Morgunblaðið - 25.10.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1958, Blaðsíða 16
V EÐRIÐ Vaxandi SA-átt. Rigning. Avarp forseta íslands á degi S.Þ. Sjá bls. 9. 244. tbi. — Laugardagur 25. október 1958 Engin slökkvitœki til í kauptúninu og húsið brann til ösku í FYRRAKVÖLD stóðu íbúarnir i Þórshöfn frammi fyrir miklum vanda. Eldur kom upp í íbúðar- húsi, en þó ótrúlegt megi virðast eru engin slökkvitæki til þar í kauptúninu, sem telur um 500 manns. — Húsið brann því til ösku og misstu þar með heimili sitt hjón með þrjú börn, Þor- grímur Kjartansson, útgerðar- maður og fjölskylda hans. Það var um klukkan 8 í fyrra- kvöld, sem þess varð vart að eld- ur var í rishæð hússins, sem var einlyft á kjallara, byggt úr timbri, en múrhúðað. Eldurinn var óðar kominn um alla rishæðina. Strekkingur af suð-vestri æsti eldinn. Ekkert til- tækilegt áhald í kauptúninu, ann að en vatnsfötur voru til þess að snúast gegn hinum eyðandi eldi, sem brátt hafði lagt allt húsið undir sig og stóð það í björtu báli innan stundar. Ekki mun hafa tekizt að bjarga öllum inn- anstokksmunum úr heimili Þor- gríms Kjartansson. Um það bil tveim stundum síðar, var húsið hrunið að grunni, og þar með að ösku orðið íbúðarhús, sem þó ekki var eldra en 4—5 ára. Er tjón Þorgríms mjög tilfinnanlegt, en húsið mun hafa verið vá- tryggt, svo og innanstokksmunir. Tengdaforeldrar Þorgríms, Karl Daníelsson og kona hans, hafa skotið skjólshúsi yfir fjöl- sk.yldu hans. í símtali við Þórshöfn í gær, var þannig komist að orði við Mbl., að brunar þar gerðust nú æði tíðir og væri enn í fersku minni Þórshafnarbúa, er kaup- félagið þar brann í fyrravetur. — Það hefur mikið verið talað um nauðsyn þess að fá hingað slökkvi tæki, en ekki hefur enn tekizt að þoka því máli lengra áleiðis, en að ræða um það. Klukkunni seinkað NÚ kveðjum við ísl. sumartíma. í dag gengur vetur í garð. Það er regla að aðfaranótt fyrsta sunnudags í vetri, skuli klukk- unni seinkað um 1 klukkustund. Er þetta gert þannig að klukk- an 2 i nótt, skulu þeir sem þá eru vakandi, færa klukkuna aft- ur á eitt. — Þeir sem fara að sofa fyrir þennan tíma, ættu ekki að gleyma að færa klukkuna áður en þeir fara að sofa. Barnaverndar- dagurinn í dag ÞAÐ er í dag sem barnaverndar- félögin víðs vegar um landið efna til fjáröflunar með merkja- sölu og einnig sölu barnabókar- innar „Sólhvörf", sem Sigurður Gunnarsson skólastjóri á Húsa- vík hefur tekið saman. Starfsemi barnaverndarfélag- anna er í vexti, enda er mark- mið þeirra göfugt og verkefnin margvísleg. Er ekki að efa að margir munu í dag bera merki félaganna og styrkja þau á þann hátt. —■ Ókeypis skólavi' t á veg- um Norrœna télagsins FYRIR atbeina Norræna félags- ins fá 20 íslenzkir unglingar ókeypis skólavist á norrænum lýðháskólanum í vetur. Að þessu sinni fá 8 unglingar skólavist í Noregi, 1 í Danmörku, 3 í Finn- landi og 8 í Svíþjóð. Flestir ung- linganna fóru utan í byrjun októ bermánaðar með ms. Gullfossi. Eftirtaldir unglingar fá skóla- vist í vetur: í Danmörku: Hlíf Arnþórsdóttir Jensen, Eskifiiði. í Finnlandi: Ingibjörg Sigurðar- dóttir, Stykkishólmi, Helga Jóns- dóttir, Samkomugerði, Eyjafirði, Árshátíð Sjálf- stæðisfélaganna i Árnessýslu ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélag- anna í Árnessýslu verður haldin í Selfossbíói í kvöld og hefst kl. 9. Ræður flytja alþingismenn irnir: Ingólfur Jónsson og Sig- urður Ó. Ólafsson. Fjölbreytt skemmtiatriði ann- ast: Brynjólfur Jóhannesson, Jón Sigurbjörnsson, Emilia Jón- asdóttir og Skúli Halldórsson. Að síðustu verður stiginn dans. Halla Jónsdóttir, Samkomugerði, Eyjafirði. f Noregi: Álfhildur Jónsdóttir, Víðivöllum, Fnjóska- dal, Arnbjörg Pálsdóttir, Reykja vík, Björk Sigurðardpttir, Reykjavík, Dagfríður Óskarsdótt- ir, Reykjavík, Helga