Morgunblaðið - 28.08.1958, Síða 14

Morgunblaðið - 28.08.1958, Síða 14
14 MORGVNBLAÐ1Ð Tfmmtudagur 28. ágúst 1958 — Utan úr heimi Framh. af bls. 8. að miklu leyti í sundlaugum og í sjónum frá því hún var 6 ára. Hún réði sig sem skrifstofustúlku hjá olíufélagi við Persaflóa, „til þess að komast nær Ermarsundi". Þegar hún hafði safnað nógu fé fór hún rakleitt með flugvél til Calais í Frakklandi. Ermarsundið var kaldara en Persaflói. En alls synti Florence fimm sinnum yfir Ermarsund, þrisvar vestur yfir frá Frakk- landi og tvisvar austur yfir frá Englandi. Það er dáð, sem enginn karlmaður hefur enn leikið eftir henni. Um tíma átti hún met bæði fyrir karla og konur austur yfir, 13 klst. og 55 mín. og fyrir kon- ur vestur yfir 13 klst. og 23 min. Florence lét ekki þar við sitja, heldur synti hún yfir Gibraltar- sund og yfir Bosporus. Að lok- um reyndi hún við Juan de Fuce á vesturströnd Kanada. Þar gafst hún upp. Það þarf ekki að taka það fram, að enginn hefur sigrað Juan de Fuce, vegna kulda. Önnur kona sló met Florence Chadwick vestur yfir. Það var Brenda Fisher, sem synti það ár- ið eftir á 12 klst. 42 mínútum. Hún er ættuð frá Grimsby og er faðir hennar togaraskipstjóri. Þegar hún óð upp í fjöruna við Dover var hún yfir sig glöð og hrópaði til fylgdarmanna sinna: Sendið þið strax skeyti til pabba, hann er á togaranum „Leeds Union“ að veiða þorsk á íslands- miðum. Sama kvöldið fór Brenda Fish- er á dansleik í Dover og var ekki síður kát og fjörug.en hinir veizlu gestirnir. Þær eru nú báðar hér Margate að æfa sig, Greta Andersen og Brenda Fisher. Þær eru báðar mjög sterkar og vöðvastæltar konur, Greta er grennri og snögg- ari í hreyfingum, Brenda sígur líklega meira í og er sterkari. Það væri vissulega gaman að sjá þær glíma. Þær keppa báðar yfir Ermar- sundið og margir eru þeir sem telja, að þær verði körlunum of- jarlar. Fjórum sinnum fleiri gefast upp Eins og ég hef sagt áður má ætla að alltað fjórum sinnum fleiri gefist upp við Ermarsund en hafa það. Þar með er ekki sagt, að allir þeir sem gáfust upp hafi verið dáðlaus lítilmenni. Þvert á móti börðust þeir flestir hetjulegri baráttu. Sögurnar af þeim eru ekki síður hetjusög- ur, þar sem orkunnar var neytt til hins ýtrasta, þar til frumur líkamans beinlínis hætta að hlýða boðum viljans. Hugsið ykkur t.d. Egyptann Att allah. Hann var roskinn maður, um fimmtugt, sex sinnum reyndi hann við Ermarsund á eigin veg- um, ekki á vegum ríkisins. í eitt skiptið var hann 27 klst. í ísköld- um sjó Ermarsundsins, tvisvar var hann örskammt undan Dover, en straumar báru hann frá landi í bæði skiptin. Eða Paraguay-maðurinn, sem lagði af stað í blíðviðri en á miðj u sundi gerði storm og braut á öTd- um svo að sundmaðurinn og báts- menn voru í mikilli lífshættu. Bráðlega varð sundmaðurinn vankaður og sjóveikur og missti rétta stefnu. Þegar hann hlýddi ekki fyrirskipun um að koma uppúr, várð að taka hann með valdi. En