Morgunblaðið - 28.10.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.10.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. okt 1958 M OKC1 ’VriF 4 f) I Ð 9 Hlustað á útvarp í ERINDI er Jónas læknir Sveins- son flutti í utvarp um daginn, sagði hann m.a. að svissneskur læknir, merkur áhugamaður, hefði látið í ljós við sig þá skoð- un, að íslendingar hafi haldið klaufalega á sínum málum gagn- vart Bandaríkjamönnum. Sagði læknirinn (hinn svissneski), að Bandaríkjamönnum hafi verið það mikil nauðsyn, að hafa her- bækistöðvar á íslandi. Aftur á móti hafi ísland vantað margt, vegi, hafnir, hótel o. fl. o. fl. Bandaríkjamenn hefði ekkert munað um það, að láta hið fá- tæka land fá það, sem það þurfti til uppbyggingar og framfara. — Þannig líta útlendir, velviljaðir menn, með sæmilegu fjármála- viti á þessi mál. ★ Séra Óskar J. Þorláksson flutti erindi er hann nefndi Minningar um Kötlugosið 1918. Séra Óskar var þá 12 ára og átti heima í Vík í Mýrdal. Þetta var minnis- stæður atburður, ekki sízt fyrir dreng á hans aldri, ógurlegar hamfarir elda og vatna. Svo var öskufallið mikið í Vík, að kol- dimmt var um hádag, er það var mest. — Ég sá, héðan frá Reykjavík, hinn ægilega mökk er hnyklaðist upp á loftið í austri með ótrúlegum hraða. Og um kvöldið sáust glæringar og leift- ur í mekkinum héðan, þó sumir, sem nú eru að segja frá þessu geri nokkuð mikið úr því. Séra Óskar sagði efalaust alveg rétt frá og iaust við ýkjur. ★ Sunnudaginn 19. þ.m. var út- varpað frá Dómkirkjunni víxlu- athöfn. Biskup landsins, hr. Ás- mundur Guðmundsson, vígði ungan prest Jón Bjarman. Biskup flutti snjalla og fagra ræðu að vanda. Undarlegt virðist það, að þessi maður, sem engin ellimörk er á að heyra né finna, skuli nú eiga að láta af embætti fyrir aldurssakir og það þrátt fyrir það, að meginþorri presta lands- ins hefur óskað þess, að hann gegni biskupsembætti enn um hríð. Biskup vor er vissulega vinsæll maður, enda stórlærður, gáfaður og góðviljaður. Að öðr- um guðfræðingum ólöstuðum verður varla (ég vil segja alls ekki) annar honum fremri kjör- inn í hið virðulega embætti, með an hann heldur góðri heilsu. Von- andi nær frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi fram að ganga, en þar er svo fyrir mælt, að biskup megi halda embætti til 75 ára aldurs. — Ég vil geta þess, að mér þótti hin stutta ræða séra Jóns Bjarman, hins nývígða prests, mjög góð og athyglisverð. Hann gat hinna björtu og fögru vona sem við, er náð höfum þx’oska og fullorðinsárum fyrir heimsstyrjöldina 1914 bárum í brjósti um betri og batnandi heim friðar og framfara. Auðheyrt var að hinn ungi prestur skildi vel hin hræðilegu vonbrigði okkar. Það voru alvöruorð er hann mælti og vissulega tímabært nú, að snúa við áður en „hyrningar- steinninn", sem hann lagði út af fellur á þjóðirnar og kremur þær sundur. ★ Jónas Jónsson, fyrrv. ráðherra, talaði á sunnudaginn, um skóla- mál. Kvað hann mörg mistök í skólahaldi og kennslu. Taldi upp nokkrar skólabækur er ónotandi væru, frá málfræði Björns Guð- finnssonar niður í enn þá leiðin- legri skólabækur. Náttúrufræði kennsla væri á því stigi sem hefði verið fyrir 100 árum, steinrunnin aðferð, t.d. kennsla í grasafræði. Ætti að kenna þessa námsgrein með því að sýna unglingum grös og blóm. Á sama hátt ætti að kenna jarðfræði. Einn skóla hér á landi, taldi Jónas til fyrirmynd- ar, en það er Bifröst í Borgar- firði. Margt fróðlegt og skemmti- legt til umhugsunar sagði Jónas Jónsson í erindi þessu og kom með