Morgunblaðið - 09.12.1958, Blaðsíða 10
10
MonnrrNrtr aðið
T>riðjudagur 9. des. 1958
Æ
FRAMTIÐIN
Stjórnmálaályktun
Fulltrúaráðsfundar S.U.S.
FUNDUR fulltrúaráðs SUS,
haldinn í Reykjavík 23. nóv.
1958, leggur áherzlu á það,
að grundvöllur eðlilegrar og
farsællar þróunar lýðræðis-
ins er sá, að allir þegnar þjóð-
félagsins hafi sem jafnastan
rétt til áhrifa á skipan Al-
þingis.
Nokkur stór kjördæmi
með hlutfallskosningu
Núverandi kjördæmaskip-
tin er orðin algerlega úrelt
vegna hinna miklu breytinga,
sem orðið hafa á íbúafjölda
hinna ýmsu landshluta. Þess
vegna ber brýna nauðsyn til
að breyta kjördæmaskipun-
inni. Fundurinn vill ítreka
samþykkt Sambandsþings
ungra Sjálfstæðismanna um
það, að skipta beri landinu í
nokkur stór kjördæmi, þar
sem hlutfallskosning sé við-
höfð, en eðlilegt tillit sé tek-
ið til sérstöðu strjálbýlisins.
Alþingi ber virðing og
vald
Fundurinn varar við þeirri
stefnu og starfsháttum nú-
verandi ríkisstjórnar að fela
fulltrúum ákveðinna stétta-
samtaka úrskurðarvald í ýms-
um mikilvægustu málefnum
þjóðfélagsins, og svipta þann-
ig Alþingi því valdi, sem því
er ætlað samkvæmt stjórn-
arskrá landsins.
Fjármagnið í höndum
þeirra, sem afla þess
Fundurinn vekur athygli á
þeirri varhugaverðu og
hættulegu þróun, að völdin
yfir fjármagni þjóðarinnar
færast stöðugt í ríkara mæli
yfir í hendur ríkisins annars
vegar, og Sambands íslenzkra
Samvinnufélaga hins vegar.
Telur fundurinn brýna nauð-
syn bera til þess, að þessi þró-
un verði stöðvuð og fjármagn
ið sé í höndum þeirra, sem
hafa aflað þess.
Lf 11
6. Árna-bókin
Á undanförnum árum höf-
um við gefið út fimm bækur
í þessum flokki:
Falinn fjársjóður,
Týnda flugvélin,
Flugferðin til Englands,
Undraflugvélin,
Leitarflugið.
Hver bók er sjálfstæð saga,
en persónurnar og að nokkru
leyti atburðaráðin tengja
þær þó saman.
Fundurinn telur, að nauð-
synlegt sé, að breyta nú þegar
um stefnu í efnahagsmálun-
um, þar sem stefna núver-
andi ríkisstjórnar hefur leitt
til öngþveitis og upplausnar.
Fullt athafnafrelsi. —•
Heilbrigður rekstrar-
grundvÖllur. —
Hallalaus rekstur
atvinnutækjanna
Þjóðin verður að gera sér
ljóst, að hún verður að miða
eyðslu sína við arð framleiðsl-
unnar á hverjum tíma. Allar
raunverulegar kjarabætur
f>yggjast á aukinni fram-
leiðslu og meiri verðmætum,
sem koma til skiptanna milli
þeirra, sem að framleiðslunni
vinna. Til þess að svo megi
verða, telur fundurinn, að
fullt athafnafrelsi eigi að
ríkja og skapa verði atvinnu-
vegunum heilbrigðan rekstr-
argrundvöll og tryggja halla-
lausan rekstur þeirra.
Fundurinn vill leggja á-
herzlu á, að í borgaralegum
lýðræðislöndum er grundvöll-
ur efnahagslífsins frjáls
verðmyndun, þar sem mark-
aðslögmálin leiða til þess, að
fjármagn og vinnuafl leitar
til þeirra atvinnugreina, sem
arðvænlegastar eru fyrir
þjóðarheildina. Þetta lögmál
hefur verið brotið hér á landi
með rangri gengisskráningu
og óeðlilegum afskiptum rík-
isvaldsins, sem leitt hefur til
þess, að fjármagnið flýr und-
irstöðuatvinnuvegina.
Fundurinn telur ,að hið
bráðasta verði að gera ráð-
stafanir til þess, að útflutn-
ingsatvinnuvegir landsmanna
fái sannvirði fyrir framleiðslu
sína, þannig að þeir geti starf-
að á heilbrigðum og frjálsum
grundvelli. