Morgunblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 1
9 Stjórnarblað upplýsir: Framlög til verklegra fram- kvœmda ver&i skorin ni&ur Vega- brúa- hafna- og rafork uframkvæmdir algörlega sföövabar á næsta ári Fénu, sem þannig sparast, kastað í verð bólguhít vinstri stjórnarinnar EITT AF MÁLGÖGNUM ríkisstjórnarinnar, AlþýðublaðiS birtir í gær fregn, sem hlýtur að vekja stórkostlega athygli, um nýjustu ráðagerðir stjórnarflokkanna um lausn efnahags- vandamálanna. Skýrir hlaðið frá því, að „ein Þeirra leiða sem Alþýðublaðið hefur frétt að rædd sé meðal stjórnmála- manna“ sé að skornir verði niður útgjaldaliðir fjárlaga „um 80 milljónir króna með því að draga úr fjárveitingum til vega-, brúa-, hafna- og rafframkvæmda í sveitum“. Segir blaðið síðan, að ætlunin sé að nota þessar 80 milljón- ir króna til þess að greiða niður verð á nauðsynjum og halda vísitölunni í skefjum. Ef úr þessu yrði, þýðir Þetta að stöðvaðar yrðu svo til allar verklegar framkvæmdir í landinu og því fé, sem til þeirra hefur verið varið kastað beint í hina vonlausu verð- til nýrra raforkuframkvæmda 10 milljónir króna og til raforku- sjóðs 15 milljónir króna. Samtals eru þetta 64 milljónir króna. Enda þótt fyrrgreindar fjár- veitingar væru allar felldar nið- ur á fjárlögum næsta árs, vant- ar því enn 16 millj. króna til þess að sú upphæð náist, sem málgagn Alþýðuflokksins ræðir um í gær. Má vera að komið hafi til orða innan vinstri stjórnarinn ar að ná þeirri upphæð með því t.d. að lækka fjárveitingu til vegaviðhalds um helming. En til viðhalds þjóðveganna voru á yfirstandandi ári veittar 33 millj. króna. Út í kviksyndið. Af ráðagerðum vínstri stjórnarinnar um niðurskurð Framh. á bls. 2. Edmund Brown f Demókrafar unnu stórsigur kosningunum i Bandaríkjunum hólguhít vinstri stjórnarinnar. Andstæðar yfirlýsingar f þessu sambandi má geta þess', að undanfarna daga hafa ráð- herrar kommúnista ýmist lýst því yfir í ræðum sínum, að ætl- unin væri að skerða kaupgjalds- vísitöluna um 20 stig eða að stór- auka niðurgreiðslur á verðlagi og afla fjár til þess með nýjum álögum á þjóðina. Nú bætist það við, að Alþýðublaðið lýsir því yfir, að bollaleggingar séu uppi um það, að fella niður öll fram- 3ög til verklegra framkvæmda og nota það fé, sem þannig sparast til þess að greiða niður verð- lagið og halda vísitölunni í skefj- um. Fer almenningur nú að eiga bágt með að átta sig á þvi, hvað raunverulega sé að gerast í her- búðum vinstri stjórnarinnar í þessum þýðingarmiklu málum. Flokkar hennar boða ýmist stór- fellda vísitöluskerðingu, niður- greiðslur og skattaálögur eða niðurskurð verklegra fram- kvæmda til þess að hægt sé að halda áfram austrinum í dýrtíð- arhítina! 