Morgunblaðið - 16.11.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. nóv. 1958
MORCFWTtJ. AÐ1Ð
11
FRÍVERZIUN
siálfra okkar vegna
Ræða Péfurs Benedikfssonar á
Varðarfundi 12. þ.m.
Í>EGAR túnasléttur hófust á ís-
landi, voru ýmsir þeim mótfalln-
ir og færðu fram þau rök, sem
erfitt sýnist að hrekja, hve mjög
yfirborð túnanna hlyti að minnka
við það að gera úr þeim sléttan
flöt. Á öðrum tugi þessarar ald-
ar var ég sem stráklingur í mörg
sumur á miklu myndarheimili í
Borgarfirði. Ég minnist þess, að
þegar ég kom þar fyrst, voru þar
í túninu nokkrar leifar af svo-
kölluðum beðasléttum, miskúpt-
um skákum, —• og var mér sagt,
að þarna hefði verið reynt að
finna hinn gullna meðalveg milli
hinna æstustu túnsléttunarmanna
og hinna, sem halda vildu i hið
stærra yfirborð þúfnanna. Það
fór þó svo, að hinn rökvísi hugs-
anagangur þúfnavinanna hlaut al
gerlega að lúta í lægra haldi fyr-
ir sléttunarmönnunum. Reynslan
skar úr um það, að bóndinn fékk
meiri arð af sléttu túni en þýfðu,
— jafnvel þótt búið væri að sið-
mennta þúfurnar með beða-slétt-
uninni.
Verzlunin kryddar tilveruna
Ég hverf nú í bili frá þessum
búskaparhugleiðingum og fer að
tala um verzlun. Um aldaraðir
hafa tvær meginstefnur verið
uppi um verzlunarpólitík þjóð-
anna. Annars vegar er hér um að
ræða frjálsa verzlun, hins vegar
ríkis-ráðsmennsku. Hefir oltið á
ýmsu, hvor stefnan væri ofan á,
og margar aðferðir hafa verið
reyndar til þess að fara bil
beggja.
Meðan verzlunin var tiltölu-
lega lítill þáttur í leit manna að
lífsbjÖrginni var hún frjáls eða
því sem næst, kaupmenn voru
vinsælir af alþýðu manna og yfir
völdum, því að menn fundu, að
starfsemi þeirra kryddaði tilver-
una — oft í bókstaflegustu merk-
ingu.
Landsföðurleg einokun
Nú ætla ég ekki að fara að
rekja verzlunarsöguna, hvorki al-
mennt né Islands sérstaklega, en
hlýt þó að minnast þess, hvern-
ig kólfurinn sveiflaðist í hina
áttina. Landsföðurleg einokun
var nærri búin að murka lífið úr
þessari þjóð á 17. og 18. öld. Ein-
okuninni var ekki komið á af
illgirni, hún var í samræmi við
aldarandann, stjórnendurnir þótt
ust bezt vita, hvað þegnunum
hentaði og áttu auðvelt með að
sýna fram á það — á pappírnum
— hvílík sóun það væri á kröft-
um og verðmætum, að hver sem
væri mætti verzla hvar sem væri.
Einn kaupmaður í hverju plássi,
undir velviljaðri umsjá konungs-
ins, það mátti hverjum manni
vera Ijóst að nægði.
Samt tóku að breiðast út um
löndin straumar sem efuðust um
ágæti þessarar verzlunarstefnu,
eins og búfræðingarnir misstu
síðar trúna á þúfurnar. í fyrstu
var þó hér á landi farinn sá
gullni meðalvegur, — eins og gert
hafði verið við beðasléttunina, —
að gefa verzlunina aðeins að
nokkru frjálsa, öllum þegnum
Danakonungs, og það var ekki
fyrr en fyrir röskum 100 árum,
að öllum þjóðum var gert frjálst
að verzla hér á landi.
