Morgunblaðið - 28.08.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. ágúst 1958 MORCUISBLAÐIÐ 3 Utanríkisráðherra fylgir stuðningsblaðs síns ,,að þegja sem fastast" Leitar stjórnin sameiginlegrar stefnu á jbe/'m grundvelli? SVO ER að sjá sem utanríkis- ráðherra hafi tekið til eftir- breytni Þá ráðleggingu Þjóð- viljans „að þegja sem fastast“, þar sem hann ella gerði sig beran að „skammsýni og fá- vísi“. Alþýðublaðið lætur sér í gær ekki nægja að taka þessari hrein- skilnu róðleggÍHgu samstarfs- blaðsins með undirgefinslegri þögn, heldur birtir forystugrein, sem virðist vera skrifuð til að afsanna að „mikil óeining sé inn- an ríkisstjórnarinnar um land- helgismálið“. í því sambandi segir Alþýðu- blaðið til mótmæla Morgunblað- inu: „Undanfarna daga hefur blaðið vitnað ákaft í fregn, sem birtist í Alþýðublaðinu fyrir helgina um leynifund í París út af landhelg- ismálinu. Telur Morgunblaðið, að hér sé um að ræða fund, sem utanríkisráðherra eigi hlut að, fyrst fréttin um hann birtist 1 Alþýðublaðinu, en önnur stjórnar blöð neiti að vita af slíkum fundi. Um þetta nægir að segja það eitt, að það er vitað mál, að ráða- menn í Atlantshafsbandalaginu hafa mikin áhuga á landhelgis- málinu íslenzka. Engan þarf að undra það. Það er líka vitað mál, að fundir hafa verið haldnir um þetta mál, bæði opinberir og leynilegir eins og gengur, og geta íslendingar hvorki bannað né for dæmt slíka fundi. Þótt fastafull- trúi fslands hjá Atlantshafsbanda laginu fylgist með málum er það engin goðgá, þar sem ísland er aðildarríki í bandalaginu. En eins og áður hefur verið tekið fram hér í blaðinu, er langur vegur frá áheyrn og málstúlkun til samninga. Það eru því harla veikar for- sendur fyrir þeirri staðhæfingu, að utanríkisráðherra standi í ein- hverjum samningum ytra, þótt Alþýðublaðið flytji erlenda frétt um fund innan Atlantshafsbanda lagsins". Hér virðist Alþýðublaðið sem sagt vera að sýna fram á, að rang hermi sé, að íslenzki „utanríkis- ráðherrann“ eigi hlut að fund- unum í París. Það séu bara „ráða- menn í Atlantshafsbandalaginu“, sem hafi „mikinn áhuga á land- helgismálinu íslenzka“, sem þar séu að verki. Skilst manni, að utanríkisráðherra íslands komi þar hvergi nærri. „Þótt fastafull- trúi íslands hjá Atlantshafsbanda laginu fylgist með málum er það engin goðgá, þar sem ísland er aðildarríki í bandalaginu", segir Alþýðublaðið. Ekki lýsa þessi Lönduðu 735 lest- um af karfa á rúmri viku PATREKSFIRÐI, 27. ágúst. — Frá 18. til 25. þ.m., eða á rúmri viku lönduðu Patreksfjarðartog- ararnir Ólafur Jóhannesson og Gylfi 735 lestum af karfa til vinnslu í frystihúsi staðarins. B.v. Ólafur Jóhannesson land- aði þann 18. þ.m. 350 lestum eftir 13 daga útivist og b.v. Gylfi þann 25. ágúst 385 tonnum eftir 14 daga útivist. Er aflinn yfirleitt góður til vinnslu, en ekki sér- lega feitur. Báðir togararnir fóru út aftur strax að aflokinni löndun og héldu á nýju karfamiðin. Hér á Patreksfirði er alltaf jafnmikil fólksekla við vinnslu aflans því margir trillubátar stunda enn handfæraveiðar af fullum krafti. Afli hjá þeim er oft sæmilegur. í dag kemur Drangajökull hing- að og lestar 4000 ks af frystum fiski. Ennfremur er von á mót- tökuskipi. — Hér er veður með eindæmum gott. — Karl. Samkeppni um íslenzk danslög SKT gengst fyrir danslagakeppni í næsta mánuði og var auglýst um það fyrr í sumar. Handritum á að skila fyrir 15. sept. n.k. SKT hefir oft áður gengizt fyr- ir keppni sem þessari og hafa mörg vinsælustu íslenzku dans- lögin einmitt