Morgunblaðið - 14.10.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.10.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLABIb Þríðjuuagur 14. okt. 1958 Þorvaldur Guómundsson kennari og fyrrv. hreppstjóri 75 ára ÞORVALDUR Guðmundsson fæddist að Hnausum í Þingi, 13. október 1883, sonur hjónanna Guðbjargar Guðmundsdóttur og Guðmundar Gíslasonar. Hann ólst upp með foreldrum sínum lengst af á Auðkúlu í Svínadal, þar sem þau voru vinnuhjú sr. Stefáns M. Jónssonar. Hann stundaði nám í Flens- borgarskólá* 1902—'04 og tók þar gagnfræðapróf og síðan kennara- próf. Barnakennslu stundaði hann fyrst í Svínavatnshreppi, en alls hefir hann verið kennari yfir 50 ár. Lengst við barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki. Árið 1909 hinn 5. maí kvænt- ist þorvaldur Salóme Pálmadótt- ur frá Ytri-Löngumýri, ágætri konu. Eignuðust þau 4 börn, sem öll eru á lífi og fulltíða fólk. Þau heita: Svafar Dalmann, Þorvald- ur, Ingibjörg og Guðbjörg. Eru þau öll efnilegt fólk, öll gift og eiga börn. — Salóme andaðist 21. apríl 1957 eftir þunga legu. Þorvaldur var bóndi í Ból- staðarhlíðarhreppi 1910—'15 í Þverárdal og á Mörk. Fluttist vorið 1915 til Sauðárkróks og tók strax til kennslustarfa, en ann- aðist rekstur sjúkrahússins á staðnum um 4ra ára skeið 1916— '20. Síðan flutti hann að Brenni- gerði í Borgarsveit og keypti þá jörð. Bjó hann þar í 10 ár, en stundaði alltaf kennslu með bú- skapnum. Frá Brennigerði flutti hann aftur á Sauðárkrók og þar hefir hann alltaf átt sitt heimili siðan. Kennarastarfið hefir hann stundað sem aðalstarf. En hann var hreppstjóri Sauðkræklinga um 14 ára skeið. Lengi var hann verkstjóri í Sláturhúsi Skagfirð- inga og fleiri trúnaðarstörfum hefir hann gegnt. Þorvaldur Guðmundsson er ágætlega greindur maður og hið mesta prúðmenni. Alúðarmaður mikill og gestrisinn svo af ber, enda var konan þannig skapi far- in, að hún vildi enga rausn spara. Þorvaldur er hófsmaður um alla hluti, stilltur í skapi, en nokkuð hlédrægur, þó opinber störf hafi mikið hlaðizt á hann. Hann er fríður maður og mikill vexti og nýtur almennra vinsælda og trausts, sem aldrei hefir neinn skuggi fallið á. Hann hefir verið afburða góð- ur kennari og er mjög laginn til stjórnar, svo honum hefir tek- izt mæta vel, að stjórna börnum og unglingum og laða til sín álit þeirra og traust. Hreppstjórastarfið á Sauðár- króki er mjög erfitt og umfangs- mikið starf. Var Þorvaldur svo vinsæll í því, að allir þar mundu kjósa, að hann hefði það enn. En hann var ófáanlegur til, að hafa það lengur á hendi sökum ann- arra anna. Þorvaldur hefir lengst af haft góða heilsu, en er nú all mikið farinn að þreytast svo sem eðli- legt er, þar sem aldurinn er orð- inn þetta hár. Ég þakka þessum vini mínum fyrir margvíslegar ánægjustundir dg óhvikula vin- áttu. Ég óska honum á þessum tímamótum til hamingju með gæfusama ævi, og vona og óska, að hann megi enn Iengi lifa og njóta ánægjulegra daga. Börnum hans, tengdabörnum, barnabörn- um og öllu frændfólki óska ég gæfu og góðrar framtíðar. Þessa dagana dvelur Þorvaldur á Selfossi hjá dóttur sinni Ingi- björgu. Jón Pálmason. Stúlka óskast strax IMaust 4-5 verkamenn óskast í byggingarvinnu í Austurbænum. Upplýsingar gefur ÞÓRÐUR JASONARSON, Há- teigsvegi 18. Sími 16362. 