Morgunblaðið - 20.11.1958, Qupperneq 2
2
MOECl lSBL AÐ1Ð
Flmmtudagur 20. nðv. 1958
Aðsfandendur hvattir til þess að geta
meiri gaum að útivist og
félagsskap barna sinna
Skýrsla Barnaverndarneindar um
afbrot Reykjavtkurbarna /957.
BLAÐINU hefur borizt skýrsla
Barnaverndarnefndar Reykjavík
ur, um störf nefndarinnar á ár-
inu 1957, og er þess þar getið
meðal annars, að tala afbrota
sé nokkru hærri það árið en
verið hafði á árinu 1956. Er það
einkum „flakk og útivist", sem
um er að ræða. Þá greinir frá
því í skýrslunni, að einstöku
leigubílstjórar hafi gerzt sekir
um að selja börnum og ungling-
um áfengi. 1 skýrslunni hvetur
nefndin foreldra og forráðamenn
barna, að gefa meiri gaum að
útivist og félagsskap barna
sinna.
Tala afbrota barna á aldrin-
um 6—16 ára varð á árinu 1957
alls 603. Þar af frömdu piltar
464 afbrot en stúlkur 139. Alls
hafa mál 254 pilta og 94 stúlkna
komið til kasta nefndarinnar.
Mest er um að ræða það sem
kallað er í yfiriitinu, „flakk og
útivist", en vegna þess, hefur
nefndin látið til sín taka málefni
214 barna alls. Langsamlega
flest afbrotin fremja 15 ára ung-
lingar, en í þeim aldursflokki
eru á skýrslunni 114 piltar og 61
stúlka. Hnupl og þjófnaður
barna eru alls 172 og kunnugt
er um 78 börn, sem frömdu
skemmdir og spell. ölvunartil-
fellin eru alls 44, 26 meðal pilta
og 18 stúlkna. Lauslætismál 29
stúlkna voru tekin fyrir hjá
nefndinni.
Hjúkrunarkona nefndarinnar
hafði bein afskipti af 144 heim-
ilum í bænum. Afskiptin voru
flest vegna veikinda, en 33 til-
fellum var um að ræða ölvun,
26 ýmis vanhirða og á 21 heimili
kom hjúkrunarkonan vegna fá-
tæktar húsbændanna.
Á árinu útvegaði barnavernd-
amefnd 183 bömiun og ungling-
um dvalarstaði, annað hvort á
barnaheimilum, einkaheimilum
hér í bæ eða í sveitum. Sum fóru
til langdvalar, önnur til sumar-
dvalar. Vegna erfiðra heimilis-
ástæðna, slæmrar hirðu og
óhollra uppeldisáhrifa, var 142
börnum komið fyrir til fósturs.
32 börnum var hjálpað vegna
þjófnaðar og níu vegna flakks,
lausungar og lauslætis.
Þá greinir frá því að nefndin
hafi mælt með 35 ættleiðingum.
„Hafa mæðurnar í flestum til-
fellum valið börnum sínum
heimili með það fyrir augum að
framtíð þeirra væri betur borgið
en ef þær sjálfar önnuðust upp-
eldi þeirra“, segir í skýrslunni.
Á vegum nefndarinnar dvöld-
ust 180 börn á barnaheimilum
sumarlangt. Þess er getið að á
upplökuheimilinu í Elliða-
hvammi hafi 67 börn dvalizt, en
á vistheimili fyrir afvegaleidda
drengi í Breiðuvík, var 21 dreng-
ur.
í greinargerð jiefndarinnar
segir m. a. á þessa leið:
Brotafjöldi er nokkru meiri en
árið 1956. Hækkunin er mest
undir liðnum „flakk og útivist“,
eða um 200 brot. Stafar þetta af
því, að mjög var hert á eftirliti
með veitinga- og dansstöðum.
Þá hefur nokkuð aukizt til-
hneiging barna til skemmdar-
verka og verðar ekki hjá því
Dagskrá Albingis
í DAG eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis á venjuleg-
um tíma.
Eitt mál er á dagskrá efri deild-
ar: Læknaskipunarlög, frv. — 1.
umr.
Á dagskrá neðri deildar eru
tvö mál: 1. Búnaðarmálasjóður,
frv. — 1. umr. — 2. Ferðaskrif-
stofa ríkisins, frv. — 1. umr.
komist að álíta, að virðingarleysi
barna og ungmenna fyrir verð-
mætum fari mjög í vöxt.