64 millj. kr. á fjárlögum þessa árs í þessu sambandi er rétt að al- menningur viti, hvaða fjárhæð- um er á yfirstandandi ári sam- kvæmt núgildandi fjárlögum varið til verklegra framkvæmda. Til nýrra þjóðvega voru veittar tæpar 16 millj. króna, til brúa- gerða 10 millj. króna, til hafnar- og lendingarbóta 13 millj. króna, Aref orðinn svikari BAGDAD, 5. nóv. Reuter. — Ab- dul Salam Mohammed Aref, fyrr- verandi aðstoðarforsætisráðherra íraks og hægri hönd Karems Kass ems forsætisráðherra byltingar- stjórnarinnar, var handtekinn í Bagdad í gær og verður dreginn fyrir rétt, sakaður um samsæri gegn öryggi föðurlandsins. Aref var einn helzti leiðtogi byltingar- innar 14. júlí sl. og var um sinn næstvoldugasti maður landsins. Hann var ákafur fylgismaður Nassers og vildi, að írak sam- einaðist Arabíska sambandslýð- veldinu. í síðasta mánuði var hann gerður sendiherra í Vestur- Þýzkalandi. ★-------------★ Það var Kassem sjálfur sem gaf út tilkynninguna um fangels un Arefs og væntanleg réttar- höld. Hann gerði það sem æðsti maður hersins í írak, en Aref var næstæðsti maður hersins á sínum tíma. í tilkynningunni sagði, að Aref hefði komið aftur til Bagdad í óleyfi. Þar sagði ennfremur: „Menn geri sér ljóst, að hags- munir fólksins og öryggi lýð- veldisins eru mikilvægari en hags munir einstaklingsins“. • Bergen, 5. nóv. Nú liggja fyr- ir skýrslur um 204 veiðiferðir norskra síldabáta til fslandsmiða í sumar, og veiddu þeir alls 209.935 tunnur af síld. Washington, 5. nóv. NTB-Reuter. ÞIN GKOSNIN G ARN AR í Bandaríkjunum í gær færðu Demókrötum meiri völd á þingi en þeir hafa nokkru sinni haft síðan F. D. Roose- velt stóð á hátindi vinsælda sinna á f jórða tugi aldarinn- ar. Eisenhower forseti er Nelson Rockefeller fyrsti forseti Bandaríkjanna, sem hefur staðið gagnvart þingi, þar sem andstæðing- arnir voru í meirihluta, þrjú kjörtímabil í röð. Klukkan sex í gærkvöldi var málum þannig komið, að Demó- kratar höfðu tryggt sér 279 sæti í fulltrúadeildinni, en Repúblik- anar 146 sæti. Enn var ekki búið að fá endanlegar niðurstöður um 27 sæti. í öldungadeildinni höfðu Geislunin yfir Danmörku tífaldasf Fimmtudagur, 6. nóvember. Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Ríkisstjórnin hefir enn ekkert lán fengið til togarakaupa. Frá umræðum á Alþingi. — 6: Bridge-þáttur. Ný framhaldssaga kynnt. — 8: Ritstjórnargreinin nefnist: Fjár málaöngþveitið og Eysteinn Jónsson. Suzie Wong — af frönskum og kínverskum ættum.------Fyrsta líkanið af tunglhúsi. (Utan úr heimi). — 9: „Hver, sem örlög Pasternaks verða hefir hann tryggt sér sæti, sem mesti velgerðarmað- ur mannkynsins . . .“ Ræða Gunnars Gunnarssonar. ★--------------------------★ Kaupmannahöfn, 5. nóv. Einka- skeyti til Mbl. GEISLUNIN í andrúmslofitnu yfir Danmörku hefur tífaldast vegna hinna miklu vetnisspreng- inga Rússa í október. Geislavirk ský liggja yfir meginhlutanum af Skandínavíu síðan sprenging- arnar áttu sér stað. Bæði Norð- menn og Svíar hafa skýrt frá því, að geislunin hjá þeim hafi einnig tífaldazt. Danskir sérfræðingar, sem mælt hafa hina miklu geislun í regnvatninu, segja að það sé ekki hættulaust, sé vatnið notað til drykkjar, en drykkjarvatnið er að mestu jarðvatn, sem sýnir litla aukningu á geislun. Sama máli gegnir um fæðutegundir. Heilbrigðisyfirvöidin líta svo á, að ástandið sé ekki hættulegt. Eftir vetnissprengjur Rússa í vor jókst geislun í regnvatni enn meir en nú, en hún hvarf tiltölulega fljótt. Demókratar fengið 62 sæti, en Repúblikanar 34 sæti. Repúblikanar unnu New York Repúblikanar unnu hins vegar mikilvægan sigur í kosningun- um í gær, þegar hinn 50 ára gamli milljónamæringur