Morgunblaðið - 20.11.1958, Page 20

Morgunblaðið - 20.11.1958, Page 20
VEÐRIÐ SV-gola. Smáskúrir. 266. tbl. — Fimmtudagur 20. nóvember 1958 í þrívíðum tíma Sjá grein á bls. 11. Fjölmennur aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík var haldinn í Sjálfstæðishús- inu í gærkvöldi. Var fundurinn mjög vel sóttur. Fundarstjóri var Magnús Jónsson, alþingismaður, en fundarritari Höskuldur Ólafs- son, sparisjóðsstjóri. í upphafi fundarins minntist fundarstjóri meðlima fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna, sem látizt hafa á síðasta starfsári, og vottuðu menn þeim virðingu með því að rísa úr sætum. Eftir- taldir fulltrúar iétust á árinu: Alexander D. Jónsson, verzlun- armaður. Guðjón Jónsson, kaupm. Guðrún Jónasson, frú. Hjörtur Jónsson, bóndi. Jón Eiriksson, skipasm. Magnús Jónsson, prófessor. Birgir Kjaran, formaður full- trúaráðsins, gerði grein fyrir störfum þess sl. ár og þakkaði fulltrúunum ágætt starf. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, og Magnús Jónsson, alþm., þökkuðu stjórninni og einkum formanni fyrir afburðagott starf á árinu. 1 stjórn voru kosnir þeir sömu og áður: Birgir Kjaran, hagfræð- ingur, Bjarni Benediktsson, rit- stjóri, og frú Gróa Pétursdóttir. í varastjórn: Guðmundur Bene- diktsson, bæjargjaldkeri, Jó- hann Hafstein, bankastjóri, og Ragnar Lárusson, forstjóri. Að loknu stjórnarkjöri hélt Bjarni Benediktsson erindi um kj ördæmamálið. Birgir Kjaran formaður fulltrúaráðsins Mál höfðað gegn Framleiðsluráðinu út af kindakjöfverðinu FULLTRÚAR neytenda í verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða hafa ákveðið að fara í mál við Framleiðsluráð landbúnaðarins varðandi verðlagningu kinda- kjöts í haust er leið. Telja þeir, að lagt hafi verið verðjöfnunar- gjald á kjöt á innanlandsmark- aði, til þess að verðbæta útflutta kjötið. f gærdag barst blöðunum fréttatilkynning um þetta mál. Fulltrúar neytenda í nefnd þess- ari eru: Einar Gíslason, sem til- nefndur er af Landssambandi iðn aðarmanna, Sæmundur Ólafsson tilnefndur af Sjómannafélagi Reykjavíkur og Þórður Gíslason tilnefndur af Alþýðusambandi íslands. Fréttatilkynningin er svohljóð- andi: „18. nóv. 1958. Á hverju hausti semja full- trúar bænda og neytenda í verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða um verðgrundvöll. Er þetta gert sam- kvæmt lögum nr. 84, 1947, sem kveða svo á, að við „verðlagningu á söluvörum landbúnaðararins á innlendum markaði" skuli byggt á slíkum grundvelli. Ennfremur kveða lögin svo á, að „söluverð landbúnaðarvara á innlendum markaði (skuli) miðast við það að heildartekjur þeirra er land- búnað stunda, verði í sem nán- ustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta". Eftir að verðlagsnefnd hefur ákveðið grundvöllinn, þ. e. a. s. þær heildartekjur, sem bóndan- um ber, miðað við bú af ákveð- inni stærð og með tiltekið afurða- magn, skiptir Framleiðsluráð landbúnaðarins tekjuupphæðinni Fræðslu- ktöld f KVÖLD kl. 20,30 hefst 4. er- indi Sigurðar Líndal, stud. jur. um „Hina nýju stétt“. Mun hann þá fjalla um kaflana: Tilgangurinn og meðulin Innsta eðli kommúnismans Þjóðlegur kommúnismi Heimurinn í dag. Þeim, sem ekki hafa hlýtt á fyrri erindi Sigurðar, skal bent á, að hvert erindi er sjálfstæður fyrirlestur og þótt menn hafi ekki sótt hin þrjú erindin, geta þeir hæglega komið inn í nú. á hinar ýmsu búgreinar og afurð- ir þeirra, mjólk, kindakjöt o. s. frv. Ennfrémur auglýsir Fram- leiðsluráðið, að þessu lóknu, þau heildsöluverð og smásöluverð, sem gilda á innlendum markaði verðlagsárið. f haust, þegar Framleiðsluráð- ið auglýsti verð á kindakjöti, kom í ljós, að við ákvörðun heild- söluverðs hafi