Nokkuð ber á því að börn
fremji afbrot eftir að sá tími er
liðinn, er þau hafa heimild til
útivistar, skv. 19. gr. lögreglu-
samþykktar Reykjavíkur. Því
miður virðist svo sem ýmsir for-
eldrar geri sér litla rellu út af
því, að börn þeirra flækist úti á
ólöglegum tíma. Unglingar safn-
ast saman á „sjoppum“ og leið-
ast þá gjarna út í afbrot og ó-
knytti án vitundar foreldra eða
annarra uppalenda. — Helzta
ánægja þessara barna er oft í
því fólgin að sækja fjarlæga
skemmtistaði. Venjulega eiga
þau aðgang að einhverjum
ákveðnum leigubílstjórum, sem
aka þeim. Einstöku bílstjórar
eru svo kærulausir, að þeir
kaupa áfengi fyrir börn og ung-
linga eða selja þeim, og dæmi
eru til þess, að bílstjórar hafa
látið afskiptalaust alls konar ó-
siðsemi í bifreiðum þeirra. Rétt
er að taka skýrt fram, að hér
eiga aðeins fáir menn hlut að
máli í stórum hóp, en nauðsyn-
legt er að slíkir menn verði látn-
ir sæta hinum þyngstu viðurlög-
um. Nokkuð ber á því, að börn
fái að fara inn á dansstaði óátal-
ið af forsvarsmönnum slíkra
skemmtana, bæði hér í Reykja-
vík og nágrenni. Þá eru einnig
brögð að því, að börn fari ó-
hindruð í kvikmyndahús, þó að
um bannaðar myndir sé að ræða.
Af þessum myndum læra þau
margt óæskilegt, sem síðan end-
urspeglast í leikum þeirra og
athöfnum. Nefndin hefur orðið
þess vör, að nokkuð ber á því,
að börn segja foreldrum og for-
ráðamönnum beinlínis rangt til
um ferðir sínar og athafnir, er
þau eru um slíkt spurð, og er
nauðsynlegt, að foreldrar gefi
meiri gaum að útivist og félags-
skap barna sinna. Nefndin hvet-
ur foreldra til að stuðla að því,
að börn læri strax að hlýða lög-
unum. Það mim öllum verða fyr-
ir beztu.
Svo virðist sem áfengisneyzla
barna fari í vöxt. Varð lítið vart
við það áður fyrr, að börn innan
fermingaraldurs neyttu áfengis,
en á árinu 1957 hefur nefndin
fengið nokkur slík mál til með-
ferðar.
Vistheimilið í Breiðuvík hefur
mjög auðveldað nefndinni störf
að því er varðar mál drengja, er
gerzt hafa brotiegir við lög á
einn eða annan hátt. Hins vegar
vantar enn tilfinnanlega sam-
bærilegt heimili fyrir stúlkur og
torveldar það mjög störf nefnd-
arinnar svo og kvenlögreglunn-
ar, sem á við sömu erfiðleika að
stríða í þessu efni og barna-
verndarnefndin.
Samkvæmt upplýsingum kven
lögreglunnar hefur hún á árinu
haft afskipti af 67 stúlkum á
aldrinum 12—18 ára vegna úti-
vistar, lauslætis, þjófnaðar og
áfengisneyzlu. Ágæt samvinna er
milli kvenlögreglu og barna-
verndarnefndar og er nefndin
mjög ánægð með þá aðstoð, er
lögreglan veitir henni í störfum
hennar.
í barnavemdarnefnd eiga nú
sæti: Guðmundur Vignir Jósefs-
son, hrl., frú Jónína Guðmunds-
dóttir, Magnús Sigurðsson,
skólastjóri, frú Kristín Ólafs-
dóttir, frú Valgerður Gísladótt-
ir og Hallfríður Jónasdóttir. —
Þess er og að geta að frú Guðrún
Jónasson, bæjarfulltrúi, er lézt í
haust, átti sæti í nefndinni og
var varaformaður hennar. Þor-
kell Kristjánsson, fulltrúi, og
Þorbjörg Árnadóttir, hjúkrunar-
kona, eru starfsfólk nefndarinn-
ar. —
Steingrímur Baldursson
Varði doktorsritgerð
í efnaeðlisfrœði
Segovia ákaft
fagnað í gærkvöldi
SEGOVIA hélt fyrstu tónleika
sína fyrir félaga Tónlistarfélags-
ls. Húsið troðfylltist, svo að
mönnum kom saman um, að þeir
hefðu aldrei séð fleiri sálir saman
komnar í Austurbæjarbíói. Þurfti
að fá mikið af láusum stólum,
þar sem nokkrir af hinum sætis-
lausu komu sér fyrir, en margir
stóðu allan tímann.
Hrifning áheyrenda var mjög
mikil og því meiri, sem á kvöldið
leið. Var Segovia ósparari á auka
lögin en margir þeir snillingar,
sém áður hafa komið hingað og
þó minni séu ef til vill en hann.
ÞRIÐJUDAGINN 28. október
varði Steingrímur Baldursson
doktorsritgerð í efnaeðlisfræði
við Chicagoháskóla.
Steingrímur er 28 ára að aldri,
sonur hjónanna Margrétar Símon
ardóttur og Baldurs Steingríms-
sonar, skrifstofustjóra sakadóm-
araembættisins í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá
stærðfræðideild Menntaskólans
í Reykjavík vorið 1949 með hæstu
einkunn, sem gefin hefur verið
í deildinni. Að því loknu veitti
Menntamálaráð honum 4 ára
styrk til náms í efnaeðlisfræði.
Var hann 3 ár við Kaliforníu-
háskóla í Berkeley og síðan 1 ár
í Chicago, þar sem hann lauk
meistaraprófi sumarið 1953. Að
því loknu hóf hann rannsóknar-
störf við Enrico Fermi kjarna-
fræðastofnun Chicagoháskóla í
samvinnu við prófessor Joseph
E. Mayer. Doktorsritgerð Stein-
gríms fjallaði um niðurstöður
rannsókna þessara.
Ritgerðin nefnist Lambda-
Helíum er eitt af frumefnunum,
lofttegund, sem þéttist í vökva
við um —269° C. Við frekari kæl-
ingu ætti vökvinn að verða fast
efni, ef um hann giltu sömu lög-
mál og um aðra vökva. Svo er
ekki, en hins vegar breytast ýms-
ir eiginleikar hans á óvæntan
hátt, og má segja, að nýr vökvi
myndist við kælinguna. Sú breyt-
ing verður við um — 271" C
(2,19° ofan við lægsta hitastig,
sem unnt er að ná) og nefnist
lambda-breytingin. Hún hafði
komið í ljós við tilraunir ýmissaa
vísindamanna, en ekki hafði tek-
izt að skýra orsakir hennar tii
fullnustu. Rannsóknir Steingríms
beindust að því, að auka skiln-
inginn á þessu fyrirbrigði, og
tókst honum eftir 5 ára starf
að finna nýja leið til að samræma
orkuskammtakenninguna og nið-
urstöður rannsóknanna á lambda
breytingunni.
Steingrímur mun koma heim
til íslands innan skamms og
starfa hér að rannsóknum um
breytingin í fljótandi helíum. a. m. k. eins árs keið.
Baban dæmclur
til dauða
LONDON 19. nóv. — Bagdad-
útvarpið skýrði svo frá í dag, að
herdómstóll hefði dæmt Ahmed
Mukhtar Baban, fyrrum forsæt-
isráðherra í stjórn Faisals kon-
ungs, til dauða. Mun dómnum
verða fullnægt með hengingu.
Var hann m.a. fundinn sekur
um að hafa tekið þátt í samsæri,
sem miðaði að því að steypa sýr-
lenzku stjórninni úr Stóli og hafa
ætlað að koma á „ólöglegu" sam-
bandi íraks og Sýrlands. Jafn-
framt var han* sakaður um að
hafa gerzt formælandi erlendrar
íhlutunar í málefni Líbanons og
Sýrlands — og hafa átt drjúgan
þátt í því að írak gekk í Bagdad-
bandalagið. Baban var forsætis-
ráðherra, þegar byltingin var
gerð í írak 14. júlí í sumar. Fjór-
ir aðrir írakskir stjórnmálamenn
hafa verið dæmdir til dauða að
undanförnu. Fjölmargir hafa
jafnframt verið dæmdir til langr
ar fangelisvistar.
Féll fyrir hand-
sprengjum
NICOSIU, 19. nóv. — Kyriakos
Matsis, einn af leiðtogum EOKA,
var felldur í dag. Brezkir her-
menn króuðu hann inni í fylgsni
og þegar Matsis neitaði að koma
út vörpuðu hermennirnir tveim
handsprengjum inn í fylgsnið.
Matsis hefur á undanförnum ár-
um verið valdamesti foringi
EOKA að Grivasi einum undan-
skildum. Hafði miklu fé verið
heitið til höfuðs honum.
Fara Genfartundirnir algerlega út
um þúfur?
GENF 19. nóv. — f dag héldu
fulltrúar stórveldanna 10. fund
sinn um eftirlit og stöðvun kjarn
orkutilrauna. Ekki náð.st sam-
komulag og þykir nú illa horfa,
því að Rússar höfnuðu annarri
málamiðlunartillögu Breta og
Bandaríkjamanna. Fulltrúi Rússa
krafðist þess enn einu sinni, að
fyrst y.ði gengið Irá samkomu-
lagi um stöðvun tilrauna áður en
farið væri að ræða eftirlitskerfi
til umsjónar því, að samkómu-
lagið yrði ekki rofið. Vesturveld-
in halda hins vegar fast við það,
að samkomulag verði fyrst gert
um eftirlitskerfi, þá verði auð-
veldara og öruggara að semja um
stöðvun tilrauna.