Aspelund ísafirgi, Þórunn Jónsdóttir, ísa- firði, Sólveig Guðbjartsdóttir, Akureyri, Ragnar Karlsson, Reykjavík. f Svíþjóð: Guðrún L. Kristinsdóttir, Reykjavík, Birgir Guðmannsson, Hafnarfirði, Krist veig Baldursdóttir, Reykjavík, Guðrún Guðmundsdóttir, Rcykja vík, Jóhanna S. Einarsdóttir, Reykjavík, Björg Helgadóttir, Akureyri, Sigríður Jónsdóttir, Reykjavík, Ragnheiður ísaksdótt- ir, Reykjavík. Hreinn Benediktsson DR. Hreinn Benediktsson hefur verið skipaður prófessor í mál- fræði við heimspekideild Há- skóla íslands frá 1. okt. og mun aðallega kenna forngermönsk mál og íslenzka málsögu. Þessu embætti hefur próf. Alexander Jóhannesson gegnt í rúm 40 ár. Hreinn Benediktsson er fædd- ur á Stöðvarfirði árið 1928, son- ur Benedikts Guttormssonar, bankafulltrúa og Fríðu Aust- mann. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri ár- ið 1946, og kenndi þar veturinn eftir. Þá hélt han» til framhalds- náms til Osló og lagði stund á samanburðarmálfræði. í Osló eru Ríkksstailsmenn iulltrúar Fram- sóknor i Bnnaðarþingi Dr. Hreinn Benediktsson prófessor við Háskólann ákaflega góðir kennslukraftar í þessari grein, að því er dr. Hreinn tjáði fréttamanni blaðs- ins, er hann átti tal við hann í gær. Aðalkennarar hans voru Karl Borgström og Karl Mar- strander, og var hann ákaflega ánægður með tilsögn þeirra. Eft- ir þriggja ára nám í Osló, dvald- ist dr. Hreinn í París í hálft ann- að ár, en þar vann hann aðallega að ritgerð um „Brottfall sér- hljóða í oskísku og umbrísku". Við Parísarháskóla eru framúr- skarandi prófessorar í þeirri grein t.d. próf. Emile Benveneste og próf. Michel Lejuné. 1954 lauk hann svo meistaraprófi við Oslóarháskóla, lagði fram fyrr- nefnda ritgerð og hafði latínu sem sérgrein. Árið eftir var dr. Hreinn sendikennari í íslenzku við háskólann í Bergen og Osló, en það var í fyrsta skipti sem föst kennsla var í íslenzku þar. Frá 1955 til 1957 var dr. Hreinn í Þýzkalandi, í Freiburg og Kiel og lagði aðallega stund á forn- germönsk mál, var hjá próf. Hans Kuhn og naut leiðbeininga hans. Þar fór hann að búa sig undir doktorsritgerðina, um „Sér hljóðakerfi íslenzkrar tungu til forna og þróun þess“, en doktors- prófi lauk hann síðastliðið vor eftir árs nám við Harward há- skóla í Bandaríkjunum. Við Har ward háskóla kveður hann starfa færustu málfræðinga, serri nú eru uppi, og brautryðjendur á sviði hljóðfræði, bæði almennrar og sögulegrar. Og nú hefur Hreinn verið skipaður prófessor við Há- skóla íslands, eins og áður er sagt. — Það er mér mikil ánægja og tilhlökkunarefni að koma hér að háskólanum, þar sem ég hef stefnt að því takmarki um margra ára skeið, sagði dr. Hreinn að lokum. Vöruskiptajöfn- uðnrinn liagstæð- ur í sept. VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN í septembermánuði sl. var hag- stæður um 11,6 millj. kr. Út voru fluttar vörur fyrir 129,9 millj. og inn vörur fyrir 118,3 millj. kr. Eftir liðna 9 mánuði ársins er vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 219,4 millj. kr. Út hafa verið fluttar vörur á því tímabili fyrir 758,2 millj. kr. og inn fyrir 977,6 millj. kr. ÞAÐ er mikið talað um búnað- arþingskosningarnar, hvar sem maður kemur, sagði bóndi einn austan úr Holtum, er leit inn á ritstjórn Mbl. í gærdag. Sem kunnugt er fer fram kjör fimm fulltrúa Búnaðarsambands Suð- urlands og jafnmarga til vara á morgun, sunnudag. Verður kosið Söiigskemmlun Guðrúnar Tómasdóttur í GÆR hélt hin unga og upp- rennandi söngkona Guðrún Tóm- asdóttir söngskemmtun í Gamla bíói fyrir fullu húsi áheyrenda. Hún söng m. a. lagaflokkinn Frauenliebe und Leben eftir Schuman svo að áheyrendur hrif- ust mjög, spænsk þjóðlög eftir de Falla og ýmis fleiri íslenzk og útlend sönglög. Áheyrendur fögn uðu mjög hinni ungu