komið þar fyrst fram. Ákveðnar reglur hafa verið gefnar út um keppnina og hafa þeir, sem hlutskarpastir verða, möguleika á mjög góðum verðlaunum. Islana úr Atlantshafs- bandalaginu Ummæli Helga Briem svo skilin í Bonn ÞÝZKA blaðið Frankfurter All- gemeine birtir sl. mánudag frá- sögn um landhelgismálið. Þar er m.a. skýrt frá blaðamannafund- inum, sem haldinn var á laugar- dag á vegum íslenzka sendiráðs- ins í Bonn. Blaðið segir m.a.: Islenzki sendiherrann í Bonn, Helgi Briem, skýrði afstöðu lands síns fyrir fréttamönnum á laug- ardaginn. Hann staðfesti annars vegar, að það væri áform íslenzku ríkisstjórnarinnar að fara úr Atlantshafsbandalaginu, ef Eng- lendingar myndu beita valdi gegn íslenzkum gæzluskipum. „Ef bandamenn okkar skjóta á okk- ur, eru þeir ekki lengur banda- menn okkar“, sagði Briem. Það var hins vegar skoðun hans, að hótanir Breta ættu fremur rót sína að rekja til togaraeigenda í Grimsby og Hull en til enskra embættismanna. Hann vonar, að sjónarmið íslendinga verði við- urkennt. Hann sakaði sambands- stjórnina (þýzku) um „nokkuð einkennilega afstöðu“, þar sem hún heldur ákveðið fram 3 mílna línu. Morgunblaðið sagði síðast- liðinn þriðjudag frá dönskum fréttum um þennan blaða- mannafund í Bonn. Jafnframt var skýrt frá því, að utan- ríkisráðuneytið í Keykjavík sagði á mánudag, að þangað hefðu engar fréttir borizt um fundinn. Af frásögninni hér að ofan sést, hvernig uinmæl- in á fundinum eru skilin í Þýzkalandi. Virðist það ein- kennileg tilviljun, ef tveir sendiherrar gefa sams konar yfirlýsingar í algeru trássi við íslenzka utanríkisráðuneytið. leiðbeiningu ummæli miklum skörungsskap utanríkisróðherrans. Hann og málgagn hans um það. Hitt er alrangt, að Morgun- blaðið hafi sagt, að „önnur stjórnarblöð“ en Alþýðublaðið „neiti að vita af slíkum fundi“. Morgunblaðið hefur einmitt hvað eftir annað tekið upp það, sem Tíminn skýrði frá, að verið væri innan Atlantshafsbandalagsins að vinna að „málamiðlunarlausn" deilunnar. Sjálfur hefur og Tím- inn aldrei gengið frá vísbending- um sínum um það, að semja mætti um málið á þeim grund- velli sem málgagn forsætisráð- herra orðaði svo: „Allt annað, ef að hinir er- lendu aðilar bæðu fsland um slíkt leyfi“ — sams konar og Rússar veittu Bretum. Svo virðist því sem töluvert skorti á um það, að Alþýðublað- ið fylgist nógu vel með málinu jafnt innanlands sem utan. Brezkir Síamstvíburar LUNDÚNUM, 27. ágúst — Reuter — í maímánuði sl. fæddust hjón- um nokkrum, sem eiga heima í úthverfi Lundúnaborgar, þríbur- ar. Tvö barnanna voru samföst á höfðinu. Foreldrarnir óskuðu eftir því, að þessu yrði haldið leyndu fyrst í stað. Síamstvíbur- arnir, Pétur og Tímóteus, -eru nú í sjúkrahúsi, og enn hafa sérfræð ingar ekki tekið ákvörðun um, hvort reynt verður að skilja þá í sundur með uppskurði. Þriðji sonurinn Jeremías er á .allan hátt eðlilegt barn við beztu heilsu. Var hann fyrstu sex vikurnar á sjúkrahúsi, en er nú í umsjá for- eldra sinna. Þríburarnir voru teknir með keisaraskurði. Lækn- ar munu telja ráðlegast, að reynt verði að skilja Síamstviburana í sundur, þegar þeir eru um það bil árs gamlir. Hvergi að hopa frá settu marki í landhelgismálinu r r' Samþykkt Utvegsmannafélags Akraness AKRANESI, 27. ágúst — I dag kl. 2 gerðu Útvegsmannafélag Akraness og Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Hafþór ó Akranesi eftirfarandi samþykkt: 1 tilefni af því að óðum líður að þeirri stund að úr því fáist skorið hvort tilraun verði gerð til þess að hindra þá framkvæmd