Miðlunartillaga Vesturveld-
anna var á þá leið, að bæði atriði
málsins, stöðvunarsamkomulagið
og eftirlitskerfið, yrðu sameinuð
og einn sáttmáli látinn gilda um
bæði, en Rússar féllu ekki frá
þvi, að málin yrðu rædd í tvennu
lagi — og í fyrrnefndri xöð.
Hin breytta miðlunartillaga, er
lögð var fram í dag, var þess
efnis, að tíagíkráin yrði „h.ut-
laus“ og Jevfiiegt yrði ao ræða
málin að v.id — þó ekki sameig-
inlega. Ef Rússar hefða gengið
að þessu, hefðu báðir aðilar getað
rætt þau atriði málsins, sem þeir
kjósa heizt aö ræða fyst — og
leiðin jafnfvamt opin til tveggja
formleg- a san.r.inga eins og Rúss
ar krefj ist.
Er það mál rr.anna, að tilga.ngs
laust muni reyr.ast að halda ráð-
stefnunni áfram úr því að enn
hefur ekki náðst samkomulag um
dagskrána.
Á 10 ríkja ráðstefnunni, sem
ræða átti varnir gegn hugsan-
legri skyndiárás, er ástandið svip
að. í upphafi var áætlað, að sú
ráðstefna yrði einungis tæknileg.
Rússar krefjast nú hins vegar
breiðari umræðugrundvallar,
enda eru stjórnmálamenn fyrir
nefndum kommúnistaríkjanna,
en vísindamenn formælendur
nefnda Vesturveldanna á ráð-
stefnunni. Vilja Vesturveldin
ekki sætta sig við pólitískar um-
ræður úr því að annað hafði ver
ið ákveðið, enda væri lítils ár-
angurs að vænta af slíku stappi,
segja stjórnmálafregnntarar.
Óðinn sigldi
á Sandgerðisbát
SANDGERÐI, 19. nóv. — Þrettán
bátar komu til Sandgerðis í dag
og höfðu þeir alls 1453 tunnur
síldar. Aflahæstur var Víðir II
með 285 tunnur, næst Hrönn II
með 185, þriðji Rafnkell með 179.
Það óhapp vildi til, þegar
Hrönn var að leggja af stað til
lands, að varðskipið Óðinn sigldi
á bátinn bakborðsmegin, rétt
fyrir aftan miðju, og skemmdist
hann talsvert, en komst þó án
aðstoðar í land. Búizt er við að
viðgerð taki þrjár vikur. — Axel.
NEW YORK, 19. nóv. — Bretar
munu nú leggja fyrir Allsherjar-
þingið ályktunartillögu þess efnis
að S. Þ. hvetji Tyrki og Grikki
til samstarfs við Breta í Kýpur-
máiinu til lausnar. Tillagan hefur
ekki verið birt, en aðalatriði
hennar mundn vera þau, að Alls-
herjarþingið lýsi yfir hryggð
vegna hefndarverkanna á Kýpur,
stuðningí við tiiraunir Breta til
samkomulags við eyjarskeggja,
Grikkja og Tyrkja i málinu
Brezk kona myrt við sýr-
lenzku landamœrin
Var á skemmtigöngu við Galileuvatn
TEL AVIV, 19. nóv. — Eftir
tveggja sólarhringa leit á landi
og í lofti fannst frú Mary Doran,
kona flugmálaráðunauts brezka
sendiráðsins í ísrael. Konan hafði
verið myrt á strönd Galileuvatns-
ins og var lík hennar marg-
sundurskotið. Eiginmaður henn-
ar var í leitarflokknum, sem
fann líkið.
ísraelsstj órn hefur kært sýr-
lenzku stjórnina fyrir eftrlits-
sveitum S.Þ — og sakar Sýrlend-
inga um morðið. Samkv upp-
lýsingum eítirlitsmaana S.Þ.
fannst slóð berfættra manna, sem
taldir eru hafa verið morðingj-
arnir, í áttina að sýrlenzku landa-
mærunum.
Frú Doran var 48 ára gömul.
Hún hafði venð í ísrael ásamt
manni sínum og einkasyni í 11
mánuði og var einsömul á
skemmtigöngu, er hún var myrt.
Doran var frægur brezkur flug-
maður úr síðari heimsstyrjöld-
inni og var sæmdur miklum
tignarmerkjum fyrir frammi-
stöðu sína í viðureigninni við
Nazista.