Morgunblaðið - 16.11.1958, Blaðsíða 16
íe
UORCl’TVnr. 4ÐIÐ
Surtnudagur 16. nóv. 1958
Steini Ólafsson, 80 ára
HANN er borinn og barnfæddur
í Kjósinni, fæddur 16. nóvember
1878. Foreldrar hans voru hjón-
in Þórdís Jónsdóttir og Ólafur
Jónsson, síðast á Harðbala í Kjós.
Það býli hafði litla eða enga
grasnyt. Steini fór því til vanaa-
lausra ungur að árum. Átti hann
mörg systkini, sem ekki gátu öll
verið heima, því lítið var um að
vera, þar sem einginn var bú-
rekstur. Voru það aðallega hend-
ur föðurins, sem urðu að vinna
íyrir fjölskyldunni, því kona
Ólafs lá rúmföst svo árum skipti.
Það mátti segja um Ólaf föður
Steina, að hann væri dverghagur
á flest smíði, bæði heima og
að heiman. Hefur Steini erft að
nokkru hagleik föður síns, þó
ekki sé hann annar eins völ-
undur. Varð Steini sem að líkum
lætur snemma að fara að vinna
fyrir sér hjá vandalausum Og
varð hinn bezti verkmaður, er
hann náði fulium þroska. Ekki
mun ’Steina-nafnið vera útbreitt
hér á landi. Fræbímaður einn
hefur sagt mér að um 1703 muni
einn maður hafa verið til með því
nafni, og þá átti hann hemia á
\ aldastöðum í Kjós. Mun naínið
hafa haldizt við á þessum slóðum
allt ír&m að þessu. Ekki hefur
það þó verið á Valdastöðum ail-
an þann tíma. í kringum 1870 bjó
Steini Halldórsson á Valdastöð-
um. Var hann dóttursonur séra
Páls á Þingvöllum eftir því, sem
mig minnir.'En kona Steina Hall-
dórssonar var Kristín Kortsdótt-
ir, amma Hafliða prentsmiðju-
stjóra í Félagsprentsmiðjunni, og
þeirra systkina. Áður en Steini
flutti að Valdstöðum bjó hann
í Uppkoti (nú Eyri), en skipti
á jörð við svila sinn, Jón Guð-
mundsson, tengdaföður Jón-
mundar Halldórssonar, síðast
prests að Grunnavík. Fluíti þá
Steini að Valdastöðum, en Jún
að Uppkoti. Helgi Guðmundsson
og Guðfinna Steinadóttir á Hvíta
nesi í Kjós áttu son, er Steini
hét. Hann andaðist fyrir nokkrum
árum. Hvort dætur hans halda
við nafninu, er mér ekki kunn-
ugt. Steini Ólafsson og sá, er
þetta skrifar, heita báðir eftir
Steina Halldórssyni á Valdastóð-
um.
Steini Ólafsson var einn af
stofnendur U.M.F. Drengs, og tók i
virkan þátt í félagsmálum, og
var um skeið í stjórn þess félags.
Steini mun hafa flutt héðan um
1923. Fór hann þá að Miðengi í j
Grímsnesi, og á hann þar heuna 1
KVENSTCDENTAFÉLAG ISLANDS
30 ára afmœlis
félagsins verður minnzt með borðhaldi í Þjóðleikhús-
kjallaranum miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19,30.
— Meðlimir tilkynni þátttöku mánudag 17/11 í síma
1-39-41.
STJÓRNIN.
nú. Hefur hann átt þar heima
lengst af síðan hann fór úr Kjós-
inni. Átti heima aðeins nokkur
ár á öðrum bæ þar eystra. Steini
sló með orfinu sínu sl. sumar eins
og ungur væri. Auk þess vinnur
hann ýmis önnur störf, eftir því
sem með þarf. Þess utan gerir
hann talsvert að því að sauma
töskur, og gera við ýmislegt er
að reiðskap lýtur, svo sem beizla-
búnað og aktýgi. Kemur honum
þá vel sá hagleikur, er hann mun
hafa erft frá föður sínum. Slíkir
menn eru þarfir í hverri sveit.