3ja herbergja íbúö nýtízku 3ja herb. íbúð á Grímsstaðarholti til sölu. Upplýsingar gefur JÓN P. EMILS hdl. íbúða og húsasalan Bröttugötu 3a. Símar 14620 og 19819. Einhýlishús TIL SOLU Hðfum ti! sölu stórt einbýlishús á eftirsóttum stað í bæn- um. Upplýsingar á skrifstofunni. FASTEINGASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gúsafsson, hdl. Gísli G. Isleifsson hdl Björn Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, H. hæð. Hlustað á útvarp I ÞÆTTINUM Raddir skálda, las Kristmann Guðmundsson upp söguna Sagan um stúlkuna í rauða kjólnum. Hann nefndi sög- una frásögn, og gaf þar með i skyn, að ef til vill væri hér um sannan viðburð að ræða? Þetta er kynjasaga og í meira ;agi ótrú- leg. En hún er m-iistaratega sam- in og skáldið jrt ikaflfga vel. Hann kann að lesa og hefur fal- lega rödd. Sama kvöld (4 okt.) var leik- rit eftir John Brokensire Tukt- húslímurinn, leikstjóri og þýð- andi Valur Gíslason. Þetta var hreinn og beinn gamanleikur stuttur og meinlaus, og ekkert nema gott um hann að segja. Það er alltof lítið af skemmtjþáttum í útvarpinu. En væntanlega má vænta slíkra þátta nú í vetur. • í erindaflokknum Æskuslóðir talaði útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason, um Reykjavik. Vil- hjálmur Gíslason er fæddur Reyk víkingur, sonur Þoorsteins Gísla- sonar skálds og ritstjóra. Var erindi hans mjög skemmtilegt og jafnframt fróðlegt. Hann gat þess með réttu að Reykjavík er stað- ur allra landsmanna, bæði er hún höfuðborgin og svo hafa tugir þúsunda manna flutzt hingað á síðustu áratugum. Innfæddir Reykvíkingar eru í miklum minni hluta í bænum ennþá. Það þykir „góður siður" að tala iUa um Reykjavik, sums staðar í sveitum landsins, en er illur og ljótur sið- ur. Reykjavík er fallegur, góður og skemmtilegur bær og Reyk- víkingar standa ekki að baki öðr- um íslendingum að háttprýði og notalegri framkomu. Ræðumað- ur sagði margar góðar og fróð- legar sögur frá gómlu Reykja- vík. Ég þekki hana einnig nokk- uð, því ég hef dvalið hér í yfir 50 ár. Stjórnmáladeilur voru þá harðar engu síður en nú. Eitt sinn kvaðst Vilhjálmur hafa ver- ið gvítaður af kennara í barna- skóla fyrir grein sem kom í Lög- rettu! En faðir hans var ntstjcri þess blaðs. — Þá þótti langt upp á Öskjuhlíð og biskupinn fór ríð- andi frá Laufási að Rauðará. • Jónas Jónasson sá nú um þátt- inn í stuttu máli. Jónas er nú kom inn heim frá Danmörku enda var þátturinn nú ágætur. Hann tal- aði fyrst við Þorstein Einarsson, íþróttafulltrúa, sem er fuglafræð ingur mikill, og lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að athuga fuglalíf landsins, einkum bjarg- fugl. Var margt fróðlegt í þessu samtali. Sjósvölur verpa í jarð- holum í Vestmannaeyjum, en á veturna eru þær lengst suður í hafi. Hann talaði um Stórmð í Látrabjaargi; þar sem þúsundir fugla, margar tegundir verpa. Fuglaveiði í björgum er nú að leggjast niður. Hornstrendinga telur hann hafa verið lengst komna í þessu með allan útbún- að, en Skagfirðinga einna frum- stæðasta í Drangey. (Ég vil sKjcta því hér inn í, að einhverjir hljóta enn að veiða langvíu og annan svartfugl, svo oft fæst slíkur fugl t. d. í Fiskhöllinni hér).— Lítið kvað Þorsteinn nú vera um rjúpu enda ætti svo að vera, samkvæmt kenningu Finns Guðmundssonar náttúrufræðings, en hann telur að rjúpur hverfi nær því alveg 9 — 10. hvert ár. Ætti því lágmark að vera 1958—1959. Sennilegt tal- ið að rjúpan drepist af einhverri pest. Erni fækkar mjög og verð- ur sennilega útrýmt með eitri bráðlega. — Þá talaði Jónas Jón- asson við Kristján Eldjárn þjóð- minjavörð. Nú er Þjóðminiasafn- ið allt komið í röð og reglu í hinu nýja og glæsilega húsi. Um 20 þúsundir manna akcða safnið ár- lega og er það mikið. Margan fróðleik fengu útvaipshiustendur af samtali pessuu. • Séra Sveinn Víkingur talaði um daginn og veginn og mæltist vel Talaði hann í léttum tón og gam ansömum stundum, þótt bak við væri alvara. Kvað hann menn segja að konur væri forvitnar; en karlmenn og opinskárri á leynd armál. Þa5 má vel vera að svo sé, karlmenn eru drýgri og þykj- ast búa yfir meiri speki og leynd ardómum en þeir raunverulega gera. Konur eru einlægari og láta fleira fjúka. — Ræöumaður gat um sláturtíðina, sem nú er að ná hámarki enda ganga rnargir með magapínu hér í Reykjavík nú og víðar um ,andið — ar þetta að vísu kölluð umgangsveiki (og Iðnnám Viljum ráða nokkra unga menn á aldrinum 18—22 ára til náms í málmsieypu. 4ra ára nám. Verka- mannakjör. Járnsteynan hf. Ánanaustum — Sími 24406. íbúðir til sölu Vorum að fá til sölu í 3ja hæða húsi á góðum stað íbúðir, sem eru 1 herbergi, 2 herbergi og 4 herbergi, auk eld- húss, baðs, forstofu og annars tilheyrandi. íbúðirnar eru seldar fokheldar með fullgerðri miðstöð, öll sam- eign inni í húsinu múrhúðuð og húsið múrhúðað að utan. Verðið mjög hagstætt. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. HRINGUNUM \ FRÁ {^/ (f HAÍ-NAKotk i ekkj vil ég kenna slátrinu um það). — Þá talaði sér Svemn um kaupgjalds-skrúfuna miklu, sem nú þjakar þessa þjóð ásarnt með fylgjandi verðlags-skrúfu. Það er vont og bagalegt, þegar neil þjóðfélög hafa lausar skrúfur og hlýtur að enda með skelfingu, ef ekki er allt gert til þess að bæta það böl. — Nú vilja allir fá lán, helzt til langs tíma, því menn gera ráð fyrir að ef krónan gildir 25 aura í dag geti svo farið að hún gildi aðeins 5 aura eftir nokkur ár, er að skuldaskilum kemur. Þetta byggist á reynslu og er eðlilegt. Menn hafa misst traust á þeim, sem stjorna fjár- málum þessa lands. Þessi siðasta setning er frá mér, ekki úr ræðu Sv. Víkings. Loks talaðj séra Sv. V. um smámyntina, 1—2—5 aura peningana, taldi þá alveg óþarfa. Það munar ekkert um svo litla peninga. Þetta er alveg ciatt, en hvað segja bændur um það? Þeir vilja tæplega missa sinn eyri eða tvíeyring. Hitt er annað mál að vel mætti láta standa á tug, slá af ef „vísi talan", illræmda, segði að væri undir hálfum tug, annars bæta við. — Alþingi er nú sfcyld- ugt til að finna einhver ráð til þess að stöðva óhæfilegt fjármála ástand og má treysta því til þess. • Séra Jón Thorarensen hefur ur byrjað lestur útvarpssógu. Er það hin kraftmikla saga hans Útnesjamenn, sem mjög margir hafa lesið. Guðmundur Hagalín skáld, varð sextugur 10. október og var þess rækilega getið í blöðum og útvarpi. Guðmundur er óumdeil- anlega eítt af höfuðskáldum landsins nú, var bráðþroska og hefur ritað fleiri og betri bæk- ur en flestir aðrir rithöfundar vorir. Hann er enn í fullu fjöri og verður það, vonandi lengi. Gils Guðmundsson, rithöfundur, flutti að kveldi afmælisdags Guðmund- ar G. Hagalín ágætt erindi um skáldið, var svo lesið úr ritverk- um Guðmundar. Að öðru, sem ég hlustaði á í vikunni og atnyglisvert var, má nefna Frá suðrænum eyjnm, flutt af Sigriði Thorlacius, Gerðar- dómar í milliríkjadeilum og al- þjóðadómstóllinn i Haag (Jón P. Emils, lögfræðingur, fyrra er- indi), fróðlegt vísindaerindi, og Hlutverk kirkjusafnaðarins, er- indi Esra Péturssonar læknis, þar sem hann talaði um tómlæti safn- aðanna, er kæmi fram í slælegri kirkjusókn. Vildi gjarna sjá er- indi þetta á prenti. Þorsteinn Jónsson. Peningamenn . Til sölu er vel tryggt skulda- bréf að upphæð 35.000 kr. Til- boð sendist Mbl., fyrir hádegi á miðvikudag, merkt: „Hag- kvæmt 25.0r" 1 — 7968". Starfssfúlka óskast á vöggustofuna Hlíðarenda, nú þegar. — LpyiyöJiiiíar á staðn KULDAULPUR á börn og fullorðna. YTRABYRÐI Verbandi h.f. Tryggvagötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.