Morgunblaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.11.1958, Blaðsíða 9
Fímmtudagur 20. nóv. 1958 WOHCI’ISBIAÐÍB 9 Þrettán sögur Guðmundur G. Hagalín: Þrettán sögur. 250 bls. Gunnar Gunnarsson ann- aðist myndskreytingu. Októ berbók Almenna bóka- félagsins, Keykjavík 1958. Guðmundur G. Hagalín er með- al stórvirkustu rithöfunda okkar. Frá hendi hans hafa komið milli tuttugu og þrjátíu bækur auk þess sem hann hefur skrifað firn- in öll af greinum í blöð og tíma- rit. Slík afköst eru aðdáunarverð, en þau fela jafnan í sér þá hættu að einhvers staðar sé slakað á ströngustu vandvirkniskröfum, og þá getur farið svo að magnið yfirskyggi gæðin. Ritverk Haga- líns eru mjög misjöfn að gæðum, og mér er ekki grunlaust um að hið mikla magn þeirra skyggi á það sem hann hefur bezt gert. Smásagan er greinilega það form sem bezt á við Hagalín, enda hefur hann að eigin sögn birt ekki færri en hundrað smá- sögur til þessa. Þrettán þeirra eru nú komnar út hjá Almenna bókafélaginu, og gefa þær ljósa þverskurðarmynd af smásagna- gerð hans. Sögurnar eru samdar á árunum 1923—52 og hafa áður birzt í ýmsum smásagnasöfnum Guðmundar. Má ætla að hér sé saman komið úrvalið úr smásög- um hans, enda er hér margt um góða gripi, þótt misjafnar séu þær eins og önnur mannanna verk. Guðmundur Hagalín er alþýðu skáld í beztu merkingu þess orðs, ekki vegna þess fyrst og fremst að hann skrifi alþýðumál, því það er misskilningur, heldur vegna þess að afstaða hans til lifsins og mannanna er „alþýð- leg“ og frásagnarmáti hans er það sömuleiðis. Hann skrifar gjarna um óvenjulega menn, hetjur, sérvitringa og kjarna- konur, sem skera sig á einn eða annan hátt úr almúganum, en hann sér þetta fólk jafnan eins og alþýðumaður: hann sér það utan frá, en kafar ekki inn í það. Hann hefur einkennilega næma athyglisgáfu og er glöggskyggn á ytri einkenni: klæðaburð, svip- brigði, kæki ýmiss konar sér- kennilegt málfar, líkamsbutð. Enda er skáldskapur hans að meginefni mannlýsingar. Það er engin tilviljun að Hagalín fór fyrstur nútíðarmanna að sKrifa ævisögur lifandi manna eftir frá- sögn þeirra sjálfra. Bkáldskapur hans er mestmegnis af sama toga spunninn. í eftirmála að „Þrettán sög- um“ gerir höfundurinn grein fyrir hverri sögu, hvernig hún varð til og hvaða fyrirmyndir hann hafði að sögupersónunum. Er það einkar fróðleg lýsing á vinnubrögðum hans. Ekki svo að skilja að aðrir höfundar hafi ekki líka sínar fyrirmyndir í eigin reynslu eða daglegu lífi, en mér virðist Hagalín vera miklu bundn ari „veruleikanum“ en margir aðrir: hann stælir í rauninni „veruleikann" (og skopstælir hann oft) í stað þess að umskapa hann. Kannski er afstaða hans ttl mannlífsins og skáldskaparms ekki svo ýkjaólík afstöðu Þór- bergs Þórðarsonar, þegar öllu er á botninn hvolft, þótt þeir séu hins vegar mjög ólíkir höfundar i öðru tilliti. Þetta rýrir hvorki né eykur gildi verka Hagalíns en varpax kannski skýrara ljósi á þau. — Skáldskapur hans er ekki inn- hverfur: að hætti íslendingasagna gefa flestar sögur Hagalíns til kynna sálarlíf eða hugarhrær- ingar með ytri tilburðum persón- anna. Lesandinn er í rauninni fremur áhorfandi en þátttakandi í sögunni: han nsamsamast ekki persónunum á sama hátt og í skáldskap sem er innhverfur; Hagalín byggir persónulýsingar sinar fyrst og fremst á samtölum. Þau eru oftast mjög lifandi og vel til þess fallin að lýsa ólíkum manngerðum. Málfar