Morgunblaðið - 25.10.1958, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIb
Laugardagur 25. okt. 1958
< Sig. Gunnarsson:
\
Barn
s
s
i
i
S
I
Er nokkuð fegra en bros á litlu barni
sem birtu stafar gegnum angurský
og þíðir klakann, eyðir hugans hjarni
með hlýju, svo þar vaknar gleði á ný.
Það var mér einatt erfið raun að finna
hvar auðnuvegur lá um dimma jörð,
því frosti og hríðum fannst mér aldrei linaa,
og fannir huldu vorsins gróðursvörð.
-----Svo mætti ég þér með engilbrosið bjarta
og bláu augun full af trausti og þrá,
með gleðiljóma í hug og elsku í hjarta,
— hin hæstu gæði, sem vort jarðlif á.
Þá sá ég ljósi varpað fram á veginn
og vísdóm þann ég skildi á samri stund,
að lífiS sjálft er gjöf af guði þegin
og gæfan eina að vaxta rétt þess pund.
Ó, hjartans barn, þú himnesk jarðar-vera,
þú hefur veitt mér nýja og æðri sýn.
Nú skal ég djarfur byrðar lífsins bera,
mér birtist gæfuleiðin — vegna þín.
Sveinmar Jónsson
minning
Fæddur 5. nóvember 1908.
Dáinn 18. október 1958.
„Aldrei er svo bjart
yfir öðlingsmanni,
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú;
og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni,
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú“.
(Matth. Joch.)
1 DAG er til moldar borinn einn
af mínum beztu vinum, Svein
mar Jónsson, er lézt að heimili
sínu, Hjallavegi 52, Reykjavík,
aðfaranótt hins 18. október.
Hann var þá nýkominn heim úr
veiðifeTð á togaranum Þorsteini
Ingólfssyni, en þar var hann
vélamaður. Hann kom heim
hress og glaður að vanda en
veiktist skyndilega nokkrum
17 ára
ba
rni
stúlka bjargar
frá drukknun
ÞAÐ var síðla kvölds 14. þ. m.
Veður var fagurt. Jóhanna Krist-
insdóttir, Svalborg, Bíldudal, 17
ára, var á skemmtigöngu ásamt
2 yngri systrum sínum og frænku.
Gengu þær niður á hafskipa-
bryggjuna, framhjá 3 drengjum,
sem þar voru að leik með vasa-
ljós. Þegar stúlkurnar eru komn-
ar framarlega á bryggjuna, heyra
þær skvamp í sjónum, þar sem
drengirnir voru. Héldu þær fyrst,
að þeir hefðu hent steini í sjóinn
niður um gat, sem var á bryggju-
gólfinu. En þá heyra þær einn
drenginn segja: ,,Hann datt niður,
hann datt“. Flýta þær sér þá til
drengjanna. Jóhanna býr sig
þegar til að bjarga, og án þess
að hika, kastar hún sér út af
bryggjunni. Niðamyrkur var und
ir bryggjunni. Jóhanna varð þess
fljótlega vör, hvar drengurinn
var að busla. Nær hún bráðlega
um hendur hans, þar sem hann
var að mestu leyti í kafi. Getur
hún komið honum að þverslá
undir bryggjunni, nær taki með
annarri hendinni á þverslánni, en
með hinni hélt hún utan
drenginn, sem einnig náði þar
handfestu. — Meðan hún er að
þessu í svartamyrkrinu og köld-
um sjónum, hafa hinar stúlkurn-
ar hlaupið til rafstöðvarinnar
skammt frá, þar sem Brynjólfur
Eiríksson vélstjóri er á vakt.
