Morgunblaðið - 16.11.1958, Blaðsíða 24
VEORIÐ
Skýjað, úrkomulaust að mestu.
Reykjavíkurbréf
er á bls. 13.
263. tbl. — Sunnudagur 16. nóvember 1958
Allar togveiðar verði hannaðar
innan fiskveiðilandhelginnar
Þingsályktunartillaga Ólafs Thors
ÓLAFUR THORS hefur
ur lagt fram á Alþingi
tillögu til þingsályktun-
ar um bann gegn tog-
veiðum í landhelgi, sem
hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að skora
á ríkisstjórnina að breyta
reg'lugerðum um fiskveiði-
landhelgi íslands frá 30.
júní 1958 og 29. ágúst 1958 11fanrílí;oniá]a.
á þann veg að bannaðar Uldlll IRlMIldld
verði algerlega botnvörpu-
flotvörpu- og dragnótaveið-
ar innan núverandi fiskveiði
landhelgi íslands“.
Tók léttasótt í flug
vélinni - fæddi hér
KEFLA VÍKURFLU G VELLI, 15.
nóv. — Laust fyrir klukkan 7
í morgun lenti hér á flugvell-
inum Constellationsflugvé'l frá
kanadiska flugfélaginu TWA.
Bandarísk kona í barnsnauð, Ell-
en Vilson að nafni, var um
borð í flugvélinni.
Flugvél var á leið frá París
til New York, og var ekki gert
ráð fyrir neinni viðkomu hér á
landi. En þegar kona sem var
með barni, varð lasin, ákvað
flugstjórinn að lenda hér á flug-
vellinum, svo hægt yrði að flytja
konuna í sjúkrahús og veita
henni nauðsynlega fæðingar-
hjálp. Þegar flugvélin lenti var
konan tafarlaust flutt í sjúkra-
húsið í Keflavík. Tveim stundum
síðar fæddi konan 11 marka
dóttur. Fæðingin -gekk vel, en
barnið hafði komið fyrir tím-
ann, svo sem mánuði. Hin ham-
ingjusama móður var með manni
sínum og mun hann dvelja hér
unz mæðgurnar eru ferðafærar
orðnar, en þeim líður báðum vel.
— B.
Með tillögunni fylgir eftirfar-
andi greinargerð:
„Með reglugerðunum um á-
kvörðun núverandi fiskveiði-
landhelgi íslands frá 30. júní
1958 og 29. ágúst 1958 er ís-
lenzkum togveiðiskipum veitt
heimild til botnvörpu- og flot-
vörpu- og dragnótaveiða á fjög-
urra til tólf mílna belti fiskveiði-
landhelginnar á vissum svæðum
og tilteknum tímum.
Ríkisstjórnin og
nefnd á fundi
SAMEIGINLEGUR fundur ríkis-
stjórnarinnar og utanríkismála-
nefndar verður haldinn eftir há-
degi í dag. Verður þar haldið á-
fram umræðum um ráðstafanir
vegna síðustu atburða í land-
helgisdeilunni.
Fjórir innan línu
í GÆRMORGUN voru 4 brezkir
togarar að veiðum inna fiskveiði
takmarkanna hér við land og
nutu herskipaverndar að venju.
Voru þessir togarar að veiðum
á verndarsvæðum brezku her-
skipanna út af Vestfjörðum. Síðd.
voru allir komnir út fyrir línu.
Kirkjutónleikar
í Hafnarfirði
ÞÝZKI organleikarinn Vilhelm
Stollenwerk, sem búinn er að
halda tvenna tónleika fyrir
styrktarfélaga Tónlistarfélagsins,
heldur tónleika í Hafnarfjarðar-
kirkju annað kvöld kl. 9. Á efnis-
skránni eru verk eftir Bach, Max
Reger, Franz List og Handel.
Auk þess leikur Stollenwerk
Orgelimprovisation um stef er
honum verður gefið, sem hann
svo leikur af fingrum fram.
í Hafnarfjarðai'kirkju er nýtt
mjög gott orgel.