hans er alla jafna kjarnyrt, stundum grófgert og oft gamansamt. En að þetta sé „alþýðumál", tekið beint af munni fólksins, er hreinasti mis- skilningur. Þetta mál er uppfinn- ing Hagalíns sjálfs, eða réttara sagt „samsuða" hans. Persónurnar birtast í skýrum, einföldum litum: hetjur, krafta- menn, aular, sérvitringar, kjarna- kerlingar. Styrkur Hagalíns ligg- ur fyrst og fremst í einfaldleik- anum, einföldu formi, óbrotnu fólki, 'ljósum söguþræði. Þess vegna er skáldskapur hans ekki blæbrigðaríkur: hann býr ekki Guðmundur G. Hagalín yfir dul, jafnvel þótt fjallað sé um „dularfull" fyrirbæri, en það kemur raunar sjaldan fyrrr. Hann gefur ekki í skyn, er ekki margræður, heldur kemur króka- laust til lesandans og segir hon- um það sem segja þarf, og síðan ekki söguna meir. Stundum óskar maður þess að hann ætti meira af stílbrellum og væri ekki alveg svona opinskár, en það stafar auðvitað af minni eigin sérvizku. Innan hins þrönga ramma sem Hagalín setur smásögum sinum nær hann oft góðum árangri. Sögur eins og „Tófuskinnið", „Barómetið“, „Þáttur af Agli á Bergi“, „Guð og lukkan", „Sæt- leiki syndarinnar“, „Staddur á Lágeyri" og „Konan að austan" draga upp ljóslifandi myndir af sérkennilegu fólki. Þær eru í grundvallaratriðum mjög keim- líkar, bera allar glöggt svipmót höfundar síns: skýrar línur. laun- hæðið bros í augnkrókunam, ein- faldar persónulýsingar og ákveð- inn „lærdóm" sem lesandmn á að draga af sögunni. Þó verður þessi „lærdómur" sjaldan að prédikun, heldur er hann eðlileg afleiðing sögunnar. Aðeins í einni sögu í þessari bók virðist mér skotið yfir markið; það er í „Þætti af Þórði og Guðbjörgu" þar sem mér finnst bindindis- áhugi höfundarins beinlínis m:s- þyrma mannlegu eðli persón- anna: ég trúi alls ekki á þetta fólk. Sé sagan borin saman við „Sætleika syndarinnar“ verður þetta enn ljósara. „Vomurinn kemur" er áhrifa- mikil atburðalýsing fremur en mannlýsing, Ijós frásögn af við- brögðum skipshafnar á hættu- stund, en eigi að síður eru dregn- ar þar nokkrar skýrar myndir af einkennilegum mönnum. „Bleikur” er rómantískasta sagan í bókinni og kannski sú Iistrænasta. Hún segir frá mein- legum örlögum á óbeinan og kank vísan hátt, vekur manni forvitni og eftirvæntingu.. „Draumur og vaka“ er senni- lega máttlausasta sagan í bók- inni vegna þess að smiðaför höfundar eru alltof augljós. Kannski leiðir hún einmitt í Ijós styrk Hagalíns og veikleika: honum lætur ekki að semja margræðar og táknrænar sögur; þegar hann reynir það fatast honum handtökin. Styrkur hans liggur í einfaldleikanum. ,Ásbjörn geitasmali" er skemmtileg og hnitmiðuð saga í fornsagnastíl, íslenzkt afbrigði af sögu Gamla testamentis um Jós- ef og konu Pótífars. „Elliglöp“ er yngsta sagan í bókinni. Hér eins og víðar í smá- sögum og skáldsögum Hagalíns er fulltrúum gamla og nýja tím ans stefnt saman, hinum síðar- nefndu til lítils sóma. Sagan er hnyttin hugvekja, en persónur allar einlitar og einfaldar. Guðmundur G. Hagalín er „jákvæður1* höfundur í þeim skilningi að honum er greinilega mjög í mun að hafa góð áhrif á lesendur sína. Hann hefur g^öggt auga fyrir hégómanum í lífshátt- um samtíðarinnar og er ófeiminn við að segja mönnum tii synd- anna, en ég hefði kosið að þjóð- félagsádeila hans væri óbeinni og ,undirförulli“. Hinu verður ekki neitað, að Hagalín er með betri smásagnahöfundum okkar og hefur dregið upp margar