Bregður hann við, hleypur niður
á bryggjuna, þrífur krókstjalca
Slysavarnafélagsins, sem þar er
og fer með hann á móts við scað-
inn, þar sem Jóhanna er með
drenginn. Kemur hún síðan
drengnum út undan bryggjunni
og lætur hann grípa um krók-
stjakann. Dregur Brynjólfur hann
síðan hægt upp með bryggjunni
og upp í fjöru, en Jóhanna syndir
Jóhanna Kristinsdóttir
á eftir, til að gæta drengsins, ef
hann skyldi missa takið á stjak-
anum. — Þegar á land kom varð
ljóst, að drengurinn hafði drukk-
um ið talsvert af sjó. Var honum síð-
an fylgt heim. Drengurinn er 8
ára, ósyndur. Víst er, að með
snarræði sínu og dugnaði hefir
Jóhanna bjargað drengnum frá
drukknun. — í þessu sambandi
er vert að athuga það, að þarna
sýndi það sig, hversu nauðsynleg
björgunartæki Slysavarnafélags-
ins eru á bryggjum. Og Brynjólf-
ur sýndi það, að nauðsynlegt er
að átta sig á því, að þessi tæki
eru til staðar. — Jóhanna er
dótturdóttir hins kunna skip-
stjóra frá „skútuöldinni“ Péturs
Bjarnasonar. Sl. vor útskrifaðist
kvennaskólar.um í
Jóhanna úr
Reykjavík.
Jón Kr. ísfeld.
úr
skrifor
dqgleqq lífínu
Ákjósanlegur staður
SÍÐASTLIÐINN miðvikudag birt
ist í Vísi klausa úr Mbl. undir
yfirskriftinni „Brosað að hinum
blöðunum". Hún hljóðar svo:
„Stendur húsið á einhverjum
fallegasta stað í bænum og er
mjög ákjósanlegur staður fyrir
blint fólk“. Síðan spyr biaðið:
„Ætlast til að það njóti hins fagra
útsýnis?"
Til skýringar fyrir þá, er ekki
hafa lesið fréttina sem þessi um-
mæli eru tekin úr og ekki eru
kunnugir í bænum skal það tekið
fram að hér er um að ræða hið
nýja hús Blindravinafélagsins við
Bjarkargötu, en hinum megin
götunnar tekur við Hljómskála-
garðurinn með Tjörninni.
Auðvitað eiga hinir blindu vist
menn eftir að njóta fegurðar stað-
arins. Ungi pilturinn, sem fyrstur
flytur þar inn, er lengi búinn að
hlakka til að fá fyrir utan glugg-
ann sinn fallegt tré, sem þrestir
sitja gjarnan í. Aðrir væntanleg-
ir vistmenn eru búnir aS kanna
staðinn og þeir hlakka allir til
aS vera í námunda við Hljóm-
skálagarðinn með grasinu, trjá-
gróðrinum og Tjörninni, þar sem
þeir vita að endurnar synda um.
Þórsteinn Bjarnason, sem lengst
af hefur helgað blindum krafta
sína og haft náin kynni af gleði
þeirra og sorgum í fjöldamörg ár,
tjáði blaðamönnum, þegar þeir
skoðuðu húsið, að blindir beinlín-
is nytu þess að vita af fegurð
í kringum sig. Þegar sjónarinnar
nyti ekkj við, væri tilfinninga-
næmið ennþá meira. T. d. þætti
blindum manni gott að vita aí
fallegri mynd á veggnum hjá sér.
Einnig sagði hann, að það
skipti blindan mann ákaflega
miklu máli að vita af því að hann
væri ekki sviptur neinu, sem ann-
að fólk vill hafa í kringum sig.
Þess vegna mætti aldrei láta
myndir og spegil vanta í her-
bergi, þar sem blindum manni
væri ætlað að búa.
Það er sjálfsagt ekki von, að
þeir sem aldrei hafa haft nein
afskipti af blindum, geri sér
grein fyrir þessu að óathuguðu
málL
M
Gert upp á milli verka
AÐUR sem kallar sig hvorki
meira né minna en »Sá hlær
bezt sem horfir reiður um öxl á
hausti", skrifar:
„Ég efast um að forráðamenn
útvarpsins hafi áhuga á því máli,
sem ég ætla að fitja upp á, því
að um þessar mundir virðast þeir
vera með allan hugann við slags-
mál í japanska þinginu.
