Morgunblaðið - 28.10.1958, Side 18

Morgunblaðið - 28.10.1958, Side 18
18 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. okt. 1958 Sextán ára piltur vann til þrettán verðlaunapeninga á fáunt mótum A SUNNUDAGINN bauð Frjáls- íþróttasamband íslands til kaffi- drykkju miklum fjölda eldri og yngri frjálsíþróttamanna. Var samsætið haldið í Nausti og þar voru afhent verðlaun frá öllum þeim mótum sumarsins sem ekki höfðu áður verið afhent verðlaun fyrir. Það voru margir, ungir efnis- og skyldi sá hljóta til eignar er fyrstur hlypi 1500 m undir 3:50,0 mín. Það gerði Svavar í sumar. Afhenti Ben. G. Waage þennan bikar. Jón Hjartar, hinn gamalkunni spjótkastari, kvaddi sér hljóðs og hyllti Jóel Sigurðsson, sem um 20 ára skeið hefur verið einn okk ar bezti eða bezti maður í spjót- kasti. Afhenti Jón honum að gjöf frá gömlum spjótkösturum ljósa stiku eina fagra og kvað gjöfina vera þakklætisvott fyrir, að Jóel skuli hafa verið „eina ljósið“ í spjótkasti hérlendis um langt skeið. Var máli Jóns vel tekið, enda skörulega flutt og röggsam- lega. Ýmsar hvatningarræður voru fluttar og var hóf þetta hið á- nægjulegasta. Fram vann ÍR 16:11 Leikrit Strindbergs, „Faðirinn", hefur nú verið sýnt 8 sinnum vif ágæta aðsókn. Leikritið var sýnt 5 sinnum á sl. leikári og 3 sinnum nú í haust. Eins og kunnugt er, er leikritið eitt af meistaraverkum leikbókmenntanna, enda hefur það fengið mjög góða dóma, bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum. Nú eru aStins eftir tvær sýningar á „Föðurnum“ og er næstsíðasta sýningm í kvöld. — Aston Villa vann Bolton menn og gamlir og reyndir garp- ar, sem fóru með allþunga byrði verðlaunapeninga frá hófi þessu. Athyglisverðast var þó að 16 ára piltur Kristján Eyjólfsson ÍR, veitti þarna viðtöku 13 pening- um auk verðlaunaskjala, því að yfirleitt eru ekki veittir verð- launapeningar öðrum en fyrsta manni á drengjamótum, nema hinum stærstu. Hafði Kristján hlotið verðlaun þessi fyrir sig- ur í mörgum ólíkum íþróttagrein um og virðist þarna vera á ferð inni ný „stjarna“, svo mjög sem hann ber af jafnöldrum sínum nú. Ýmsir aðrir piltar höfðu unn ið til margra verðlauna, enda hafa margir unglingar náð mjög athyglisverðum árangri í sumar. Tignust verðlaun er þarna voru afhent var Forsetabikarinn. Hlaut hann Hilmar Þorbjörnsson Á fyrir bezta afrek unnið 17. júní í sumar — fyrir 100 m hlaup á 10,5 sek. Þá var Kristleifi Guðbjörns- syni afhentur Juuranto-bikarinn sem gefinn var af Erik Juuranto ræðismanni fyrir nokkrum árum og skyldi vinnast til eignar af þeim manni er fyrstur næði til- skildu afreki í 3000 eða 5000 m hlaupi. Náði Kristleifur því með tíma sínum í 3000 m hlaupi 8: 23,4 mín., sem er betra en Skráð drengjamet á Norðurlöndum var um sl. áramót, en ekki er vitað hvort einhver norrænn piltur hefur náð í sumar betra afreki en Kristleifur. Þá hlaut Svavar Markússon KR að gjöf bikar frá ísl. veitinga þjóni í Kaupmannahöfn. Hafði hann gefið bikarinn fyrir nokkru HANDKNATTLEIKSMEIST- ARAMÓT Reykjavíkur hófst að Hálogalandi á þriðjudaginn sl. og var ipótinu haldið áfram á sunnudagskvöld. Urðu þau ó- væntu úrslit að Fram vann ÍR með 16 mörkum geng 11 og sýndu svo góðan leik, að þeir