Hygg ég að Steini muni ekki ætíð
hafa tekið taxtakaup fyrir slíka |
vinnu. Hitt mun sanni nær, að
hann hafi frekar gert það til þess
að gera öðrum greiða. Steim
hefur ekki stofnað til hjúskapar,
og því ekki haft fjölskylduheim-
ili. Býr hann að mestu einn í
sinni eigin íbúð, en hefur dagJegt
samband við Miðengisheimilið.
Má segja að það sé hans annað
heimili. Hann unir hag sinum vei,
og virðist manni að vel fari um
hann. Óg er þá ekki allt ,í lagi,
eins og það er orðað?
Hann unir sér við lestur góðra
bóka, sem hann á alimikið af.
Sendi ég nafna mínum hinar
beztu árnaðaróskir um farsæit
ævikvöld.
Með einlægri þökk fyrir gömul
og góð kynni. St. G.
„Hvöt“ 1.-3. tbl.
1958
BLAÐINU hefur borizt tímaritið
„Hvöt“, 1,—3. tbl. 1958. Ritið er
málgagn Sambands bindindisfé-
laga í skólum (S.B.S.) og hefur
nú verið endurvakið, en það hef-
ur legið niðri síðan 1954.
f þetta hefti ,,Hvatar“ skrifar
margt skólafólk, og má m. a.
nefna greinarnar „Frá liðnu
sumri“ eftir Guðmund Guð-
brandsson, „Kvöld á Þingvöll-
um‘‘ eftir Guðmund Ólafsson,
„Minni námsmeyja” eftir Harald
Gíslason, „Flensborgarskólinn í
Hafnarfirði“ eftir Halldór G. Ól-
afsson kennara, „Náttúruhamfar-
ir“ eftir Einar Má Jónsson,
„Fjölskylda þjóðanna" eftir
Hrafnhildi Brynjólfsd., „Fimm-
tán ára“ eftir Aðalbjörn S.
Gunnlaugsson, „Útivist‘‘ eftir
Kristján Jóhannsson, „Tónlist“
eftir Einar Loga Einarsson, ,,Úti-
legumaðurinn" eftir Gunnar Sig-
hvatsson, „Era svá gótt“ eftir
Herdísi Haraldsdóttur, „Ljós-
myndir“ eftir Rúdólf Kristinsson,
„Sjóferð" eftir Októvíu Ander-
sen, ljóðið „í Skagafirði'* eftir
Kristján Jóhannesson, „Við unga
fólkið“ eftir J. E. Burgess, „Lífs-
þrá“ eftir Valgarð Egilsson og
„Skýrsla til S.B.S.“ eftir Vil-
hjálm Einarsson.
Þá eru í heftinu fjórar greinar
eftir Hörð Gunnarsson form.
S.B.S. ásamt tveimur myndum
af höfundi, en hann sér um út-
gáfu ritsins ásamt Aðalbirni
Gunnlaugssyni. í heftinu eru all-
margar myndir, en það er 47
lesmálssíður.
Sjálfstæði handa
líýpurbúum
AÞENU, 14. nóv. — Makaríos
erkibiskum lýsti því yfir í kvöld,
að gríska stjórnin mundi innan
skamms fara þess á leit við S. Þ.
fyrir hönd Kýpurbúa, að þær sjái
svo um, að landið fái sjálfstæði
hið fyrsta.
— Emilia
Jónasdóttir
Framhald af bls 6.
sem maður hefur tekið. Fyrst
eftir að Þjóðleikhusið tók til
starfa, var ég þar fastráðin í
5 ár, síðan lék ég í Iðnó 1 hálft
annað ár meðan „Tengda-
mamma“ var í gangi. Það urðu
100 sýningar her í Reykjavík.
Sýningarnar þar verða alltaf
fleiri en í Þjoðleikhúsinu, því
helmingi færri leikhúsgestir kom
ast að í hvert sinn. Það var ákaf-
lega gaman að vmna með leik-
urunum í „Tengdamömmu". —
Vinnugleðin var svo mikil. Ég
held að síðasta sýningin hafi
verið eins lifandi og sú fyrsta.
