Morgunblaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 16
16 MORCVNBL4ÐIÐ Fimmtudagur 20. nðv. 1958 „Þykir yður eius vænt um tón- list og mér, Bergmann læknir? Tónlistin hjálpar mér til að hugsa ekki um neitt, og þess þarf mað- Ur stundum með“. „Já, það er alveg sama um mig“, svaraði Súsanna alvarlega. „En það þarf nokkurn tíma til að læra þá list. Fyrir mér fer fyrri helmingur efnisskrárinnar ailtaf til ónýtis, af því að ég er ekki orðin aðlöguð til að hlusta reglu- lega á“. Rolf kinkaði kolli hugsandi. „Já, ég þekki það, en maður Verður að geta slakað á við og við. Sá eini, sem hefur getað kom- ið mér til að gleyma öllu öðru, þegar ég var heima hjá mér, er Tómas, en því miður hef ég alltof sjaldan tíma til að annast hann. Þess vegna er það helmingi þung- bærara, að hann er nú svo sjúkur. Börn geta í raun og veru neytt mann tii að gleyma öllu öðru. — Þegar maður leikur sér við þau, verður að hafa allan hug á leikn- um og verða aftur börn. Þér mun- nð sjáifsagt ekki trúa því, þegar ég segi yður, að ég er snilling- ur í því að búa til svifflugvélar úr pappa. Við eigum hei'la flug- véiasveit heima í barnahei’berg- I inu“. Katarina endaði samtal sitt við Kurt Alm og sneri sér hlæjandi að Roif. „Það var gaman að okkar góði læknir gat komið þér í svona gott skap“, sagði hún. „Og það er skemmtilegt að vita til þess, að það er hægt að eiga ánægjulega stund saman án þess að þurfa endilega að ræða sjúkdóma og eymd. Ég er að minnsta kosti viss um, að Tómasi mun vegna ágæt- iega á deildinni yðar, Bergmann læknir. Hann var svo hræddur við spít-alann í fyrstu, en börn venj- ast fljótt nýju umhverfi". „Hún gerði það viljandi", hugs- aði Súsanna gröm, þegar hún sá, að Rolf varð aftur alvarlegur. „Hún leiddi talið aftur að veikind um af því að hún kærði sig ekki um, að honum liði nota'lega í ná- vist annarra en hennar sjálfrar". Hléið var nú úti og þau urðu samferða upp í tónlistarsalinn. Katarina og Súsanna gengu á und an karlmönnunum og Súsanna leit snöggvast á hina ungu konu, sem gekk við hlið hennar. Katar- ina Hemmel var í raun og veru fögur á að líta þetta kvöld. Lit- urinn á kjólnum hennar olli því, að meira bar á hinu svarta, slétta hári, sem lá eins og blásvartur hjálmur á höfðinu. Tveir stórir gmaragða-eyrnalokkar vo-u eina skrautið, sem hún bar. Það var einfalt, en um leið mjög veíl út- hugsað og ísmeygilegt. Katarina horfði beint fram 1 fyrir sig, en það var eins og hún . fyndi augnaráð Súsönnu. „En hvað kióilinn yðar er fal- legur, Bergmann læknir", sagði i hún. „Það hlýtur aV vera dásam- legt fyrir koj» .. í svo erfiðu starfi, að geta látið eftir sér stöku sinn- um að líta fallega út. Að vera al- gerlega kona, á ég við. En þér hafið sjálfsagt ekki oft tíma til þess“. Súsanna gat ekki -að sér gert að hlæja. „Við vinnum nú ekki allan sól- arhringinn“, sagði hún. „Jafnve. við læknarnir höfum okkar frí- tíma og reynum að njóta þeirra sem bezt“. „Já, þér eruð líka svo ung enn- þá“. Katarina virtist mjög skiln- ingsgóð. „Það væri ómannúðlegt að neyða yður til að taka starf yðar alltof hátíðlega". Þau voru nú komin að dyrunum og Súsanna gat ekki svarað áður en þau kvöddust og gengu tii sæta sinna, hvort í sinni sætaröð. En allt í einu mætti hún augna- ráði Rolf Agréus og las í því þegj- andi skilning. „Við hittumst í sjúkrahúsinu á morgun, Bergmann læknir“, sagði hann og hneigði sig lítillega fyrir henni. „Ég hef þar að auki lofað Tómasi að heimsækja hann eins oft og hægt er“. „Já, Tómas er ekki erfiður, nema þegar hann vonast eftir yð- ur og þér bregðizt honum“, sagði Súsanna hlæjandi. Þegar