Nelson Rockefeller var kosinn ríkisstjóri í New York-ríki í stað Averells Harrimans, sem bauð sig fram í annað sinn í ár. Með sigri sínum varð Rockefeller eitt af senni- legustu forsetaefnum Repúblik- ana í forsetakosningunum 1960. Nixon varaforseti er líklega skæð asti keppinautur hans á þeim vettvangi. Sigur Rockefellers hefur rænt Harriman öllum möguleikum á að verða forseta- efni Demókrata í næstu forseta- kosningum. Mesti sigur í 20 ár Kosningarnar í gær færðu Demó- krötum stærri meirihluta í öld- ungadeildinni en þeir hafa nokkurn tíma haft síðan 1940, þegar 65 Demókrtar sátu í öld- ungadeildinni og Roosevelt var kosinn forseti í annað sinn. Allar líkur benda til, að í fulltrúadeild- inni fái Demókratar stærri meirihluta en þeir hafa haft síð- an 1936, þegar 333 Demókratar sátu í deildinni. Demókratar tryggðu sér 34 ríkisstjóra Núverandi þing, sem situr fram í janúar, er þannig skipað, að í öldungadeildinni eru 49 Demókratar og 47 Repúblikanar, en í fulltrúadeildinni 235 Demó- kratar og 200 Repúblikanar. Demókratar unnu líka óvænt- an stórsigur í ríkisstjórakosning- unum í gær, og höfðu í gærkvöldi tryggt sér 34 af 48 ríkisstjórum Bandaríkjanna. Fjármálastefnan gagnrýnd í kosningabaráttunni hafa Demókratar gagnrýnt harðlega fjármálastefnu Repúblikana, og formælandi flokksins heldur því Framh. á bls. 2 Brezk herskip búa sig undir harðari átök við Island OSLO, 5. nóv. — Norska blaðið Aftenposten skýrði frá því í fyrradag, að í uppsiglingu séu harðari átök í fiskveiðideilu Breta og Islendinga. Eftir samn- ingsviðræður flotamálaráðuneyt- isins og brezkra útgerðarmanna hafi verið gerð ný áætlun um hlutverk brezku „verndarskip- anna“. Sagt er að hinar nýju reglur standi í sambandi við þá ætlun íslendinga að leyfa ekki sjúk- um brezkum sjómönnum að koma í land á íslandi til læknis- aðgerða. Herskipin verði því að geta hjálpað togurunum.í hvers konar neyðartilfellum. Af þeim sökum hafi verið útbúin sérstök deild sem veitt geti sjómönnum nauðsynlega hjálp, þegar slys eða sjúkdóm beri að höndum. Ennfremur eiga herskipin að geta veitt togurunum aðstoð, ef þeir verða fyrir einhverjum skakka- föllum á hafi úti, t. d. vélabilun o. þ. u. 1. Þessi nýja áætlun á að koma til framkvæmda í nóvember. Brezka blaðið Daily Mail sagði á laugardaginn, að íslenzku varð- skipin mundu nú herða á eftirlit- inu með brezkum togurum, sem veiða innan 12 mílna fiskveiði- takmarkanna. í því skyni hafa áhafnir varðskipanna verið vopn aðar og leitað eftir sjálfboðalið- um til að taka þátt í aðförinni að brezku togurunum, segir blaðið. Aftenposten bendir á, að nú séu vetrarstormar fyrir dyrum, og muni þeir gera herskipunum miklu erfiðara fyrir að veita tog- urunum aðstoð. Fréttir i stuttu máli • Túnis, 5. nóv. Frakkar skutu í dag á þorpið Sakiet Sidi Youss- ef í Túnis í dag. Þorpið liggur rétt við landamæri Alsírs og varð fyrir franskri loftárás i febrúar. Samkvæmt fréttum frá Túnis fóru tvær franskar her- deildir inn fyrir landamæri Tún- is í nótt og lentu í bardaga við uppreisnarmenn frá Alsír. Tún- isstjórn hefur sent frönsku stjórn inni hörð mótmæli. » * %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.