Morgunblaðið - 28.08.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.08.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 28. ágúst 1958 MORCVMiLAÐlÐ 9 Op/ð b;'éj til Þjóðviljans frá eistneskum flótta- manni f HVERJU er lífshamingjan fó!g- Þið talið mikið um framleiðslu in? Hvar finnum við gleðina? ] aukninguna í kommúnistaríkjun- _ . - - um. Þið talið hins vegar minna Þessum spurnmgum verður að . ° , . „ | um kaup og kjor par eystra svo sjálfsögðu hver að svara fyrir sig, að hægt sé að bera saman við en hvar er hamingjuna að finna, það, sem hér er. Framleiðsla ef ekki í landi þar sem allir hafa j kommúnista vex um þetta og nóg að bíta og brenna? Þar. semjþetta mörg prósent, nýjar fimm allir hafa nóg að borða, geta ver- ára áætlanir eru gerðar. En hvað ið vel klæddir, lifað í friði — | hefur almenningur í löndum óáreittir á eigin heimili og eru j kommúnismans borið úr býtum? frjálsir að því að stunda þau störf, sem þeim falla bezt og hæfa þeim bezt? Mitt svar er, að í þvi landi, sem veitir sonum sínum og dætrum allt þetta, er gott að lifa. Þar er gleðina að finna, þar er grund- að viss um að hvergi er betra vera í Evrópu. En samt eru hér menn, sem ekki virðast hafa fundið ham- ingju lífsins og eiga enga gleði. Ég veit, að þetta stafar ekki af því, að þessir menn líði skort. Og þeir njóta fremstu rétlinda, sem frjálst land getur veitt þegn- um sínum, en þeir nota frelsið til þess að vinna gegn frelsinu. Þið segið okkur, að austur í Rússlandi, í löndum kommún- ismans, sé miklu betra að lifa. Þar hafi draumar mannkyns rætzt — og þar sé hina sönnu lífshamingju að finna. Og mér skilst á greinum þeim, sem Karl Guðjónsson alþingismaður skrif- aði um Lettlandsför þingmann- anna, að einmitt þar hafi hann fundið gleðina, sem þessir gleði- snauðu fslendingar þrá. Ég veit, að þessa sérkennilegu gleði hefur hann fundið í veizlusölum þeirra manna í Lettlandi, sem standa jafnfætis Kadar í Ungverjalandi hvað metorð og afrek snertir. En hann segist líka hafa gott eitt um aðbúnað lettnesks alþýðu- fólks að segja. Þið kommúnistar segizt vinna að heill verkalýðsins — og við getum því nánar athugað hvað þið teljið hamingjusamt verka- fólk. Samkv. þeim upplýsingum, sem Pétur Pétursson alþingismaður, ferðafélagi Karls úr Lettlands- förinni, gaf í greinum sínum í Alþýðublaðinu verður verkamað ur í kommúnistaríkjunum, með meðaltekjur, að vinna allt að því tvo mánuði fyrir sæmilegum föt- um — og hálfan mánuð fyrir skóm. Ef mánaðarkaupið er mið- að við 3.000 kr., þá kostar 1 kg af þorskflökum 30 kr., segir Pét- ur. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef aflað mér, bæði hjá mönnum, sem farið hafa til Rúss- lands á síðustu tímum og í er- lendum blöðum, sem fjalla mikið um málefni Eystrasaltsríkjanna, eru venjuleg verkamannalaun austur þar 350—400 rúblur á mán uði. Laun skrifstofumanns eru 650 rúblur og landbúnaðarverka- manns 400—500 rúblur. Sem dæmi um verðlagið kostar mjólk- urlítrinn 1,20 rúblur, eggið 1 rúblu, lambakjöt 17—22 rúblur kg, karlmannaskyrta 65—70 rúbl ur, vetrarfrakki 700 rúblur. nær_ föt 45—50 rúblur og legubekkur (divan) af einföldustu get'ð 900—1100 rúblur. Þetta eru smá- dæmi, en nægilega mörg til þess að fá samanburð við verðlag og kaup á íslandi. En