Morgunblaðið - 20.11.1958, Qupperneq 11
Fimmfudagur 20. nóv. 1958
MORGVTSBL AÐIÐ
II
/ Jbrívíðum tíma hefur maður
yfirsýn yfir allt, sem maður
óskar sér og miklu meira
Spjallað v/ð Halldór Jónasson um
beinhyggjumenn, flathyggjumenn og
rúmhyggjumenn
HALLDÓR Jónasson frá Eiðum
hefur um langa ævi verið þekkt-
ur að því að fara eigin götur og
kryfja hvert mál til mergjar ó-
háð annarra niðurstöðum. Hefur
hann látið margt til sín taka, en
kunnastur mun hann þó fyrir
kenningar sínar um þjóðveldið,
sem hann barðist fyrir árum sám
an. Halldór er nú orðinn 77 ára
að aldri og blindur, en hugsun
hans er enn skýr. Hann vegur og
metur málefni sem áður og gæt-
ir þar engra elliglapa.
Halldór sagði mér frá því í
sumar, að hann hefði mótað nýtt
kerfi, sem greindi menn í flokka
eftir andlegum eigindum. — Þeg-
ar hlé varð á daglegu amstri
hringdi ég til hans og bað hann
að segja mér nánar frá þessum
kenningum sínum. Varð hann
vel við því og bauð mér að heim-
sækja sig í Hrafnistu. — Hallaði
hann sér aftur á bak á rúmið
meðan hann talaði, en þegar
hann vildi leggja sérstaka á-
herzlu á eitthvert atriði, spratt
hann upp eins og fjöður og
þrumaði- yfir mér í eldmóði.
— Þú hefur lengi fengizt við
heimspekilegar hugleiðingar, er
það ekki, Halldór?
— Jú, það má víst segja. Ég
var kallaður heimspekingur þeg
ar ég var að enda minn Latínu-
skóla, en á þeim tíma mynduðu
gömlu málin uppistöðuna í nám-
inu, og því engan veginn óeðli-
legt, að hugurinn hneigðist að
heimspekilegum vangaveltum.
Að enduðu skólanámi hér heima
fór ég svo út í það, að leggja
stund á heimspekileg fræði. Þá
höfðu aðeins tveir menn íslenzk-
ir lagt stund á þessi fræði, og
báðir með hliðsjón af því, að til
var „legat“, styrktarsjóður
Hannesar Árnasonar. Það var
einnig með hliðsjón af að verða
styrkþegi þessa sjóðs, sem ég
lagði stund á heimspekileg
fræði í Kaupmannahöfn. Fór ég
þangað að afloknu stúdentsprófi
1902. Næstu fimm árin las ég við
heimspekideildina þar, einkum
sálarfræði og þjóðfélagsfræði, og
bjóst til að taka fyrir sérefni þeg
ar ég fengi styrkinn. Hann var
það ríflegur, að maður gat vel
lifað áf honum. Ég þóttist ör-
uggur um að fá styrkinn og að
því er vitað var, komu ekki aðr-
ir til greina.
— Það er löng saga, að segja
frá hvernig atburðarásin brcytt-
ist frá því, sem ætlað var, og
koma þar við sögu helztu við-
burðir í lífi íslenzku þjóðarinn-
ar á þessum árum, en það- skaltu
ekki skrifa. Afleiðingin varð, að
því er mig snerti, sú, að ég fékk
ekki þann styrk, sem ég hafði
stefnt að með námi mínu. Um
svipað leyti bauðst mér kennara-
staða við Barna- og unglinga-
skólann á Seyðisfirði og tók ég
tilboðinu og hvarf heim.
— Hvað viltu segja mér um
þessar nýju athuganir þínar?