geta orðið skeinuhættir jafnvel Reykjavíkurmeisturunum KR. Á laugardagskvöldið fóru fram 7 leikir, og urðu úrslit þessi: í 2. fl. kvenna vann Valur Ár- mann með 5:4 og Víkingur vann Fram með 7:0. í m.fl. kvenna vann KR lið Þróttar með 10:7. í A-riðli 3. flokks pilta vann Ármann KR með 7:4 og Þróttur vann Val með 7:3. í B-r'iðli sama flokks vann Fram Víking með 6:4. I A-riðli 2. fl. vann Ármann Víking með 13:3. Á sunnudagskvöldið fór fram keppni í 3. fl. karla B og skildu þá Víkingur og Fram jafnir 5:5. Einnig kepptu KR og Valur. í m.fl. karla vann Fram ÍR með 16:11. Náði Fram góðri byrj un 6:0 og gerði þar með út um leikinn. Þó ÍR næði um tíma að lækka þetta forskot niður í 3 mörk (12:9) þá tókst þeim ekki að ná undirtökum í leiknum og endanleg úrslit urðu 5 marka sigur Fram. Átti markvörður þeirra og Ágúst Þór mestan þátt þar í. Úrslit á laugardag 1. deild Aston Villa — Bolton 2:1 Blackburn — Arsenal 4:2 Blackpool — Everton 1:1 Chelsea — Leicester 5:2 Manch. Utd. — West Bromwich 1:2 Newcastle — Manchester C. 4:1 Nottingham F. — Preston 0:1 Portsmouth — Luton 2:2 Tottenham — Leeds 2:3 West Ham — Burnley 1:0 Wolverhampton — Birmingham 3:1 2. deild Barnsley — Ipswich 3:0 Brighton — Leyton 2:2 Bristol C — Sunderland 4:1 Cardiff — Stoke 2:1 Charlton — Lincoln 3:2 Grimsby — Scunthorpe 1:1 Huddersfield — Swansea 3:2 Liverpool — Sheffield W 3:2 Middlesbrough — Fulham 2:3 Rotherham — Bristol R 3:3 Sheffield U — Derby 1:2 3. deild Bournemouth — Bradford C 4:0 Bury — Accrington 3:1 Chesterfield — Doncaster 2:0 Colchester — Hull 1:3 Norwich — Wrexham 2:2 Plymouth — Notts Co 3:0 Q.P.R. — Halifax 3:1 Reading — Brentford 3:1 Rochdale — Newport 1:1 Southend — Southampton 1:1 Stockport — Swindon 2:0 Tranmere — Mansfield 2:2 ALDREI hefur keppnin í ensku deildarkeppninni verið jafnari um margra ára skeið. Ekkert lið virðist geta tekið hreina forystu, en liðin skiptast á um forystuna. Arsenal hefur aftur komizt í efsta sæti, liðið tapaði að vísu illa í Blackburn, en sigraði í Ast- on Villa á miðvikudag 1:2. West Bromwich sigraði United í Manc hester og hefur WBA unnið þrjá síðustu leiki ,en Manchester Utd. ekki unnið leik síðan 13. sept., annars hefur velgengni Newcastle vakið mesta athygli, en liðið hefur unnið fimm af síð- ustu sex leikum sínum og er að- ens einu stigi neðar en efstu liðin. Neðsta liðið Aston Villa sigr- aði Bolton á Villa Park með 2:1, við mikinn fögnuð yfir 30 þús. áhorfenda. Leeds sigraði Totten- ham í London á laugardag. Yfir 40 þús. áhorfendur komu að sjá Tottenham vinna annan stórsig- ur, því Leeds hefur gengið mjög illa undanfarið, en það urðu mik- il vonbrigði hjá áhorfendum þeg- ar Tottenham tapaði 2:3, eftir að hafa unnið fyrri hálfleik 2:1. Tottenham hafði áður unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli í síðustu sex leikunum. Manchest- er City er komið í neðsta sæti með aðeins óhagstæðari marka- hlutföll en Leicester, sem tapaði í Chelsea 5:2. í annarri deild hafa tvö lið bor ið mikið af í haust, en þau eru Sheffield Wednesday og Fulham. Liverpool hefur sigrað þessi „ó- sigrandi“ lið hvort á eftir öðru. Fyrir laugardagsleikiria hafði Wednesday unnið sjö leiki í röð og ekki