Framleiðsluráðið, auk þess að reikna með fullum tilkostnaði fyrir innlendan mark- að, lagt á sérstakt gjald kr. 0,85 til verðjöfnunar, vegna væntan- legs útflutnings. Smásöluverð á kíló súpukjöts hækkaði vegna þessa gjalds um það bil um kr. 1,00 og annað kindakjöt samsvar- andi. Fulltrúar neytenda i verðlags- nefndinni álíta, að Framleiðslu- ráðinu sé óheimilt að leggja verðjöfnunargjald á vöru selda á innlendum markaði til þcss að Lýsa stuðningi SAMBAND ísl. samvinnufélaga hefur ritað bréf til samvinnusam- taka víða um heim, til þess að kynna málstað íslendinga í land- helgismálinu. M. a. var rússnesk- um samvinnusamtökum skrifað og hefur borizt svar frá þeim. Þar er lýst stuðningi við kröfur fs- lendingu og jafnframt óánægju yfir því, að brezkur togari hafði uppi rússneska fánann innan ís- lenzku fiskveiðilandhelginnar. verðbæta útfluttar vörur, enda hefur það aldrei verið gert aður. Þeir hafa því höfðað mál fyr- ir bæjarþingi Reykjavíkur þann 18. þ.m. og krafizt þess, að við- urkennt verði með dómi réttar- ins, að Framleiðsluráðinu hafi verið óheimilt að hækka heild- söluverð kindakjöts á innlendum markaði um kr. 8,85, til þess að verðjafna útflutt kjöt.“ Tvö hús í A-Landeyjum brunnu til kaldra kola LAUST eftir kl. 9 í gærmorgun kom upp eldur í íbúðarhúsinu á Bakka í Austur-Landeyjum. Bóndinn þar, Einar Jónsson, varð fyrstur var við eldinn, en hann hafði rétt áður kveikt upp í kola- eldavél og síðan vikið sér frá, og var húsið mannlaust á meðan. Þegar hann kom aftur að skömm- um tíma liðnum, lagði mikinn reyk út um dyr og glugga og eldhúsið orðið alelda. Gat hann komizt í síma, sem var í baðstof- unni og kallað út að kviknað væri í, en enginn mun hafa heyrt þessa hjálparbeiðni. Tókst syni bóndans að bjarga ketti og hundi úr húsinu, svo og útvarpstæki, sem var út við glugga, og varð hann sjálfur að fara þar út. Var þá húsið orðið fullt af reyk cg tókst ekki að bjarga fleiru út en nefnt var. — Húsfreyjan á Bakka var ekki heima, en tvö stálpuð börn bóndans. Var þetta gamalt timburhús, múrhúðað að utan, og nýtt hús, sem var í smíðum og sambyggt hinu gamla. Brunnu bæði þessi hús til kaldra kola.á skömmum tíma, enda hvassviðri mikið og engin tök á að slökkva eldinn. Sá fólk úr næsta nágrenni elds voðann, þegar hann var orðinn allmagnaður, og kom fljótlega á vettvang, svo og slökkvibifreið frá Hvolsvelli, en þá var gamla húsið brunnið og þak nýja húss- ins fallið. — Var ekki lokið við að slökkva i rústunum fyrr en Dr. Ólafur Lárusson heið- ursfélagi Lögfrœðinga- félagsins LÖGFRÆÐINGAFÉLAG íslands hélt aðalfund sinn í fyrrakvöld. Á fundinum var í fyrsta sinn kjörinn heiðursfélagi, dr. juris & phil. Ólafur Lárusson. Velflestir félagar Lögfræðingafélagsins eru gamlir nemendur Ólafs, sem með þessu vildu sýna honum virð- ingu og þakklæti fyrir kennslu- störf hans og vísindastörf. Þessir menn voru kjörnir í stjórn Lögfræðingafélagsins: Ár- mann Snævarr, form., Benedikt BEIRUT, 19. nóv. — Róstusamt hefur verið í Bsirut undanfarna sólarhringa. Hafa hægrimenn og vinstrimenn átt í illdeilum og hafa tveir Armeníumenn látizt og tveir slasazt iiættulega í átök- um þessum. Skemmdir á vegum af völdum skriðufalla STYKKISHÓLMI, 19. nóv. — Margar skriður hafa fallið á Skógarstrandaveginn, í Narfeyr- arhlíðinni, ræsi farið af veginum inn á Skógarströnd og vegurinn skemmzt. Á Bjarnarhafnarvegin- um í Helgafe'lssveit, fyrir innan Berserkjahraun fór 8 m. breitt skarð úr 6 m. háum vegi. Vegur- inn til Grundarfjarðar er allur erfiður og sums staðar ófær. Vörubifreið frá Landssímanum, sem var að koma frá Grafarnesi, á leið til Reykjavíkur, festist og varð ýta að koma henni til hjálp- ar. Sagði bílstjórinn veginn