Morgunblaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fímmtudagur 20. nóv. 195t>
Með hervaldi slysast Bretar
til oð sýna fram á fiskþurrð
á Islandsmiðum
ÞAÐ mun ekki hafa verið til-
gangur brezku ríkisstjórnarinn-
ar að slá því föstu með hervaldi,
að það sem við íslendingar segj-
um um ofveiði á miðunum hér
við iand, væri rétt. Þvert á móti
var það ætlun þeirra að sýna
heiminum að við færum rangt
með. Hér væri gnægð fiskjar
eins og verið hefði. Allt okkar
tal um rýrnun fiskimiðanna væri
staðleysur einar og það skyldu
þeir sýna bæði okkur og öðrum
með því að senda hingað nokkr-
ar af manndrápsfleytum sínum
og þar með iáta vopnin tala.
Hvað hafa svo Bretar áunnið
með herhlaupi sínu? Óvild og
smán víða um heim fyrir að ger-
ast fulltrúar ofbeldisins og sú
smán verður ekki minni fyrir
það, að í hlut á ein af minnstu
þjóðum heims, vopnlaus með
öálu, þjóð sem ekki gerir ráð fyr-
ir að mæta á vopnaþingi við einn
eða neinn og hefir um lengri
tíma lifað í þeirri von og trú að
siðgæðismáttur þjóðanna áorkaði
því, að vopnin yrðu lögð niður
og í stað þeirra kæmu lög og rétt
ur.
Þessi trú hefir orðið sér til
skammar einu sinni enn, því með
sorg sjáum við nú að Bretar hafa
því miður lítið lært. Þeir hafa
vopnin ennþá fyrir sinn talsmann
og beita þeim þegar þeim býður
svo við að horfa, og þeim þykir
vegna hagsmuna sinni við þurfa.
Vopnin hafa að þessu sinni
snúizt illilega í hendi Breta það
gera þau að vísu oft í hendi of-
beldismannsins, því nú hafa þeir
með hernaði sínum opinberað
það fyrir allri heimsbyggðinni,
að það sem við höfum sagt um
fiskþurrð á heimamiðum er satt
og er það óvæntur greiði við okk
ur af þeirra hendi.
1 fulla tvo mánuði hafa þeir nú
með hervaldi brotizt inn í ís-
lenzka landhelgi til veiða, einir
allra þjóða, með nákvæmlega
þeim árangri sem við var að bú-
ast, lítið og ekkert fiskað og þar
með hleypt stoðum undir okkar
röksemdir og fyrri reynslu.
Að vísu er brezku stjórninni
nokur vorkunn að hún lét narra
sig út í þetta ævintýri, því hún
hefir sjálfsagt haft vonda ráð-
gjafa og óréttsýna. Enskir fiski-
menn og útgerðarmenn ættu að
vita svo mikið í fiskimálum af
fyrri tín>a reynslu sinni hér við
land, ef þeir vildu satt frá segja,
að hér er ólíku saman að jafna og
áður var. Sumir þeirra ættu að
vera svo langminnugir að muna
er þeir fyrstu hófu togveiðar hér
við land, að þá höfðu þeir svo
miklu úr að moða, að þeir hirtu
aðeins flatfiskinn og fylltu skip
sín af lúðu og kola. Þeir hentu
þá öllum bolfisk sem var þó enn-
þá meira af, en hinsvegar ekki
eins dýrseldur á enskum mark-
aði.
Þá stærðu enskir togaraskip-
stjórar sig af því að hafa oft feng
ið um og yfír 100 körfur af kola
í nokra mínútna togi. Nú toga
þeir í landhelginni og fá eftir 2
tima 5—10 körfur af kola í hali
og oft ekki neitt. Það er langl
síðan þeir hættu að henda bol-
fisknum, en hann hefir staðið
betur undir rányrkjunni, en flat-
fiskurinn.
Þrátt fjrrir að Bretar hafa um
margra ára skeið hirt allan fisk,
er nú svo komið að þeir fá hér
oftar rýran afla einkanlega i land
helginni eins og þeir nú með her-
valdi eru að sanna, og það tekst
þeim furðuvél. Þeir hafa ekki
fiskað meir en 40—60 tonn í túr
eða sem svarar sæmilegri 1 dags
veiði. Enskar húsmæður fá svo
að borga í hærra fiskverði.
Það er ekki litilsvirði fyrir
okkar málstað og málflutning, að
ríkisstjóm Bretlands skuli leggja
okkur í hendur slík rök og jafn-
vel ekki síður fyrir það, að hún
aflar þeirra með gapandi fall-
byssukjöftum. Þau rök hljóta að
vera meira sannfærandi fyrir þá
en allt annað þ.e.a.s. þann hluta
þjóðarinnar sem hugsar á fall-
byssumáli, og sannfæra ráðherr-
ana sem vantaði sannanir fyrir
því, að um ofveiði væri að ræða
á íslandsmiðum.
Vegna hvers vilja Englending-
ar meina okkur 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi, en leyfa öðrum?
eða láta þá óáreitta? Hvaða mál-
flutningur er það að telja okkur
brjóta alþjóðalög með 12 mílna
fiskveiðilandhelgi meðan að eng-
in slík lög eða reglur eru til?