tapað síðan í Stoke 25. ágúst og enn leit út fyrir að SW bæri sigur úr býtum, en þeir höfðu 2 yfir í hálfleik. Graham Leggatt skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik fyrir Fulham sem sigraði Middlesbro að heiman 2:3. Plymouth heldur enn foryst- unni í 3. deild með 27 stig, Read- ing hefur 23, Southend 21, Hull City 20 og Southampton, Colch- ester, Tranmere og Queens Park Rangers hafa 19 stig hvert. í 4. deild er keppnin aftur að harðna, þ.e. York tapaði heima fyrir Exeter 0:2. York City er samt enn efst með 23 stig, Port Vale og Coventry 22 stig hvort, Exeter City 21, Walsall, Shrews- bury, Millwall og Gillingham hafa hlotið 20 stig hvert. 1. deild Arsenal 15 8 2 5 41:24 18 W olverhampton 14 8 2 4 31:19 18 Bolton 14 7 4 3 27:18 18 Preston 15 7 4 4 28:22 18 West. Brom 14 6 5 3 36:22 17 Luton Town .... 14 5 7 2 26:18 17 Newcastle 14 8 1 5 31:26 17 West Ham Utd. 14 7 1 6 30:29 15 Chelsea 14 7 1 6 36:36 15 Blackburn 14 5 4 5 33:25 14 Nottm. Forest .... 14 6 2 6 26:22 14 Burnley 14 5 4 5 23:21 14 Blackpool 14 4 6 4 15:17 14 Manchester U. 15 4 5 6 30:26 13 Tottenham 14 5 3 6 33:33 13 Portsmouth 14 4 4 6 24:31 12 Leeds Utd 14 3 6 5 15:23 12 Everton 14 5 1 8 25:41 11 Birmingham .... 14 4 3 7 17:29 11 Aston Villa 15 4 3 8 22:38 11 Leicester 14 3 4 7 24:37 10 Manchester C. 14 3 4 7 21:37 10 2. deild Sheffield Wedn. 14 11 1 2 43:15 23 Fulham 14 10 3 1 39:19 23 Stoke City 15 9 2 4 29:25 20 Bristol City .... 14 8 1 5 34:23 17 Bristol Rovers 14 7 3 4 28:23 17 Charlton 14 7 3 4 32:28 17 Liverpool 14 7 2 5 28:24 16 Sheffield Utd. 14 5 4 5 20:14 14 Barnsley 14 6 2 6 25:28 14 Huddersfield .... 14 5 3 6 23:16 13 Cardiff City .... 13 6 1 6 22:23 13 Leyton Orient 14 4 5 5 20:21 13 Grimsby Town 14 4 5 5 25:33 13 Derby County 15 4 5 6 20:27 13 Middlesbro 14 4 4 6 25:18 12 Brighton 14 3 6 5 19:35 12 Swansea Town 13 4 3 6 24:25 11 Ipswich Town.... 14 4 3 7 18:24 11 Rotherham 14 4 3 7 19:32 11 Scunthorpe 14 2 5 7 19:31 9 Lincoln City .... 14 3 2 9 26:33 8 Sunderland 14 3 2 9 17:38 8 4:4 Á SUNNUDAGINN mættust landslið Dana og Svía á Rásunda- vellinum í Stokkhólmi. Leik lyktaði með jafntefli 4:4. Svíar höfðu forystu og náðu 3:2. Þá jöfnuðu Danir og skoruðu síðan 4. markið, þá tókst Svíum að jafna. Báðir voru með sín sterk- ustu landslið. Danir eru að von- um hrifnir mjög. UMF Stokkseyrar 50 ára á þessu ari Á ÞESSU ári minnast mörg hinna eldri ungmennafélaga hálfrar aldar afmælis síns. Eitt þeirra er Ungmennafélag Stokkseyrar sem var stofnað 35. marz árið 1908. Hefir félagið alltaf starfað síð- an. Á fyrstu starfsárunum var félagslífið með miklum blóma, átti það þá marga áhugasama og ágæta starfskrafta, einkum á íþróttasviðinu. Vöktu glímumenn félagsins mikla eftirtekt og þóttu Sundlaugin á Siglufirði yfirbyggð Verður einnig notuð sem íþróttahús SIGLUFIRÐI, 27. okt. — í til- efni þess að yfirbygging sund- laugar Siglufjarðar varð fok- held s. 1. laugardag, bauð bæj- arstjórn Siglufjarðar forystu- mönnum íþróttahreyfingarinnar á staðnum og fleiri aðiium að skoða bygginguna. - SKAK Framh. af bls 6 13 vinninga, eða 68,4%. Ennfrem- ur var Filippseyingurinn Borja verðlaunaður fyrir bezta árang- ur einstaklings í