eftir- minnilegar myndir af fólki og tíðaranda, sem nú er liðinn undir lok. Hann hefur í rauninni samið mjög merkilegan kafla í íslands- söguna. Sögurnar í þessa bók voru valdar af Eiríki Hreini Finnboga- syni í samráði við höfundinn. Við valið urðu þeir bæði að hafa í huga lengd sagnanna, miðað við rúmið sem þeir höfðu til umráða, og taka tillit til æskilegrar fjöl- breytni, eins og höfundur bendir á í eftirmála. Myndir Gunnars Gunnarssonar listmálara, sem fylgja hverri sögu, eru stílhrein- ar og falla mjög vel að efninu. Sigurður A. Magnússon. íslenzk stúlka í kvikmynd í Madrid ÍSLENZK stúlka, Anna Þorgríms dóttir úr Keflavík, er nýkomin frá Spáni, þar sem hún lenti í þvi ævintýri að komast á kvikmynda tjaldið. Þar sem við höfum ekki „kvikmyndastjörnur“ á hverju strái hér, báðum við Önnu um að segja lesendum kvikmynda- dálkanna ofurlítið frá þessu ævintýri. — Kviknpyndastjama er ég ekki, komst aldrei lengra á þeirri braut en að fá að segja eina setn- ingu, svaraði hún. Þannig er mól með vexti, að ég var við nám í spönsku i Madrid í sumar, og í maí kom ég með danskri vinkonu minni, á skrifstofu 20th Century Fox. Daginn eftir var hringt til mín og ég spurð hvort ég vildi ekki smáhlutverk í mynd, sem verið væri að taka og héti „John Poul Jones“. Þegar ég fékk að vita að ég fengi 550 peseta á dag, beið ég ekki boðanna, því ekki er námsmannayfirfærslan að heim- an alltof rífleg. Það var ekið með okkur um 80 km út fyrir Madrid, til La Gar- ana, þvi fyrsta atriðið, sem ég var með í fór fram í hallargarði þar. Ég átti að vera hirðdama frönsku konungshjónanna og var klædd í krínólínu kjól. En það fór ekki betur fyrir mér en það, að þegar búið var að reyra kjólinn að mér, setja á mig stóra hárkollu og maka þykku lagi af farða framan í mig og öllum sterku Ijósunum var þar að auki beint að okkur úti í garðinum í 35 stiga hita, þá leið yfir mig. Þykka hárkollan kom sér svei mér vel, því annars hefði ég vafalaust fengið slæman áverka á höfuðið, þegar ég skall á tröppurnar. Það varð heilmikið uppnám, rétt eins og þegar Tyr- one Power leið út af um daginn. Sjálf vissi ég ekki af mér fyrr en hjúkrunarUð var á leiðinni með mig i burtu. Sem betur fer var þetta ekki eins alvarlegt, og hjá Tyrone, því þegar ég var búinn Anna Þorgrímsdóttir. að jafna mig, var kaldið áfram að filma. Sama atriðið var endur- tekið 15-20 sinnum. Daginn eftir var myndað i konungshöllinni frægu í Madrid. Konungur Frakklands var að slá aðalsöguhetjuna til riddara, og seinna var myndað borðhald í höllinni. Þar fékk ég að segja mína einustu setningu: „Skál fyrir John Poul Jones", og lyfta glasi með rauðu sykurvatni. Á fínu diskunum var ekkert annað en appelsínubörkur, því þetta átti að vera í lok máltíðarinnar. — Og hvernig»geðjaðist þér að stjörnunum? — Robert Stack og Marisa Pavan voru ákaflega elskuleg, en indælastur var þó Charles gamli Coburn. Aftur á móti fannst mér Jean-Pierre Aumont hálfleiðin- legur, uppstökkur og merkilegur með sig. Auk þeirra var Bette Davis með í myndinni, en heuni kynntist ég ekki. Anna dregur upp 5 kr. seðil, sem allir þessir leikarar hafa skrifað nöfn sin á, og einhvers staðar hefur hún náð í Diönu Dors og látið hana bæta Frh. á bls. 18. Einstæð lækning i Lourdes LOURDES, Frakklandi. — Und- ursamlegasta lækningin, sem átti sér stað í Lourdes þetta ár, á ald- arafmæli atburðanna þar, er tal- j in vera lækning 58 ára gamals