mjög erfiðan. Gæftir hafa verið mjög stopul- ar hér, enda ótíð sunnan rok og rigning. Þó hefur fiskazt sæmi- lega þegar á sjó hefur gefið eða upp 1 5 tonn í róðri, en héðan stunda nú 4 dagróðrabátar veið- ar. — Fréttaritari. Afmælismót Tafl- félags Akraness c AKRANESI, 19. nóvember. — Af mælismóti Taflfélags Akraness lauk 14. þ.m. Þátttakendur voru alls 16. Gestir mótsins voru þeir Eggert Gilfer og Halldór Jóns- son, og urðu þeir í fyrsta og öðru sæti í úrslitum með sex vinninga hvor. í þriðja og fjórða sæti voru Vigfús Runólfsson og Gunnlaug- ur Sigurbjörnsson með fjóra og hálfan vinning hvor. Fimmti varð Guðmundur Bjarnason með fjóra vinninga. — Oddur. Sigurjónsson, Árni Tryggvason, Guðm. Yngvi Sigurðsson, Theo- dór B. Líndal og Einar Arnalds. Bílarnir fuku út á kant AKRANESI, 19. nóvember. — I morgun var svo hvasst á vegin- um hjá Staupasteini sunnan Hvalfjarðar að tvo bíla frá Kex- verksmiðjunni Esju og Sanitas h.f. hrakti út að vegabrún og munaði minnstu að þeir færu út af. Rifnaði stiginn ofan af hús- unum á báðum bílunum. — Oddur. Guðrún Brunborg skömmu eftir hádegi í gær. Húsin voru vátryggð, en allt innbú var mjög lágt vátryggt, og hafa ábúendur því orðið fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni. Elís Ó. Guðmunds- son lézt í gær ELÍS Ó. Guðmundsson, sem þorri landsmanna mun kannast við vegna starfs hans hér fyrr á árum sem skömmtunarstjóra, lézt hér í bænum í gærkvöldi, 61 árs að aldri. Undanfarin ár hefur hann ver- ið fulltrúi í skrifstofu viðskipta- nefndar að Skóiavörðustíg 12 og þrátt fyrir erilsamt og oft á tíð- um óvinsælt starf, tókst Elís „að sigla milli skers og báru“. Hann var mikill áhugamaður um skák- íþróttina, og vann þar í kyrrþey mikið starf og gott. Fyrir tveim dögum veiktist Elís heiftarlega og var fluttur í Bæjarspítalann. Blóðtappi kom í ljós, og af afleiðingum hans lézt Elís í gærdag. Hann lætur eftir sig konu og tvö uppkomin fcörn. Fjölmenn útför sr. Björns Stefáns- sonar í GÆR fór fram átför sr. Björns Stefánssonar fyrrverandi próf- asts frá Auðkúlu. Var hún gerð frá dómkirkjunni. Þar fluttu ræður þeir sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup og sr. Jón Auðuns, dómprófastur. Jarðsett var í Fossvogskirkju- garði. Úr kirkju báru hempu- klæddir prestar kistuna, en síð- asta spölinn að gröfinni báru nánustu ættingjar og venzla- menn hins látna. Jarðarförin var mjög fjöl- menn. Viðgerðin á bíln- um kostar 100 þúsund krónur í GÆR lét eigandi leigubílsins G-10 sem lenti í árekstrinum suður á Hafnarfjarðarvegi í fyrrakvöld, fara fram athugun á því, hve mikið myndi kosta að lagfæra bilinn. Þessi leigubíll er 1956 árgerð af Bjúik. Það var álit verkstæðis- manna að viðgerðarkostnaðurinn myndi verða kringum 100,000 krónur, og það myndi taka upp undir hálft ár að ljúka verkinu öllu. Rannsókn þessa máls var mjög skammt á veg komin í gærkvöldi meðfram af þeim sökum, að rann sóknarlögreglan hafði ekki verið kvödd á vettvang. Kveðjusýningar á mynd- um Cuðrúnar Brunborg ST J ÖRNUBÍÓ efnir f dag til kveðjusýninga á myndum Guð- rúnar Brunborg, þar sem hún fer af landi brott á morgun. Kvik myndin „Herra húsmóðir frú blaðamaður" verður sýnd kl. 9, en „Sammi Jakki“ kl. 5 og 7. Allir landsmenn kannast við frú Guðrúnu Brunborg og hið íórnfúsa starf hennar til aukinna menningartengsla fslands og Noregs og þá sérstaklega til hags- bóta fyrir íslenzka stúdenta, bæði þá sem stunda nám í Ósló og einn ig hér heima. Reykvíkingar með stúdenta í broddi fylkingar ættu að heiðra Guðrúnu Brunborg með því að fylla Stjörnubíó á öllum sýning- um í dag, og sýna henni með því þakklætisvott sinn. X

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.