hann barðist á móti með hnúum og hnefum. Hann var dreginn upp í bátinn, en í æð- inu sló hann ræðarann útbyrðis, svo hann var næstum drukknað- ur. Hann varð að liggja lengi í sjúkrahúsi. Eða egypzki sundmaðurinn sem var dreginn örmagna upp í bát sinn eftir 17 klst. í sjónum. Hann hrópaði: Gefið mér bómull til að þurrka augun. Honum var fenginn bómullarhnoðri en í stað- inn fyrir að strjúka augun með honum stakk hann honum upp í sig og borðaði. Sú fyrirætlun að synda yfir Ermarsund verður mörgum sem sterkasta ástríða. Þegar alþjóða- keppni skyldi fara fram 1951 sóttu 140 menn frá öllum hlutum heims um þátttöku. Aðeins 70 voru valdir. Var ekki talið fært að þeir yrðu fleiri af skipulags- ástæðum. Meðal þeirra sem hafn- að var, var enskur járnsmiður 44 ára, risi að vexti og 9 barna faðir. Hann sótti enn um þátttöku í keppninni 1952 og 1954 en var enn neitað. Þá ákvað hann að synda einn og fylgdarlaust yfir Ermarsund. í fyrstu tilraun í júlí 1954, varð hann að gefast upp eftir 8 klst., þegar hann var svo heppinn að finnskt flutn- ingaskip tók hann upp. Seinni tilraunina gerði hann 7. septem- i ber. Hann synti aleinn út á sjó- inn en dró á eftir sér gúmmíkút sem hann hafði fest í steikta kjúklinga og flösku af rommi. Hann kom ekki aftur fram á lífi. Þremur vikum síðar rak lík hans á land í Hollandi. Þetta eru helztu sögurnar, sem maður heyrir hér í æfingastöð- inni Margate um þá mörgu og miklu kappa, sem reynt hafa að sigra Ermarsundið. Sumum hef- ur tekizt það, öðrum ekki. Þ. Xh. —Hlustað á úfvarp Framh. af bls. 6 ensku og svo þýtt, mikill söngur o.s.frv. — Á afmælisdag Reykjavíkur- kaupstaðar talaði Einar Ásmunds son, hæstaréttarlögmaður Um daginn og veginn. Var ræða hans öll um okkar ágætu höfuðborg, sköruleg ræða og athyglisverð. Ef til vill verður hún birt hér í blaðinu og ætti svo að vera, að mínu áliti. Hann gat þess, m.a. að menn athuguðu það oft ekki, að þegar þeir eru að skamma Reykjavík, þá eru þeir að skamma sjálfa sig, því hér eru nú menn, sem hingað hafa flutt úr öllum sveitum, bæjum og kaupstöðum landsins. Esja, hið fagra fjall, er t.d. „eins og illa uppborinn fjóshaugur“ — og álíka smekklegar glósur sagðar og birtar í blöðum. — En meðal annarra orða — ætli Reykvíking- ar fái ekki að greiða talsverðan hluta af þeim 90 millj. kr. sem ríkið hefur tekið að láni erlendis til Efra-Sogsvirkjunarinnar auk þess helmings sem bærinn á í afl- stöð þessari? Og er sjálfsagt ekk- ert við það að athuga, þótt Reyk- víkingar leggi sinn skerf til þessa þjóðþrifafyrirtækis, sem gerir Sementsverksmiðju og Áburðar- verksmiðju fært að starfa, — í þarfir alþjóðar. Ég gat þess ný- lega að Sementsverksmiðjan væri illa staðsett á Akranesi. Bæjarstjórn Rvíkur hefur nýlega fjallað um þetta mál, það er raf- magnsleysi á Akranesi snertir. Auðvitað kemur fleira til greina, svo sem flutningur sementsins til Reykjavíkur og fleiri staða hér nærlendis. Vissulega átti