hvers vegna birti Karl ekki samanburð á kaupi og verðlagi á Islandi og í kommúnistaríkjun- um, eins og Pétur Pétursson? Hefðuð þið þá ekki getað sýnt enn betur fram á það hve ís- lendingar færu mikils á mis að búa ekki við kommúnisma — eða er það ekki? Hefði það ekki styrkt áróður ykkar um hagsæld- ina í kommúnistaríkjunum meira en nokkru sinni áður? Karl talar um framleiðslu- aukningu í Lettlandi. Veit hann ekki, að lífskjör fólks í Eystra- saltsríkjunum voru mjög góð fyrir stríð? Iðnvarningur Lett- lands frægur um alla Evrópu fyrir gæði — og þangað fóru völlur hinnar sönnu lífshamingju. I ferðamenn hópum saman af því Á íslandi er gott að vera, ég er' að þar var svo ódýrt að lifa. Þeg- ar Rússar sölsuðu landið undir sig fluttu þeir allar vörubirgðir úr landinu til Rússlands. Og meira en það, þeir fluttu hundruð þúsunda manna nauðungarflutn- ingi austur til Síberíu úr Eystra- saltsríkjunum. Ég hef sjálfur orð ið sjónarvottur að dýrslegri fram komu þeirra, ég heí haft kynni af kommúnismanum, en ég hef ekki setið í veizlum „Kadara" Eystrasaltsríkjanna — og fundið gleði þeirra. Ég hef sjálfur flúið þá gleði — og „gleðiáhrifin", sem komu fram á alþýðu þessara landa. í 40 ár hafa einræðisherrar í Kreml lofað alþýðunni gulli og grænum skógum. Rússland er auðugt land — og Rússar þyrftu ekki að gerast ræningjar til þess að lifa góðu lífi. En enda þótt þeir hafi rænt önnur lönd, þá lifir alþýðan enn við ill kjör. Það er ekki nóg að reisa félagsheimili og skjóta gervihnöttum. Það er ekki nóg að sýna tölur um fram- leiðsluaukningu. Segið mér: Hver er framleiðsluaukningin í Ung- verjalandi síðasta árið? Þeir, sem halda, að þið séuð málsvarar verkamanna ættu að hugleiða, hvers vegna þið látið þessa mestu svívirðu mannkyns óátalda. Hvers vegna þið reynið ekki að rétta lettneskum verka- mönnum hjálparhönd, Lvers vegna þið reynið að hylma yfir mestu ódæðisverk allra .'lda. Ég spyr líka: Hvers vegna ger- ið þið það? Hvert rennur arður- inn af allri framleiðsluaukning- unni í kommúnistaríkjunum úr því að kjör þeirra, sem verkin vinna, eru ekki bætt? T. d. í Lettlandi, sem var mtkið velmeg- unarland fyrir stríð, en þó hefur enn aukið framleiðsluna að því er þið segið. Samkvæmt lögmál- um okkar ættu kjör verkafólks- ins þar að hafa batnað enn meira. j En samt flýja allir, sem geta — og eiga varla garma utan á sig. Ekki biðu Lettland og Lithauen mikið afhroð í stríðinu, a. m. k. ekki miðað við Eistland. Það veit ég. Ekki hefur tekið 14 ár að reisa Lettland úr rústum. Eru það kannske hinir gleði- snauðu málaliðar Stalins og Krúsjeffs, sem fá arðinn í þókn- unarskyni fyrir að reyna að svipta fleiri þjóðir frelsi? Fyrir Í1 árum kom ég fyrst til íslands, þá til Vestmannaeyja, í kjördæmi Karls Guðjónssonar. í sumar kom ég aftur til Vest- mannaeyja — og mikil var breyt- ingin. í Eyjum hefur mikið verið byggt. Þar er risið stórt hverfi einbýlishúsa — og það eru verka- menn og sjómenn, sem eiga flest þessara húsa. Margs konar heim- ilistæki eru til á flestum heimil- um, þetta gefur bezt til kynna hve velmegun er hér mikil. En þið kommúnistar veigrið ykkur samt ekki við að reyna að slá ryki í augu almennings og telja honum trú um, að hér séu allir daglaúnavinnumenn rændir, en í ríkjum