Morgunblaðið - 14.10.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.10.1958, Blaðsíða 6
MOnGUTIBLAÐlÐ Þriðjudagur 14. okt. 1958 Kvennaskóli Húnvetn- inga á Blönduósi KVENNASKÓLI Húnvetninga á Blönduósi var settur með hátíð- legri athöfn miðvikudaginn 8. þ. m. að viðstöddum allmörgum gestum, auk kennara, nemenda og skólaráðs. Hófst athöfnin með guðsþjón- ustu í skólanum, er prófastur Húnvetninga, Þorsteinn B. Gísla- son Steinnesi framkvæmdi. For- stöðukonan frú Hulda A. Stefáns- dóttir stjórnaði söngnum. Prófastur flutti merkilega og snjalla ræðu, aðallega um stefnu- festu og hugsjónatryggð. Vitnaði hann í ævisögur allmargra af mikilmennum liðinna tíma, og sýndi fram á að hvarvetna hefði það komið fram að einbeitt og ókvikul barátta að settu marki væri bezt til þess fallið að gera mennina að miklum og gæfusöm um mönnum. Þetta ætti við á menntabrautinni og á öllum sviðum hins mannlega lífs. . Að lokinni messugerð flutti forstöðukonan langa og afburða- snjalla ræðu. Má vera að útdrátt- ux úr henni birtist hér í blaðinu innan skamms. Hún rakti fyrst aðstöðu skólans, umbætur og vel- gegni annars vegar og örðugleika að hinu leyti. Sérstaklega minnt- ist hún Þorsteins Jónssonar söng- kennara er lést í sumar á bezta aldri. Hefír hann kennt söng í skólanum alllengi og af alkunnri prýði. Allir viðstaddir risu úr sætum í virðingarskyni við hinn látna sæmdarmann. Síðan ræddi forstöðukonan um ábyrgðartilfinningu og manndóm einstaklinganna og þýðingu þeirra höfuðkosta í öllu starfi og félagslífi. Kom hún víða við og sagði meðal annars frá starfs- háttum í húsmæðraskólum Dana. Heimsótti hún nokkra af þeim skólum í sumar og kynnti sér starfsemi þeirra. I lok ræðu sinnar lýsti for- stöðukonan skólann settan og bauð kennara og nemendur vel- komna til starfa á hinu nýja skólaári. Að þessari athöfn lokinni nutu allir viðstaddir myndarlegra veit- inga í boði skólans. Kvennaskóli Húnvetninga mun vera elzti kvennaskóli á íslandi, að undanteknum Kvennaskóla Beykjavíkur. Hann byrjaði starf- semi sína í Undirfelli í Vatnsdal haustið 1879 og er því orðinn 79 ára. Fyrstu starfsárin var hann á myndarlegum sveitaheimilum. Síðan um alllangt skeið á Ytri- Ey á Skagaströnd er keypt var sem skólasetur. En lengst hefir skólinn verið starfræktur á Blönduósi. Húnavatnssýsla bar kostnað af skólanum á meðan hún var ein heild, með nokkrum styrk frá ríkinu. Eftir skiptingu sýslunnar höfðu báðar sýslur samvinnu um skólann þar til árið 1953, en þá sleit Vestur-Húnavatnssýsla sam- vinnunni um skólastarfsemina. Síðan hefir Austur-Húnavatns- sýsla ein staðið að skólanum, að svo miklu leyti sem hann er ekki kostaður af ríkissjóði samkvæmt gildandi skólalöggjöf. Það var komið í Ijós á árun- um fyrir og um 1950, að hið gamla skólahús var vegna hrörn- unar og vöntunar á nýtízku þæg indum orðið mjög ófullnægjandi til að fullnægja þörfum skólans Höfðu þeir annmarkar í för með sér mikla örðugleika fyrir starf- semi skólans og áttu þátt í rén andi aðsókn. Því var það, að hafizt var handa um gagngerðar endurbæt- ur á skólanum á árinu 1952. Var um þetta tékin föst ákvörðun á fundi 18. júlí 1952, þar sem mættir voru með skólastjórninni þeir Helgi Elíasson fræðslumála- stjóri, Björn Rögnvaldsson bygg- ingarmeistari, Guðbrandur ísberg sýslumaður og Jón Pálmason al- þingism. Var þar sameiginlegt álit, að eigi væri annars kostur, ef skólinn ætti að geta starfað áfram með eðlilegum hætti, en að gera gagngerðar endurbætur á skólahúsinu. Var hafizt handa um þær framkvæmdir á því ári og þótti eigi annað fært, en láta þeirra vegna falla