tillögur til breytinga á fræðslukerfinu. Kvaðst bráðlega mundu tala aftur í útvarp um þetta efni og koma þá með til- lögur til úrbóta. Benedikt Gíslason frá Hofteigi talaði um Vopnafjörð, en þaðan er hann ættaður og uppalinn í þeirri fögru sveit. Benedikt er ákaflega vel að sér í sögu lands- ins og ættfræði svo að fáir munu standa honum á sporði í þeim grelnum. Var fyrirlestur hans hinn áheyrilegasti og mjög fróð- legur. Þessir æskustöðvaþættir eru vinsælir, enda, flestir, vel fluttir. Lúðvíg Guðmundsson, skóla- stjóri, talaði um listiðnað. Þetta var eftirtektarvert erindi. Danir og fleiri þjóðir flytja mikið út af slíkum listiðnaðarvörum, svo sem húsgögnum, postulíni o. fl. Vafalaust gætum við einnig flutt út marga hluti af því tæi, í stað þess að við höfum hingað til flutt inn húsgögn, að ég ekki tala um um glervörur og postulín. Gler- gerð hefur verið reynd hér, en gekk illa af einhverjum ástæð- um. Þarf að athuga þetta mál, því allir vita að við flytjum allt of mikið inn en of lítið út. Iðn- aður þarf að stóraukast hér en landbúnaðarvörur að minnka, því þær verða aldrei samkeppn- isfærar á erlendum markaði og því óheppilegt að framleiða meira af mjólk og keti en við þurfunft sjálfir að nota. — Jón R. Hjálmarsson, skóla- stjóri flutti gott og fróðlegt er- indi um Justinianus keisara. Er auðheyrt að skólastjórinn er ágætur sagnfræðingur, hefur gagngert yfirlit og þekkingu á því tímabili sögunna- er hann fjallar um og flytur n.ál sitt vel og skipulega. — Þórunn Elfa Magnúsdóttir, rit- höfundur les nú kvöldsöguna og er það hin ágæta saga Selmu Lagerlöf, Föðurást, sem margir kannast við. Þorsteinn Jónsson. Jónas Jónasson sá um þáttinn t stuttu máli á sunnudaginn. Var það iistamannaþáttur eins og þessir þættir eru oft. Talaði hann i ^ fyrst við leikendur þá er sýna, | s í Þjóðleikhúsinu, leikritið Horfðu ) reiður um öxl, enskt leikrit, ný- stárlegt að byggingu. Á að sýna afstöðu ungs fólks, í Englandi, til lífsins nú á dögum. Margt er sjálfsagt hægt að segja illt um þetta ljóta leikrit, a. m. k. er að- alpersónan, Jimmy Porer kol- vitlaus maður. Eflaust má af- saka framferði hans, t.d. með því, að segja, að þetta „hafi kom- ið á óvart“, eins og ein leikkonan sagði um það sem hún var látin gera á leiksviðinu. — Þá talaði Jónas við Ævar Kvaran, en hann verður leikstjóri í næsta leikriti Þjóðleikhússins, sem er amerískt og heitir Sá hlær hezt. Það kvað vera um eins konar eldabusku. Leikendur tólf, þar á meðal Emilía Jónasdóttir í aðalhlut- verki, Indriði Waage og Haraldur Björnsson. í því leikriti, sem mun vera gamanleikur, er sú nýjung, að þar verða sýndir leik- endur í sjónvarpi. — f viðtalinu kvaðst Ævar Kvaran hafa byrjað að leika 1938, hann er stúdent, og lögfræðingur, sonur séra Ragnars Hjörleifssonar Kvaran, sem var ágætur leikari. Ævar er nú með- al fremstu leikara hér við Þjóð- leikhúsið. — Jónas Jónasson tal- aði við unga söngkonu Guðrúnu Tómasdóttur, sem er fædd á Hól- um í Hjaltadal og hefur stundað söngnám í London og New York. Ætlar hún að halda hér söng- skemmtun. Virðist hún hafa fagra og vel þjálfaða rödd. — Eitthvað fleira var í þætti Jónas- ar, söngur og gamanupplestur eða skopstæling á ensku. Á \uenjojó oi / . J.i heitnivio in °9 Bezt klœddu konurnar ÁRLEGA er gefinn út listj í Bandaríkjunum með nöfnum „10 bezt klæddu kvennanna Við rekjum hér nokkuð úr grein um listann er birtist í bandarísku kvennablaði til gamans fyrir þær konur sem hafa gaman af að lesa um hve sumar kynsystur þeirra