Nú í haust var ég ráðin til eins
leikárs eða 10 mánaða í Þjóð-
leikhúsið, og fékk hlutverk Láru
Partridge í „Sá hlær bezt....“.
Ég kveið dálítið fyrir því að eiga
nú að leika á móti gömlu leik-
stjórunum mínum — en þeir
hafa verið svo indælir við mig.
Sama er að segja um leikstjór-
ann Ævar Kvaran.
— Nokkrar framtíðaráætlan-
ir?
— Ætli maður fari nú ekki að
hætta. Sumir leikdómararnir
hafa verið að segja að ég sé enn
svo fersk. Ætli ég ætti ekki að
hætta, áður en fer að slá í mig.
Illt á ég með að trúa því. Það
mætti segja mér að Emilía ætti
eftir að létta okkur skapið í
mörg ár enn og framkalla hjá
okkur hressandi hlátur, — þó
hún vilji fullt eins vel sjá okkur
öll með tárin í augunum.
E. Pá.
ÖRN CLAUSEN
beraðsdomsioginaóur
Malf utnmgsskrifstoia.
Bankastræti 12 — Sinu 1o499.
*
LERRÓK BARNAN A
■^SRÓK BARNANNA
9
Þessi náungi, sem þú sérð á myndinni, sýnir listir
sínar í sirkus. Hann leikur sér að því að halda öllum
þessum 12 boltum á iofti í einu. Hver bolti hefur
sitt númer. Nú útt þú að sýna leikni þína í reikningi.
Þú átt að skipta boltunum niður í sex flokka með
tveimur boltum í hverjum, þannig að, ef þú leggur
saman tölurnar á boltunum í hverjum flokki þá verði
útkoman alls staðar sú sama. Þetta er nokkuð erfitt,
en þér ætti samt að takast það.
— Ég get talað við þig,
Elín, svaraði hundurinn,
— en ég get ekki fremur
en þú ratað út úr skóg-
inum.
— Geturðu talað?, sagði
Elín, — það var undar-
legt. — Af hverju hefur
þú ekki talað við mig
fyrr?
— Af því, að ég get að-
eins talað, þegar klukkan
er tólf á miðnætti, og þá
ert þú sofandi. En nú skal
ég kenna þér eitt ráð til
að sleppa út úr skóginum.
— Sérðu allar þessar blá-
klukkur? Þú verður að
finna þá bláklukkuna,
sem töfrarnir eru bundn-
ir við. Einu, sinni var rík-
ur og voldugur konung-
ur eigandi þessa skógar.
Hann lenti í styrjöld við
galdrakarl, sem sigraði
konunginn og breytti
honum og öllum mönnum
hans í dýr, sem nú reika
I villt um skóginn. Hann
lagði það líka á skóginn,
i að hver sem inn í hann
kæmist, skyldi ekki rata
út, nema hann fyndi blá-
klukkuna, sem ieyst get- •
ur álögin. Þess vegna
heitir skógurinn Töfra-
skógur.
— Þá verðum við að
reyna að finna biákiukk-
una, sagði Elin.
— Það verður ekki auð-
velt, svaraði hundurinn,
því að hún blómstrar
aðeins sjöunda hvert ár.
En finni einhver hana og
tíni hana í blómvöndinn
sinn fynr sólarlag, falla
álögin af skóginum og
konungurinn og hirð hans
breytist aftur í lifandi
fólk. Og þá getur þú aft-
ur ratað heim til þin.
Eftir þetta var Elín
alltaf að tína bláklukk-
ur, sem óxu um skóginn
þúsundum saman. Þegar
hún hafði tínt þær allar
á einum stað, fór hún að
tína á öðrum. Hún tíndi
og tíndi, svo að hún fékk
blöðrur á fingurna og
verk í bakið. Litli hund-
urinn gekk alltaf við hlið
hennar og fylgdist af á-
huga með því, sem hún
gerði. Þrisvar á dag sótti
hann henni mat, og þegar
hendur hennar urðu sár-
ar, sleikti hann þær.
Kvöld nokkurt var Elín
svo þreytt, að hún settist
niður og fór að gráta. En
hún harkaði af sér og
hélt svo áfram að tína.
