Morgunblaðið - 28.10.1958, Side 1

Morgunblaðið - 28.10.1958, Side 1
20 sídur 45. Eftir 8 atkvæðagreiðslur vænkast hagur Montinis og Agagianians Fást úrslitin i páfagarði i dag ? PÁFAGARÐI, 27. okt. — (Reuter) — Átta sinnum hafa kardínálarnir, sem lokað ir eru inni í Sixtínsku kap- ellunni greitt atkvæði í kosn- ingunni um nýjan páfa. Allt hefur verið árangurslaust fram til þessa og aldrei náðst tilskilinn % meirihluti og einu atkvæði betur. Að öðru leyti er ekkert vitað um hver hefur verið atkvæðahæstur í atkvæðagreiðslunum. Hins vegar telja þeir, sem kunnugastir eru í páfagarði, að hinar mörgu árangurs- lausu atkvæðagreiðslur aukí helzt möguleika tveggja manna að komast í páfastól- inn, þeirra Montinis erkibisk- ups af Mílanó og Agagianians kardínála Armena. Þeir benda á það, að hvorugur þessara manna hefði getað vænzt þess að fá mörg at- kvæði í byrjun, því að kosn- ing þeirra beggja brýtur aldagamlar venjur. Montini situr sem fastast í Milano Montini er ekki kardínáli. Það hefur ekki komið fyrir í alda- raðir, að maður utan kardínala- samkundunnar sé kosinn páfi. Montini hefur því ekki atkvæðis- rétt og hefur ekki fengið inn- göngu í Sixtínsku kapelluna. Hann situr í biskupssetri sínu norður í Mílanó. Ef útlit væri fyrir að nann næði kosningu má ætla að sent yrði eftir honum, því að svo er fyrir mælt, að strax og páfi hefur verið kjörinn skuli hann ganga út og ávarpa og blessa mannfjöldann á Péturs- torginu. Agagianian kardínáli er ekki ítalskur, en annarra þjóða menn hafa ekki hlotið kosningu í 435 ár. Mistök með reykmerki Kardínálarnir í Sixtínsku kapellunni eru innilokaðir og geta ekki gefið umheiminum til kynna úrslit hverrar atkvæða- greiðslu með öðrum hætti en reyk upp af ofni þeim, þar sem þeir brenna atkvæðaseðlana. Hafi kosning ekki borið árangur brenna þeir með seðlunum blautri heyvisk, sem myndar dökkan reyk, en seðlunum eintómum, sem mynda hvítan reyk, ef páfi er kosinn. Við atkvæðagreiðslurnar, sem fram fóru á sunnudaginn urðu sífelld mistök við brennslu þessa svo að tvisvar þann dag þóttist mannfjöldinn sem beið fyrir utan á Péturstorgi sjá það réttilega, að reykurinn, sem upp úr stromp- inum kom, væri hvítur. Við þetta rak mannsöfnuðurinn upp marg- raddað fagnaðaróp og fréttamenn sendu fregnir út um allan heim, að nýr páfi væri kjörinn. Jafn- vel útvarpsstöð pófagarðs sendi út þá fagnaðarfrétt að lokið væri páfakjöri. Þetta reyndist þó ein- tóm mistök. Háttsettur embættismaður í páfagarði kom þeim skilaboðum með einhverjum óskiljanlegum hætti inn til kardínálasamkund- Vonbrigði yfir því að Serkir hafna fundum De Gaulle fyrirskipar allsherjarsókn unnar, að þessi mistök hefðu vak- ið mikla gremju og vonbrigði. Af þeim fjórum reykmerkjum, sem gefin voru frá Sixtínsku kapell- unni í dag var og ljóst, að þessu hefði verið komið í lag. Margir eru þeirrar skoðun- ar, að ekki muni þurfa nema 12 atkvæðagreiðslur til að Ijúka páfakjöri og ætti því þá að ljúka á morgun (þriðju- dag). Einn kardínálanna 51, sem dveljast nú í Sixtínsku kapell unni er rúmliggjandi í klefa sínum. Það er Nicola Canali, 84 ára ítali, sem þjáist af hjarta bilun. Það var ljóst þegar á laug- ardaginn að hann væri lasinn, því að hann þurfti oft að setj- ast niður á leiðinni frá bifreið sinni að Sixtínsku kapellunni. Læknar segja að vel geti svo farið, að flytja verði kardínála þennan í sjúkrahús og