Morgunblaðið - 28.10.1958, Side 19

Morgunblaðið - 28.10.1958, Side 19
Þriðjudagur 28. okt. 1958 MORGVTSHI AÐIB 19 Kirkjuþingið Frh. af bls. 2. flutti þessa ræðu, bað hann tíð- indamann Mbl. að geta þess, að ekki hafi mátt skilja orð hans svo á kirkjuþingi um daginn, er rætt var um frumvarp um bisk- upskjör, og ráðherrann minntist á endurreisn fornra sögustaða, að hann vilji láta flytja Alþingi fra Keykjavík og austur til Þing valla. ★ Gísli Sveinsson, fyrrum sendi- herra, og varaforseti þingsins tók næstur til máls. Gísli drap nokkuð á þá skipan er Jón Helga son var látinn gegna störfum áfram eftir að hafa náð hámarks- aldri embættismanna. Kvað Gísli það hafa verið algjöra lög- leysu. Sama máli gegndi um framlengingu á starfi presta hér, þar væru lögin þverbrotin. Bisk- upar og prestar verði auðvitað að lúta lögunum um hámarksald urinn. Síðan lýsti ræðumaður fyrir þingheimi hvernig við slík um vanda er brugðizt í Noregi, þar sem hámarksaldurinn er 7C ár. Þar er i þeim tilfellum, að menn séu hæfir til að gegna embættum sínum áfram, ákveð- ið af stjórnvöldunum, að viðkom- andi maður skuli gegna embætti sínu áfram eitt ár í senn, en þó aldrei lengur eo fimm ár. Gísii kvaðst vera samþykkur frum- varpi því sem komið er fram á Alþingi um framlengingu bisk- upsdóms Ásmundar, og kvaðsc vona að stjórnarflókkar og stjórnarandstaða gætu orðið sam mála um málið, og það var a Gísla að skilja, að hann væri fús til málamiðlunar milli flokkanna í málinu. — Var auðheyrt að ræðumaður beindi máli sínu einkum til kirkjumálaráðherra. Að lokum upplýsti Gísli Sveins- son að kirkjuráði hefði einnig verið sent margnefnt frumvarp til umsagnar. Séra Þorgrímur Sigurðsson á Staðastað tók þessu næst til máls. Hann kvaðst þora að full yrða, að er prestar efndu til undirskrifta með áskorun un. framlengingu á biskupsdómi As- mundar Gúðmundssonar, hefðu þeir talið það mál jafnauðsótt og fyllilega eins eðlilegt og í þann tíð er kirkjumálaráðherra, sem einnig þá var Hermann Jónasson framlengdi embættistíð Jóns biskups Helgasonar. Kvað séra Þorgrímur að þrátt fyrir upp- lýsingar lögfróðra manna nú, um að framlenging biskups- dóms fengi eigi staðizt frá lagalegu sjónarmiði, væri skoð- un sín á málinu óbreytt, að í dag væri ekki annar maður hæfari til biskups en Ásmundur Guðmundsson. Það er bezt fyrir kirkjuna að hann verði enn um skeið biskup hennar, sagði ræðu- maður. Séra Jón Auðuns dómprófast- ur tók næstur til máls og kvað stuðning sinn við ályktun kirkju- þings í máli þessu leggja frek ari áherzlu á ákvörðun sína, er hann ásamt fjölda ann- arra presta landsins, skrifaði undir áskorendaskjalið um að Ásmundur biskup yrði enn um skeið biskup landsins. Séra Þorsteinn Gíslason tók mjög í sama streng og séra Jón Auðuns. Einnig tóku til máls Jón Jóns- son og próf. Magnús Már Lárus son. Töldu þeir mjög óheppilegt að mál þetta hefði verið sent kirkjuþingi til meðferðar, og lét Jón Jónsson þess getið, að það myndi þangað hafa verið sent, til þess að láta þingið „skandali- sera“, en ekki gerði ræðumaður neina grein fyrir þessari fullyrð- ingu, sem vakti furðu þing- manna. Einn þingfulltrúa bað Jón að gera nánari grein fyrir þessari fullyrðingu, en hún fékkst ekki. Að lokum var borin upp og samþykkt samhljóða ályktun kirkjumálanefndar, um að kirkju þing lýsi stuðningi sínum við efni frumvarps þess um