Elsassbúa, sem hafði verið bækl- aður í 30 ár og algerlega lamað- ur sl. 4 ár, en getur nú hlaupið upp stiga, dansað og æft leikfimi. Kona hans, sem er lúterstrúar var mótfallin þessari för hans og taldi, að hún yrði hans bani. Læknar skipuðu svo fyrir, að honum skyldu gefnar sprautur til að viðhalda iikamsþreki hans, sem fór stöðugt þverrandi. Hjúkr unarsystir var send með honum, til þess að gefa honum sprautur á leiðinni. Maður þessi heitir fullu nafni Alphonse Lorbier og er frá Saint Marieaux-Mines. Hann kom til Lourdes í ágúst sL, og var það aðallega forvitni, sem knúði hann til þessarar farar. Hann hafði gegnt herþjónustu í Sýr- landi fyrir 30 árum, og er hann kom heim aftur, voru fætur hans honum ónýtir. Nokkur hluti mag ans lamaðist, og varð að nema þann hluta brott. í 25 ár staulaðist þessi fyrr- verandi hermaður við hækjur, en lamaðist þá alveg, svo að hann gat ekkert hreyft sig hjálpar- laust. Nokkru síðar varð fast að því ógerlegt að gefa honum nokkra næringu, því að þegar hann sá mat, herti taugakrampi J á kjálkavöðvum hans, svo að munnurinn varð naumast opnað- ur. En Alphonse sótti svo fast að fara þessa för, að kona hans lét að lokum undan. Kvöldið eftir að hann kom til Lourdes, krafð- ist hann þess að farið yrði með sig út í böðin, þótt komið væri fast að lokunartíma. Og þar sem hann heimtaði þetta með svo mikilli ákefð, á- kváðu aðstoðarmennirnir að láta undan þessum duttlungum hans. Þegar sjúklingurinn kom niður í kalt vatnið, fór um hann ofsa- legur skjálfti, og það leið yfir hann. Þegar hann hafði verið færður í föt aftur og lífgaður við, sagði hann við aðstoðarmennina: „Setjið mig niður. Ég held, að ég geti gengið". Og hann gekk til sjúkrahússins aftur. Alphonse fór frá Lourdes eftir fjóra daga, en áður en hann fór, var hann farinn að hjálpa til við umönnun hinna sjúklinganna. Hann fékk eðlilega matarlyst og fór fótgangandi út að helMnum. Hann skrifaði tengdasyni sínum og sagði honum, að hann mundi verða undrandi, er fundum þeirra bæri saman aftur, ( hann skyldi samt ekki segja frú Lorbier frá þessu. Þegar Alphonse kom á járn brautarstöðina heima hjá sér, beið kona hans þar eftir honum með hjólastól. Hún var þó nokkra stund að átta sig á, hver það gæti verið, sem kom hlaup- andi til hennar og hi'ópaði: , María, María, sjáðu; ég get gengið!" Fólk hópaðist að, því að athygU þess drógst að hjónunum, sem stóðu þarna og kysstust, flóandi í tárum. Allir, sem þekkt höfðu þennan bæklaða og lamaða mann, litu tvímælalaust á þessa lækningu hans sem kraftaverk. Mörg ár kunna að Uða, þangað til kirkjulega nefndin, sem fjall- ar um lækningarnar í Lourdes, viðurkennir opinberlega, að þessi lækning sé ein þeirra, sem ekki verða útskýrðar eftir náttúruleg- um leiðum. Skýrsla um sjúkra- feril manns þessa, ásamt læknis- vottorðum, er í vörzlu lækna- skrifstofunnar í Lourdes. Vaxandi gróður- húsarækt AKRANESI, 18. nóv.: Garðyrkju- mannafélag hefur verið starf- aandi í Borgarfjarðarhéraði nokkur undanfarin ár og er for- maður þess Valdimar Elíasson, garðyrkjubóndi að Jaðri í Bæjar- sveit. Gróðurhúsarækt fer vax- andi, en stærstu stöðvarnar eru að Kleppjárnsreykjum, í Reyk- holti og Laugalandj í Stafholts- tungum. Alls eru gróðurhús á 20 stöðum í héraðinu. Gróðurhúsabændur fást ílestir við framleiðslu á tómötum og agúrkum. Einnig er blómarækt nokkur. —Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.