Morgunblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ V-stinningskaldi með hvössum éljum. Hitastig nálægt frostm. 254. tbl. — Fimmtudagur 6. nóvember 1958 PASTERNAKS-málið Ræða Gunnars Gunnarssonar á bls. 9. „Sjöundi dagur i paradis" eftir Mugg Nœstu íbúðarbyggingar í hinu nýja Háaleitishverfi Bæjarráðsmenn Sjálfstæðismanna leggja fram byggingaráætlun Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn, lögðu Sjálf- stæðismenn fram tillögu um miklar byggingaframkvæmdir á vegum Reykjavíkurbæjar í hinu nýja íbúðarhverfi, Háaleitishverf inu og miðast tillögur þessar við það að hægt verði að hefja bygg- ingaframkvæmdir næsta vor. Þessi tillaga bæjarráðsmanna Sjálfstæðismanna var ekki tekin til endanlegrar afgreiðslu á þess- um fundi bæjarráðs, en mun væntanlega verða afgreidd til bæjarstjórnar að loknum næsta fundi ráðsins, sem trúlega mun haldinn í lok þessarar viku. Tillaga þessi er framkomin í sambandi við áætlun bæjarins um byggingarmál frá því í nóv- embermán. 1955 og hljóðar svo: í stað þess að byggðar verði 84 íbúðir í 7 fjölbýlishúsum við Elliðavog eftir uppdráttum Gunnlaugs Halldórssonar og Guð mundar Kr. Kristinssonar og upp dráttum Sigurjóns Sveinssonar, verði byggðar 100 íbúðir í Háa- leitishverfi að mestu samkvæmt teikningum, er hlutu 1. og 2. verð laun í hugmyndasamkeppni um fjölbýlishús við Elliðavog. Stefnt sé að því, að öllum teikningum verði lokið fyrir næsta vor. Mið- að verði við eftirtaldar íbúða- stærðir: 60 3 herb. íbúðir 40 2 — — Byggðar verði 70 íbúðir í tveggja hæða húsum í Háaleitis- hverfi, skv. framlögðum teikn- ingum. Miðað verði við eftirtald- ar íbúðastærðir: 28 3 herb. íbúðir 42 2 — — Byggingarnar verði boðnar út, þegar teikningum er lokið. Bátur strandar í Engey Fyrir jólin mun Helgafell senda á markaðinn fjórar, eða fimm nýjar málverkaprentanir eftir málarana Mugg, Jón Stefánsson, Kjarval, Ásgrím Jónsson og Kristján Davíðsson. Ein þeirra „Sjöundi dagur í paradís“ eftir Mugg (Guðmund heitinn Thorsteinsson) er nú komin á markað- inn og verður til sölu í bókaverzlunum eftir daginn í dag. Þessi mynd Muggs er ein þeirra sem prófessor Rieseby í Kaupmannahöfn gaf íslenzka ríkinu í sumar. Er hún talin ein bezta mynd listamannsins ásamt altaristöflunni á Bessastöðum. Rieseby léði Helgafelli myndina til eftir- prentunar í vor, áður en hún var send til íslands. Margar þeirra mynda, sem Helgafell hefur sent á markaðinn, hafa verið sendar víða um heim og þykja þær sambærilegar við hið bezta sem gert er I Evrópu. Myndin hér að ofan er af eftirprentun Helgafells á „Sjöunda degi í paradís.“ Sjálfstœðismenn óska jsess að Aljjingi verði gefin skýrsla um landhelgismálið Utanrikismálanefnd fæst ekki sett i löglegt horf ÁÐUR en gengið var til dagskrár á Alþingi í gær kvaddi Bjarni Benediktsson sér hljóðs og sagði: — Herra forseti. Svo sem kunnugt er, þá fór hæstvirtur utanríkisráðherra á fund Sam- einuðu þjóðanna, er þær varu kallaðar saman í september, til þess að vinna þar að landhelgis- máli íslendinga. Hann er nú kom inn hingað til lands fyrir all- löngu og hefur á þeim degi, sem Sameinuðu þjóðunum var hald- inn til heiðurs, í ýtarlegu erindi, er hann flutti um starf þeirra, vikið að landhelgismálinu og skýrt þar frá því, að ekki væru horfur á, að tillaga íslands um málið yrði afgreitt á sjálfu Alls- herjarþinginu, mundi