niður kennslu í skólanum veturinn 1952—'53. Haustið 1953 var endurbótum það langt komið, að fært þótti að hefja starfsemi skólans á ný, enda þó margt væri ófullgert. Skólinn varð þetta ár fyrir þeirri gæfu, að fá til skólastjórn- ar alkunna ágætiskonu, frú Huldu Á. Stefánsdóttur á Þing- eyrum og hefir hún stjórnað skól anum síðan með mikilli prýði. Var það formaður skólastjórnar- innar, Runólfur Björnsson bóndi á Kornsá, sem átti mestan þátt í því, með aðstoð fleiri manna, að fá frú Huldu til að taka að sér hið þýðingarmikla starf. Segja má að endurbætur á skólahúsinu og aðstöðu allri, hafi staðið yfir alltaf síðan, enda hafa þær kostað mikið fé. Én um þær hefir staðið einhugur allra hlut- aðeigenda. Skólastjórnin, sýslu- nefnd Austur-Húnavatnssýslu og forráðamenn skólamálanna hafa þar verið í góðri samvinnu. Hefir líka Alþingi litið á þörf skólans með miklum velvilja. Þeir Aðal- steinn Eiríksson námsstjóri, Björn Rögnvaldsson bygginga- meistari og Helgi Elíasson fræðslumálastjóri hafa átt í þvi mikinn þátt og góðan, að gera þetta verk framkvæmanlegt. — Halldóra Eggertsdóttir, náms- stjóri húsmæðraskólanna hefir líka verið áhugasöm um að vel tækist. Þær ríkisstjórnir, sem störfuðu þegar þessar framkvæmdir fóru aðallega fram hafa líka sýnt þeim og skólanum fullan velvilja. Kom þar mest til kasta þeirra Steingríms Steinþórssonar, sem skólinn heyrði beint undir og Bjarna Benediktssonar, er stjórn aði menntamálum utan þeirra sérskóla, sem falla undir land- búnaðarráðuneytið. öllum þessum aðilum er eg, sem umboðsmaður Austur-Hún- vetninga, innilega þakklátur fyr- ir góða samvinnu og glöggan skilning á þörfum og velferð okkar vinsæla kvennaskóla. Enn er nokkuð ógert af því sem ljúka þarf á þessu sviði, því margt kemur til greina til að full- komna alla aðstöðu. En reynsl- an hefir sýnt, að skólinn hefir öruggt traust, því flest árin eða öll síðan 1953 hafa sótt um skóla- vist fleiri námsmeyjar en hægt hefir verið að taka við. Sl. vetur voru þær 43 og á síðasta vori höfðu fleiri sótt en unnt þótti að taka á móti. Einhver vanhöld eru enn á þeim, sem lofað hafði verið skólavist, en ekki er víst enn hve mikil þau verða. Við skólasetningu voru mættar 32 námsmeyjar. Það hefir oft komið í Ijós á æviskeiði þessa kvennaskóla, að Húnvetningar hafa á honum mikla elsku og treysta því óbif- anlega, að mikil gæfa fylgi starf- semi hans, bæði fyrir héraðið sjálft og aðra landshluta. Mörg hundruð konur hafa á þessum skóla notið góðrar menntunar og áreiðanlega orðið nýtari og á- hrifameiri í sínu þýðingarmikla lífsstarfi vegna verunnar þar, heldur en ella mundi. Þetta hefir orðið okkar kæra héraði Húna- vatnssýslu að miklu gagni. En ekki einasta henni heldur og landinu öllu, því úr öllum héruð- um landsins og eg held líka öll- um kaupstöðum hafa komið stúlk ur tíl náms á Kvennaskóla Hún- vetninga. Unnendur skólans innanhér- aðs og utan óska honum, stjórn- endum hans og kennurum allrar gæfu á komandi tímum, því sí- gild eru hin spaklegu orði skálds- ins þessi: „í sálardjúpi svanna býr sigur kynslóðanna". Jón Pálmason. i I i SKÁK i I i MUNCHEN, 10. okt. KEPPNI í undanrásum á Ol- ympíuskákmótinu er nú lokið og þær þjóðir, sem komust í A-riðil eru USSR, Austurríki, Búlgaría, USA, Spánn, V-Þýzkaland, Arg- entína, England, A-Þýzkaland, Júgóslavía, Tékkóslóvakía og Sviss. Þau óvæntu úrslit urðu í 3. riðli að Ungverjar urðu að láta í minni pokann fyrir Eng- landi! og er þó lið Ungverja- lands skipað L. Szabo, Barcha, Portisch, Bilek, Hofnin og For- intos. 