Morgunblaðið - 16.11.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1S. nðv. 1958 MORCUNBLAÐ1Ð 13 l.udv!gr G. Braathen og Hákon Guðmundsson (t. v.) við ungt rauffgrenitré í Háafellsreitnum í Skorradal. Trén voru gróðursett 1951 og þau hæstu ná manni í öxl. (Ljósm.: Gunnar Rúnar). REYKJAVÍKURBRÉF undan skógræktarmöguleikum framtíðarinnar. Við íslendingar leggjum nú mikið kapp á að friða fiski- mið okkar, en gróðurfriðun og gróðurvernd hefur verið lát- in sitja á hakanum. Þrátt fyrir nokkur ákvæði í skógræktar- og sandgræðslulögum og heimildar- lög um ítölu virðist svo sem að hver maður megi níða landið að eigin vild. Og meira að segja landlausir menn, eins og margir kaupstaðabúar eru, hafa oft tugi og hundruð fjár án þess að eiga nokkurt gras eða gróður. Fyllsta ástæða væri til þess að gefa gróð- urverndinni meiri gaum en hing- að til. Landeyðing stöðvast aldrei á íslandi fyrr en komið hefur verið á almennri ítölu og farið verður að fylgjast með gróðri frá ári til árs. Sem betur fer er þó fjöldi manns, sem vill vinna og vinn- ur óeigingjarnt starf að skóg- ræktarmálum og að uppgræðslu lands. Alls eru fast að 10.000 manns í skógræktarfélögunum víðs vegar um landið. Skógrækt- arfélag íslands er sambandsfélag 29 héraðsskógræktarfélaga, og í mörgum sýslum eru nú deildir starfandi í hverjum hreppi. Að- eins í 3 sýslum eru ekki til skóg- ræktarfélög. Á sl. vori gróður- settu félögin alls um 750 þúsund plöntur eða helming þess, sem gróðursett var alls. Mest af þessu er gert af sjálfboðaliðum. komst merkur Norðmaður er hér ’ var, að orði á þá leið, að hia þjóðlega list, þ. e. a. s. hinar út- skornu öndvegissúlur Ingólfs, komu á undan Norðmönnunum sjálfum hingað til Reykjavíkur. En hvernig geta menn hugsað sér Aðalstræti lúta annarri nafn- gift en einmitt þessa nafns, sem alltaf og eilíflega er uppruna- lega strætið, sem lá frá bæ land- námsmannsins til sjávar, sjávar- gata hans. Svo segir í sögunum um Eirík rauða, að hann valdi sjálfur nafnið Grænland; til að laða ó- kunnuga að landi sínu. En ein- mitt nábýlið við Grænland hef- ur gert það land að miklum böl- valdi fyrir okkur. Það helzta sem dregur úr því er að sökum snún- ings jarðarinnar fer hafísinn (rekísinn) jafnan um vestanvert Grænlandshaf og suður í Atlants haf ,en ekki með austurströnd- inni íslandsmegin. Svo sagði mér á sinni tíð hinn heimsfrægi ameríski flugkappi Lindberg og kona hans er þau komu hér við á hnattflugi sínu 1933, að í öllum sínum margvís- legu flugferðum um heiminn, hefðu þau aldrei fyrirhitt svo gagngerða loftlagsbreytingu á jafnstuttri leið sem á milli Græn- lands og íslands, og þau höfðu enga ástæðu til að ýkja þessa um sögn sína, enda var þetta gamla áróðursbragð Eiríks rauða orðin heimsfræg ósannindi. Laugard. 15. növ. r Olafur Johnson látinn Á unga aldri dró Ólafur John- son það að hefja starfsferil sinn í nokkur ár þangað til lokið var við að leggja ritsímann til ís- lands og einangrunin hér var rof- in fyrir fullt og allt. En er hver framsýnn og athafnasamur mað- ur í íslenzkri verzlunarstétt gat valið heiminn að starfsviði sínu, þá var tíminn kominn fyrir Ólaf Johnson. Það var ómetanlegt happ fyrir hina ungu íslenzku verzlunarstétt að slíkur öndvegismaður varð til þess að hefja merki