kommúnismans, sem hundruð þúsunda flýja árlega, sé sæluríki verkalýðsins. Hamingjan hefur ráðið ferð minni, ráðið því, að ég komst til íslands. Ég veit, að hvergi er betra að vera. Ég er af smáþjóð — og ég kann bezt við mig með smáþjóðum. Ég skil þeirra sjónar mið. Þess vegna vil ég verða tryggur því landi, sem mér hefur reynzt svo vel. En ég þekki hug- arfar kommúnismans — og ég vil vara alla íslendinga við ykkur — gleðisnauðu óheillamenn, sem vegsömuðuð Stalin og dýrkiðvald ið. Við höfum tengzt lýðræðis- þjóðunum sterkum böndum — og sannir f slendingar — hvar sem þeir annars standa í flokki — skilja og vita, að þau bönd meg- um við aldrei rjúfa. Ykkar gleði- stund yrði harmur íslands. Eðvaid Iiinriksson. Halla, Hal og Davíð Linker. Linkershjónin komin til landsins H I N N kunni kvikmyndatöku- mað^ir, Hal Lniker, kom hingað til lands nýlega, ásamt Höllu konu sinni og Ðavíð syni þeirra hjóna. Munu þau dveljast hér í tíu daga. Hal Linker heimsótti ritstjórn Mbl. um daginn og sagði frá ýmsu, sem á daga fjölskyld- unnar hefur drifið upp á síðkast- ið. — Þau hafa v«rið á ferðlagi víðs vegar um suðurlönd, m.a. í Portúgal, á Spáni, í Marokkó, Tangier, Gibraltar, Ítalíu og Grikklandi. í Grikklandi var þeim hjónum tekið með kostum og kynjum, er það vitnaðist, að frúin var frá íslandi. Svo sem kunnugt er greiddu íslendingar atkvæði með Grikkjum, er Kýpurmálið var á dagskrá SÞ, og virðast Grikkir muna þeim það mjög vel. Fjöldi manna í Aþenu kunni góð skil á íslandi, og vissu þeir gjörla hvar það var og vissu að það- var land- ið, sem hafði stutt málstað þeirra. Einn af leiðsögumönnum þeirra hjóna hafði lesið verk eftir Lax- ness og kunni góð skil á bókum hans. Frá Grikklandi héldu Linkers- hjónin til Istambúl, en þaðan með rússnesku skipi til Oddessa. Síðan dvöldust þau þrjár vikur í Sovét- ríkjunum, ferðuðust víða um og tóku mikið af myndum. Frá Len- ingrad fóru þau með lest til Hels- inki og stóðu þar við í nokkra daga, en komu beint þaðan hing- að um Stokkhólm og Osló. Hér mun Hal Linker sýna nokkrar kvikmyndir, sem eru á sýningarskrá, sem hann hefur sýnt í sjónvarpi í Bandaríkjun- um. Eru það myndir af dular- fullum særingadansi í Kóngó, ís- lenzk mynd, en þar kem- ur Halla fram í íslenzka bún- ingnum og loks er mynd áf perlu köfurum við Japan. Myndirnar verða sýndar í Gamla bíói á föstu dag og laugardag kl. 7. AV ♦ * MM8ID CE ♦v ♦ * Hæstiréttur íjall- ar iim Little Rock WASHINGTON, 25. ágúst. NTB- Reuter. — Hæstiréttur Banda- ríkjanna kunngerði í dag, að hann mundi halda sérstakan fund á fimmtudaginn þar sem tekið verður til meðferðar kynþátta- vandamálið við menntaskólann í Little Rock í Arkansas-fylki. Hæstiréttur, sem er æðsta dóms- vald Bandaríkjanna, mun taka til meðferðar kæru frá samtökum sem beita sér fyrir auknum rétt- indum blökkumanna þess efnis, að blöndun kynþáttanna í mennta skólanutn í Little Rock hefur ekki komið til framkvæmda, enda þótt áfrýjunardómstóllinn í St. Louis hafi þegar skorið úr um það, að jafnt hvítir menn sem svartir skuli eiga frjálsan að- gang að skólanum. EINS og áður hefur verið getið hér í blaðinu, tilkynntu 13 þjóðir þáttöku í opna flokknum á Evrópumeistaramótinu í Ósló. Aðeins 15 þjóðir mættu til leiks og komu forföll þessara þriggja