C-flokki, eða 13% vinning í 19 skákum. Mikið var um ræðuhöld í veizlunni og gagnkvæmar afhendingar gjafa. Þjóðverjar héldu þetta XIII. ólympíumót skáklistarinnar með miklum myndarbrag. Mætti margt gott segja um framkvæmd mótsins en fátt eða ekkert til álösunar. Framkvæmdastjóri var Ludwig Schneider, formaður bayerska skáksambandsins, skák- stjóri Willi Fohl frá Hamborg og skákdómari Alois Nagler frá Zúrich. Bæjarstjóri, Sigurjón Sæmunds son, bauð gesti velkomna, og gerði grein fyrir aðdraganda byggingarinnar og gangi verks- ins. Grunnflötur byggingarinnar er 710 ferm., lofthæð í sal 6,2 m. og alls er byggingin 5270 rúmm. Fyrirhugað er að setja gólf yfir þróna hluta árs og nota þá hús- ið sem íþróttahús. Gufuböðum verður í framtíðinni komið fyrir í byggingunni, svo og sólskýli sunnan hennar og barnaleikvelli, sem gerður verður næsta sumar. Verður þessi bygging nokkurs konar æskulýðshöll Siglfirðinga. Bragi Magnússon varðstjóri þakkaði bæjarstjórninni fyrir hönd íþróttafélaganna þann dugn að og þá framsýni sem þessi bygging bæri glöggan vott um Fyrsti áfangi þessa verks, yfir- bygging laugarinnar, var boðinn út og lægsta tilboði tekið. Verk- takinn, Bjarki Árnason, bygg- ingameistari og starfsfólk hans, hefur leyst verk sitt af hendi af dugnaði og prýði. Þetta er eitt af þeim málum á stefnuskrá núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta, sem vel er á veg komið þegar á fyrsta starfs- ári hans. Mun sundlaugin um ókomna framtíð verða samastað- ur siglfirzkrar æsku og veglegt framlag til íþróttamála staðarins. —Stefán. bera af öðrum er þá íþrótt stund- uðu á þeim tíma. Átti það oft marga þátttakendur á íþrótta- mótum við Þjórsártún sem unnu til verðlauna fyrir afrek sín. En nú hefir dregið mjög úr starfs- áhuganum í þessu ágæta félagi og þeim fækkað sem tileinka sér hugsjónamál ungmennafélags- skaparins. Hefur þó sá félagsandi er ríkti meðal brautryðjandanna á fyrstu árunum reynzt mörgum hollt veganesti og mörgu góðu til vegar komið til heilla og fram- fara sveitinni og einstaklingum hennar. Þeir fáu sem enn eru ofan roldar af stofnendum þessa féiags minnast þeirra góðu áhrifa er þeir urðu þar fyrir og þess eld- móðs er greip hug þeirra þegar þessir „Vormenn íslands" voru að hefja starf sitt fyrir hálfri öld. Félagið minntist afmælisins með samkomu fyrsta vetrardag í samkomuhúsi staðarins. Kom þá einnig út afmælisrit, sem nokkrir félagar hafa skrifað í endurminningar frá fyrri árum félagsstarfseminnar. Ásgeir. Skákmótinu loldð HAFNARFIRÐI. - Skákmóti þvi, sem staðið hefir yfir hér undan- farið, lauk á sunnudaginn, og urðu þeir Sigurgeir Gíslason og Gunnar Gunnarsson efstir og jafnir með 5 vinninga hvor, næst ir urðu Birgir Sigurðsson og Halldór Jónsson með 4V2. — Annars urðu úrslit í síðustu um- ferð, sem hér segir: Sigurgeir og Gunnar gerðu jafntefli, Skúli vann Stíg, Birgir Hauk og Halldór vann Kristján. Röð keppendanna, var sem hér segir: 1—2 Sigurgeir Gíslason og Gunnar Gunnarsson 5 v., 3—4 Birgir Sigurðsson og Halldór Jónsson 4% v., 5 Skúli Thoraren- sen 3V2, 6 Stígur Herlufsen 3, 7 Haukur Sveinsson 2% og 8 Kristján Finnbjörnsson 0. — G.E.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.