Morgunblaðið - 20.11.1958, Qupperneq 10
10
MORCVWBLAÐIt)
Fimmtudagur 20. nóv. 1958
Utg.: H.f. Arvalrur, Reykjavfk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innanlandp.
í lausasölu kr. 2,00 eintakið.
ÞÖGN LÚÐVÍKS OG FJARST ÍÐ-
UR ÞJÓÐVILJANS
,Vonum að Jboð verði drengur'
Xyrone með dætrum sínum, Rominu, 7 ára, og Taryn, 5 ára.
egar brezkur varðskips-
foringi hótaði að skjóta
íslenzkt gæzluskip í kaf,
er það var að sinna löggæzlu-
störfum, sást sú hætta, sem vof-
ir yfir íslenzkum sjómönnum,
sem gæta landhelginnar, í eins
skýru Ijósi og unnt var. Þá var
það, sem Ólafur Thors, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, kvaddi
sér hljóðs á Alþingi og bauð
fram af hálfu flokksins „ein-
lægt samstarf". Ólafur Thors
kvaðst nú leggja til „að við slíðr-
um vopnin og tökumst í hend-
ur“. Jafnframt kvaðst hann „í
nafni Sjálfstæðisflokksins, óska
þess, að ríkisstjórn íslands beri
tafarlaust fram kröfu um, að
þegar í stað verði kallaður sam-
an fundur æðstu manna NATO-
ríkjanna, svo sem ráð er fyrir
gert í sáttmála Atlantshafsbanda-
lagsins, þegar svipað stendur á
og þótt minna. tilefni væri, til
þess að Bretar verði þar hindr-
aðir í hernaðaraðgerðum hér við
land nú þegar, og að þannig verði
girt fyrir, að næstöflugasti fóst-
bróðirinn í bandalagi NATO-
þjóðanna, drepi þegna minnsta
bróðursins og hins eina þeirra,
sem er vopnlaus . . .“
★
Forsætisráðherrann Hermann
Jónasson og utanríkisráðherrann
Guðmundur í. Guðmundsson tóku
sterklega undir orð Ólafs Thors
og þakkaði sá síðarnefndi sér-
staklega samstarfsboð Sjálfstæð-
ismanna. En það var einn maður,
sem sat í þingsalnum gneypur og
orðlaus. Það var Lúðvík Jósefs-
son, sjálfur sjávarútvegsmálaráð-
herra kommúnista. Þessi ráðherra
gaf þó út reglugerðina um út-
víkkun landhelginnar og ber ekki
minnsta ábyrgðina á meðferð
landhelgismálsins, eins og hún
hefur verið í sumar. Samt fann
hann enga ástæðu til að taka til
máls, þegar stærsti flokkur lands-
ins bauð fram fullt samstarf um
málið, í þágu alþjóðar og til
verndar sjómannanna. Þessu
skyldu allir landsmenn taka eftir.
Næst gerist svo það, að utan-
ríkismálanefnd kemur saman, en
þar áttu Sjálfstæðismenn tvo
fulltrúa. Ríkisstjórnin sat einnig
þann fund, og var viðhorfið til
málsins þar rætt. Síðan voru
brezku ríkisstjórninni send ákveð
in mótmæli af íslendinga hálfu.
★
Þegar hér var komið, fannst
kommúnistum tími til kominn að
láta til sín heyra. Og nú var
Þjóðviljinn látinn tala í stað
þagnar Lúðvíks. Ekki tók þó
Þjóðviljinn til máls til þess að
fagna boði Sjálfstæðismanna um
samstarf, heldur var slegið á þá
útréttu hönd með óhróðri, níð-
skrifum og látlausum hártogun-
um. Kommúnistar hafa ætíð vilj
að eyrnamarka sér landhelgis-
málið. Það átti að vera eins konar
sönnun þess, að þeir hugsuðu,
stjórnmálalega, eins og „íslenzk-
ir menn“. Það átti líka að vera
þeim eins konar umbun, eftir öll
stóru loforðin, sem þeir hafa
kingt i efnahagsmálunum og
varnarmálunum á undangengn-
um tveimur árum. En með fram-
kómu Sjálfstæðismanna á þingi,
þegar Ólafur Thors tók í nafni
flokksins, forystu um að gera
ákveðna tillögu um að kæra
Breta fyrir ofstopa hér við land,
fannst kommúnistum dregin
burst úr nefi sínu, því að þeir
hafa eingöngu hugsað um land-
helgismálið út frá þrengstu
flokkshagsmunum. Af þessu stafa
öll gífuryrði Þjóðviljans og fjar-
stæður eins og þær „að tillaga
Ólafs Thors sé runnin beint frá
Bretum". Það sést Ijóst, í hvern
vanda kommúnistar eru komnir,
þegar þeir telja að tillaga um að
kæra Breta fyrir ofbeldi sé runn-
in frá Bretum sjálfum! Þegar
stungið er upp á að fundur
æðstu manna Atlantshafsbanda-
lagsins verði kallaður saman „til
þess að Bretar verði þar hindr-
aðir í hernaðaraðgerðum hér við
land nú þegar“, þá á slík tillaga
að vera „runnin frá Bretum“,
eins og það heitir á máli Þjóð-
viljans! Lúðvík þagði á Alþingi
og sannarlega fór honum betur
að þegja en Þjóðviljanum að
tala, úr því að blaðið hefur ekk-
ert annað að bera fram í land-
helgismálinu en slíkar fjarstæður
og fúkyrði.