Og hvers vegna vefst það fyrir
Bretum að gera réttan greinar-
mun á hvað er alþjóðlegt eða
eigið ég í þessum efnum? Sjálfir
hafa þeir samið við önnur ríki
um þessi mál og hvað þýðir að
vera að tala um samninga milli
Breta og íslendinga, ef við höfum
brotið alþjóðalög?
Þeir gætu í hæsta lagi verið
ákærandi. Allt makk um samn-
inga er út í hött, meðan því er
samhliða haldið fram, að við höf-
um ekki haft heimild til að færa
fiskveiðitakmörkin i 12 mílur.
Bretar hafa með sérsamning-
um sínum við aðrar þjóðir viður-
kennt, að engin alþjóðalög eru
til um vídd landhelginnar og er-
um við íslendingar svo lang-
minnugir að muna samning
þeirra við Dani 1901, þegar að
þeir höndluðu sig inn í islenzka
landhelgi að okkur forspurðum.
Ef Bretar vildu vera svo væn-
ir að minnast þess, að sá samning
ur er úr gildi fallinn og að fram
að því að hann var gerður, gegn
okkar vilja, höfðum við haft 16
mílna landhelgi. Þá mættu þeir
bæði sjá og skilja að ekki verð-
ur með réttu sagt að við höfum
með 12 mílunum stigið stærra
spor en efni stóðu til.
Það er trú mín, að meirihluti
brezku þjóðarinnár sjái að hún
hefir verið rugluð í ríminu með
rangtúlkun í landhelgismálinu og
að það sæmi ekki jafn voldugri
þjóð, að tala máli vopnanna í lífs
nauðsynlegu réttlætismáli litill-
ar og vopnlausrar þjóðar. Það
bætir svo ekki um að Bretar hafa
ekki beitt þeirri sömu hörku út
af 12 mílna landhelginni við þá
sem líklegri voru til jafnari
leiks. Bretar halda því fram að
þeir hafi sent herskip til vernd-
ar enskum togurum í íslenzkri
landhelgi fyrir íslenzkum lög-
gæzlumönnum vegna þess að þeir
viðurkenni ekki einhliða rétt
ríkja til útfærslu landhelginnar
og tala um brot á alþjóðalögum
og reglum.
Þetta eru tylliástæður hjá
þeim til að afsaka gerræði sitt
gegn íslendingum og einka hags-
munabraski sínu nú hér við Iand.
Það er skiljanlegt að Bretar vilji
hengja sig í lagakróka svo mjög
sem þeim ríður á að réttlæta sig
í þessu máli, en enginn hengir
sig á króka sem ekki eru til.
Þegar um lög og lagabrot er
að ræða, þá er það ekki einstak-
lingsins að taka framkvæmd lag-
anna í sínar hendur. Að réttum
lögum hefir einstaklingurinn að-
eins ákæruvald.
Hvenær hefir Bretum verið
falið sérstaklega að hafa eftirlit
eða íhlutun gegn þeim sem brjóta
kynnu alþjóðlegar samþykkitir
eða lög? Og hvers vegna hafa
þeir ekki slegist upp á aðra en
íslendinga út af 12 mílna land-
helgi?
Lítið leggst fyrir kappann,
ekki vinna Bretar séT inn neina
hernaðarfrægð í átökum við okk-
ur íslendinga hinsvegar er ekki
ólíklegt að þeir geri sér vonir um
ódýran sigur gráir fyrir járnnm
gegn óvopnaðri þjóð. Mundi það
ekki líklegt vera að á bak við
standi fámenn klíka hernaðar-
sinna? Svo mikið er víst, að
margir Englendingar eru stór-
hneykslaðir og sárir yfir hern-
aðaraðgerðunum hér við land.
Margir þeirra hafa tekið á mál-
inu með góðvild og skilningi.
Það eru menn þess tíma sem
koma skal. Vonandi tekst þeim
að ýta svo við bardagamönnun-
um að þeir sjái að sér og skilji
að það eru ekki einungis íslend-
ingum heldur flestum eða öllum
öðrum sem ofbýður allt þeirra
hernaðarkukl hér við land.
Nú hafa þau tíðindi gerzt, að
herskipið „Russel“ hefir hótað
því að sökkva varðskipinu „Þór“
ef hann héldi til streitu töku
ensks togara sem brotið hafði
landhelgislögin og var með ólög-
legan umbúnað veiðarfæra 2,5
sjómílur undan Látrabjargi. Það
væri á okkar máli að heiðra morð
ingja, ef hennar hátign þóknað-
ist að hengja heiðursmerki á
þann hrotta fyrir þann verknað
og ekki myndi hernaðarfrægð
brezka flotans vaxa af slíku
verki.
Hví senda ekki Bretar flota
sinn í austurveg til hemaðarað-
gerða? Þar er fyrir að hitta þjóð
sem lengi hefir haft 12 mílna
landhelgi og því í sama bát og
við hvað landhelgismálið snertir.