hennar, ung- ur að aldri með alla ævina fram undan. Þessi stétt gat ekki fengið ákjósanlegri brautryðj- anda en hann, sannmenntaðan gáfumann og glöggskyggnan. — Rúmlega þrítugur að aldri hóf Ólafur Johnson merkið, sem hann aldrei yfirgaf meðan líf og heilsa entist. Frá árinu 1907, er hann stofn- aði heildverzlunina O. Johnson & Kaaber, hefur hann verið hin lýsandi fyrirmynd allra frjáls- huga verzlunarmanna. En þann- ig lifir hann í verki sínu um ókomin ár til ómetanlegs gagns fyrir þjóð sína. Braathensskógur í Skorradal Hinn kunni norski stórútgerð- armaður, Ludv’g G. Braathen, var hér á ferð fyrir rúmum hálf- um mánuði. Hann hefur, sem kunnugt er, gefið Skógrækt rík- isins 40 þúsundir norskra króna, og hefur megninu af því fé ver- ið varið til þess að gróðursetja skóg við Stálpastaði í Skorradal. Þegar þeirri gróðursetningu lýk- ur, sem verður á vori komanda, verður svæðið allt um 30 hekt- arar lands. Ludvig G. Braathen á mikla skóga í Austurdal í Noregi og hefur bæði yndi og arð af þeim. Og hann eykur flatarmál skóga sinna ár frá ári með því að taka skóglaus lönd til ræktunar. •— Munu fáir í Austurdal standa honum framar i nýrækt í skógi og kannski enginn. Hefur hann glöggan skilning á því hvað skógar og skógrækt hlýtur að vera snar þátiur í lífi þeirra þjóða, sem norðlæg lönd byggja, og af þeim sökum fylgist hann vel með skógræktarstarfi okkar hér á landi. Þegar Braathen dvaldist hér um daginn fór hann ásamt Há- koni Guðmundssyni hæstaréttar- ritara, Hákoni Bjarnasyni skóg- ræktarstjóra, Sigurði Magnús- syni fulltrúa og nokkrum fleir- um upp í Skorradal til þess að líta á hinn unga skóg þar. Var farið um reiti þá, sem gróður- settir hafa verið árin 1956—1958, og leizt mönnum vel á ungviðið. Vanhöld voru mjög lítil. Farið var um ýmsa teiga, en því er þannig fyrir komið í Braathens- skógi, að í hvern teig er sett ákveðin tegund af þessum eða hinum uppruna. Verður því unnt, er fram líða stundir ,að bera saman þrif og þroska margra tegunda og afbrigða svo og að safna fræi af ýmsum uppruna. Gjöf Braathens til skógræktar á íslandi er ein hin merkasta gjöf, sem til landsins hefur bor- izt, og sannarlega mætti hún verða okkur hvatning um að herða nú á starfinu við skóg- ræktina. Úr því að minnzt er á skóg- inn við Stálpastaði má ekki gleyma gjöf þeirra hjóna Þor- steins og Ingibjargar Kjarval. Þau gáfu myndarlega fjárhæð til skógræktar haustið 1951, og voru gróðursettir um 5 hektarar lands fyrir gjöfina á árunum 1952— 1954. Þar er nú sprottið upp myndarlegasta ungviði greni, furu og fleiri tegunda. Reiturinn við Háafell Skammt innan við Stálpastaði er 20 ára gamall trjáreitur í landi Háafells. Guðmundur Mar- teinsson verkfræðingur og ung- mennafélag sveitarinnar gróður- settu þennan reit. Þar er nú um 4 metra hátt sitkagreni, blágreni nokkru lægra og skógarfura. Ennfremur var sett þar nokkuð af rauðgreni þegar reiturinn var stækkaður fyrir einum 8 árum. Sumt af þessu greni hefur vax- ið með slíkum ágætum, að það vakti undrun og aðdáun Braath- ens og ferðafélaga hans. Kvað Braathen svo á, að vöxtur þess Væri með slíkum ágætum, að hann gerðist ekki betri heima hjá sér í Austurdal. Orð þessi mega menn sannarlega muna. Nýjar trjá- tegundir Úr því að minnzt er á skóg- rækt er rétt að