Við þóttumst hafa höndlað
mikið hnoss með verzlúnarfrels-
inu, og vorum hugsjón þess trúir
um langt skeið. En ekki var
það þó löngu eftir að stjórn
íslandsmála hafði flutzt inn
í landið, að „landsföður“-
sjónarmiðin tóku að stinga upp
kollinum í líki einkasölufrum-
varpa, — og í heimsstyrjöldinni
fyrri var landsverzlun komið á
sem bráðabirgðaráðstöfun — af
illri nauðsyn.
Frjáls verzlun vann nokkuð á
aftur fljótlega eftir ófriðinn, en
átrúnaðurinn á einkasölurnar, —
sem ég tel hina mestu villutrú —
vann þó á og verndartollar fóru
að komast á dágskrá.
Átrúnaður á afskiptasemina
Þó var það ekki fyrri en á 3.
tug þessarar aldar, sem verzl-
unarófrelsið fór að minna á forna
einokunartíma, þótt nýrri öld
fylgdi ný tækni. Tollar dugðu
ekki lengur og nú voru það við-
skiptahöft, — innflutningsbönn
og leyfakerfi, — sem héldu inn-
reið sína. Landsföðurleg stjórn á
öllum viðskiptum, og í biðsölum
Stjórnarráðsins reist líkneski til
dýrðar nýrri gyðju — afskipta-
seniinni. Hún trónar þar enn, og
auk margra smærri bænahúsa
hefir henni síðan verið reist eitt
meiriháttar musteri við Skóla-
vörðustíginn, beint á móti tugt-
húsinu, og kapellur í bönkunum,
sem verzla með erlendan gjald-
eyri.
Ég hefi svo mörg orð um þetta,
af því að mér er ljóst, að hér á
landi er nú að vaxa upp kynslóð
manna, sem ber hita og þunga
dagsins í viðskiptum sem öðru,
en hefir aidrei kynnst frjálsum
viðskiptum af eigin raun, kyn-
slóð, sem hefir tilhneigingu til
þess að líta á það sem náttúrulög-
mál, að ekkert megi gera án leyf-
is yfirvaldanna.
Við megum ekki lá þeim, sem
aldrei hafa séð hest hreyfa sig
án hnappeldu á framfótum, þótt
þeir telji það eðlilegt göngulag
hestsins að hoppa í hafti, en við
þurfum að reyna að vekja hjá
þeim forvitnina á því hvernig
færi, ef við skærum á hnapp-
' elduna.
Auðlærð er ill danska
Ég hefi nú rætt nokkuð um
strauma og stefnur í verzlunar-
málum hér innanlands. Þótt för-
vígismennirnir að þessum stefn-
um eigi ýmist lof eða last fyrir
aðgerðir sínar, er ekki því að
leyna, að afstaða leiðtoganna,
hvort heldur hefir verið i átt
frelsis eða ríkisforsjár, hefir
markazt af þeim stefnum, sem
uppi hafa verið erlendis.
Ekki er laust við að mér hafi
þó fundizt við fljótari til náms
á það sem síður skyldi, haftastefn
una, þegar hún hefir skotið upp
kollinum erlendis. „Auðlærð er
ill danska“ var máltæki í æsku
minni. Það er a. m. k. svo, að und-
anfarin tíu ár hefir haftastefnan
verið á hröðu undanhaldi í hin-
um frjálsu löndum, og þá fyrst
og fremst í þátttökuríkjum Efna-
hagssamvinnustofnunar Evrópu
eða Evrópu vestan tjalds á alþýð-
legu máli. Þó er ekkert lát á
henni að sjá hér á landi.
Fáni viðskiptafrelsisins hefir
nú aftur verið dreginn að hún
hjá þeim þjóðum, sem erU í far-
arbroddi í sókn vestrænna þjóða
fram á við. En þótt ég segi, að
þessi fáni hafi „aftur“ verið dreg-
inn að hún, er það ekki svo að
skilja að fylgismenn viðskipta-
frelsisins í dag hafi ekkert lært
og engu gleymt. Forvigismenn
viðskiptafrelsisins á 19. öld höfðu
kjörorðið „laissez-faire“ — „látið
hlutina eiga sig“, en slíkt algert
afskiptaleysi á sér fáa formælend
ur í dag. Styðjum hver annan til
heilbrigðrar samkeppni, gæti
verið kjörorð OEEC; innan þess
félagsskapar er að miklu leyti um
jafningja að ræða, en hin nýja
afstaða gagnvart þeim löndum
sem skemmra eru komin í efna-
hagsþróun, er þó kannske enn
merkilegri. Áður var litið á þessi
lönd sem akur auðmagnsins frá
iðnaðarlöndunum, nú er höfuðá-
herzlan lögð á að hjálpa þeim
fram á við, til efnahagslegrar og
pólitískrar velmegunar og sjálf-
stjórnar.