Hvorki á Alþingi né í utanríkis
málanefnd hefur fallið nokkurt
orð frá Sjálfstæðismönnum eða
öðrum flokkum um, að á möguleg
um fundi með bandalagsþjóðum
okkar ætti að ganga til samninga
um landhelgismálið. Siðasta of-
beldi Breta leiddi hins vegar í
ljós, svo skýrt sem verða mátti,
þann voða, sem stafar af fram-
komu Breta hér við land og fs-
lendingar eiga samningslegan rétt
á því, að svo alvarlegur voði
verði tekinn til meðferðar af
æðstu mönnum NATO, ef íslend-
ingar óska þess.
★
Bretar horfa eins og aðrir á
það, sem hér gerist. En enginn
skyldi láta framkomu kommún-
ista villa sig. Þó sá flokkur hugsi
eingöngu um landhelgismálið út
frá hentistefnusjónarmiðum síns
eigin flokks, þá hugsar þjóðin um
það á annan veg. Landhelgismál-
ið er þjóðmál. Jafnvel langt inn
í raðir kommúnistanna sjálfra er
hugsað um málið á þann hátt. Það
er aðeins harðasti Moskvukjarn-
inn, sem að skrifum Þjóðviljans
stendur. Það er sá hópur manna,
sem aldrei hefur óskað eftir
öðru en sem mestum illindum
og vandræðum út af landhelgis-
málinu, í þeim tilgangi einum
að spilla með því vestrænni sam-
vinnu. Það er sú hugsun, sem
stjórnar gerðum kommúnista-
broddanna. Þeir hafa aldrei kært
sig um samhug og samstöðu, inn
á við og út á við og þess vegna
var það, sem Lúðvík Jósefsson
þagði um daginn á Alþingi. Þess
vegna er það líka, sem Þjóðvilj-
inn er nú daglega látinn blása í
háværustu herlúðra sína til að
rægja Sjálfstæðismenn og for-
mann flokksins, Ólaf Thors, alveg
sérstaklega. En þeir sem á okkur
horfa, bandalagsþjóðir okkar og
vinir, hvar sem er, munu skilja
hvað fyrir kommúnistum vakir
annars vegar og fyrir þjóðinni
sjálfri hins vegar. fslenzka þjóð-
in er eitt. Kommúnistar eru ann-
að. Landhelgismálið ber glöggt
vitni um þá staðreynd.
— sagði Tyrone
Power og kvaddi
vin sinn
TYRONE POWER lifði alltaf í
voninni um að eignast son. —
Eiginkona hans, hin 26 ára gamla
Debbie Minardos, á von á barni í
febrúar n. k. Þegar Tyrone Pow-
er lézt skyndilega á laugardaginn
í Madrid var það síðasta von
hans, að barnið yrði piltur.
„Það hljómar e. t. v. einkenni-
lega,“ sagði Tyrone við kunn-
ingja sinn nokkrum dögum áður
en hann lézt, „en það er mjög
mikilvægt fyrir mig að eignast
son. Pabbi var iíka leikari, hann
hét Tyrone Power — og afi og
langafi báru þetta sama nafn. Ég
verð að eignast son, sem getur
borið þetta nafn áfram.*'
ooo#ooo
Nú er þessi 45 ára gamli Banda
ríkjamaður og heimsfrægi leikari
látinn án þess að hafa eignazt
son. En enn er von. Og það er
meira en litið táknrænt fyrir
Tyrone Power, að hann skyldi
hníga niður frammi fyrir kvik-
myndavélinni. Linda Christian,
önnur konan hans, sagði eitt
sinn: „Lífið byrjar ekki fyrir Tæ
fyrr en hann gengur fram á svið-
ið. Heimilislífið er honum leið-
inleg og þreytandi bið milli
þátta“.
ooo#ooo
Og biðirnar voru ekki langar
í lífi Tyrone Power. Hann varð
„stjarna“ á einni nóttu, þegar
hann var 23 ára að aldri. Síðan
hefur hann nær óslitið verið í
sviðsljósinu að undanskildum
herþjónustutíma hans á styrjaldr
arárunum. Fyrsta myndin hans
var „Lloyd’s of London“ — og
þeir, sem séð höfðu „unga há-
vaxna manninn með barnslega
andlitið“ gleymdu honum ekki,
enda fylgdu brátt ótal myndir.