þjóða (Póllands, Líbanons og Sviss) það seint, að búið var að raða niður leikum og draga um þátttökuröð. Þess vegna urðu forráðamenn mótsins að fara eft- ir keppnistöflu yfir 18 þátttak- endur og láta ávallt þrjár þjóðir sitja yfir. Einnig var ákveðið að gefa þeim þjóðum er sitja yfir hverju sinni vinningsstig, eins og þær hefðu keppt og unnið þær þjóðir er ekki mættu til leiks. Að vonum beinist athyglin á mótinu helzt að norsku keppend- unum, og einnig hafa áhorfendur fylgzt vel með leikum heims- meistaranna frá Italíu, Englend- inganna og Frakka, svo og leik- um hinna Norðurlandaþjóðanna. Aðsókn að mótinu hefur verið mjög góð, og það, sem á mestan þátt í því er glerhúsið svokall- aða, en í það eru ávallt valdar góðar sveitir og er aðstaða, eins og áður hefur verið getið í þætti Faubus vill íá að loka WASHINGTON, 26. ág. — Faubus fylkisstjóri vill fá heimild til að loka skólunum í Little Rock, ef svertingjabörn eiga að fá leyfi til að sækja skólann. — Faubus sagði í dag, að nauðsyn bæri til að koma í veg fyrir, að óeirðirnar frá í fyrra endurtækju sig. þessum, sérlega góð fyrir áhorf- endur, sem fylgjast betur með þar en við önnur borð. Nokkur spil frá EM í Ósló íslenzka kvennasvejtin tapaði eins og kunnugt er fyrir belgísku sveitinni. Hér á eftir kemur spil frá þeim leik: Á 10 4 6 5 4 Á 9 8 D G 4 2 G 8 7 6 5 2 G 3 2 5 4 5 3 K 10 7 3 9 8 4 D G 10 9 6 D 6 2 D 8 Á G 10 7 G 7 2 N V A S G 2 K 3 2 8 Á K 10, 9 6 5 3 N V A S ♦ ♦ 10 D G 9 6 3 2 Á K 10 9 8 6 K D 9 3 Á K D 9 8 7 K 10 7 Eggrún og Magnea sátu A—V í opna salnum, en Kristjana og Laufey N—S í þeim lokaða. — Okkar dömur spiluðu 6 lauf dobluð, en þær belgísku spiluðu 6 tígla. Sagnirnar unnust á báð- um borðum og græddi íslenzka sveitin þrjú stig á spilinu, en allt kom fyrir ekki, leikurinn tapað- ist. Eins og sést á spilunum, þá eiga norður og suður mjög góða fórn, annaðhvort í hjarta eða spaða. Er einkennilegt að á hvor- ugu borðinu skyldi sú fórn hafa verið reynd. íslenzka kvennasveitin sigraði þá finnsku með 76:49. Hér á eftir koma tvö spil frá þeim leik og sýna þau bæði að íslenzku döm- urnar hafa bæði verið harð- skeyttari og betri í sögnum en þær finnsku: ♦ A D 5 V Á 8 5 4 ♦ K 7 5 4 3 ♦ 4 Suður gefur, austur—vestur á hættu. í opna salnum opnaði Eggrún á 1 tígli, vestur pass, Magnea sagði 2 tígla og það var passað í kring, einn niður. í lokaða salnum gengu sagnir nokkuð á annan veg. Þar opnaði suður líka á 1 tígli, vestur sagði pass, norður 1 hjarta, austur 2 lauf, suður 2 hjörtu, vestur 2 spaða, norður pass, austur 3 lauf, suður pass, vestur 4 lauf, norður pass og austur 5 lauf, sem var passað. Þær Laufey og Vigdís spiluðu því 5 lauf, sem unnust léttilega eftir útspilið hjarta-ás, og þarf ekki annað en staðsetja spaðaás- inn hjá suðri. Þetta spil gaf ís- lenzku dömunum 6 stig. A V ♦ * ♦ 62 V G 6 5 4 3 2 ♦ 65 * K5 2 D G 8 2 K 8 10 4 3 A 8 6 3 N V A S 9 ♦ * Á.K10 7 5 4 7 G 9 10 9 7 4 Á D 10 9 Á K D 8 7 2 D G Austur gaf og A—V á hættu. I opna salnum spilaði Eggrún 6 tígla, sem auðvitað unnust, því að laufkóngurinn var á réttum stað, en í lokaða salnum spiluðu finnsku dömurnar 3 grönd og fengu 11 slagi. íslenzka kvennasveitin græddi því 5 stig á þessu spili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.