Alþjóðleg samvinna
Alþjóðastofnanirnar sem að
þessu vinna, eru orðnar margar.
Alþjóðabankinn, Alþjóðagjaldeyr
issjóðurinn, Matvælastofnun S.Þ.
Kannske mætti einnig nefna
UNESCO og Heilbrigðismála-
stofnun S.Þ. (WHO) í þessu sam-
bandi. NATO getur auk þess að
vera varnarbandalag, verið milli-
göngumaður um fjárhagslegan
stuðning þátttökuríkja hvers við
annað - svo sem dæmin sanna. Þó
er það OEEC ásamt dótturstofnun
sinni EPU — greiðslubandálagi
Evrópu — sem mestu hefir kom-
ið til leiðar um frjálsari verzlun
og frjálsari greiðslur innan
Evrópu. Þaðan hefir á undan-
förnum 10 árum mjög miklu ver-
ið áorkað. Kvótar og innflutn-
ingshöft er nú að mjög miklu
leyti horfið af þessu svæði, —
þótt nokkrum aðiljum hafi verið
veittar undanþágur. Má t.d. nefna
einn aðilja, sem hefir fengið stór-
ar undanþágur, máske vegna þess
hve smár ha»n er frá heildar-
innar sjónarmiði — fsland. Ann-
ar syndaselur hefir ekki syndg-
að eins mikið á móti reglunum
í hlutfallstölum, en veldur miklu
meiri vandræðum fyrir hin þátt-
tökuríkin. Það er Frakkland.
Þegar kvótarnir og innflutn-
ingshöftin voru farin að hverfa
að mestu og greiðslur milli þátt-
tökuríkjanna fóru að komast í
viðunandi horf, tóku menn innan
OEEC að leita fyrir sér um frek-
ari framsókn til viðskiptafrels-
is, og þá urðu tollarnir næst fyr-
ir. En hér var sótt fram á tvenn-
um vígstöðvum, ef svo mætti
segja — og er þá raunar sleppt
umtali um hinar þriðju, GATT
(General Agreement on Trade
and Tariffs), sem starfar á veg-
um SÞ og eitthvað hefir orðið
ágengt, a. m. k. um stöðvun toll-
hækkana.
Tvennar vígstöðvar
Hinar tvær vígstöðvarnar eru
annars vegar „Sameiginlegi
Evrópumarkaðurinn" og hins
vggar „Fríverzlunarsvæði Evr-
ópu“. Hér þarf að greina vand-
lega á milli.
„Sameiginlegi Evrópumarkað-
ur“ eða „Efnahagsbandalag Evr-
ópu“ (European Economic Comm
unity) er tollabandalag 6 ríkja
— Frakklands, Þýzkalands, ftalíu,
Belgíu, Hollands og Luxemburg-
ar. Sáttmálinn um bandalagið
gekk í gildi um síðustu áramót.
Á næstu 12—15 árum eiga banda-
lagsríkin smám saman að afnema
alla tolla hvert gagnvart öðru
og færa tolla sína út á við í það
ho_ . að þeir verði þeim allir
sameiginlegir, — frá þessu sjón-
armiði verða þau eins og eitt
land. Þau hafa og komið á sameig
inlégum stofnunum, sem hafa
úrslitavald innan síns valdsviðs
— og enginn hefir neitunarvald
eins og t-d. í OEEC. Aðalnefndin
er ráðherranefnd, en allmörgum'
öðrum sameiginlegum stofnunum
er komið upp.
