburðum á íslands-
miðum, er nýja 12 mílna fisk-
veiðilögsagan gengur í gildi á 1
miðnætti n.k. sunnudag.
★ ★ ★
Guðmundsson sagði á blaða- j
mannafundi, að íslendingar
hefðu heldur kosið að færa fisk-
veiðilögsöguna úr 4 í 12 mílur
samkvæmt alþjóða samningi. „En
allar tilraunir okkar í þá átt á
undanförnum 10 árum hafa
reynzt árangurslausar. Við gátum
ekki beðið lengur, þar sem líf
okkar veltur á fiskveiðunum“,
sagði hann.
Sendiherrann neitaði að svara
spurningum um, hvaða gagnráð-
stafanir íslenzka stjórnin hefði í
hyggju að gera gegn áformum
brezkra togara um að veiða inn-
an nýju 12 mílna línunnar — eða
hvort hún myndi gera nokkrar
ráðstafanir. Sagði hann frétta-
mönnum, að í íslenzku landhelg-
isgæzlunni væru fjögur skip' og
ein flugvél.
★ ★ ★
Guðmundsson sagði, að fiski-
miðin innan nýju línunnar væru
miklu mikilvægari fyrir íslend-
inga en fyrir nokkra aðra fisk-
veiðiþjóð. Sagði hann, að tekjur
Breta af fiskveiðum næmu aðeins
1% af allri framleiðslu Breta, en
aftur á móti væru fiskur og fisk-
afurðir 97% af útflutningi íslend
inga. Sagði hann, að Bretar og
Vestur-Þjóðverjar ættu að kaupa
meiri fisk af íslendingum — í
samræmi við áformin um frí-
verzlunarsvæði Evrópu.
Dandaríkjamenn standa
við skuldbindingar sínar
við þjóðernissinna
— sagði Eisenhower á blaðamannafundi
WASHINGTON, 27. ágúst —
NTB-Reuter — Eisenhower
Bandaríkjaforseti sagði í dag, að
Bandaríkjamenn muni standa við
skuldbindingar sinar við kín-
verska þjóðernissinna. Vildi for-
setinn ekkert láta uppi um, hvað
Bandaríkjamenn munu gera, ef
kínverskir kommúnistar gera
innrás á Quemoy og Matsueyjar.
Forsetinn var spurður að því,
hvort hann liti skothríðina á For
mósusundi alvarlegum augum og
hvort hann teldi hættu á því, að
bandaríski herinn mynái dragast
inn í átökin þar eystra. Svaraði
Leiðtogi frelsishreyfingar
Serkja hótar áframhald-
andi skemmdarverkum
PARÍS, 27. ágúst. — NTB — Reu-
ter. — í dag voru gerðar öflugar
öryggisráðstafanir um gjörvallt
Frakkland til að vernda öll
helztu iðjuver og verksmiðjur
gegn skemmdarverkum Serkja.
Öflugt lið hermanna og lögreglu-
manna heldur nú vörð um raf-
orkuver, járnbrautarstöðvar,
vatnsveitur, olíugeyma, allar
helztu hafnir landsins og flest
listasöfn í landinu. Innanríkisráð
herrann lýsti yfir því, að lög-
reglumenn, sem verið hefðu í
sumarleyfi, hefðu þegar verið
kallaðir til starfa.
Einn höfuðleiðtogi frelsishreyf-
ingarinnar í Alsír, Fehrat Abbas,
lýsti yfir því í Kaíró í dag í við-
tali við Parísarblaðið Combat, að
venjulegum borgurum í Frakk-
landi yrði hlíft, en skemmdar-
verkum yrði haldið áfram í því
ugnamiði að veikja Frakkland
liernaðariega og efnahagslega.
★ ★ ★
Skemmdarverkum var haldið
áfram aðfaranótt miðvikudags-
ins, og einn hermaður og þrír
lögreglumenn særðust alvarlega.
Þrátíu Serkir hafa verið hand-
teknir, og segjast þeir hafa tekið
við skipunum frá felsishreyfing-
unni í Alsír. Paris-Presse segir,
að skemmdarverk þessi hafi ver-
i, í undirbúningi undanfarna 12
mánuði, og fyrir þremur vikum
hafi verið ákveðið að hefja
skemmdarverkin, er leiðtogar
frelsishreyfingarinnar komu sam
an til fundar í Genf.
forsetinn því, að slíkt ástand
væri enn að vissu leyti fjarlægt.
Sagði forsetinn, að vitanlega
myndu Bandaríkjamenn styðja
þjóðernissinna, enda ættu þeir
sæti í öryggisráðinu.
Fjölnienni horfoi
á kastsýningnna
í gærkvöldi
RÚMLEGA 200 manns var í gær-
kvöldi í bezta veðri upp hjá Ár-
bæjarstíflu, til að sjá ungan
Bandaríkjamann, Tarantino að
nafni, sýna köst með veiðistöng-
um af ýmsum stærðum, einnar
handa og beggja handa. Voru
menn sammála um að Tarantino
væri mjög leikinn, en einn af
forráðamönnum Kastklúbbs
stangaveiðimanna, skýrði áhorf-
endum frá því að Tarantino, sem
er heimsmeistari í köstum sýndi
nú eingöngu með venjulegum
stöngum, en ekki þeim gerðum
og ekki þeim útbúnaði, er notað-
ur væri á kastmótum.
Meðal áhorfenda var Hermann
Jónasson, forsætisráðherra og
margir kunnustu og reyndustu
laxveiðimenn bayarins. Einnig
horfðu á allmargar konur.
Eftir að Tarantino var hættur að
kasta sýndi forseti Alþjóðlega
kastsambandsins, Myron Gregory
nokkur köst.
í kvöld klukkan 6 munu þeir
félagar endurtaka kastsýningu
sína við Árbæjarstífluna, en
klukkan 9 flytur svo Mr. Gre-
gory erindi fyrir stangaveiði-
menn í Tjarnarkaffi.