1 B-riðil koma ísland, ísra- el, Finnland, Ungverjaland, Sví- þjóð, Belgía, Danmörk, Pólland, Kanada, Frakkland, Holland og Kolumbía. Hinar 12 lenda í C- riðli. Eg spái USSR sigri í A-riðli og Ungverjum í B-riðli, en sjalf- ir ættum við að lenda í 8.—10. sæti. Eftirfarandi skák var tefld í keppninni USSR—Danmörk. Hvítt: W. Smyslof Svart: B. Larsen. Sikileyjarvörn. (Lokaða af- brigðið). 1. e4, c5, 2. Rc3. (Þennan leik hefur Smyslof tileinkað sér, og teflir hann þetta afbrigði af mik- illi tilfinningu). 2. — — Rc6, 3. g3, g6, 4. Bg2, Bg7 5. d3, d6. (Hér eru fleiri möguleikar fyrir svartan, til þess að koma mönn- um sínum í gagn, t. d. 5.....e6 eða e5), 6. f4, f5. (Tvísýnir leikir eru mjög að skapi Larsens. — Margur hefði leikið hér 6..... Rf6). 7. Rf3, Rf6 (7.....Rh6 virð ist mér meira í anda uppbygg- ingarinnar, sem Larsen velur). 8. 0—0, 0—0, 9. Khl. (Kóngur- inn þarf nauðsynlega að flytjast af skálínunni a7, gl, áður en hafizt er handa um sókn á kóngs- vænginn), 9.....Bd7, 10. Be3, Hb8, 11. De2, b5. (Siðustu leik- irnir eru auðskildir. Hvítur flyt- ur menn sína yfir á kóngsvæng- inn, en svartur reynir mótsókn á drottningarvæng). 12. Bgl. (Ætlar Rc3 reit á e3). 12..... b4, 13. Rdl, Re8, 14. c3, Rc7. — (Mjög kom til greina að leika 14..... bxc3, 15. bxc3, Da5 og síðan a3), 15. Hcl, Re6(?) (Betra var 15.....bxc3 og síðan e6). 16. Re3, Da5, 17. exf5! gxf5, 18. Rh4, 18.....Red8, 19. g4!, fxg4, 20. f5, Re5, 21. Rxg4, Rxg4, 22. Dxg4, Rf7. (Ekki dugar 22..... bxc3, vegna 23. Dd5f, Rf7, 24. Be3! hóta Bh6, Kh8 þá Rg6f). 23. Bd5, Da6, 24. Hc2, Kh8, 25. Hg2, Bh6, 26. Dh 3, Bc6, 27. c4, Bxd5, 28. cxd5, Rg5, 29. Rg6t ABODEFCH m m m -mk #¦ m mm> ABCDEFGH 29.....KG7, 30. Rf4! (Fljótvirk- ara en 30. Rxf8), 30.....Hf6, 31. Re6f, Kh8, 32. Rxg5, Bxg5, 33. Hxg5, Dxa2, 34. Dg2, HH (Hvítur hótaði Hg7). 35. Bd4tí (Skemmtilegur lokadans). 35. .... cxd4, 36. Hgl, Hf8, 37. Hg7 (og gefið vegna hótunarinnar 38. Hxh7t). t. R. Jóh. Fé vœnt á Hólsfjöllum GRUNDARHÓLI, 9. okt. — Sum- arið var fremur óhagstætt til hey skapar hér á Hólsfjöllum. Vorið skrifar úr. daqleqq hfinu UNDANFARIÐ hafa verið haldnar hér í Reykjavík merkar sýningar, sem gaman hefur verið að skoða, enda hafa þær allar verið vel sóttar. Á ég hér við Frímerkjasýninguna, Amerísku bókasýninguna og Hi- býla- og tómstundasýninguna — „Með eigin höndum". Til allra þessara sýninga hefur verið vel vandað og i sambandi við þær farið fram fræðsla i ein- hverri mynd, haldmr fyrirlestrar um viðkomandi málefni, sýndar kvikmyndir og fleira. Frímerkjasýningin. FRÍMERKJASÝNINGUNNI lauk á sunnudagskvöld, og var hún fyrsta frímerkjasýningin hér á landi. Við, sem ekki söfnum frímerkjum, lítum á þessa miða sem nauðsynlegt tæki til að koma bréfi á áfangastað og annað ekki. Samt sem áður hljóta þessi litlu merki að hafa eitthvert aðdráttarafl, því í öllum löndum eiga þau ákafa aðdáendur, marga sem varla hafa áhuga á neinu öðru í lífinu og ekki verður það eingöngu skýrt með því, að þau geta verið eins konar sparibauk- ar. En jafnvel þó maður hafi ekki sérstakan áhuga á frímerkj- um sem slíkum, er gaman að því að ganga um frímerkjasýninguna og skoða þessar litlu myndir úr öllum kimum heims. handbragð- ið á þeim og uppsetninguna á þeim og skiptingu í flokka. hún ekki framlengd. Það dróst nokkuð lengi fyrir mér að fara og skoða þessa merku sýningu, aðallega vegna þess að á hverju kvöldi og stundum á daginn líka, hefur verið eitthvert dagskrár- efni, sem hefur haft þvílíkt að- dráttarafl fyrir ungt fólk að lítil von var til að geta komizt að því að skoða vel það, sem er til sýnis. Dagskrárliðir þessir hafa verið H Híbýla- og