Efnahagsbandalagið er þáttur
í pólitískri hreyfingu, sem uppi
hefir verið um miklu nánara sam
starf þessara 6 ríkja. Kola og
Stálstofnunin og Eur'atom (til
friðsamlegrar nýtingar kjarn-
orku) eru tvær aðrar greinar
þessarar samvinnu. Ein hin mik-
ilsverðasta, Evrópuherinn, sem
Frakkar áttu tillöguna að, —
strandaði loks á því að þeir stað-
festu sjálfir ekki sáttmálann.
Fríverzlunarsvæðið er hugsað
sem miklu lausari samtök og
meira í beinu framhaldi af starf-
semi OEEC. Hugsunin er sú, að
öll þátttökuríki í OEEC afnemi
smám saman (á 12 til 15 árum)
alla tolla sín á milli af vörum,
sem framleiddar eru á fríverzl-
unarsvæðinu, en gagnvart lönd-
um utan fríverzlunarsvæðisins sé
þeim frjálst að ákveða þá tolla,
sem þeim sýnist, — og geta þeir
þá orðið mjög mismunandi hjá
þátttökuríkjunum. Hér er ekki
stefnt að svipað því eins náinni
samvinnu eins og í tollabanda-
laginu, og enginn framtíðar-
draumur um Bandaríki Evrópu,
sem upp úr Fríverzlunarsvæðinu
eigi að rísa. Á hinn bóginn nær
það til miklu fleiri aðilja en
tollabandalagið.
Pétur Benediktsson
Neytandinn hagnast mest
Bæði fríverzlunarsvæðið og
tollabandalagið byggjast á þess-
ari sameiginlegu grundvallar-
hugsun: Með því að skapa stórt,
tolla- og haftalaust svæði, skap-
ast möguleikinn fyrir betri verka
skiptingu innan svæðisins. Sá,
sem framleiðir einhverja vöru
betur og ódýrara en aðrir innan
svæðisins, getur gefið sig að því;
einkum skapast skilyrðin til ódýr-
ari framleiðslu margra vöru-
tegunda með stóriðnaði, þegar
markaðurinn stækkar. Það, sem
menn eiga von á að gerist innan
tollabandalagsins og á fríverzlun-
arsvæðinu er því hið sama, sem
gerst hefir í Bandaríkjum Norð-
ur-Ameríku. Risafyrirtæki safna
auð og gróða, — en sá sem græð-
ir mest er þó neytandinn sem
vegna ódýrari framleiðsluhátta
fær betri varning fyrir lægra
verð. Þar með er stefnt að hinni
einu sönnu kauphækkun. Vegna
betri verkaskiptingar og betri
starfshátta, fær hver vinnandi
maður' meira í sinn hlut, ekki
aðeins í peningum, heldur í hverj
um þeim lífsþægindum, sem við
verði má kaupa.
Það má fá skjótan samanburð
á þessari stefnu sem ég var að
lýsa og forsjár- og afskiptastefn-
unni með því að breyta einu
orði í gömlum málshætti.
Eins dauði er annars brauð
segja haftamennirnir, þeir sem
alltaf hugsa í sérleyfUm og bitl-
ingum.
Eins gróði er annars brauð
gæti verið kjörorð hinna, sem
trúa á það að meira athafnafrelsi
og frjálsari viðskipti gefi bæði
einstaklingum og heildinni meira
í aðra hönd,
Reginmunur
Ég ræddi um sameiginlega
grundvallarhugsun fríverzlunar-
svæðisins og tollabandalagsins. —
Nú kem ég að þeim reginmun,
að tollabandalagið kemur fram
1 sem ein heild út á við, það hleð-
ur um sig múra, háa eða lága
eftir atvikum, og spillir að þvi
leyti aðstöðu annarra til þess að
komast inn á þennan markað.
Innan tollabandalagsins eru
þjóðir, sem fram til þessa hafa
fylgt gerólikri tollastefnu. Hol-
land og Ítalía hafa t.d. haft lága
tolla, en Frakkland verið toll-
verndunarríki. Nú á smám sam-
an á mörgum árum að jafna toll-
múrinn hjá þeim öllum, lækka
hann hjá Frökkum en hækka
hann á flestum sviðum sennilega
hjá öllum hinum.