Tiines ræðir EandhelgismáliÖ í GÆR var skýrt frá því í Mbl., að Times í London hefði í fyrra- dag birt forystugrein um land- helgismálið. Hún nefnist: tsland gengur of langt. Greinin hefur nú borizt hingað til lands í heild. Times segir m. a., að brezka stjórnin hafi reynt að forðast árekstra, síðan Island lýsti ein- hliða yfir stækkun landhelginn- ar. En ísland hafi sýnt þrá- kelkni. Ástæðurnar séu að nokkru efnahagslegar, að nokkru póli- tískar. Vegna þess, hve afkoma íslendinga sé háð fiskveiðum, sé eðlilegt, að íslendingar vilji búa að miðunum, en þó hafi engin rök verið fram færð fyrir rétti íslands, sem unnt sé að fallast á. Ekki hafi tekizt að gera nýjar samþykktir á Genfarfundinum og það þýði, að gamlar sam- þykktir (conventions) séu í gildi, en ekki að réttarreglur á hafinu hætti að vera til. Enn sé ósann- að, að sá ótti, sem oft hafi verið látinn í ljós um ofveiði, hafi við rök að styðjast. A. m. k. sé leiðin til að koma í veg fyrir ofveiði sú, að komast að samkomulagi í alþjóðastofnun, sem lætur sig málið varða, en ekki að gefa einu ríki ótakmarkaðan rétt til veiða, en neita öðrum um hann. —• Þyngra á metunum í þessu máli sé, að núverandi ríkisstjórn á íslandi vilja hætta á að gera pólitíska kröfu, þegar tækifæri virðist gott. Síðan segir blaðið, að Rússland kaupi nú meiri fisk en 1952, löndunarbann geti því haft minni áhrif en þá og að ríkisstjórnin sé háð stuðningi kommúnista. En það myndi leiða til skað- vænlegrar og ónauðsynlegrar deilu, ef ekki verður samið, seg- ir blaðið síðar. Genfarráðstefnan hafi stungið upp á ýmsum leið- um og þær séu væntanlega grund völlur viðræðnanna í París. Báð- ir aðilar verði að skilja, að tími ákveðinna skýrgreininga sé ekki upp runninn. Nóg sé af fiski, fiskimönnum og neytendum. Hvergi sé minni ástæða til að þjóðir taki sér einkarétt. íslendinga, sem er lífsvarðandi fyrir þá nú og í framtíðinni, að færa út fiskveiðitakmörkin við strendur landsins, úr 4 sjómíl- um í 12 sjómílur, viljum vér, með tilliti til þeirra ógnana og hótana, sem fréttir herma að uppi séu meðal nokkurra fisk- veiðiþjóða, einkum Breta, um að- gerðir hér að lútandi, skora á rík- isstjórnina að hopa hvergi frá settu markí um útfærslu fisk- veiðitakmarkanna. Við lítum svo á, að réttur vor til slíkra óhjá- kvæmilegra sjálfsbjargarákvarð- ana sé skýlaus, enda í fullu sam- ræmi við ákvarðanir ýmissa annarra þjóða, sem óátaldar eru, bæði að því er snertir fiskiveið- ar og hagnýtingu náttúruauð- æfa, er fólgin kunna að vera und- ir hafsbotni. Viljum vér láta í ljós þá skoðun vora, að ef það komi á daginn, að einhver þjóð gerði alvöru úr því að fremja slíkt óhæfuverk að hindra í ein- hverju framkvæmd vora á hinni nýju fiskveiðireglugerð, þá beri ríkisstjórninni, ef vér ekki af eigin rammleik höfum mátt til að hnekkja slíku ofbeldi, að snúa sér tafarlaust til forráðamanna bandaríska varnarliðsins hér á landi og krefjast þess af þeim, að þeir veiti oss til þess í tæka tíð fulltingi, er nægir til að verja rétt vorn og hrinda slíkri árás á sjálfsbjargarviðleitni þjóðar vorr ar. Vér lítum svo á, að á því geti ekki vafi leikið, að forráðamenn varnarliðsins hér telji það beina skyldu sína, að sinna fljótt og greiðlega slíkum tilmælum, enda slægi það miklum skugga á þær öryggisvonir er vér höfum talið okkur trú um að tengdar væru við það að hafa lánað land vort til varnaraðgerða og varnar- liðsdvalar um árabil, ef oss brygðist nauðsynleg aðstoð og vernd á slíkri örlagastund. — Myndi slíkt fyrirbæri að