Undanfarið hefur verið deilt
mikið um tvö leikrit, sem her
hafa verið sýnd, Haust og Horfðu
reiður um öxl. Ég ætla hvorugt
að dæma, hafði gaman af að sjá
þessi verk bæði. En hvað um
hlutleysið? í útvarpsdagskránni
hefur varla verið minnzt á
„Haust“, en tvisvar hafa sunnu-
dagsþættirnir að nokkru fjallað
um „Horfðu reiður ..Þetta
kalla ég að gera upp á milli
manna — og verka. Hvað skyldi
valda?“
Þetta er að vissu leyti rétt hjá
bréfritara. Þegar sett er á svið
frambærilegt leikrit eftir íslenzk-
an rithöfund, hlýtur það að vera
meiri viðburður fyrir íslendinga
en þegar þýtt leikrit er tekið til
sýningar, burtseð frá pví, hvort
manni feliur beiur 1 gfcð.
klukkustundum síðar og var lát-
inn eftir örskamma stund. Bana-
mein hans var kransæðarstífla.
Sveinmar Jónsson var fæddur
í Neskaupstað hinn 5. nóvember
árið 1908 og var því nærri
fimmtugur að aldri. Foreldrar
hans voru hjónin Jóhanna Svein-
björnsdóttir og Jón Þórðarson,
trésmiður í Neskaupstað. Jó-
hanna lézt síðastliðið sumar.
Ég kynntist Sveinmari fyrst á
Akureyri árið 1940 því mjög ná-
ið samband var og hefur verið
alla tíð milli heimila okkar þar
eð eiginkonur okkar voru systra-
dætur. Enn betur átti ég eftir að
kynnast honum, þegar ég réði
mig til starfa hjá Síldarbræðslu-
stöðinni á Dagverðareyri, en þar
var hann fastur starfsmaður og
hafði verið í nokkur ár. Þar
unnum við saman um 10 ára
skeið og er mér óhætt að full
yrða að betri samverkamann var
ekki hægt að fá en Sveinmar var
Leiðir okkar skildust í bili
þegar ég, árið 1953, fluttist til
Reykjavíkur, en hann fluttist ári
síðar til Akureyrar, þar sem
hann var vélamaður á togurum.
Til Reykjavíkur fluttist Svein
mar ásamt fjölskyldu sinni árið
1955 og réðist til Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, vélamaður á togar-
ann Þorstein Ingólfsson. Þar hef-
ur hann starfað síðan að frátöld-
um nokkrum mánuðum I sumar,
er hann var fenginr\ til Nes-
kaupstaðar til þess að leiðbeina
væntanlegum starfsmönnum við
hina nýju síldarverksmiðju þar
og til þess að hafa yfirumsjón
með framleiðslu verksmiðjunn-
ar í sumar. Þangað hafði verið
seldur nokkur vélakostur úr síld-
arverksmiðjunni á Dagverðar-
eyri. Var Sveinmar ágætlega til
þess hæfur sökum þekkingar
sinnar á þeim vélum og tækjum
öllum, sem hann hafði svo lengi
unnið við áður og verið við þeg-
ar þau voru upphaflega sett nið-
ur á Dagverðareyri. Ég gladdist
yfir því að sjá með hve mikilli
tilhlökkun Sveinmar fór austur
til þessa starfs. Einnig mun hann
hafa glaðzt yfir því að geta þá
hitt foreldra sína, systkini og
aðra ættingja og gamla vini.
Mér er vel kunnugt um að þetta
starf leysti Sveinmar af hendi af
mestu prýði, eins og hans var
vandi við öll verk.
Sveinmar er mér minnisstæð-
ur fyrir svo margt. Hann var
hjálpfús svo af bar, dagfarsprúð-
ur og skemmtilegur í umgengni
og viðkynningu. Hann var reglu-
samur og þrifinn við öll sín
störf, harðduglegur við alla
vinnu, laginn og verkhygginn og
sérstaklega vandaður og glöggur
vélgæzlumaður. Það vakti furðu
okkar félaga hans og vina,
hversu minnugur hann var.
Mátrti heita að minni hans væri
óbrigðult.