geta komizt yfir að eyða miklu fé til þess að klæða sig. Sagt er að ekki gé hægt að „kaupa“ nafnið sitt á þennan lista, en óhætt er að fullyrða að enginn sem ekki hefur offjár handa á milli, fær nafn sitt birt þar. Þær konur sem á listanum eru, eyða árlega frá a. m. k. 10 þús. upp í 40 þús. dallara í fatnað, og er þar ekki reiknað með loð- feldum og skartgripum. Og til þess að geta átt von á sæti þar þarf meira til en fötin. Það þarf margvíslega „hæfileika", aUt frá góðri heilsu upp í háa stöðu í þjóðfélaginu. Það eru nokkrar konur sem alltaf eiga viss sæti á listanum og meðal þeirra er hertogafrúin af Windsor, Mrs. Winston Guest, Mrs. William Paley, Mrs. Rand- olph Hearst jr. og Mrs. Henry Ford jr. um“ í djúpum skápum. Síðir og fyi'irferðarmiklir kvöldkjoiar exu I geymdir endilangir í skúffum Og þessar konur þurfa seint og j ÞeSar samkvæmistiminn er úti. snemma að vinna úr ýmiss konar | Skórnir standa a slám alveg upp mannúðarmál, eru vei'ndarar , un<iir loft. Þjónustustúlkan sem hinna og þessara félaga, svo hugsar um fötin hefur rúllustiga 1 til þess að komast upp í efstu sem ki-abbameinsfélaga, verndarfélaga o. s. frv. barna- Söngskemmtun Cuðrúnar Jómasdóttur GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR efndi til, og er auk þess ágætlega til söngskemmtunar í Gamla Biói með aðstoð Fritz Weisshapp els síðastl. föstudagskvöld. — Mörgum mun hafa leikið forvitni a uo ; ic..cin„i' uu, eftir margra ára útivist og nám í Bandaríkjunum. Hún var raunar vel þekkt hér fyrir ágætar söng gáfur og fagra rödd áður en hún fór vestur um haf. Hlustendui urðu heldur ekki fyrir von- menntuð og framkomarx öll hin geðfelldasta. Alls þessa gætir í list Guðrúnar. Söngskráin var athyglisverð. bæði hvað val verkefnanna snerti, og svo fyrir hinn snyrti- lega frágang, sem stakk allmjög í stúf við söngskrár almennt. Voru hér t. d. birtar lauslegar þýðingar á textum tveggja laga- flokka: „Frauenliebe und Leb- en„ eftir Schumann og „spánsks þjóðlagaflokks“ eftir de Falla Gátu hlustendur nú loks haft einhverja hugmynd um efni textanna, en á það hefur oft vilj- að skorta tilfinnanlega, þegar um erlenda texta var að ræða. — Guðrún fór vel og smekklega með lög Schumanns og söng þau af næmum skilningi. Þetta gildii raunar um öll lögin, sem hún söng, en auk fyrrnefndra laga- flokka söng hún lög eftir Pergo- lesi, Gluck og Scarlatti, og ís- lenzk lög eftir Jón Þórarinsson, Magnús Bl. Jóhannsson, Ingunni Bjarnadóttur og Sigvalda Kalda- lóns. Með Guðrúnu Tómasdóttur bætist góður liðsmaður í hóp ís- brigðum. Guðrún hefur mikið emsöngvara og hygg ég, lært og röddin hefur þroskazt og aukizt, er hrein og tær, að vísu með nokkuð „neutrölum" blæ í hæðinni, ef svo mætti að orði komast. En söngurinn kemur frá hjartanu og túlkunin er vönduð og fáguð, enda er söngkonan músikölsk, eins og hun á kyn að hennar bíði bráðlega hlut- verk á sviði Þjóðleikhússins, því áreiðanlega býr hún einnig yfir góðum leikgáfum. Aðsókn var allgóð og viðtök ur mjög hjartanlegar og feiknir. öll bárust af blómum. P. I. Litið í klæðaskápinn Til gamans skal hér rakinn klæðnaður einnar af þessum kon- um og mun sjálfsagt margan furða að nokkur ein kona skuli eiga svona mikið af fötum: 5 loð- skinnskápur og 6 minni háttar loðflíkur, 28 síðir kvöld- og ball- kjólar, 14 cocktailkjólar og stutt- ir kvöldkjólar, 19 dragtir, 10 létt- ir ullarkjólar, 8 bómullarkjólar, 6 ullarkápur, 1 loðskinnsfóðruð kápa, 4 stutt-jakkar, 3 kápu- og kjólasamstæður, 8 stuttir silki- og