tómstunrda- sýningin. ÍBÝLA- og tómstundasýning- unni lýkur í kvoid, verði í höndum færustu manna á sínu sviði og hafa þeir lagt sig fram um að kynna og vekja áhuga h.iá ungu fólki á tómstundastörfum, sem eru einhvers virði. Er mér sagt að þetta hafi tekizt vel. Þarf ekki að orðlengja það, hversu míkíls virði er slík viðleitni til að hjálpa unglingunum að finna holl verkefni við sitt hæfi og beina athafnaþrá þeirra inn á hollar brautir. En það verður aldrei gert með prédikuntim eða skipunum, heldur eins og hér er gert, með kynningu á hugsanlegri tómstundaiðju, og síðan verður hver unglingur að velja eiíthvað, sem vakið hefur áhuga hans. Það, sem mér féll einkum í geð á sjálfri sýningunni, var að ekki skuli vera stillt upp einhverjum fínum og „smart" húsgögnum í herbergi, sem hver manneskja mundi dást að, en skóla- krakkar og unglingar verða að láta sér nægja að dreyma um, að eignast. Öll herbergin 8, sem þarna eru, eru miðuð við aðstæð- ur á venjulegum heimilum, og eru sýnishorn af því, hvernig leysa má ýmiss konar vandamál í sambandi við verustað ungl- ingsins á heimilinu. Þar er fjall- að um það hvernig piltur getur komið sér fyrir og fundið afdrep í borðstofunni, ef þar er sama- staður hans og hvernig stúlka getur haganlegast komið sér fyr- ir í dagstofu heimilisfólksins. Síð- an eru sýnishorn af tvimennings- og einmenningsherbergjum ung- linga með ýmis áhugamál og kjállaraherbergi pilts, sem vill sjálfur koma sér ódýrt fyrir og búa dvalarstað sinn ódýrum hús- gögnum, smiðuðum úr kössum. Þetta eru dæmi u mþað á hvað er lögð áherzla á þessari sýningu. Ekki er rúm til að ræða meira um tómstundasýninguna, en þeir sem að henni standa eiga vísíu- lega þakkir skilið fyrir að hafa sýnt þannig í verki áhuga sinn á velferð æskulýðsins í Rvík og hugðarefnum hans. Þetta er nú orðið svo langt mál hjá mér, að Ameríska bókasýn- ingin verður að bíða til morguns. var kalt og þurrt og greri seint. Bændur urðu því að beita á tún- in á sauðburði, en það er mjög slæmt hér, vegna þess hve þurr þau eru yfirleitt. Túnaspretta var því rétt um það að vera í meðal- lagi, þegar tíðin spilltist um 23. júlí. Nokkrir bændur voru þó búnir að ná ofurlitlu af heyi fyrir þann tíma og áttu nokkuð á . slægju. Óþurrkarnir héldust nær óslitið til höfuðdags, þó að þremur dögum undanskildum. Þá náðist það hey sem flatt var, þegar gekk í ótíðina, þó illa þuri t. í september voru nær óslitnir þurrkar og hafa hey náðst jafn- óðum og yfirleitt vel verkuð. Um óþurrkakaflann var tíð mjög köld, hiti 3 til 7 stig ogspratt þvi mjög lítið þann tín»a. Óslegin tún spruttu ekki úr sér til skaða, en há varð sama og engin. Sums staðar voru nokkur brögð að því að arfi eyðilegði tún, einkum þar sem vatn rann yfir þau undan fönnum í vor. Ekki vannst tími til að slá engjar fyrr en gras var farið að sölna svo að úthey er mjög lélegt og yfirleitt lítið að vöxtum. Grös sölnuðu þó með seinasta móti í sumar og veldur það að fé er yfirleitt vænt. Þó eru tvílembingar með rýrara móti. Göngum var frestað hér um viku og hófust 26. fyrra rnán. Sláturfé var hér með flesta móti í haust og er það einkum vegna þess að fé hefur fjölgað undanfarin ár. f fyrra vetur var mikið um rjúpu hér á Hólsfjöllum, en í ár lætur hún lítið á sér bæra, að minnsta kosti enn sem komið er. Rétt einstaka sinnum hefur mað- ur séð rjúpu flögra nú í haust. Að öllu samanlögðu má segja, að sumarið hafi ekki að öllu leyti verið óhagstætt og hey eru ekki langt undir meðallagi að vöxtum, þó þau séu misjöfn að gæðum. — Víkingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.