söngkonu og henni barst mikið af blómum frá vinum og velunnurum. Undir- leikari var Fritz Weisshappel. Hjól sendils tekið í GÆRKVÖLDI var í óleyfi tek- ið reiðhjól i portinu bak við hús Morgunblaðsins, en reiðhjól þetta hafði sendill blaðsins feng- ið að láni, þar eð hans hjól hafði bilað. Þetta gerðist milli klukkan 8 og 8,30. Hér með er skorað á þann, sem tók hjólið, að skila því aftur á sama stað, til þess að sendillinn, sem er 14 ára drengur, biði ekki fjárhagslegt tjón af þessu. Bœndur í Holtum kvíð- andi vegna garnaveiki MYKJUNESI, 24. okt. — Garna- veiki hefur gert vart við sig í fé á einum bæ í Holtunum og er það að Skammbeinsstöðum. Hef- ur komið í ljós að ein kind var veik. Var veikin komin á hátt stig er kindinni var slátrað fyrir nokkrum dögum. Geta má þess að þessi kind, sem var 4 vetra, hafði verið bólu- sett með Keldna-bóluefni þegar hún var lamb. Á þessum bæ hefur garnaveiki orðið vart í nautgripum nokkur undanfarin ár. Við fregn þessa hefur að sjálf- sögðu slegið óhug á Holta-bænd- ur. Fjárstofn þeirra, eftir fjár- skiptin er nú orðinn sex vetra. Þegar lömbin voru flutt inn í héraðið úr V-Skaftafellssýslu voru þau ekki bólusett við garna- veiki. Fyrir fjárskiptin, var garna- veikin mjög skæð á þessu svæði öllu. Hefur alla tíð síðan borið meira og minna á garnaveiki í kúm og ekki tekizt að ráða niður- lögum veikinnar í þeim. Ótti bænda er vissulega ekki ástæðulaus og sú hætta er yfir- vofandi að á næstu árum beri á garnaveiki í elzta fénu. — Magnús. í öllum búnaðarfélögunum á fé- lagssvæðinu, en það nær yfir Áinessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu svo og Vestmannaeyjar. Bóndinn úr Holtunum sagði, að það hefði vakið allra athygli að efstu menn á lista Framsókn- arflokksins eru báðir embættis- menn ríkisins. — Við höfum verið að segja það svona okkar í milli, að þeir ættu sem slíkir miklu fremur heima á þingi opinberra starfs- manna, en á búnaðarþingi, sagði bóndinn. Þá er það vitað, að mikil óánægja er út af þessari skipan meðal framsóknar-bænda. Svo mögnuð er óánægjan að þeir munu æði margir þeirrar skoð- unnar, að það geri ekki mikið til þó Framsókn riði ekki feitum hesti frá kosningum þessum. Það má mikið vera ef hægt er að bjóða framsóknarbændum þetta ofan á annað, sem á undan er farið. En úrslit kosninganna leiða í Ijós hversu langt er mögu- legt að teyma þá. Ótrúlegt er annað en að bænd- ur muni, að Bjarni á Laugar- vatni, sem er í stjórn Stéttarsam- bands bænda, taldi að bjargráð ríkisstjórnarinnar væru ekki svo afleit fyrir bændur!! Ekki hafa framsóknar-bændur farið í launkofa með að fram- bj óðendur Sjálfstæðismanna séu allir með tölu bændur er njóti virðingar og vinsælda og séu gegnir fulltrúar sunnlenzkra bænda á búnaðarþingi. Varðarkaffi Valhöll í dag STJÓRN Landsmálafélagsins Varðar hefur ákveðið, að Varð- arkaffið hefjist að nýju að loknu sumarhléi og verður fyrsta Varðarkaffi að þessu sinni í Valhöll í dag klukkan 3—5 sd. Fyrir þá Varðarfélaga og annað Sjálfstæðisfólk, sem ekki hefur átt þess kost að mæta við Varðarkaffi fram til þessa, skal þetta tekið fram. Fyrir tæpum tveimur árum tók stjórn Varðar upp þá ný- breytni í félagsstarfinu að gefa Varðarfélögum og öðru Sjálf- stæðisfólki kost á því að koma saman á laugardögum til síð- degiskaffidrykkju í félagsheimili Sjálfstæðismanna, Valhöll. Tilgangurinn með þesaari starfuemi er að gefa mönnum tækifæri til þess að hittast til nánari kynna og viðræðna um sameiginleg áhugamál. Varðarkaffið cr nú orðinn vinsæll liíhir i félagsstarfi Varðar og vill stjórn félagsins eindregið hvetja Varðarfélaga og annað Sjálfstæðisfólk til að mæta. Einhverjir af forustumönnum Sjálfstæðisflokksins munu mæta við Varðarkaffi hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.