chiffon-kjólar, 35 innisloppar og náttsloppar, 37 náttkjólar 8 nátttreyjur, 42 blússur, 29 peysur, 225 hanzkar, 89 pör af skóm, 37 hattar, 93 klútar og treflar, 23 undirkjólar og 8 undirpils, 16 buxur, 18 brjóstahöld og 4 hlýra- laus, 17 sokkabandabelti, 5 dúsin nælonsokkar, 28 handtöskur, 3 regnhlífar, 1 plastskóhlífar tath. engin regnkápa) 117 vasaklútar, 45 eyrnalokkar, 38 hálsmen, 28 nælur og prjónar og 16 armbönd! Meirihluti alls þessa er búinn til sérstaklega, nema skór, hanzk- ar, sokkar og klútar. Þessi kona átti 5 Alencon-blúndu-slæður, sem búnar voru til fyrir hana sérstaklega og kostuðu 185 doll upp hillurnar. Hún þekkir smekk hús móður sinnar svo vel að hún get- ur valið henni klæðnað við hvaða tækifæri sem er, án þess að ráð- færa sig við húsmóðir sína, jafn- vel pakkað mður fyrir helgar- ierð ★ En þetta sem við höfum nú tal- ið upp eru alls ekki öll fötin sem þessi kona á. Hún á nefnilega tvö sveitasetur, hús á eyju, og auk þess íbúð í annarri borg. Og á öllum stöðunum hefur hún einnig kynstrin öll af fatnaði. Reikna má ’New York fat.nað‘ þessarar konu á 100 þúsund doll- ara (16,32 millj. ísl. kr. reiknað á gengi!!.) Og til þess að halda þessu við þarf hún árlega að kaupa af stærri hlutum um 15 hatta, 8 dragtir, 3 kápur, 2 dús- ín af skóm og 2 kjóla (þar af eru a. m. k. 20 frá frægum tízkuhús- um, aðallega Dior og Baxenciaga og aðrir saumaðir af frægum tízku-sérfræðingum, gjarnan eft- ir hugmyndum frúarinnar sjáífr- ar). Þessi kona sem við höfurn tek- ið sem dæmi þykir ekki eyða til- finnanlega miklu í að klaeða sig. Margar eyða miklu meira en hún. En allar konurnar á listanum fræga eiga það sameiginlegt að ara stk., ein er handsaumuð með j Þær ,.kunna að klæða sig“ fyrir gullþræði. Undirkjólarnir eru handsaumaðir í París úr satím með belgískri blúndu og kosta 150 dollara stk. Buxurnar úr fínu silki, kosta 20 dollara parið. Brjóstahöldin eru úr þykku silki með blúndu, saumuð í New York og kosta 45 dollara Sokka- bandabeltin eru úr biúndu og satíni og kosta 60 dollara. Dxagtirnar kosta frá 800---1000 dollara, dagkjólarnir 500—700, coctail- og stuttir kvöldkjólar 500—850 og síðir kvöld- og ball- kjólar um 950 dollara, nerua einn rúbínrauður, úr brókaði frá Bal- enciaga, allur handsaumaður með litlum perlum og steinum og kost aði hann 2500 dollara. Hún á skósíðan minkapels, sein kostaði um 28 þús. dollara, fyrir utan aðra skinnavöru sem kostaði þúsundir dala. Hún á 3 demantshálsmen, út- skorna smargaða, rúbína, 7 per.u- festar fyrir utan aðra eðalsteina. Hún geymir fötin sín i bleiku fataherbergi sem er á stærð við stóra dagstofu. Skartgripirnir eru allir í merktum skúffum í öryggishirzlu, og við hana er þjófabjalla sem er í sambandi við aðalstöðvar leynilögreglufyrir- tækis í borginni. Herbergið er allt sett skápum og skúffum, sem hafa íramhlið úr gleri, þannig að hægt sé að sjá í fljótu bragði hvar hver hlutur er. Hattarnir eru á „gín- öll tækifæri. — Og þær fara vel með fötin sin. — Konan sem við höfum talað um hér segist t. d. alltaf hengja kjólana sína upp á herðatré er hún fer úr þeim „annars þarf að pressa þá,“ segir hún, „og það eyðileggur föt in. Við ikulum hafa þetta hugfast og reyua að komast hjá því að eyðileggja okkar fínu kjóla með því að láta þá ,liggja‘ til morguns! (þýtt A.Bj.) Egg, sem snýst eins og venjuleg skopparakringla, þegar það er sett af stað, er soðið. Sé það ósoð- ið snýst það með hægum, ójotir- um rykkjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.