Morgunblaðið - 14.10.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.10.1958, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 14. okt. 1958 MOTtr.rWBL AÐIÐ 19 Frelsi á höfunum og verndun fiskimiðanna tvennt ólíkt segir fulltrúi Dana á þingi Evrópu ráðsins LUNDÚNUM, 13. okt. — í fyrra- dag bar landhelgismál íslend- inga á góma í ráðgjafanefnd Evrópuþingsins, sem um þessar mundir ■ er haldið í Strassborg. Það var brezki fulitrúinn Mr. Ormsby-Gore, aðstoðarutanrík- isráðherra, sem fyrstur minntist á þetta mál. Hann sagði m.a. að niðurstöður alþjóðadómstólsins í Nýir Hlífarsamningar VERKAMANNAFÉLAGIÐ Hlíf í Hafnarfirði hélt almennan félags fund s. 1. sunnudag. Á fundinum voru lagðir fram og skýrðir nýir kjarasamningar sem gerðir hafa verið við atvinnu rekendur. Voru samningarnir samþykktir einróma. Samkvæmt þessum nýju samn- ingum hækkar kaup hafnfirzkra verkamanna um 3,5% (hafði áð- ur hækkað 6% hinn 25. júlí s.l.). Ýmsar breytingar vora gerðar á kaupgjaldsflokkum o. fl. Gildistími samninganna er frá 19. okt. n. k. til 15. okt. 1959. Fyrri kjarasamningar Vmf. Hlífar og atvinnurekenda var gerður 24. júlí s. 1. og var gildis- tími hans til 1. júní 1959. Á þessum félagsfundi Vmf. Hlífar voru samþykktar eftirfar- andi tillögur: „í tilefni af skrifum og um- ræðum um afnám kaupgjalds- vísitölu og kaupbindingu, sam- þykkir fundur í Vmf. Hlíf 12. ok.t. 1958 eftirfarandi: 1. Þótt greiðsla á dýrtíðarupp- bótum á laun samkvæmt kaup- gjaldsvísitölu hafi ekki gefið al- gerlega jákvæðan árangur, þar sem sú hefur ætíð verið viðleitni valdhafanna hverju sinni, að falsa vísitöluna með niður- greiðslu á vissum vöruflokkum, þá hefur þetta kerfi, þó verið eina vörn launþeganna gegn skefjalausum kjararýrnunum vegna hækkaðs vöruverðs. Fyrir því telur fundurinn að ekki komi til mála að verkalýðs- hreyfingin fallist á afnám kaup- gjaldsvísitölu, nema að upp verði tekið annað kerfi sem á betri og raunhæfari hátt tryggi launþeg- um kaupuppbætur vegna hækk- aðs vöruverðs. 2. Binding á kaupgjaldi er slík árás á hagsmuni og frelsi verka- lýðsins, að verkalýðshreyfingin verður að bregðast hart á móti og fyrirbyggja slíka fyrirætlun með mætti samtakanna“. „Fundur haldinn í Verkamanna félaginu Hlíf, sunnudaginn 12. okt. 1958 ítrekar fyrri samþykkt Hlífar um fögnuð yfir útfærslu á fiskveiðilandhelginni og for- dæmingu á ofbeldisaðgerðum Breta. Telur fundurinn að eigi verði hjá því komizt, ef Bretar halda uppteknum hætti, að slíta við þá stjórnmálasambandi og að ríkis- stjórn fslands beri að kæra þá tafarlaust fyrir SameinuSu þjóð- unum fyrir vopnaða árás á vopn- lausa smáþjóð. Þá telur fundurinn að hin sví- virðilega framkoma Breta gagn- vart íslandi í landhelgismálinu svo og að sú þjóð er tók að sér hervernd landsins skuli ;áta slíka árás og ógnun afskiptalausa, sanni á svo ótvíræðan nátt, að eigi verði um villzt, að ísland eigi ekkert erindi í Atiantshafs- bandalaginu og beri Albingi og ríkisstjórn að vinna að úrsögn íslands úr því. Telur fundurinn að h:utverk íslands á alþjóðavettvangi eigi að vera það, að bera klæði á vopn hinna stríðandi a'ðila og bera sáttarorð milli þjóða". Haag eftir deilu Breta og Norð manna 1951 hefðu alls ekki ver- ið á þá lund, að strandríki gætu ákveðið