Áþreifanlegt dæmi um þetta
fyrir okkur íslendinga er það, að
enginn tollur er á saltfiski á
Ítalíu, en töluverður í Frakklandi
(og kannske einhver í hinum
löndunum fjórum, þótt það hafi
hingað til skipt okkur litlu, þar
sem þau eru ekki neytendur þeirr
ar vöru svo að neinu nemi).
Þetta verður til þess, að nú verð-
ur komið á saltfisktolli á Italíu,
að vísu lágum í fyrstu, en þó
hækkandi ár frá ári. Þetta getur
orðið til að spilla fyrir verzlun-
inni með þessa vöru almennt, auk
þess sem það bætir aðstöðu
Frakka í samkeppni við okkur.
Þeirra fiskur er þó svo ólíkur
okkar að gæðum, að varla er
unnt að tala um sömu vöru, og
því vafamál hve mikið við höf-
um að óttast. Þjóðverjar hafa og
í seinni tíð verið að ryðja sér
nokkuð til rúms á ítalska salt-
fisksmarkaðinn. Óneitanlega væri
nokkur hætta í því fyrir okkur,
ef þeim skapaðist þar betri að-
staða í tollum en sú sem við
höfum.
Eins og framleiðslu íslands
annars vegar og tollabandalags-
ríkjanna hins vegar er háttað,
var þarna aðalhættan af stofn-
un tollabandalagsins fvrir okkur
og kemur það á móti þeim ótví-
ræða vinningi sem er að sjá vin
sinn og nábúa auðgast fyrir betri
búnaðarhætti. Þann sama vinn-
ing fá öll hin þátttökuríkin í
Efnahagssamvinnu Evrópu, en
þau hafa einnig — og í miklu rík-
ara mæli en við — hagsmuna að
gæta af því að verða ekki utan-
gátta við markaðssvæði tolla-
bandalagsins.
Hnífurinn stendur í kúnni
Margar ástæður, þ. á m. t. d.
hjá Bretum hagsmunir á víðara
svæði heimsveldisins brezka,
liggja til þess að þessi lönd kæra
sig ekki um að verða aðiljar að
tollabandalagi Evrópu, en kjósa
hina leiðina — fríverzlunarsvæði
allra aðildarríkja að Efnahags-
samvinnunni — þau eru þá frjáls
um það, hvort þau hafa lága tolla
eða háa gagnvart öðrum, sín á
milli myndu þau fella niður toll-
ana af vörum framleiddum á fri-
verzlunarsvæðinu. Að öðru leyti
mættu þau, ef þeim svo sýndist,
fella niður alla tolla, annað
hvort gagnvart öllum eða tiltekn-
um flokkum þjóða. Það væri t.d.
ekki ósamræmanlegt fríverzlunar
svæðinu, þótt Bretar felldu nið-
ur tolla að einhverju eða öllu
léyti á vörum frá brezka heíms-
veldinu, eða Norðurlönd kæmu
upp tollabandalagi sín á milli —
eins og mikið er um talað — og
tækju Finnland með í það banda-
lag.
Hugsunin hjá forvígismönnum
fríverzlunarsvæðisins er sú, að
tollabandalag Evrópu verði aðili
að fríverzluninni. Hin skaðlegu
áhrif tollmúranna út á við hyrfu
því, að því er tekur til fram-
leiðslu allra landa á fríverzlun-
arsvæðinu.
Hér er það sem hnífurinn
stendur í kúnni.
Eins og ég gat um fyrr, gekk
sáttmálinn um tollabandalagið í
gildi um síðustu áramót að formi
til, og er ætlunin að farið verði
að framkvæma ýms efnisatriði
hans frá næstu áramótum. Til-
ætlunin var sú, að samtímis hefði
fríverzlunarsvæðinu vérið komið
til framkvæmda.
En hér er margan vanda að
leysa, og mikil undirbúnings-
vinna hefir verið unnin á undan-
förnum árum. Hvenær er vara,
sem unnin er úr innfluttum hrá-
Frh. á bls. 22.