Auðvitað hefði það orðið erfiðara
að brjóta þá Þjóð á bak aftur
með hernaði en okkur, en um
leið væri það meiri hernaðar-
frami fyrir brezka stríðsmenn.
Það þarf hvorki kjark né hern
aðarlist til að sökkva íslenzkum
varðskipum, en við höfum hing-
að til ekki viljað trúa því að
Bretar sætu inni með slíka ó-
svífni að hóta slíku, hvað þá held
ur að framkvæma slíkan glæp.
Sigurjón Einarsson,
skipstjóri, (Hrafnistu).
Þó að Donald Campbell hafi nýlega sett lieimsmet í kappsigllngu á bát sinum „Blneblrif“, er hann
náði 248,62 mílna hraða á klukkustund, er hann ekki ánægður. Takmark hans er 300 mílur á klst.
(um 480 km.), og hann mun ekki gefast upp, fyrr en hann hefur náð því. — Hér sést Campbell
stuttu eftir að hann setti metið, ásamt vélamanni sínum Leo Villa og vinkonu sinni Doris Swann
— Ef einhver vill vita hvað hundurinn hans heitir, þá heitir hann Maxie.
Fimmtugur í dag:
Þórður Pálsson prentari
ÞÓRÐUR PÁLSSON er fimm-
tugur í dag. Foreldrar hans voru
Páll Þorkelsson og Ólöf Jónína
Þórðardóttir. Hann er borinn og
barnfæddur Reykvíkingur. Þórð-
ur hóf prentnám 18 ára að aldri
í Alþýðuprentsmiðjunni og lauk
þar námi sem setjari árið 1930.
í Alþýðuprentsmiðjunni var
hann óslitið til ársins 1946, lengst
af sem vélsetjari, en siðan fór
hann að vinna í Prentsmiðju
Austurlands á Seyðisfirði, og var
þar í nokkur ár. Var um tíma í
Prentverki Akraness. Haustið
1949 fór hann að vinna i Stein-
dórsprenti, en fór svo aftur I
Prentsmiðju Austurlands, eftir
að hún fluttist til Reykjavíkur.
Síðan árið 1951 hefur Þórður
verið vélsetjari í Prentsmiðju
Hafnarfjarðar að undanskildu
einu ári, er hann réðst til sjó-
mennsku og var þá skipverji á
botnvörpungnum Helgafelli.
Meðan Þórður var starfsmað-
ur Alþýðuprentsmiðjunnar var
hann virkur félagi í Félagi ungra
jafnaðarmanna. Einnig var hann
í Karlakór iðnaðarmaqna, en
hin síðari ár hefur hann lítið
látið félagsmál til sín taka.
Þórður nýtur trausts og virð-
ingar allra þeirra er unnið hafa
með honum. Hann er dreng-
skaparmaður góður og vinur
vina sinna og kann að gleðjast
með glöðum.
Þórður á því láni að fagna að
vera giftur ágætri konu, Elínu
Helgadóttur, er búið hefur manni
sínum gott og fagurt heimili að
Laugateigi 20 hér í bæ.
Þeir munu vera margir, er
minnast Þórðar og senda honum
hlýjar árnaðaróskir á þessum
tímamótum lífs hans.
Stéttarfélagi.
M iðstöðvarkatlar
Smíðum enn sem fyiT allar stærðir af okkar viður-
kenndu miðstöðvarkötlum fyrir sjálfvirka kyndingu.
Ennfremur katla með blásara. Leitið upplýsinga um
verð og gæði á kötlum okkar áður en þér festið kaup
•s staðar.
VÉLSM. OL OLSEN
Ytri Njarðvík — Símar 222—722, Keflavík.
annars
Bezt aö auyiýsa í Morgunbiaðinu
Félagslíf
Ármenningar —
Handknattleiksdeild
Æfingar i kvöld að Háloga-
landi, kl. 6 3. fl. karla; kl. 6,50
meistara-, 1. og 2. fl. karla; kl.
7,40 kvennaflokkar. — Mætið
stundvíslega. — Þjálfarinn.
Æfingar i Þjóðdönsum í kvöld
í Austurbæjarskólanum, sem
hér segir: KI. 8—9 námskeið í
þjóðdönsum; kl. 9—10 sýningar-
flokkur. — Mætið stundvíslega.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur.
Körfu'knattleiksdeild K.R.
Stúlkur! — Munið æfinguna í
kvöld kl. 7 í íþróttahúsi Háskól-
ans. Áríðandi að allar mæti.
Samkomur
K.F.U.M. — Ad.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Séra
Sigurjón Þ. Árnason talar. Allár
karlmenn velkomnir.
K.F.U.K. — Ud.
Á fundinum í kvöld kl. 8,30
verður skipt í flokka. Veitingar.
Hugleiðing, Auður Eir Vilhjálms-
dóttir. —_____
Hjálpræðisherinn
1 kvöld kl. 20,30: Almenn sam-
koma, — Allir velkomnir.________
Fíladelfía
Biblíulestrar kl. 2 og kl. '3. —
Vakningarsamkoma kl. 8,30 alla
daga vikunnar. Allir velkomnir.
34-3-33
‘Þungavinn uvélar