— Öll þekking byggist á við-
miðun, þ.e.a.s. miðun við sjónar-
mið. Þetta sjónarmið verður að
vera einfalt og umfram allt ein-
falt, því að þar er hættan mest,
að maður hviki frá inu einfalda
sjónarmiði. Þegar sjónarmiðin
eru í skýrasta formi, getur mað-
ur sagt, að þau myndi vissar
manntegundir. Maður segir,' að
eitthvað sé týpiskt, ef maður mið
ar það við einfalt sjónarmið. Það
týpiska er dálítið þokukennt fyrir
mörgum, en það verður að vera
skýrt til þess" að vera nothæft og
standa það ljóst fyrir athugand-
ánum, að ekki verði um villzt.
Þess vegna er ein uppgötvun á
þekkingarsviðinu því aðeins stað
föst, að hún sé skýr og flytji
þekkinguna örugglega frá manni
til manns.
í sálarfræðinni hefur verið
ríkjandi viðmiðun, sem hefur
Halldór Jónasson
byggt á þrígreiningu sálarlífsins
sem við köllum viljalíf, kennd
og skilgreíning, eða aflsmunalíf,
tilfinningalíf og vitsmunalíf. —
Þessi þrígreining er miðuð við
einföldustu týpur þessara þriggja
hugtaka, Þar má ekki láta villa
sig, því einmitt það, sem allri
villu veldur, er að missa sjónar
á einfaldleikanum eða inu týp-
iska. — öll villa kemur af óskýr-
leika og samblöndun á því týp-
iska, en lífið er því miður fyrir
inum óþroskuðu alltaf meira og
minna óskýrt. Þroskinn byggist
einmitt á því, að menn temji sér
að aðgreina inar skýru týpur
hvað sem óskýrleik rannsóknar-
efnisins líður.
Þessi þrígreining er tegundar-
leg, (,,qualitativ“). — Það myndi
auðga þekkingu vora, ef hægt
væri að finna tilsvarandi stærð-
arlega (,,quantitativa“) grein-
ingu, en það er einmitt það, sem
ég hef reynt að finna.
— Alltaf hefur verið þekkt ið
einfalda í stærðarákvörðun og
eru það mismunandi stig af
styrkleika eða stærð. En ég að-
greini stærðina í þrjú stig í sam-
stillingu (analogi) við inar þrjár
víddir stærðfræðinnar. — Hvert
inna gömlu hugtaka sálarfræð-
innar getur greinzt í þrjár aðal-
greinir. í fyrsta lagi ina einföldu
grein beinlínunnar, í öðru lagi
í ið tvívíða flatarhugtak og í
þriðja lagi ið þrívíða rúmhugtak.
Þessum þremur hugtökum má
ekki blanda saman við bein-
stefnu, þverstefnu og hæðar-
stefnu (eða dýptar), heldur er
hér um að ræða 1. beinstefnu, 2.
beinstefnu -f- þverstefnu =
beinflatarstefnu, og 3. beinstefnu
-j- þverstefnu hæðarstefnu =
rúmstefnu. Ef maður hins vegar
tekur hverja stefnuna út af fyr-
ir sig, bein-, þver- og hæðar-
stefnu, þá hefur maður ekki
fengið annað en þrjár beinstefn-
ur, sem snúa í þrjár áttir.
— Það, sem telja má nýtt sjón
armið í þessari athugun minni,
er ný þrígreining sálarlífsins eft-
ir víddum, sem er augljóst spor
áfram í athugun innar sálarlegu
starfsemi, þó því aðeins að hug-
tökunum sé ekki ruglað saman.
— Samkvæmt mínum niður-
stöðum má aðgreina menn eftir
persónugerð í það, sem ég kalla
beinhyggjumenn, flathyggju-
menn og rúmhyggjumenn.
Þess ber þó að gæta, að menn
eru yfirleitt ekki algerir bein-
hyggjumenn, flathyggjumenn eða
rúmhyggjumenn, en það er auð-
veldara að átta sig á hinum ein-
stöku nnanngerðum, ef maður
tekur það týpiska til meðferðar.
Mín þrígreining er eins og hin
eldri miðuð við einföldustu týp-
ur þessara þriggja hugtaka.