geta þess, að á undanförnum árum hefur skóg- ræktin unnið að því markvisst að flytja hingað trjátegundir frá ýmsum stöðum heims, þar sem loftslag er svipað og á íslandi. Sótt hefur verið fræ til margra staða, einkum Alaska, Norður- Noregs, Kanada, Norður-Rúss- lands og Síberíu, en auk þess hefur komið hingað fræ úr há- fjöllum víðs vegar um heim, jafn- vel allt sunnan úr Kína. Alls eru nú í uppvexti í gróðr- arstöðvunum 47 tegundir trjáa frá 186 vaxtarstöðum, og eru þá hvorki meðtaldar víðitegundir né runnar. Telja má til merkra tíðinda að í sumar hafa nokkrar tegundir erlendra trjáa borið þroskað fræ. Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum áður, en aldrei eins mik- ið og nú. Fræi hefur verið safn- að af þessum tegundum: Sitka- greni síberisku lerki, stafafuru, broddfuru, rauðgreni og lindi- fura bar nú nokkra köngla í fyrsta skipti. Þetta sýnir betur en allt annað, að þessar tegundir hafa unnið sér þegnrétt i íslenzku gróðurríki. Að auki má geta þess, að bæði blágreni, skógar- fura og fjallafura hafa áður bor- ið þroskað fræ, þó að þær teg- undir hafi ekki fylgzt með þess- um trjám í ár. Loks má geta þess, að fundizt hafa allmargar sjálf- sánar fjallafurur við Grund í Eyjafirði og á Þingvöllum, og eitt sjálfsáið sitkagreni kom í ljós á Tumastöðum í fyrra. Þarf þá ekki frekar vitna við. Tímamót Skógræktin á íslandi stendur nú á tímamótum. Tekizt hefur að koma á góðum og öruggum fræ- samböndum. Uppeldi trjáplantna er svo langt á veg komið, að því má haga samkvæmt getu þjóðarinnar til gróðursetningar. Erlendu trén vaxa hér mörg hver með ágætum. Sitkagreni hefur náð 10 metra hæð á 20 árum, þar sem skilyrði eru góð, lerkið á Hallormsstað hefur náð svipaðri hæð á sama tíma og vaxa nú um 16 teningsmetrar viðar á hektara lands. 36 ára gömul lerki hafa gildnað um 7—9 mm á ári um nokkurt skeið og er það feikna vöxtur. Nú verður því að á- kveða, hve mikið skuli gróður- sett á hverju ári. íslenzka birkikjarrið er ekki hátt í loftinu, en það verður fóstra nýrra skóga í framtíðinni. Birki- kjarrið er því alltof verðmætt til þess að því megi spilla með því að höggva það og ryðja til vafa- samrar nýræktar eða spilla því með óhóflegri beit. Með því að skemma það er verið að grafa Hinn rélti höf- undur Upprunalegur og eiginlegur höfundur Hitaveitu Reykjavíkur er sjálfur landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson. Hann gaf staðnum nafnið Reykjavík, og tengdi hann þannig við jarðhit- ann, „reykinn" upp af laugunum. En í margar aldir höfðu bæj- arbúar ekkert af þeim þægind- um að segja nema nafnið eitt, því kynslóðirnar, sem lifðu hér í Reykjavík voru að drepast úr kulda í eldiviðarlitlu landinu. — Menn geta búizt við því að mannabústaðir hafi ekki verið hér nema fárra mannsaldra gamlir, þegar bæjarbúar fóru að notfæra sér Reykjavíkurlaugarn ar til þvotta. Því sjálfur stiftamtmaðurinn, Hilmar Finsen og landshöfðing- inn, notfærði sér laugarnar, er hann var hér í embættum. Viðbúið er því að allur almenn- ingur notfærði sér þau þægindi ekki síður en hann. En engin ástæga er til að vefengja það, að nafnið sé beinlínis runnið frá landnámsmanninum sjálfum. Jarðhitinn hefur verið nýjung fyrir Ingólf, sem vissi ekkert um þetta náttúrufyrirbrigði, þegar hann kom