þessi verksmiðja að standa í Gunnu- nesi eða þar nálægt, sem mest er notað af sementi. ★ Lokið er lestri sögu Peter Freuchen „Sunnufell“, er Sverr- ir Kristjánsson fór með í 24 lestr um. Peter Freuchen þekkir sitt fólk, bæði hina frumstæðu Eski- móa, sem hann dvaldi lengi með og svo menningarfrömuðina dönsku í Grænlandi. Þetta er menningarsaga, rituð í gaman- sömum stíl og mjög hlutlaus, að því er Dani snertir. Ég hlustaði jafnan á sögu þessa hafði ekki lesið hana áður og þykist hafa fengið talsverðan fróðleik af hnni, enda þótt ég hafi áður lesið mikið um Grænland. .— „Byssa og Svaði“ heitir skemmti- leg frásögn um ferðalag á hestum er Sigurður Jónsson frá Brún flutti 21. ágúst. Er ekki á allra færi að segja svo vel frá ferða- lagi á hestbaki, enda vita allir að Sigurður kann lagið á því. Vafalaust er mikið hlustað á er- indi þau er Sigurður frá Brún flytur. Þau eru þess virði. Þorsteinn Jónsson. íslenzki fáninn blakti loks við hún Vilhjdlmur Einarsi íslands d EM STOKKHÓLMI, 23. ágúst — Það virtist ekki blása byrlega — en það endaði vel. Klukkan 1 e. h. í dag gerði þvílíka rigningu að við íslendingarnir hér höfum aldrei annað eins séð — en kl. 7 í dag var íslenzki fáninn dreginn að hún við hátíðlega verðlaunaaf- hendingu á gamla Stadion. Við höfum aldrei séð fegurri fána á stöng, enda var það síð- asta von íslands, síðasti kep'p- andinn og síðasta stökk hans, sem eiginlega dró hann að hún. Hvílík gleði, hvílíkur léttir, eftir vonir og óskir og bænir — ár- angurslausar. Það var Vilhjálm- ur Einarsson, sem þannig sneri sorg okkar í gleði. Fyrir hans afrek var það, sem ísland komst á blað meðal þjóðanna í hinni ó- opinberu stigakeppni og fyrir hans afrek var það, sem 32 þús- und áhorfendur á Stadion þenn- an dag fengu að sjá íslenzka fán- ann — og meðal áhorfendanna var Gústaf Adolf Svíakonungur. Það þýðir vart fyrir mig að reyna að lýsa rigningunni í dag og afleiðingum hennar á leik- vanginum. Til slíkrar lýsingar skortir orð. Að það hafi verið eins og hellt úr fötu, er lítil sem engin lýsing. Það var ský- fall og það ekki einu sinni held- ur oft og bilin á milli þeirra voru brúuð með þéttri og meiri rigningu en íslendingar hafa að jafnaði kynnzt. Rigningin var það „Evrópumet", sem eyðilagði afrek flestra þennan dag, og snerti flesta þennan dag. Leikvangurinn varð eins og á hann hefði verið varpað sprengju. Öll merki á hlaupa- brautunum þurrkuðust út á auga bragði. Það var reynt aftur og aftur að setja þau — en árang- urslaust. Fólkið reyndi að finna afdrep hvar sem gafst. í dyra- gættum, þar sem venjulega myndu geta staðið 10 manns stóðu 30 og fór vel á með öllum. Alls staðar þar sem skjól var, var „pakkað" meira en í Klepps- hraðferðina um hádegisbil. En öllum kom vel saman og nutu frábærra afreka íþróttamann- anna þráct fyrir erfið skilyrði. Þrístökkskeppnin hófst kl. 15,30. Við blaðamennirnir, sem höfðum farið að heiman kl. 10 um morguninn í blíðu veðri og þurru, stóðum rétt áður frakka- lausir í dyrum blaðamanna- klúbbsins, 200 metra frá Stadion. Á þeirri leið urðum við gegnvot- ir. Við getum þá hugsað hvernig þrístökkvurunum 18, sem áttu að keppa, leið eftir að verða að standa í þessari ausandi rign- ingu frá 15,30 til klukkan 6. Þessar aðstæður ásamt með meiðslum þeim er Vilhjálmur hafði orðið fyrir gerðu að litlu sem engu vonir okkar um að hann kæmist í 6 manna úrslit. Þegar hann og gerði sit fyrsta stökk ógilt styrkist trú okkar á að örlög íslenzka hópsins hér væru ráðin. En Vilhjálmur kunni sig á þessum velli og tók rigningu og hinum erfiðu að- stæðum betur en við blaðamenn- irnir. Þegar byrjaði að rigna höfðu segl verið breidd á þristökks- brautina, en er þeim var lyft upp er keppni hófst voru eiga að síð- ur pollar á brautinni. Tók um hálftíma að þurrka þá upp og störfuðu að því margir vallar- starfsmenn. Þeir helltu olíu á brautina og kveiktu í og reyndu að þurrka hana, en illa gekk, því stöðugt rigndi ofsalega. En bálin settu sinn svip á blautt umhverf- ið. — í fyrstu umferð gerðu 7 menn ógilt, en lengst stökk Schmidt, Póllandi, 15,94 metra. Eftir fyrstu umferð nægði Vilhjálmi 14,85 m ;on — síðasta von — brást ekki til að verða 6. maður. Við von- uðum hið bezta. í annarri umferð undirbjó hann sig vel og stökk 15,22 m. Sjaldan hefur þyngra fargi verið létt af tveim blaðamönnum og útvarpsmanni en þá. Við vissum að þetta nægði honum til 6 manna úrslita. Og þegar hann í þriðju umferð náði 15,35 m var hann í 4. sæti er til endanlegra úrslita kom — Það þýddi 3 stig til íslands. Þeir sex, sem komust í endan- leg úrslit, voru Schmidt með Vilhjálmur 15,98, Rajkhovsky 15,48, Malcher- czyk, Póll., 15,56, Vilhjálmur 15,35, Rahkarno, Finnl., 15,18, og Battista, Frakkl., 15,18. Þegar 18 menn höfðu stokkið þrjú stökk hver og 6 manna úr- slit skyldu hefjast, var brautin að gryfjunni einn pollur og alger- lega ónothæf. Var úrslitakeppnin flutt að annarri gryfju. Það þýddi nýja mælingu atrennu- brauta keppendanna sex, og kannski ógild stökk. Við vorum þó ánægðir með að Vilhjálmur skyldi vera fjórði og gerðum okkur ekki frekari vonir. I 4. umferð byrjaði Malcher- czyk með 13,04 og Rajkhovsky stökk 15,39 m. Vilhjálmur var næstur og undirbjó sig vel. Meðal' annars hætti hann við stökkið þegar truflun kom frá hátalara. Þetta gerði hann þrátt fyrir rigninguna og kuldann, er hann vildi geta einbeitt sér al- gerlega að stökkinu. Þetta er að kunna að keppa á stófmóti. Hann stökk og stökkið var mjög gott unz að þriðja stökkinu kom. Þá náði hann ekki fótunum fram, en ferðin var slík, að hann fór kollhnís í gryfjunni og kom á fæturna. Eigi að síður mældist stökkið 15,14 metrar. Örn blaðamaður gaf mér oln- bogaskot og sagði: „Hvað held- urðu að hefði skeð, ef þetta stökk hefði heppnazt." En Battista, sem var síðastur í stökkröð náði 15,42 m og fjórða sætinu af Vilhjálmi. Þá voru stigin orðin tvö, sem