hljóta stuðning. Hið sama kom fram í erindi, sem hæstvirtur utanríkis- ráðherra hélt í flokksfélagi sínu í gærkvöldi, að því er Alþýðu- blaðið segir frá í dag. Það er skoðun margra þing- manna, a. m. k. Sjálfstæðis- manna, að vel færi á því og raun- ar meira en það, að sjálfsagt sé, að þetta mál og meðferð þess sé rætt innan þingsins. Það voru horfur á því fyrst eftir að hæst- virtur utanríkisráðherra kom úr ferð sinni, að hann myndi gefa skýrslu um málið á fundi utan- ríkismálanefndar. En síðan reynd ist svo, að ekki hefur þótt kleift að setja þá nefnd á laggirnar, eins og lög standa til, og þeim fundi, sem þar var boðaður til þess að ráðherra gæfi skýrslu sína, hefur nú verið frestað a. m. k. um rúmar tvær vikur, og að því er ég bezt veit, er enn óráðið, hvenær sá fundur verði haldinn. Ég vildi því fara bess á leit fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, að hæstvirtur utanríkisráðherra gæfi þá skýrslu, sem hann hafði fyrirhugað, annaðhvort á fundi í sameinuðu þingi í almanna- áheyrn, eða ef hentara þykir, að skýrslugjöfin verði fyrir luktum dyrum, en hvort heldur yrði ákveðið, með þeim hætti, að þing mönnum gæfist kostur á að ræða málið og bera fram fyrirspurnir og hreyfa athugasemdum út af meðferð þess, ef atvik þykja standa til. Eins og sakir standa, mundum við ekkert hafa við það að at- huga, að fundurinn yrði haldinn fyrir luktum dyrum, ef hæstvirt ríkisstjórn eða utanríkisráðherra kjósa það heldur, en við teljum, Gamanleikur LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frumsýndi gamanleikinn „Gervi- knapann" eftir John Chapman sl. þriðjudagskvöld. Húsið var þéttskipað og undirtektir áhorf- enda með afbrigðum góðar. Leikstjóri er Klemenz Jóns- son, en aðalhlutverkin eru leikiri af Steinunni- Bjarnadóttur, Guð- jóni Einarssyni, Sigurði Kristins- syni, Eiríki Jóhannssyni, Ragn- ari Magnússyni og Kötlu Ólafs- dóttur. Næsta sýning verður á föstu- dagskvöld. • TAIPEI, 5. nóv. — í dag hófu kommúnistar mikla skothríð á eyjuna Kvemoj. Landavarnaráðu neytið á Formósu tilkynnti, að alls hefði verið skotið 5749 skot- um í dag. Þá var og tilkynnt að þjóðernissinnar hefðu eyðilagt 17 fallbyssur kommúnista á meg- inlandinu. að það megi ekki dragast, að til slíks samráðs hæstvirts utanríkis ráðherra við þingheim sé stofn- að. — ÞESS mun væntanlega aðeins skammt að bíða að neyzlumjólk Reykvíkinga verði öll d-fjörvi bætt, en læknar hafa látið í ljósi nauðsyn þessa yfir vetrarmán- uðina og hefur málið verið á döfinni frá því á árinu 1956. — Þetta mun hafa í för með sér lítillega hækkun á mjólkinni. Á fundi heilbrigðisnefndar bæjarins er haldinn var í fyrra- dag, skýrði dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir frá tilraunum þeim er gerðar hafa verið hér í bæn- um með fjörvibætingu neyzlu- mjólkur bæjarbúa. Hafði heil- brigðisnefnd ákveðið að slíkar tilraunir skyldu gerðar. Einnig gerði borgarlæknir grein fyrir bréfi frá forstjóra Mjólkursam- sölunnar um mál þetta. Telur Samsalan sig nú reiðubúna til að framkvæma fjörvibætinguna og setja í mjólkina fjörvið d3, gegn því að mjólkurlítrinn hækki við það um 2 aura. Með tilliti til þessarar upp- lýsinga Samsöluforstjórans, svo og þess að fyrir liggja skýrslur lækna um beinkröm í reykvísk- um börnum, og einnig álitsgjörð frá manneldisráði um þetta efni, þá samþykkti