beina leið frá jarð- hitalausu landi, Noregi. Er menn hugsa sér aðstöðu Ingólfs Arnarsonar er fyrstur kom hingað til landsins, er skilj- anlegt, að hann hafi talið sér feng að því að velja sér stað sem var áberandi til að vekja athygli sjófarenda sem að landi kynnu að koma. Óneitanlega er saga Ingólfs hins fyrsta landnáms- manns með meiri reisn en t. d. samtíðarmann hans Hrafna-Flóka er hrökklaðist til Vestfjarða og slysaðist til að velja landinu ís- landsheitið óhugnanlega og ill- ræmda, en síðar á landnámsöld hraktist hann norður í Fljót og nam land í Flókadal, einni nafn- toguðustu snjóakistu landsins. Sjófróðir menn hafa fullyrt í mín eyru, að rekaviður, sem væri sjósettur undan Ingólfshöfða bær ist hér á land í Reykjavik enn í dag. Er eðlilegt að tilraun með rekavið verði sannprófuð ein- hver næstu árin til þess að færa sönnur á, að slíkir séu straum- arnir enn í dag eins og á dögum Ingólfs. Ég ritaði greinarkorn í „Les- bók Morgunblaðsins“ fyrir nokkr um árum og minntist þá á hve landnámsmaðurinn var staðfast- ur í trú sinni að heill fylgdi önd- vegissúlum hans. En nokkru eftir að þessi Lesbókargrein kom út, Sjávargata Ingólfs Eins og allir vita er götunafn- ið Grófin kennt við bátauppsát- ur Reykvíkinga í gamla daga, áður en nokkur hafnarmannvirki komu upp hér. Eðlilegt er að hugsa sér að einmitt þar hafi Ingólfur Arnarson brýnt bát sín- um í fyrndinni. Minnir þetta örnefni á land- námsmanninn sjálfan, en við Reykvíkingar höfum ekki alltaf verið fundvísir á gömul nöfn, eins og t. d. á Löngustétt, en það var nafn á því sem nú heitir Austurstræti á dögum Jónasar Hallgrímssonar og Tómasar Sæmundssonar. Mér finnst að enn væri hægt að taka upp þetta gamla nafn til að tryggja að það haldist við lýði — sama nafn og notað var á dögum Jónasar. Fiskveiðarnar Enn gengur erfiðlega með reknetjaveiðarnar hér suðvest- anlands. Eftir nær algert afla- leysi meiri hluta októbermánað- ar hefir síldar nokkuð orðið vart undanfarið og hefir svo virzt, sem hún væri að færa sig nær landi. Sá breyting varð einnig á, að í stað smá- og millisíldar, sem mest varð vart við fyrr 1 haust er sú síld, sem nú veiðist öll stór og vel feit og því ákjós- anleg til söltunar. Kemur það sér vel, því enn er allmikið ósaltað upp í gerða samninga. Er það mjög bagalegt að geta ekki af- greitt það ,sem búið er að selja og hlýtur að leiða til þess fyrr eða síðar, að þeir, sem kaupa síld- ina fari sér hægar í að kaupa fyrirfram. Eins og svo oft um þetta leyti árs hefir tíðarfar ver- ið ákaflega stirt og hefir því sjaldan gefið á sjó. Ekki er þó öll von úti um, að úr kunni að rætast enda er mikill hugur í þeim, sem að þessari framleiðslu standa að allt verði gert, sem unnt er til þess að svo megi verða. Aðra og skemmtilegri mynd er að sjá ef litið er á togarana og þeirra veiðar. Það er' að vísu uggvænlegt hversu aflabrögð togaranna hafa stórum minnkað á miðum hér við land nú á und- anförnum árum. Er þetta þróun, sem valdið hefir mönnum vax- andi áhyggjum. En tvennt er það hér, sem hjálpar til að vega upp á móti þessu. I fyrsta lagi kemur sér nú vel að eiga hina stóru og góðu togara ,sem sótt geta á fjarlæg mið, þegar heimamiðin bregðast. Þessi stórvirku atvinnu Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.