breyting á lögunum um biskupskjör, sem nú liggur fyrir Alþingi. Þessu næst var tekin fyrir til- laga til þingsályktunar um kostn að af byggingu kirkjuhúss þjóð kirkjunnar. Frá allsherjarnefnd þingsins kom frumvarpið með öllu óbreytt, eh sagt verður nán- ar frá frumvarpi þessu síðar. Biskup lagði áherzlu á að þing- ið yrði að hraða störfum, því lög- um samkvæmt skuli þvi ljúka á föstudaginn. Horfur daufar á stofnun fríverzS. svœðis Evrópu PARIS, 27. okt. —NTB— Það hefur nú komið í ljós, svo ekki verður lengur um það villzt að djúpstæður ágreiningur ríkir milli Breta og Frakka um und- irstöðuatriði varðandi stofnun fríverzlunarsvæðis Evrópu, sem hafi ákveðið samband við tolla- bandalag Evrópu. Það er sá ágreiningur fyrst og fremst sem veldur því að lítið hefur miðað Enn valdaskipti í Pakistan Karachi, 27. okt. (Reuter) ÞAÐ kom mönnum á óvart í dag í Pakistan, að Iskander Mirza, forseti landsins gaf út tilkynn- ingu um, að hann hefði ákveðið að víkja fyrir félaga sínum Mo- hammed Ayub Khan hershöfð- ingja og afhenda honum allt vald ríkisins. í tilkynningunni eru greindar eftirtaldar ástæður til valdaaf- sals Mirza. 1) Að tveggja manna stjórn er ekki eins skjót sem einn maður að taka áríðandi ákvarðanir. 2) Það er álit margra, að ef við stjórnum tveir, þá hljóti að koma að því að skoðanaágrein- ingur komi upp milli okkar. Það var Iskander Mirza for- seti, sem lýsti því yfir þann 7. október sl. að hann tæki öll völd ríkisins í sínar hendur og leysti upp ríkisstjórn, þing og stjórn- arskrá landsins. Samtímis lýsti hann yfir gildistöku herlaga í landinu og fól Ayub Khan hers- höfðingja framkvæmd herlag- anna. PILTAR Cf (innnsfuna ? ég-hrinqanfl / AfJftefrvef/ 8 ’V Vonbrigói Framh. af bls. 1 ráðherranna, þeir sem rótttæk- astir voru lýstu sig mótfallna viðræðum og hermir orðromur að þeir hafi á úrslitastundu feng- ið stuðning Nassers. Múhameðstrúarmenn í Algeirs- borg hafa lýst vonbrigðum sín- um yfir því að útlagastjórnin skyldi hafna tilboði de Gaulles, og er það álit franskra manna að þetta geti orðið upphafið af miklum flótta úr herbúðum serkneskra uppreisnarmanna. Guy Mollet foringi franskra jafnaðarmanna og ráðherra í stjórn de Gaulles, sagði í dag, að serkneska útlagastjórnin hefði gert mikla skyssu, er hún hafnaði tilboðinu. Nú væri það sýnt að öfgamennirnir hefðu hrifsað til sín völdin. Parísarblaðið Paris-Presse birtir sarntal við Saad Dahlab talsmann útlagastjórnarinnar. Hann segir, að útlagastjórnin sé enn fús að hefja samn- ingaviðræður. Kjarni vanda- málsins, segir hann, er að de Gaulle vill ræða við okkur eins og franska uppreisnar- menn, en við viljum að- eins ræða við hann sem full- trúa annarrar þjóðar. Yfirstjórn franska hersins í Alsír segir, að 661 uppreisn- armaður hafi fallið í Alsír í síðustu viku. Nú er franska herstjórnin að undirbúa alls- herjarsókn gegn uppreisnar- mönnunum og mun það ætl- un de GauIIes, er hann fyrir- skipar þessa sókn að lokið verði við að „hreinsa“ landið áður en þingkosningar fara fram í lok nóvember Mýtt karSmannsreiðhjól var tekið úr porti hjá Morgunbl. í sl. viku. Þeir, sem gætu gefið upplýsingar um hjól þetta, eru vinsaml. beðnir að hrinsria í Morgunblaðið strax. Simi 2-24-80 Húsmæ^rafélag Rcykjavíkur heldur fund í Borgartúni 7, miðvikudaginn 29. þ.m. kl. 8,3u e.h. Umræðuefni: I. Heimilin og