„Þær voru allt of margar,“ sagði
Tyrone — „ég var hættur að
leika, sýndi mig aðeins“. „Alex-
anders Ragtime Band“, „Marie
Antoinette", „Suez“, • „Merki
Zorro“ — og fleiri, sem allir
kannast við.
ooo#ooo
Nafn Tyrone Power varð fljótt
tengt nöfnum margra heims-
frægra kvenna. Eitt sinn var það
Sonja Henie, annað sinn Janet
Gaynor o. s. frv. — og alltaf
bjuggust menn við því að Tyrone
væri í giftingarhugleiðingum.
Það var ekki fyrr en árið 1939,
að hann varð ástfanginn fyrir al-
vöru. Þá var það fögur frönsk
leikkona, Annabella. Þau giftust
í apríl það ár.
Og styrjöldin skall á. Tyrone
Power gekk í sjóherinn, þá hafði
hann leikið í 25 kvikmyndum.
Þegar styrjöldinni lauk var Tyr-
one breyttur maður. Styrjaldar-
árin höfðu hert hann og þroskað,
viðhorf hans voru breytt, Holly-
wood fór í taugarnar á honum og
Annabella átti ekki hug hans
lengur. Þau skildu árið 1948.
„Ef við hefðum átt barn —
þá hefðu viðhorfin verið önnur“,
sagði hann.
ooo#ooo
„Eg þoli ekki lengur hetju-
myndirnar“, sagði hann, „ekki
þennan innantóma glans.“
Um stundarsakir yfirgaf hann
Hollywood og fór að leika á
Broadway. Hann kynntist Lindu
Christian — og giftist henni.
Þau höfðu fyrst hitzt í Róma-
borg. Og brúðkaupið fór einnig
fram í borginni eilífu. Lögreglan
varð að senda fjölmennt varalið
á vettvang til þess að bjarga
brúðhjónunum undan aðdáend-
um Tyrone Power. Þau gengu
á fund Píusar páfa og hlutu
blessun hans. Og Linda ól manni
sínum tvö börn. „I hvert sinn
óskaði ég þess svo heitt, að það
yrði sonur, en í bæði skiptin varð
það stúlka," sagði hann. Þau
skildu fyrir tveimur árum og
Lindu voru dæmdir milljón doll-
ara auk álitlegrar fjárhæðar til
uppeldis dætrunum Rominu, 7
ára og faryn, 5 ára.
ooo#ooo
Power sökkti sér niður í leik-
listina meira en nokkru sinni
fyrr. Meðal myndanna, sem hann
lét í síðustu- árm, voru „Mississ-
ippi Gambler", „The Eddie Duch-
in Story“ og „Seven Waves
Away“. Hann var kenndur við
margar konur, m. a. Mai Zetter-
ling, sem frægt var. En í maí-
mánuði sl. giftist hann Debbie
Minardos. Þá hafði hann nýlokið
við að leika í myndinni „The
Sun Also Rises“, en þar hafði
Ava Gardner leikið aðalhlutverk
ið á móti honum.
Mánuði eftir brúðkaupið und-
irritaði hann samning um að
leika í myndinni „Solomon og
Sheba“, sem hann aldrei lauk
við. Hann hné niður í einu síð-
asta atriði myndarinnar og var
liðið lík skömmu síðar. Innan
skamms átti hann að fara til
New York og fara með annað
aðalhlutverkið í önnu Kareninu
á móti Ingrid Bergman á Broad-
way. En síðasta för hans vestur
yfir varð með öðrum hætti en
áætlað.
ooo#ooo
Þegar Tyrone Power og kona
hans voru á leið til Madrid til
þess að vinna að myndinni, sem
aldrei var lokið, höfðu þau stutta
viðkomu í London. Einn af
kunningjum Tyrone fylgdi hjón-
unum út á flugvöll, þegar þau
héldu áfram til Madrid.
„Debbie á von á barni í febrú-
ar. Við vonum, að það verði
drengur," var það síðasta, sem
Tyrone Power sagði við þennan
vin sinn.
Árshátíð Sjálf-
stæðisfélaganna
i Keflavík
ÁRSHATÍÐ Sjálfstæðisfélaganna
í Keflavík verður haldin í Ung-
mennafélagshúsinu í Keflavík,
laugardaginn 22 .nóv. kl. 9 síðd.
Eins og undanfarin ár verður
vel vandað til hátíðarinnar og
dagskráin verður sem hér segir:
í. Stutt ávörp. 2. Guðm. Jóns-
son óperusöngvari syngur ein-
söng. 3. Ævar Kvaran leikari les
upp. 4. Guðmundur Jónsson og
Ævar Kvaran syngja glunta-
söngva.
Gestir félaganna verða að
þessu sinni Ólafur Thors alþing-
ismaður og Pétur Benediktsson
bankastjóri og konur þeirra.
Aðgöngumiðar verða seldir í
Ungmennafélagshúsinu á laugar-
dag frá kl. 2—4 og við inngang-
inn. Allt Sjálfstæðisfólk er vel-
komið á meðan húsrúm leyfir.
Ur myndinni Solomon og Sheba — Tyrone Power og Gina
Lollobrigida. Myndin verður nú tekin upp á nýti og mun Yul
Brynner fara með hlutverk Tyrone Powers.