tónlistin byrjaði aftur, fann Súsanna, að hún átti enn örðugra með að hafa hugann við hana. Hún var undarlega ergileg, þegar hún hugsaði um hina stæri- látu framkomu Katarinu Hemmel. Var hún tilvonandi frú Agréus? Það leit að minnsta kosti út fyr- ir, að hún sjálf væri ekki í vafa um það. Rolf Agréus var áreiðan- lega mjög eftirsótt mannsefni og gat áreiðanlega, ef hann vildi, val- ið og hafnað að vild sinni. Og ef hann veldi Katarinu Hemmel sér fyrir seinni konu, þá var það auð- vitað af því að honum þótti vænt um h-ana og mat hana mikils. „Hún er kvenmaður í lagi, þessi Katarina Hem.nel“ sagði Kurt á heimleiðinni, „og ég sá það á svip hennar, að þú varst fullgildur keppinautur hennar, kæra Sús- anna. Það er í rauninni mjög mikið hól, en þú skalt samt gæta þín. f kvöld dró hún inn klærnar, en einn góðan veðurdag koma þær í ljós, og þá klórar hún“. ,,Já, vesaiings önnum kafinn læknir getur alls ekki fylgzt með, Kurt“, sagði Súsanna hlæjandi. „Við getum alls ekki annazt ann- að en starf okkar, ef við eigum að gegna því sómasamlega. Þ-að gaf hún mér líka í skyn“. „Þú varst líka alltof falleg í kvöld, í þessum kjól. Það var það, sem kom henni til uð hvessa klærn ar, því að hún gat ekki látið sig einu gilda, þar eð þú værir mein- laus. Treystu því, sem ég segi í þessu efni, læknir minn. Ég hef mína reynslu“. spyrja lækninn", byrjaði hún stam ai.di, „ég á við, hvernig kemst maður að raun um, hvort maður er hæfur til hjkrunarstarfsins? Um daginn var skurðaðgerð og 'g — ég var víst of þreytt“. Súsanna hló og horfði vingjarn- lega á hana. „Já, leið yfir yður, ég tók eftir því. En það var líka fyrsta stóra skurðaðgerðin, sem þér voruð við, var það ekki?“ „Jú, svaraði unga stúlkan feim in, „það var hræðilega sneypu- legt. Allir hljóta að hafa álitið mig mjög duglausa. Þess konar — Þykir yður eins vænt um tónlist og mér, Bergmann lækn- ir? spurði Roif. — Tónlistin hjálpar mér til að hugsa ekki um neiu, og þess þarf maður stundum með. „Ég þakka fyrir gullhamrana", svaraði Súsanna, „en mér er það reyndar alveg Ijóst, að í sam- anburði við Katarina Hemmel er ég ekki annað en litlaus einstakl- ingur, sem gegnir skyldustörfum". En skyndilega vildi hún þó ekki trúa því sjálf..... Það var farið að rigna og drop- arnir lömdu rúðurnar. Súsanna varpaði öndinni, sneri sér frá glugganum og bjó sig til að fara inn í skurðstofuna. Þegar hún var komin inn í litla forherbergið og var farin að bursta hendurnar undir vatnsbununni, var hurðin opnuð og ungur hjúkrunarnemi kom inn. „Trufla ég ]ækninn?“ spurði hún og hið kringluleita andlit hennar bar vott um svo mikinn taugaóstyrk að Súsanna komst við. „Nei, alls ekki. Ætluðuð þér að tala við mig?“ „Já, ég — mig langaði að má náttúrlega ekki koma fyrir“. „Það gerir það nú s-amt við og við“, sagði Súsanna vingjarnlega. Þér megið ekki halda, að þér séuð sú fyrsta. Margar af deildar- hjúkrunarkonunum okkar hafa byrjað starfsferil sinn með dá- litlu snöggu yfirliði, að ég nú ekki tali um alla hina ungu lækna- nema, sem hafa þotið út úr skurð- stofunni, þegar skurðlæknirinn fór að beita hnífnum". „En ef það kemur fyrir aftur, hvað þá?“ Hinn ungi nemandi var enn mjög kvíðinn á svipinn. „Ég á að vera viðstödd nú eftir augna- blik og ég vil helzt kreista aftur augun og opna þau ekki fyrr en allt er afstaðið". „Það kemur ekki fyrir aftur", sagði Súsanna hughreystandi. — „Þér skuluð einmitt beina athygl- inni að því, sem skurðlæknirinn gerir, í stað þess að reyna að gleyma því. Eigið þér að vera inni hjá mér?“ L ú 6 1) Markús og Davíð þeysa að fjánni, þar sem Navaho-indián- arnir eru að búa sig undir að koma Anda fyir kattarnef.