heilbrigðisnefnd- in að leggja eindregið til að öll neyzlumjólk bæjarbúa verði fjörvi bætt, allt að 1000 eining- ar fjörvis í lítra. Sem fvrr greinir er þess nú að vænta að innan skamms verði í GÆRMORGUN mátti sjá bát strandaðan úti í Engey. Bátur þessi heitir Faxafell, en hét áður Freydís. Báturinn hafði strandað í eyjunni í fyrrinótt og var einn maður um borð er það gerðist. Hafði hann kallað á hjálp úr landi gegnum talstöð bátsins og höfðu hafnsögumenn farið út á hafnsögubáti og bjargað mann- inum. Nokkur kvika hafði verið við bátinn, en björgun mannsins gekk þó vel. Að því er blaðið frétti, hafði maðurinn farið einn á bátn- um út úr Reykjavíkurhöfn þeirra erinda að snúa bátnum, en þá bilaði vélin, en á \ var sunnan strekkingur og rak bátinn upp í eyjuna. Nokkru fyrir hádegi var enn sendur hafnsögumaður á á þessu byrjað í Mjólkursamsöl- unni. Beinkröm í börnum er mjög algeng hér í Reykjavík og hefur prófessor Niels P. Dungal og einnig Katrín Thoroddsen, yfir- læknir barnadeildar Heilsuvernd arstöðvarinnar, bent á hve mik- il og alvarleg brögð séu að þessu hér hjá okkur. Víða um heim þykir slík fjörvi bætt mjólk sjálfsagður hlutur og er hún sums staðar öll bætt fjörvi en í öðrum löndum aðeins hluti mjólkurinnar og er þá seld við hærra verði til neytenda. Að lokum er þess að geta að bæjarráð hefur á fundi sínum á þriðjudaginn var eindregið stutt tillögu heilbrigðisnefndar- innar og kom borgarlæknir sjálf- ur á fundinn til að veita bæjar- ráðsmönnum upplýsingar um málið. Dagskrá Alb'mgis Á DAGSKRÁ sameinaðs Alþing- is í dag verður rætt um hvort leyfðar skuli tvær fyrirspurnir: um endurheimt handrita í Dan- mörku og um hafnargerðir o. fl. Á dagskrá neðri deildar eru 2 mál. — Frumvarp til laga um aldurshámark biskups er til 2. umr. og frv. til laga um skemmt- anaskattsviðauka er til 1. umr. strandstaðinn og bjargaði hann bátnum í land og fór með hann upp í bátanaust. Kauphækkun togarasjómanna BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi bréf frá Fél. ísl. botnvörpu- skipaeigenda: . í sambandi við fréttir dag- blaðanna um kauphækkun tog- arasjómanna, er rétt að benda á eftirfarandi: Sagt er að togarasjómenn hafi fengið 22% kauphækkun. En sú hækkun kemur aðeins á fasta- kaup, ekki á aflahlut, sem er svo til óbreyttur. Aflahlutur nemur hins vegar um og yfir helmingi launa tog- arasjómanna. Er því raunveru- leg hækkun á kaupi þeirra 9—. 11% eftir aflabrögðum. Þá ber að benda á það, að þegar samið var við togarasjó- menn í júní sl. fengu þeir ein- göngu lögboðnar hækkanir (þ. e. 5% auk lífeyrissjóðs), en síðan hafa flest stéttarfélög önnur fengið allmiklar kjarabætur um- fram þær er lögboðnar voru. Hálka eftir lítils- háttar snjókomu LÍTILSHÁTTAR snjókoma var hér í bænum í gærkvöldi, en skömmu áður frysti, svo skjótt myndaðist ísing og hálka á göt- um bæjarins. Gripu sumir til snjókeðjanna vegna hálkunnar. Nokkrir bílaárekstrar urðu vegna hálkunnar, og á Miklubraut 5, rann stór vörubíll í gegnum steinsteyptan garð. Slys varð ekki á fólki við þetta eða aðra þá árekstra sem urðu í gær. f KVÖLD kl. 8,30 hefst 2. er- indi Sigurðar Líndal, stud. jur. um „Hina nýju stétt“. Hann mun í kvöld ræða um kaflana: Eðli byltingarinnar. Nýja stéttin. Flokksríkið. Neyzlumjólk bœjarbúa verður nú fjörvi bœtt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.