— Hvað er sérkennandi fyrir
hverja tegund þessara persónu-
gerða? Þú vildir kannske byrja
á því að segja mér, hvað er sér-
kennandi fyrir beinhyggjuna?
— Beinhyggjan er hugsuð í
analogi við ina beinu línu. —
Beinhyggjumaðurinn anar allt-
af beint áfram, án þess að líta til
hægri eða vinstri. — Mætti
kannske segja að það týpiska
við beinhyggjumanninn væri
sauðþráin, sem hefur verið tal-
in einkenna sauðinn og nautið.
Sá týpiski beinhyggjumaður er
mjög takmarkaður, enda þótt
hann geti verið vel gerður á sínu
sviði. Mismunandi hæfileikar
koma fram í mismunandi styrk-
leika. Hann finnur aldrei neitt
upp hvorki í vísindum né iistum,
en getur náð leikni vegna lær-
dóms, lærir mál, siði og hugs-
unarhátt. Það er út af fyrir sig
furðanlegt, hvað beinhyggju-
maður getur verið menningar-
legur í framkomu, en það er allt
lært og hann hugsar ekki um
það. Sem dæmi um beinhyggju-
menn má t.d. taka kennara, sem
aðeins endurtaka það sem aðrir
hafa sagt. — Beinhyggjumenn
eru í öllum stéttum, meðal
menntaðra manna ekki síður en
ómenntaðra.
— Þá er það flathyggjan og
hvernig þú skilgreinir hana.
— Flathyggjumaðurinn hefur
það fram yfir beinhyggjumann-
inn, að hann hefur meðvitað
hugsanalíf. — Hann athugar
NÝLEGA fór fram fyrir örfáa
útvalda tízkusýning þar sem
Margrét prinsessa var heiðurs-
gestur. Sýningin fór fram í
Blenheim-kastala í Oxfordshire.
Fyrir sýningunni stóð Dior-tízku-
hlutina ekki bara eins og þeir
koma fyrir sjónir, heldur einnig
hvaða afleiðingar þeir hafa út
frá sér. — Hann kemst út fyrir
atburðarásina og skoðar hlutina
frá hlið og athugar fram og aft-
ur, hvaða afleiðingar þessi og
þessi verknaður hafi. — Má segja
að þar sem beinhyggjumaðurinn
athugar gang hlutana beint, þar
athugar flathyggjumaðurinn
hlutina og starfsemi þeirra frá
hlið. — Meðan beinhyggjumað-
urinn notar hið beina skyn skyn-
færanna notar flathyggjumað-
urinn hugsunina að auki. Hann
athugar, reiknar, hugsar og á-
ætlar og styðst þar við ina frum-
stæðu þekkingu á því, hvernig
in skynjanlega náttúra hagar sér.
Flathyggjumaðurinn byggir að
hárri % á uppfinningum annarra.
Týpiskir flathyggjumenn eru al-
gerir efnishyggjumenn og neita
að rúmhyggja sé til.
Kommúnistarnir eru týpiskir
flathyggjumenn, því að þeir taka
ekkert tillit til mannlegs eðlis,
eða hins andlega, en vita, að
stærri kraftur yfirbugar minni
kraft.
— Hvað hefurðu svo að segja
um rúmhyggjuna?
— Rúmhyggjan er óendanlega
víðáttumeiri en flathyggjan. —
Meðan beinhyggjumaðurinn sér
beint fram og flathyggjumað-
urinn sér atburðina á beinni
línu, þá hefur rúmhyggjumaður
inn yfirsýn yfir flöt. — Rúm-
hyggjan sér úr lofti, og þar er
athugunarsviðið flötur á keilu-
botni. Hins ber að gæta, að þeg-
ar kemur út í rúmhyggjuna
vantar mælikvarðann. öll raun-
vísindi eru á flathyggjusviðinu.
Þegar kemur út á rúmhyggju-
sviðið eru það orðín andleg vís-
indi og þá er ekki hægt að sanna
neitt. — Því nær, sem athugand-
inn er sjónarsviðinu, því betur
greinir hann þar hvert smáatriði,
en þá hefur hann jafnframt yf-
irsýn yfir minna svið.