ísland átti. Og í fimmtu umferð náði Mal- cherczyk 15,82, svo allar vonir okkar um verðlaun þurrkuðust út. Þá stökk Rajkhovsky 16,02 og tók forystuna. Vilhjálmur átti gott stökk, en rauðum fána var veifað til merkis um ógilt stökk. Schmidt svaraði Rajkhovsky með 16,43 metrum við gífurlegan fögnuð og Battista náði 15,48. Þetta töldum við úrslitin og ekki bætti úr að nú gerði enn eitt skýfallið. En Villijálmur hafði ekki sagt sitt síðasta orð. Keppnisskap hans kom í ljós. Þegar allt blés á móti, veðráttan, góður árangur keppinautanna og almenn óheppni íslenzka flokksins, stælt- ist hann á örlagastund. Allir ís- lendingar höfðr Iokið sinni keppni. Hann var á vellinum til að segja síðasta orðið af íslands hálfu. Hann einbeitti sér lengi að stökkinu og þegar hann lenti í gryfjunni, kváðu við gíf- urleg fagnaðarlæti áhorfenda. Stökkið mældist 16,00 m. Hann hafði tryggt íslandi — og sér — brosnverðlaun og 4 stig. Þegar þeir Schmidt, heimsmet- hafinn Rajkhovsky og Vilhjálm- ur mættu á verðlaunapallinum og tóku á móti verðlaunum var Vilhjálmi ákafast fagnað. Ég held að stór happdrættis- vinningur hefði ekki gert okkur Einarsson íslendingana, sem þarna vorum, glaðari. Okkur fannst allt í einu þessi blauti leikvangur vera fal- legur — sá fallegasti í heimi. Klukkustund síðar var verðlaun- um úthlutað. Fáni íslands var dreginn að hún ásamt þeim pólska og rússneska. Engum nema kannski Pólverj- um og Rússum gat blandazt hug- ur hver fánanna þriggja var fal- legastur. A. St. Úrslit urðu sem hér segir á laugardaginn: Kúluvarp: — 1. Rowe, England, 17,78 m.; 2. Lipsnis, Rússlandi, 17,47 m.; 3. Skobla, Tékkósló- vakíu, 17,12 m.; 4. Lingnau, Þýzkalandi, 17,07 m.; 5. Maconi, Ítalíu, 16,98 og 6. Losjilov, Rúss- landi 16,96 m. 5000 m hlaup; — 1. Krzyszkow- iak, Póllandi, 13.53,4 mín.; 2. Zimmy, Póllandi, 13.55,2 mín.; 3. Pirie, Englandi, 14.01,6 mín.; 4. Clark, Englandi, 14. 03,8 mín.; 5. Artinuk, Rússlandi, 14.05,6 mín. og 6. Iharos, Ungverja- landi, 14.07,2 mín. Þrístökk: — 1. Schmidt, Pól- landi, 16,43 m.; 2. Rjachovski, Rússlandi, 16,02 m.; 3. Vilhjálmur Einarsson, íslandi, 16,00 m.; 4. Malcherczyk, Póllandi, 15,83 m.; 5. Battista, Ítalíu, 15,48 m. og 6. Rahkamo, Finnlandi, 15,18 m. Kúluvarp kvenna: — 1. Wern- er, Þýzkalandi, 15,74 m.; 2. Tyshkevich, Rússlandi, 15,54 m.; 3. Press, Rússlandi, 15,53 m.; 4. Lúttge, Þýzkalandi, 15,19 m.; 5. Allday, Englandi, 14,66 m. og 6. Coman, Rúmeníu 14,55 m. 200 m. lilaup: — 1. Germar, Þýzkalandi, 21,0 sek.; 2. Segal, Englandi, 21,3 sek.; 3. Delecour, Frakklandi, 21,3 sek.; 4. Mandlik, Tékkóslóvakíu, 21,4 sek.; 5. Brightwell, Englandi, 21,9 sek. og 6. Konovalov, Rússlandi, 22,0 sek. 200 m. hlaup kvenna: — 1. Jan- iszewska, Póllandi, 24,1 sek.; 2. Sadau, Þýzkalandi, 24,3 sek.; 3. Itkina, Rússlandi, 24,3 sek.; 4. Zabelina, Rússlandi, 24,6 sek- og 5. Stubnick, Þýzkal., 25,7 sek.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.