fiskveiðilögsöguna upp á sitt eindæmi. Þá sagði hann og, að engar niðurstöður hefðu legið fyrir eftir Genfarráðstefnuna. Hann bætti við: Við erum þeirr- ar skoðunar, að ekkert land hafi rétt til einhliða útfærslu land- helginnar í 12 sjómílur. Við Bret ar viðurkennum það fyllilega, hélt ráðherrann áfram, hve mjög islendingar eru háðir fiskveiðum ekki sízt til að auka útflutning sinn og þar með halda lífskjörum almennings í horfinu, en þær full yrðingar íslendinga, að um rán- yrkju sé að ræða á íslenzku mið- unum, hafa ekki verið sannað- ar. Við höfum nú, sagði ráðherr- ann að lokum, boðið íslendingum að ieggja deiluna fyrir Haagdóm stólinn og ef íslendingar eru sannfærðir um, að rétturinn sé þeirra megin, getur ekkert hindr að þá í því að taka þessu boði okkar. Daninn Per Federspiel tók málstað íslands og benti á, að vandamálið væri aðallega það, Eisiar Jiilíus Dagbjartsson - mmning EINAR Júlíus Dagbjartsson frá Grund á Rauðasandi andaðist í Stykkishólmi 3. okt. sl. og verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag. Hann var aðeins 51 árs, fæddur 8. 9. 1907. Hafði hann kennt lasleika nokkur undanf. ár og fyrir nokkru hafði hann gengið undir höfuðskurðaðgerð í Danmörku. Hafði hún að vísu lánazt, en Einar aldrei borið sitt barr síðan. Ég kynntist Einari tvö und- anfarin ár, sem hann átti heima í Stykkishólmi og kemur sú kynning mér til að rita þessi fá- tæklegu þakkarorð nú að leiðar- lokum. Einari var gott að kynn- ast. Hann var hreinn og beinn, sterkur í skoðunum og yfirhöfuð andlega sterkur maður, enda báru allir honum hið bezta orð, sem umgengust hann. Hann stundaði flesta vinnu jöfnum höndum. Var góður smiður og hverju verki vel borgið í hans höndum. Glaðlyndur var hann og hafði ánægju af að kryfja öll mál til mergjar, hvort sem þau voru efst á baugi nú eða löngu nðnir atourðir. Hann átti marga vini, sem minnast hans nú með þakklæti og virðingu. Drengur góður í þess orðs beztu merkingu er nú kvaddur hinztu kveðju. Guðsblessun fylgi honum. — Á. H. hve íslendingar væru háðir fisk veiðum. Hann sagði, að frelsi á höfunum og verndun fiskimið- anna væru tveir ólíkir hlutir. Þá benti hann á, að rússneskar vörur streymdu nú til íslands, vegna þess að Evrópuiönd, og þá einkum Bretland, hafa lokað mörkuðum sínum fyrir íslenzk um afurðum. Þá sagði hann, að NATO-ráðherrar hefðu ckki fjallað um landhelgismálið með nægi!/:gum dugnaði. Nauðsyn- legt væri, að sem fyrst fengist viðunandi lausn á þessu máli. Rannveig Þorsteinsdóttir tók Ioks til máls og þakkaði Feder- spiel fyrir stuðninginn við mál- stað íslands. Hún sagði, að ís- lendingum hefði verið sá kost- ur nauðugur, að færa landhelgi sína í 12 mílur. Að lokum benti hún á, að íslenzka þjóðin væri einhuga í þessu mikilvæga hags- munamáli sínu. Finn Moe frá Noregi (sósíal- isti) harmaði, að íslendingar hefðu einhliða fært út landhelgi sína, en kvaðst vel skilja sjónar- mið þeirra. - Útför páfa Framh. af hls. 1 Loks var lesið æviágrip páfans, en að því búnu var lík hans lagt í kisturnar og þeim lokað. Sung- inn var sálmurinn „Dies ire, dies ille“ og 130. sálmur Davíðs, en 129. í kaþólskum sið, „De pro- fundis....“ — „Úr djúpunum ákalla ég þig, drottinn“. Því næst var kistunni ýtt inn í grafstaðinn og múrað fyrir. Næst liggur fyrir að kjósa nýj- an páfa og hefur kardínálasam- kundan verið kölluð saman í Róm 25. þ. m. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 einungis góðar minningar frá starfi mínu hér í Lilleström, ég hefði ekkert á móti því að vera hér áfram í nokkur ár. — Og nú ætlið þér að hefja liðið upp í Noregsmeistarasætið áður en þér farið til íslands? — Möguleikarnir eru fyrir hendi, jafnvel miklir. Skeid, sem við eigum nú við í úrslitaleikn- um, lék við okkur fyrir nokkr- um vikum. Þá skiidum við jafnir 0:0, en allir voru sammála um að við hefðum átt að vinna sigur að réttu lagi. Þrifin, reglusöm og barngóð STLJLKA óskast á barnaheimilið Vestur- borg. — Upplýsingum ekki svarað í síma. U nglinga vantar til biaÖburííar í ettirtalin hverfi Laugav. III Nesveg Meðalholt Sörlaskjól Hofteig Bráðrœðisholt Seltjarnarnes (Skalabr.) JHftrgiisstiiið&ifc Aðalstræti 6 — Sími 22480. Ég þakka hjartanlega alla þá vinsémd er mér var sýnd á sjötugsafmæli mínu. Tómas Tómasson. Hjartanlega þakka ég öilum þeim er minntust mín á 75 ára afmæli mínu 7. þ.m. Guðmundur Sigurðsson, Hvanneyri, Stokkseýri. Hjartans þakkir til þeirra sem heiðruðu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmæli mínu 30. september s.l. Kjartan Magnússon, Torfastöðum, Fljótshlíð. Hjartans þakkir og kveðjur færi ég vinum og vanda- mönnum, sem glöddu mig á einn og annan hátt á 80 ára afmælisdegi mínum 14. sept. s.l. og gerðu mér hann ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Sigurðardóttir, Syðri-Kvíhólma. Mínar innilegustu þakkir færi ég börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og öllum vinum og kunningjum, sem -gölddu mig með gjöfum, skeytum og margskonar hlýhug á 70 ára afmæli mínu 9. þ.m. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Guðjónsdóttir, Miðstræti 4. Lokað vegna jarðarfarar Fr. Guðrúnar Jónassonar. Verzlun Gunnþórunna-r Halldórsdóttur & Co. ANDRÉS RUNÓLFSSON fyrrverandi verzlunarmaður, lézt að heimili sínu, Vörðustíg 7, Hafnarfirði 12. okt. s.l. Elín Sigurgeirsdóttir, börn og tengdabörn. Útför föður okkar GUÐMUNDAR EGILSSONAR húsasmíðameistara, er lézt 6. október fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 15. okt. og hefst kl. 2 e.h. Athöfninni verður út- varpað. Ingólfur B. Guðmundsson, Haraldur Guðmundsson, Ásta Guðmundsdóttir, Hákon Guðmundsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför konunnar minnar og móður okkar ÞORLEIFAR ásmundsdóttur Einar Skúlason og börn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður míns og tengdaföður JÓNS BJARNASONAR frá Suðureyri. Ásta Jónsdóttir, Sveinn Guðmundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og»vinarhug við andlát og jarðarför móður, tengdamóður og ömmu okkar GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Herskólacamp 10. Sigríður Olafsdóttir, Jens Hallgrímsson, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir til allra er auðsýndu samúð, vinsemd og virðingu við andlát og útför konu minnar, móður okk- ar, tengdamóður ög ömmu SIGRlÐAR ANDERSDÓTTUR Einnig innilegar þakkir til systranna í Landakoti sem hjúruðu henni af frábærri alúð og kærleika. Guð blessi ykkur öll. Jón Jónsson, börn, tengdabörn, fóstursonur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.