— Skáld og listamenn eru yf-
irleitt týpiskir rúmhyggjumenn.
Við sjáum hvernig skáld getur
í einni svipan fundið einmitt það
orð, sem við á. Það er vegna þess,
að skáldið hefur yfirsýn. Trúar-
höfundar eru einnig týpiskir
rúmhyggjumenn. Þeirra sjónar-
svið er mjög stórt og þeir kom-
ast í varanlega snertingu við ei-
lífðina.
— Menn hugsa sér eilífðarhug-
takið yfirleitt sem óendanlegt,
en það er það ekki. Það er ekki
hægt að mynda óendanlegt hug-
tak, það er hægt að segja það,
en það er ekki hægt að hugsa
húsið og stjórnaði Yves St.
Laurent sýningunni.
Sýndir voru kjólar og skart-
gripir, sem voru tug milljóna
króna að verðmæti. Aðgangseyr-
það. Eilífðin er ekki óendanleft
heldur þrívíður tími.
— Allir menn lifa frá augna-
bliki til augnabliks í ejnvíðum
tíma. Tvívíður tími er til. Þá
geta menn komizt á hlið við
tímalínuna og séð frá hlið, það
sem er liðið, en líka það, sem
er ókomið. Þetta gerist oft í
draumi, en það getur líka gerzt
í vöku, eins og víða er skjallega
sannað.
— Þrívíði tíminn er til líka.
Þá finnst okkur tíminn hætta.
Þá er eins og við komumst upp
frá jörðinni. Við heýrum alia
tóna lagsins í einu. Kompónistar
komast inn í þrívíðan tíma og
rekja síðan inn einvíða þráð
tónverksins út úr eilífðinni.
— Ég hef komizt í þessa hæð
„momentant". Þá hefur maður
útsýn yfir allt, sem maður óskar
sér og raunar miklu meira. Það
er hugljómun. Maður finnur, að
maður gefur sér þetta ekki sjálf-
ur. Ef maður gæti haldið þessu
ástandi föstu, væri maður orð-
inn trúarhöfundur. í rúmhyggj-
unni upplifum við veruleikann,
en finnum jafnframt, hve starf-
semi okkar er óskaplega tak-
mörkuð.
— Við „konstaterum" rúm-
hyggjuna af því, sem'hún gefur
af sér. — Mín meining með þeim
hugleiðingum, sem ég hef sett
fram, er ekki sú að svelgja í til-
gátum, heldur að koma fram með
það, sem mér finnst ég á augna-
blikinu sjái ofan frá, þ.e.a.s.
gegnum rúmið, sagði Halldór að
lokum.
Hér að ofan hafa verið settir
fram fyrstu drættirnir i kenningu
Halldórs Jónassonar um persónu
gerð mannsins. Að sjálfsögðu
verða slíku slíku efni ekki gerð
nein skil í stuttu blaðaviðtali.
________J. H. A.
Skemmtifundur
Alliance Francaise
FÉLAGIÐ Alliance Francaise
heldur einn af skemmtifundum
sínum í Tjarnarkaffi í kvöld. A
fundi þessum verður sýnd kvik-
mynd um Sahara-eyðimörkina,
sem Frakkar leggja nú mikla
áherzlu á að nýta. Hefur komið
í ljós að mestu elíulindir í heimi
muni vera undir eyðimörkinni
og hægt muni vera að rækta stór
landssvæði í henni með áveitum.
Þá mun hin unga söngkona,
Guðrún Tómasdóttir, sem vakið
hefur hrifningu með söng sínum
hér, syngja einsöng með undir-
leik Magnúsar Blöndals Jó-
hannssonar.
ir var dýr, en hagnaður rann til
brezka Rauða krossins. Nam
hann um 14 millj. ísl. króna.
Hér sést ein sýningardaman
hneigja sig fyrir prinsessunni.
Prinsessa á fízkusýningu