yrði þá að rjúfa innsigli á inngangi kapellunnar. Mynd þessi var tekin af Past ernak er hann ræddi við vest- ræna blaðamenn í garðinum við íbúðarhús sitt daginn eftir að hann hafði verið sæmdur N óbels-verðlaununum. Russarí kappi að sprengja kjarnorku- sprengjur NEW YORK, 27. okt. (NTB) Sovétríkin neituðu í dag opin berlega að fylgja því fordæmi Bandaríkjanna og Bretlands að stöðva tilraunir með kjarn orkusprengjur í eitt ár frá næstu mánaðamótum. Valerian Zorin tilkynnti þetta í stjórnmálanefnd Alls- herjarþings SÞ. Hann lýsti því yfir að Rúss ar teldu sig hafa fullan rétt til að sprengja jafnmargar kjarnorkusprengjur eins og Bandaríkin og Bretland hefðu sprengt samanlagt frá 31 mars sl. É>- Þannig leit símskeytið frá Pasternak út, er han n svaraði skeyti sænsku akademíunnar. — Það hljóðar svo: Ákaflega þakklátur, hrærður, hreykinn, undrandi, ruglaður. gegn uppreisnarmönnum Hafa Islendingar boð/ð Fœreyingum oð ve/ðo inn- an 12-mílna landhelgi? Upplýsingar Kristians Djurhuus lögmanns PARÍS, 27. okt. —Reuter- NTB— Útlagastjórn Serkja hafnaði á laugardaginn til- boði frönsku stjórnarinnar um að hefja viðræður um *---------------------------★ Þriðjudasur 28. október. Efni blaðsins er m.a.: BIs. 3: Jónas B. Jónsson kjörinn skáta- höfðingi. —• 6: Starfsemi Loftleiða út um heim. ísland nr. 10 í B-riðli (Skák- bréf frá Miinchen). — 8: Rogalandsbréf frá Árna Ey- lands. — 9: Kvenþjóðin og heimilið. HlustaÖ á útvarp. —■ 10: Forystugreinin: „í samráði við vinnustéttirnar“. Frægir rithöfundar hundeltir. (Utan úr heimi). — 11: Flokkun mannkynsins úrelt — 13: List um landið. Kvikmyndaþáttur. —- 18: íþróttir. ★---------------------------★ vopnahlé í Alsír. De Gaulle var staddur á sveitasetri sínu í Colombey les Deux Eglises, er honum barst þessi frétt. Hann hefur íhug- að ástandið í Alsír og rætt við ýmsa ráðgjafa sína, en ekki hefur hann kvatt ráðu- neytið saman til aukafund- ar. Stjórnmálaritstjórar velta því nú fyrir sér, hvað kunni að valda því að útlagastjórnin hafnaði til- boði de Gaulles, þar sem hún hafði þó áður lýst sig reiðubúna til slíkra viðræðna. í svari sínu segir útlagastjórnin, að hún vilji ekki ræða um vopnahlé, heldur almennt um stjórnmálaástandið í Alsír og sett var að skilyrði að viðræðurnar færu fram í hlut- lausu landi. Það er álit manna, að skoðanir meðal ráðherranna í útlagastjórn inni hafi verið skiptar um það hvort taka skyldi tilboðinu. Tveir Eramh. á bis. 19 KAUPMANNAHÖFN, 27. okt. (Einkaskeyti frá PaJi Jónssyni) — Danska ríkís- stjórnin hefur fengið tilboð frá Islandi þess efnis að færeyskir fiskimenn fái ákveðin fiskveiðiréttindi innan 12 mílna fiskveiði- takmarka íslands, gegn þvi að Danmörk veiti íslend- ingum samsvarandi rétt- indi við Grænland. Krístian Djurhuus, lög maður Færeyinga, gaf þessar upplýsingar í ræðu sem hann flutti í kvöld í færeyska útvarpið. Skýrir Berlingske Aftenavis fra þessu í kvöld. Lögmaðurinn bætti því við, að danska ríkisstjórnin væri ekki »eiðubúin að svo stöddu að gera slík við- skipti um réttindi Græn- lands. Upplýsingar þessar gaf Kristian Djurhuus sem svar við fyrri yfirlýsingu Erlends Paturssonar um að Færeyingar gætu fengið fiskveiðiréttindi með færi og línu innan íslenzkrar fiskveiðilandhelgi, ef Fær- eyingar höfnuðu hinni brezku málamiðlunartil- lögu varðandi landhelgi Færeyja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.