Ég má aldrei, aldrei gef-
ast upp, hugsaði hún.
beygði sig niður og sleit
upp bláklukku, sem
breiddi úr sér í grasinu
við fætur hennar. Og á
sama andartaki heyrði
hún yndislegan klukkna-
hljóm frá öllum bláklukk
unum, víðs vegar úr
skóginum. Lítill, fallegur
blómálfur kom fljúgandi
og hrópaði:
— Álögin eru fallin!
Við erum frjáis aftur!
Við hliðina á Elínu
stóð allt í einu kóngsson-
ur, sem var á aldur við
hana. Það var litli, tryggi
hundurinn, sem nú var
aftur orðinn að manni.
— Komdu með mér
heim í höll föður míns,
sagði hann ljómandi af
gleði. Elín fylgdist með
honum til hallarinnar.
Gluggarnir voru upp-
ljómaðir og inni í sölun-
um voru fagrar meyjar
og vaskir riddarar, sem
nú héldu veizlu, af því
að þau höfðu losnað úr
álögunum aftur.
Konungurinn sendi
hirðmenn sina til að
sækja ömmu Elinar, sem
boðið var að búa í höll-
inni, svo lengi sem hún
lifði. Þegar Elín varð stór
giftist hún prinsinum og
varð drottning í ríkinu.
Þannig vegnar öllum
þeim, sem aldrei gefast
upp og leggja sig fram
um að hjálpa þeim, sem
bágt eiga.
Á SÍÐASTLIÐNUM vetri
var í Lesbók barnanna
skrítlusamkeppni og 5
verðlaun veitt fyrir beztu
skritlurnar, sem póstin-
um bárust. Vona ég, að
þeir, sem verðlauaún
hlutu, hafi nú fengið bæk
urnar, sem þeir óskuðu
sér, en þær voru sendar
þeim í pósti.
Nú í vetur ætlar Les-
bók barnanna að efna til
annarrar samkeppni með
nokkuð öðrum hætti.
Samkeppni verður um
beztu ritgerðirnar og sög-
urnar, sem Lesbókinni
berast.
Reglurnar, sem farið
verður eftir í keppninni,
eru þessar:
I. Þátttakendur geta allir
orðið, stúlkur og pilt-
ar, á aldrinum 7—15
ára (bæði árin með-
talin).
2. Ritgerðirnar eða sög-
urnar verða að vera
frumsamdar; þið verð-
ið að gera þær sjálf, en
megið ekki skrifa þær
upp eftir einhverju,
sem þið hafið lesið, eða
iáta gera þær fyrir ykk
ur.
3. Efni megið þið velja
ykkur sjálf, en hér
skal bent á nokkur rit-
gerðaefni, sem þið get-
ið t.d. valið ykkur að
skrifa Um: Saga úr
sveitinni — Skemmti-
legur leikur — Dýrið,
sem mér þykir vænst
um — Reykjavík —,
Sveitin mín — Bærinn
minn — Fiskiróður —
Útilega — Sögustaður
— Minnisstætt atvik
— Jólin — Ferðasaga
— Skólinn ------ Myrk-
fælni — Það, sem ég
ætla að verða, þegar ég
verð stór — Þjóðhátið
— Landið mitt —
Drengskapur — Hrekk-
ur — Strákapör —
Hvernig get ég orðið
góður íslendingur? —
Hér hefur aðeins verið
bent á nokkur verkefni
til að skrifa sögur og
ritgerðir um, en auð-
vitað getið þið skrifað
um fjöldamargt annað,
sem ykkur dettur í hug
— já allt mögulegt
milli himins og jarðar.
4. Beztu ritgerðirnar og
sögurnar verða birtar í
Lesbókinni, og kr. 50,00
greiddar í ritlaun fyrir
hverja grein, sem tekin
verður í blaðið.
5. Lengd greinanna má
vera allt að 2—3 síður
í Lesbók barnanna.
6. Tilkynnt verður um
þegar keppninni lýkur
valið úr þær þrjár
greinar, sem þeim finn-
ast beztar og sent at-
kvæði sin til Lesbók-
arinnar. Þær greinar,
sem flest atkvæði fá,