“ 2) „Göngugarpur! láttu þá hætta þessu“, hrópaði Markus. „Það er of seint, Markús. Fólk mitt mun ekki hlusta á þig fram- ar.“ „Já, það var þess vegna sem ég vildi spyrja yður, hvort það væri heimskulegt af mér að fara þangað inn. Ég ætti ef til vill held ur að bíða dálítið. .. .“ „Ef þér ekki farið inn núnr., munuð þér aldrei geta gert það“, sagði Súsanna ákveðin. „Það er aðeins einfaldur botnlangaskurð- ur, og þér munuð geta skilið allt, sem ég geri og áreiðanlega þykja það fróðlegt. Þér farið aldrei að leita yður að allt annarri atvinnu vegna lítils yfiriiðs. Þér ætlið að reyna að verða hjúkrunarkona, er ekki svo?“ „Já, það er mín eina ósk“, svar- aði unga stúlkan og var hátíðleg á svipinn. „Móðir mín var hjúkr- unarkona á unga aldri og hún hefur alltaf talað svo um það starf, að það væri köllun. Ég myndi alls ekki þora að koma heim og segja frá því, að ég gæti ekki stundað námið. En nú skal ég ekki tefja lækninn lengur. — Fyrirgefið ónæðið og þökk fyrir ráðlegginguna". Hinn ungi hjkrunarnemi hvarf eins fljótt og hún kom, og Sús- anna horfði á eftir henni með litlu samúðarbrosi. Svona ung, áreið- anlega ekki meira en 18 ára og samt svona skyldurækin. — Hún myndi vafalaust verða dugleg hjúkrunarkona með timanum. Ef til vill myndi hún eyða ævinni í sjúkrastofunni og á hvítum göng- um eða í starfi héraðshjúkrunar- konu einhvers staðar uppi í sveit. Dyrnar opnuðust og hjúkrunar- kona.kom inn til þess að hjálpa Súsönnu í sloppinn og til að láta á sig hanzkana. „Er læknirinn búinn?“ „Já, er sjúklingurinn tilbúinn?" Súsanna rétti gætilega fram hand leggina +il þess að komast í slopp- inn . „Já, sjúklingurinn er tilbúinn", svaraði hjúkrunarkonan, hjálpaði Súsönnu að láta á sig hanzkana og fór og opnaði dyrnar. aHUtvarpiö Fimnitudagur 20. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Á frívaktinni — sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 Barnatími: Yngstu hlustendurnir (Gyða Ragnarsdótt ir). 18,50 Framburðarkennsla í frönsku. 19,05 Þingfréttir. Tón- leikar. 20,30 Spurt og spjallað í útvarpssal: Þátttakendur eru Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöf- undur, Gísli Halldórsson verkfræð ingur, Gunnar Dal rithöfundur og Sigurður Ólason hæstaréttarlög- maður. Sigurður Magnússon full- trúi stjórnar umræðunum. 21,30 Útvarpssagan: „Ú tnes j ame.in“; XII. (Séra Jón Thorarensen). — 22,10 Kvöldsagan: ,,Föðurást“ eft ir Selmu Lagerlöf; XV. (Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur). 22.30 Sinfónískir tónleikar: Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit-ar íslands í Þjóðleikhúsinu 11. þ. m.; síðari hluti. Stjórnandi: Hans Antolitsch. 23,00 Dagskrárlok. Fösludagur 21. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Barnatími: Merkar uppfinn ir.gar (Guðmundur Þorláksson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í spænsku. 19,05 Þing- iréttir. — Tónleikar. 20,30 Dag- legt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Kvöldvaka: a) Gutt- ormur skáld Guttormsson áttræð- ur. — Finnbogi Guðmundsson kand. mag. flytur erindi um Gutt- orm og Óskar Halldórsson kenn- ari les úr Ijóðum hans. b) Is- lenzk tónlist: Lög eftir Sigurð Helgason (plötur). c) Erindi: — Með íslenzkum skáldum í Kaup- mannahöfn eftir aldamótin (Egg- ert Stefánsson söngvari). 22,10 Kvöldsagan: „Föðurást" eftir Selmu Lagerlöf; XVI. (Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur). 21.30 Á léttum strengjum: Frank Petty tríóið leikur (plötur) 23,00 Dagskráriok-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.