Skipulagsmál Hafnarfj.
rœdd á fjölmennum fundi
HAFNARFIRÐI — Síðastliðið
föstudagskvöld hélt Landsmála-
félagið Fram fund í Sjálfstæðis-
húsinu og var hann fjölsóttur.
Fundinn setti formaður félagsins,
Páll V. Danielsson, en fundar-
stjóri var Eggert L»*»son.
Til umræðu voru skipulagsmál
Hafnarfjarðar, og var Sigurgeir
ÞEGAR Lesbók Morgunblaðsins,
sem fylgdi blaðinu í gær, var
prentuð urðu þau mistök í hluta
upplagsins að síður brengluðust,
svo torvelt er að lesa þar grein-
ar í réttu samhengi.
Þeir kaupendur Mbl., sem
halda Lesbókinni saman geta
fengið rétt prentuð eintök á af-
greiðslu blaðsins og eru góðfús-
lega beðnir að vitja þeirra þang-
að.
Guðmundsson skólastjóri Iðnskól
ans frummælandi. Flutti hann
glögga og ýtarlega ræðu um |««
umfangsmiklu og vandasömu múl
og benti á ýmis dæmi máli sínu
til skýringar, bæði þar sem vel
hefði tekizt til og einnig þar, sem
miður hefði farið í þeim málum.
Lagði hann áherzlu á það, að sér-
staklega vandasamt væri að
skipuleggja bæjarstæði eins og
Hafnarfjörður væri byggður á,
en tækist vel til í þeim efnum,
gæti bærinn orðið sérstæður og
fagur, Var gerður mjög góður
rómur að máli Sigurgeirs. Urðu
miklar umræður um skipulags-
málin og tóku margir til máls. Að
því loknu voru félagsmái tekin
fyrir og kosið í fulltrúaráð.
Fundur þessi var hinn ánægju-
legasti og sýndi glögglega þann
mikla áhuga, sem Sjáifstæðis-
menn í Firðinum hafa á skipu-
lagsmálum bæjarins. — Var þetta
annar fundur Landsmálafélags-
Fram á þessum vetri. og var
e«*s og sá fyrri, mjög vel sóttur.
— G. E.
Hér skal það ekki átalið, að
þessi ákvörðun var tekin á sín-
um tíma, en staðreyndin er hins
vegar sú, að þessi sérstaða ís-
lenzkra skipa hefir bæði sætt
andúð margra íslendinga og auk
þess verið í ríkum mæli notuð
af andstæðingum okkar erlend-
is til þess að torvelda íslend-
ingum sóknina í þessu lífshags-
munamáli þeirra.
Þessi tillaga er fyrst og fremst
flutt til þess að sanna umheim-
inum það, að íslendingar telja
sérhverja fórn litla, ef hún
mætti verða til þess að stuðla að
sigri okkar í baráttuni fyrir
framtíðartilveru íslenzku þjóð-
arinnar“.
Fjöl-
tefli
f DAG kl. 2 e.h. teflir Guðmund-
ur Pálmason fjöltefli á vegum
Heimdallar. Verður teflt í fé-
lagsheimili Sjálfstæðismanna,
Valhöll við Suðurgötu. Þátttak-
endur mæti stundvíslega og hafi
með sér töfl, ef unnt er.
Þá er búið að kveikja á nýju götuljósunum í Austurstræti. —
Miklar breytingar hafa orðið á gerð götuljósa í þessari gömlu
götu, undanfarin 15 ár eða svo. Það mun láta nærri að hinir
nýju ljóstastaurar með ljósmiklum fluorescentljósum séu helm-
ingi hærri en ljósastaurarnir, sem voru í Austurstræti fyrir
15 árum. (Ljósm.: Mbl.)
Fjölmennur fundur háskólastúdenta um landhelgismálið:
Nauðsynlegt að ríkisstjórnin
ákveði strax hvar hún hyggst
reka réttar síns
Stúdentar leggja m.a. til að Bretar
verði kærðir fyrir NATO
SÍÐDEGIS í gær efndi stúdenta
ráð Háskóla íslands til fundar í
hátíðasal háskólans, þar sem til
umræðu var landhelgismálið,
með sérstöku tilliti til síðustu
ofbeldisaðgerða brezkra herskipa
á íslandsmiðum.
Ólafur Egilsson formaður stúd-
entaráðs setti fundinn og til-
nefndi sem fundarstjóra Árna G.
Finnsson stud jur, en fundarritari
var Árni Björnsson stud. mag.
Ólafur Egilsson gerði grein
fyrir tillögu sem allir meðlimir
stúdentaráðs höfðu komið sér
saman um að leggja fyrir fund-
inn. Er ályktunin svohljóðandi:
Almennur fundur stúdenta
haldinn laugardaginn 15. nóvem-
ber 1958 fordæmir harðlega marg
endurtekin ofbeldisverk brezkra
herskipa í íslenzkri lögsögu, sem
hámarki náðu með þeim nýorðna
atburði, er freigátan „Russell"
hótaði að sökkva varðskipinu
„Þór“ rneðan það var að skyldu-
störfum í íslenzkri landhelgi.
Fundurinn telur að strax þurfi
að gera raunhæfar ráðstafanir tii
þess að forða frekarj yfirgangi
af Breta hálfu og að ekki nægi í
því efni að láta sitja við mótmæla
orðsendingar einar.
Fundurinn telur því óhjá-
kvæmilegt, að ríkisstjórnin geri
nú þegar upp við sig á hvaða
vettvangi hún hyggst reka réttar
síns og láti eigí dragast úr hómlu
að vinna einarðiega að fullum
Jsigri í þessu býðingarmesta máli
þjóðarinnar.
Fundurinn telur að sækja beri
Breta til saka á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna fyrir hin marg-
endurteknu ofbeldisverk þeirra
og skerðingu á fullveldi landsins
og kæra þá jafnframt fyrir
Atlantshafsbandalaginu af sömu
ástæðum; nái íslendingar ekki
án tafar fullum rétti sínum hjá
bandalaginu telur fundurinn að
þeir hljóti að endurskoða afstöðu
sína til þeirra samtaka.
Fundurinn skorar á stúdenta
og þjóðina alla að stanaa ein-
huga um fullveldi landsins og
hvika hvergi frá þeirri grund-
vallarstefnu, sem fylgt hefur ver-
ið í landhelgismálinu til þessa.
Ályktunin var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum. Með-
an á fundi stóð barst honum sím-
skeyti.
Fundarstjóri las skeytið, en það
var svohljóðandi:
Óska fundinum heilla — Ræðið
málið með stillingu en þó með
festu — kveðja.
Eiríkur Kristófersson.
Fundarmenn þökkuðu skeytið
með langvarandi lófataki og sam-
þykkt var að senda skipherran-
um svohljóðandi skeyti um hæl:
Þökkum kveðju yðar og þjóð-
nýt störf — Árnum yður og starfs
bræðrum yðar allrar farsældar.
Stúdentafundur um landhelgis-
málið haldinn í Háskóla íslands
15. nóvember 1958
Árni Finnsson
Fundarstjóri.
Fundurinn var mjög fjölsóttur
og fór virðulega fram. Fyrrum
sýslumaður Þingeyinga, Julíus
Havsteen, kom á fundinn og á-
varpaði háskólastúdenta. Var
hvatningarorðum hans mjög vel
tekið af fundarmönnum. Aðrir
ræðumenn voru þeir Sigurður H.
Líndal stud, jur Bjarni Arngríms
son stud med og Jón Böðvarsson
stud mag.
STJÓRNMAl,í»inAMSKEIÐ
I KÓPAVOGI
TÝR, félag ungra Sjálfstæðis-
manna í Kópavogi, gengst fyrir
stjórnmálanámskeiði, sem hófst
í gær kl. 5. Námskeiðið er hald-
ið að Melgerði 1.
í dag verður .málfundur um fé-
lagsmál í Kópavogi og flytur
Axel Jónsson erindi. Á mánudags
kvöldið mun Magnús Jónsson,
alþm. flytja erindi um ræðu-
mennsku.
Magnús Óskarsson, lögfr. veit-
ir námskeiðinu forstöðu.
Þeir, sem enn hafa ekki til-
kynnt þátttöku, geta gert það í
dag í síma 19708, eða mætt á
fundinum