Morgunblaðið - 20.11.1958, Page 19

Morgunblaðið - 20.11.1958, Page 19
Fimmtitdagur 20. nóv. 1958 MORCVTSBL 4 ÐIÐ 19 Nefnd verði gerð út á fund dönsku stjórnarinnar Fyrirspurn Péfurs Ottesen og Svein- bjarnar Högnasonar rædd á Alpingi Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var tekin til umræðu fyrir- spurn um endurheimt handrita í Danmörku, frá Pétri Ottesen og Sveinbirni Högnasyni. Fylgdi Pétur Ottesen fyrirspurninni úr hlaði. Sagði hann að nú væri liðið nokkuð á annað ár, síðan tillaga flutningsmanna þessarar fyrirspurnar um handrit í dönsk- um söfnum hefði verið samþykkt einum rómi á Alþingi. Hefði ver- ið lögð rík áherzla á að ríkis- stjórnin sækti þetta mál af fyllsta kappi. Þegar flutningsmönnum þeirrar tillögu hefði þótt það sýnt á síðasta þingi, að ráðherra myndi ekki gefa skýrslu um málið, hefðu þeir flutt um það, fyrirspum, en henni hefði ekki verið svarað. Nú hefðu þeir endurtekið þessa fyrirspurn og því hefði yer ið lofað að nú yrðu gefin svör við henni. Pétur kvað ríkjandi mjög sterkan áhuga fyrir því, að þessir bókmenntafjársjóðir okk- ar yrðu fluttir hingað heim aftur, það af þeim sem enn varðveitzt hefði í Danmörku. Mikið hefði hins vegar misfarizt, bæði er skip fórst á leið til Hafnar með mikið af handritum innanborðs sem Kristján 5. hefði látið safna hér saman og eins þegar kvikn- aði í safni Árna Magnússonar. Pétur Ottesen sagði að lokum, að það væri alkunna, að íslend- ingum væri það mikið kappsmál að fá þessar bókmenntir fluttar til landsins og að þær verði tekn ar til hagnýtingar og varðveizlu í æðstu menntastofnun landsins, Háskóla íslands. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra varð fyrir svörum. S,kýrði hann frá því, að skömmu eftir að núverandi stjórn var mynduð hefði hann farið til Sví- þjóðar og komið við í Kaup- mannahöfn í leiðinni, og rætt handritamálið við sendiherra ís lands í Kaupmannahöfn, Sigurð Nordal, og utanríkisráðherra Dana, H.C.Hansen. Kvað hann sendiherrann og sig hafa orðið ásátta um, að rétt væri að hreyfa málinu. Þá sagðist hann hafa skýrt H.C.Hansen frá því, að hann vildi hafa samráð við hann um form viðræðna um málið. Mentamálaráðherra sagði frá því, er tillaga um endurheimt handritanna var samþykkt ein- róma á Alþingi. Sama sumar hefði ríkisstjórn íslands skrifað dönsku stjórninni og óskað þess að viðræður um málið yrðu tekn ar upp, t.d. í því formi, að skipuð yrði nefnd stjórnmálamanna frá báðum löndunum, er gerði tillög- ur í málinu. Hefði borizt svar frá dönsku stjórninni 2. ágúst 1957. Hefði hún verið hugmynd- inni fylgjandi, en viljað athuga málið við flokkana. Þegar þingið hefði komið saman hefðu and- stæðingar stjórnarinnar ekki vilj að tilnefna menn í nefnd. Menntamálaráðherra kvaðst síð- ar hafa rætt mál þetta við ráð- herra úr dönsku stjórninni og hefðu þeir harmað þessi endalok, en sagzt mundu taka málið upp að nýju. Mundi því ekki dragast lengi að hægt yrði að veita nán- ari upplýsingar um það. Skoðanir mundu skiptar um málið innan danska þingsins en hins vegar væru skoðanir manna hér á landi óskiptar. Pétur Ottesen þakkaði mennta- málaráðherra skýrslu þá, er hann hefði gefið um gang máls- ins. Kvað Pétur sýnt, að sú til- raun, sem hann hefði gert um , nýja nefndarskipun hefði farið 'út um þúfur, enda hefði brátt komið í ljós að andstæðingar ís- lendinga hefðu ekki verið lengi að iáta orð falla að því, að nú væru íslendingar farnir að slaka til í handritamálinu. Þetta mundi þó hafa verið leiðrétt og bent á Jólatrén eru komln. Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsíns niður við höfn, þegar verið var að skipa trjánum upp úr Gullfossi. Drengirnir standa á hafnarbakkanum og horfa löngunaraugum á trén, sem öll fara í geymslu og verða ekki tekin fram aftur fyrr en nær dregur jólum. Enn óráðið hvenœr verður haldin íslendingar neyddust til að gera djarf- legar ráðstafanir — sagði ítalski fulltruinn ráðstefnan fast við þriggja mílna regluna og ekki sé réttlætanlegt að gera ein- hliða frávik frá henni. Réttur allra allra til úthafanna á að vera jafn, sagði hann. NEW YORK, 13. nóv. — Einka- skeyti tii Mbl. — Laganefnd AIls herjarþingsins hélt