dýrtíðin. II. Vetrarstaríið. III. Kaffi. Allar húsmæður velkomnar. áfram viðræðum í Maudling- nefndinni svonefndu. Ágreiningurinn' milli Breta og Frakka er sá, að Frakkar telja fríverzlunarsvæði Evrópu loka- markið, en Bretar vilja tengja það við fríverzlunarkerfi, sem nái út um víða veröld. Frakkar vilja að stefnt verði að því að tengsl fríverzlunarsvæðisins verði æ meiri við Evrópumark- aðinn og þannig skapist ný, stór verzlunar og atvinnulífsheild, sem jafnist á við Bandaríkin og Sovét-Rússland. Bretar vilja hins vegar þrátt fyrir þátttöku í fríverzlunar- svæðinu hafa leyfi til þess að lækka tolla á vörum frá ákveðn- um löndum. Slíkt eru Frakkar hræddir við, því að það kynni að veikja aðstöðu þeirra á brezka markaðnum í samkeppni við japanskar og bandariskar vör- ur. Það er varla hægt að vænta þess að mikill árangur náist í viðræðum þessum, fyrr en aðild- arríkin koma sér saman um hvor leiðin skuli farin og kveða á um það en_ anlega hvað eigi að felast í hugtakinu „fri- verzlunarsvæði“. Formaður nefndar þeirrar, sem liefur haft þessi mál til meðferðar á vegum OEEC, en hann er Bretinn Reginald Maudling, var í dag svartsýnn á að nokkur árangur næðist. Birtist viðtal við hann í franska blaðinu Le Monde. Segir Maudling, að hann hafi verið bjartsýnn í júlí s. 1. en nú hafi málið gjörbreytzt. Hann bætir við: — Ég veit það með vissu, að það myndi valda miklum vonbrigðum meðal allra evrópskra manna, ef eng- inn árangur næðist. SENBISVEIN vantar okkur nú þegar á ritstiórna- skrifstofuna kl. 10—6. Aðalstræti 6 — Sími 22480. Mínar beztu þakkir færi ég vinum og vandamönnum sem heiðruðu mig á 60 ára afmæli mínu 8. okt. síðast- liðinn með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Kristín Sigurgeirsdóttir, Efstabæ, Ólafsvík. Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim, sem með heim- sóknum, gjöfum og skeytum gerðu mér sjötugsafmæli mitt, 14. okt. sl., ógleymanlegt. Sigurður Ó. Snædal. Hjartanlegar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með gjöfum, skeytum og heimsóknum á 85 ára af- mæli mínu 23. okt. s.l. Guð blessi ykkur öll. Halldóra G. Halldórsdóttir, (frá Bolungarvík). Elliheimilinu Grund. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUB V. EINARSSON stýrimaður, Vesturbraut 15, Hafnarfirði, andaðist laugardaginn 25. október í St. Jósepsspítala Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda. Ingibjörg Magnúsdóttir. Bróðir minn JÖRUNDUR GlSLASON vélstjóri, andaðist sunnudaginn 26. október. Jón Gíslason. Móðir okkar HÓLMFRlÐUR JÓNSDÓTTIR lézt 27. þ.m. að heimili dóttur sinnar Grettisgötu 28. Börn hinnar látnu. Þakka af öllu hjarta samúð ykkar allra vegna fráfalls mannsins míns SVEINMARS JÓNSSONAR Guð verndi ykkur. Hólmfríður Þóroddsdóttir. Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát SIGURÐAR Þ. GUÐMUNDSSONAR prentara. Sérstaklega þökkum við Hinu íslenzka prentarafélagi og læknum og öðru starfsfólki Bæjarsjúkrahússins fyrir lipurð og hjálpsemi í veikindum hins látna. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Þorbjörg Ingimundardóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Þórður Yngvi Sigurðsson, Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur stunúð við andlát og jarðarför konunnar minnar INGUNNAR ÓLAFSDÓTTUR frá Sviðholti. Sigurgeir Guðnason, systir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.