Arið 1934 kvæntist Sveinmar
eftirlifandi konu sinni, Hólm
fríði Þóroddsdóttur, ættaðri úr
Eyjafirði, dóttur hjónanna Þór-
eyjar Sigurðardóttur frá Sáms-
stöðum og Þórodds Magnússonar,
sem þá bjuggu í Vallholti í Gler-
árþorpi.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið. Samt var heimili þeirra
aldrei barnlaust. Þegar móðir
Hólmfríðar dó frá stórum barna-
hópi fór yngsta systir hennar til
þeirra hjóna. Var það Svanhild-
ur, sem gift er Vilhjálmi Þor-
steinssyni, skipstjóra á togaran-
um Sléttbak. Einnig tóku þau
snemma til sín systurdóttur
Hólmfríðar, Þóreyju Skúladótt-
ur, og er hún gift Jóhannesi Jör-
undssyni frá Hrísey. Dvöldust
þær báðar hjá þeim í miklu ást-
ríki. Ennfremur tóku þau og ólu
upp til 5 ára aldurs litla stúlku
austan af Héraði. Var henni
komið í fóstur til þeirra er for-
eldrar hennar veiktust bæði og
urðu að leita sér lækningar á
Kristneshæli. Var sú litla stúlka
skírð Sveinfríður í höfuð þeim
báðum. Sveinmar unni henni
eins og hún hefði verið hans
eigin dóttir, meiri umhyggju og
ástríki var ekki hægt að veita
neinu barni, enda mátti ekki
Sveinfríður litla af honum sjá.
Hólmfríður og Sveinmar voru
bæði með afbrigðum barngóð og
höfðu til að bera ríka foreldra-
lund og hjónaband þeirra var far
sælt og hamingjuríkt. Ennfrem-
ur tóku þau til fósturs systur-
son Hólmfríðar, Sveinmar Gunn-
þórsson og Jóhönnu, systur hans,
frá Steinkoti í Eyjafirði. Hefur
Jóhanna litla verið mikið þjáð
frá öðru ári, er hún varð fyrir
því óláni að borða óleskjað kalk,
sem skemmdi vélindað. Hefur
hún þurft þá beztu hjúkrun og
umönnun, sem hægt er að veita
í heimahúsum. Allt þetta hafa
þau hjón lagt á sig af fúsum vilja
og af glöðu hjarta og aldrei kraf-
izt neins endurgjalds. Öllum
þessum börnum bjuggu þau hið
bezta heimili og veittu ágætt upp
eldi.
Um leið og ég kveð hinn
trygga og trausta vin minn vil
ég mega bera fram þakkir mínar
og fjölskyldu minnar fyrir langa
vináttu og mikinn drengskap.
Sveinmar er í minningu minni
einn hinn bezti maður, sem ég
hefi þekkt.
Ég votta eftirlifandi eigin-
konu og fósturbörnum hins látna
og öldruðum föður og systkinum
einlæga og hjartanlega samúð.
Megi guð styrkja þau öll í hinni
miklu sorg. Bragi Eiríksson.
Hœfti við að Ijósmynda,
en var samt handtekinn
BERLÍN, 22. okt. — Herstjórn hermaðurinn ekki, en hraðaði
Bandaríkjanna gerir nú árang-
urslausar tilraunir til þess að fá
bandarískan ferðamann leystan
úr haldi í A-Þýzkalandi. Hafði
ferðamaðurinn ekið á bíl sínum
um Danmörku, V-Þýzkaland, til
Berlínar — og síðan til A-Þýzka-
lands, en þangað hafði hann
fengið vegabréfsáritun. í bæ ein-
um kom hann að einhvers konar
sigurboga yfir götu eina — og
var mynd af Lenin greypt í bog-
ann. Rússneskur hermaður stóð
þar vörð. Stöðvaði Bandaríkja-
maðurinn bíl sinn og baðst leyf-
is að ljósmynda bogann. Svaraði
sér i brott. Hætti Bandaríkja-
maðurinn þá við myndatökuna,
en samstundis dreif að skara
rússneskra hermanna, sem hand
tóku manninn og sökuðu hann
um að reyna að ljósmynda
hervirki. Vilja þeir síðan ekki
sleppa honum lausum.
★ MOSKVU, 23. okt. NTB-
Reuter. Krúsjeff forsætisráð-
herra Sovétríkjanna sagði i dag,
að sovótstjórnin hefði ákveðið
að lána Arabíska sambandslýð-
veldinu 409 milijón rúblur tál að
byggja Aswan- stífiuna í ofau-
verðri Níl.