sjálf- sögðu ærið tilefni til nýrrar at- bugunar á afstöðu vorri til Atlantshafsbandalagsins. Leiðiétting MEINLEG prentvilla varð í „Staksteinum“ í gær, svo nokk- ur kafli, undir fyrirsögninni „Einkar ánægjulegt að dvelja í Lettlandi“, varð lítt skiljanlegur. Réttur er umræddur kafli þannig: „Lettland er háþróað iðnaðar- land. Það er sameiginlegur dóm ur þeirra mörgu erlendu sendi- nefnda, sem heimsóttu lýðveldið á síðastliðnu vori. Og í þessu efni hafa þær vissulega rétt fyrir sér“. STAKSTEINAR Einstök ríkisstjórn Almenningur á fslandi gerir sér það áreiðanlega Ijóst, að sú rík- isstjórn, sem nú situr hér er ein- stök í sinni röð. Hún er klofin og sundruð í hverju einasta hinna stærri mála, sem koma til kasta hennar. Hún er klofin í afstöð- unni til utanríkis- og öryggis- mála. Kommúnistar krefjast þess stöðugt að hið erlenda varnar- lið verði rekið úr landi, en taka þó ábyrgð á dvöl þess með áfram- haldandi setu í stjórn. Vinstri stjórnin er klofin í afstöðunni til efnahagsmálanna. — Formaður Kommúnistaflokksins og tveir þingmenn Alþýðuflokksins lýstu yfir andstöðu sinni við bjargráð- in á sl. vori og greiddu atkvæði gegn þeim. Og nú blasir það við alþjóð, að ríkisstjórnin er klofin í landhelgismálinu. Málgögn sjáv arútvegsmálaráðherrans og utan- ríkismálaráðherrans hafa í allt sumar haldið uppi hatrömmum deilum um þetta stærsta utan- ríkismál þjóðarinnar. Síðast í fyrradag birti „Þjóðviljinn“ froffu fellandi svívirffingagrein um af- skipti utanríkismálaráðherrans af málinu. Hver getur treyst slíkri ríkis- stjórn? Enginn vitiborinn og á- byrgur maður, sem ann velferð þjóðar sinnar. Vinstri stjórnin er í dag sundr- aff flak, sem hangir saman á einni saman valdagræffgi leiðtoga henn ar. Hún er ekki fær um að leysa nokkurt hinna stærri hagsmuna mála þjóffarinnar. Einræðisbrölt félags- málaráðherra Alþýðublaðið skýrði sl. sunnu- dag frá einræðisbrölti félagsmála ráðherra kommúnista með hús- næðismálastjórn. Á sl. vori flutti ráðherrann breytingartillögu á Alþingi til þess að tryggja sér full umráð yfir mannaráðningum og fleiru er ^ut að stjórn stofn- unarinnar. Tillaga þessi fékk ekki einu sinni byr meðal stjórnarliðs- ins og náði því ekki samþykki. En nú hefur ráðherrann gefið út reglugerð, og tekið sér þaff vald, sem hann áður taldi sig skorta í lögiunum um húsnæðis- málastjórn. Er tilgangur hans greinilega sá, að fá alræðisvald um allar mannaráðningar við stofnunina og skapa sér bætta möguleika til þess að misnota starfsemi hennar pólitískt. AíÞýðublaðið ræðst harfflega á Hannibal fyrir þessa ósvífni. Sætir það raunar engri furffu. Það er auðvitað hin mesta ó- svinna að ráðherraan skuli setja reglugerð eftir breytingartillögu, sem ekki náði fraœ að ganga á Alþingi!! En þannig er allt á eina bókina lært hjá ráffherrum kommúnista. Fátt um fína drætti Tímamenn reyna í gær að telja upp afrek vinstri stjórnarinnar. Virðist þar fátt um fína drætti þegar það er talið aðalafrek stjórnarinnar aff hún hafi „'keypt til landsins 12 258 tonna togbáta". Tíminn talar eins og þessi skip séu þegar komin til landsins og útgerð þeirra hafin. En svo er auð vitað ekki. Ekkert þeirra er kom- ið hingað heim. Sjávarútvegs- málaráðherra hefur nýlega sagt að þeir fyrstu þeirra kæmu e.t.r. til landsins einhverntíma í haust. Um smíði á hinum 15 stóru tog- urum, sem stjórnin lofaði að kaupa til landsins er ekki einu sinni farið að semja og enginn eyrir befur fengizt að láni til þeiii. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.