áfram um- ’ ræðum sínum í dag um hvort boða ætti til nýrrar sjóréttarráð-1 stefnu til að ræða víðáttu lögsögu og fiskveiðilandhelgi strandríkja. Fyrir nefndinni liggur ályktunar tillaga, sem Bretland, Bandaríkin, Frakkland og 8 önnur riki standa aað, en þar er hvatt til þess, að efnt verði til nýrrar ráðstefnu í júlí eða ágústmánuði nk. Norð- urlöndin eru ekki meðal þeirra þjóða, sem styðja tUlöguna. Aðeins tveir fulltrúar tóku til máls á fundinum í dag. Ricardo Monaco, fulltrúi Ítalíu, lét svo um mælt, að deila íslendinga og Breta sýndi það bezt og sannaði hve býrna nauðsyn bæri til þess að exnt yrði til annarrar ráð- stefnu. Auk þess hefði Alþjóða- dómstóllinn í Haag úrskurðað, að deilu sem þessa yrði að útkljá á alþjóðavettvangi. íslendingar hafa á vettvangi S.Þ. unnið að máli þessu um árabil. En árang- urinn hefur enginn orðið og þeir því neyðst til þess að gera djarf- legar ráðstafanir. Þess vegna verð um við að láta til skarar skríða, sagði Monaco. Franski fulltrúinn, Charles Caumont, sagði, að deila íslend- inga og Breta gæti leitt til fleiri slíkra. En Frakkar mundu halda PILTAR ef bií elolh urthusl p3 i jfy hrínqana tís/ft</oó(s£i 1390 tunnur síldar til Akraness AKRANSI, 19. nóvember. — Nú voru loks straumarnir sjómönn- um hagstæðir. Hér var háarok seinni hluta næturinnar, en bát- arnir 17, sem héöan réru, höfðu gott næði á miðunum í nótt. Sjó- mennirnir vissu ekki af veðrinu fyrr en þeir komu upp undir Garðskaga. Bátarnir öfluðu samtals 1390 tn. síldar. Aflahæstir voru Sigur^ von með 214 tn., Svanur með 159, Skipaskagi 130, Sigurfari AK 116 og Böðvar 110. 275 tn. fóru í frvstingu, hitt var saltað. •— Oddur. að tillagan væri ekki merki neins undansláttar. Skrá um öll handrit í Kaup- mannahöfn væri til gerð af þjóð- skjalavörðunum Jóni Þorkels- syni og Hannesi Þorsteinssyni. Virtist, eins og málin stæðu nú eðlilegast að hefja sóknina á grundvelli þessara heimilda. Rík- isstjórnin yrði að standa vel á verði um þetta mál. Pétur Ottesen lagði til að lok- um, að það yrði tekið til athug- unar, að stjórnmálaflokkarnir legðu til sinn manninn hver í nefnd, sem menntamálaráðherra ætti einnig sæti í. Nefnd þessi færi á fund dönsku stjórnarinnar og færði þeim sanninn um að ís- lendingar mundu aldrei afláta sinni sókn, fyrr en ýtrustu kröf- um væri fullnægt. U ngling vanfar til blaðaburða í eftirtalið hverfi Hlíðarveg Aðalstræti 6 — Sími 22480. Þakka innilega mér sýnda vinsemd á sjötugsafmæli mínu með blómum, gjöfum, skeytum og heimsóknum. Guð blessi ykkur ölL Jóhannes Jónasson. Móðir mín og amma RAGNHEIÐUR J. STRAUMFJÖRÐ andaðist að morgni 19. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún J. Straumfjörð, Jón Þórður Ólafsson. Elsku konan mín KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR frá Kirkjubóli í Skutulsfirði, til heimilis Reykjavíkur- vegi 31, andaðist í Sólvangi, Hafnarfirði, 18. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Tryggvi A. Pálsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi FINNBJÖRN ÞORBERGSSON frá Miðvík, Aðalvík, andaðist í Landsspítalanum 18. nóv. Börn, barnabörn og tengdabörn. Systir mín MÁLFRÍÐUR tómasdóttir saum£ikona, andaðist í Elliheimilinu Grund 16. þ.m. Fyrir hönd systkinanna. Guðmundur Tómasson. Sonur okkar ÞORSTEINN Þ. GUÐMUNDSSON andaðist í Landakotsspítala 18. þ.m. Ásdís Þórðardóttir, Guðmundur Benjamínsson, Grund, Kolbeinsstaðahreppi. Maðurinn minn INGIMAR KR. ÞORSTEINSSON járnsmíðameistari, andaðist 18. þ.m. í Landakotsspítala. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Jónína Sigurjónsdóttir. Faðir okkar BJARNI KJARTANSSON sem lézt á Hólmavík 14. þ.m. verður jarðsettur á Siglu- firði laugardaginn 22. þ.m. Fyrir hönd okkar systkinanna. Einar Bjarnason. Hjartanlegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vegna fráfalls og jarðarfarar elsku litla drengsins okkar EINARS SVERRIS sem lézt af slysförum 28. f.m. Sérstaklega þökkum við Félagi íslenzkra flugumferða- stjóra og öllum öðrum flugmálastarfsmönnum fyrir þeirra drengilegu aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Ágústina og Sverrir Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.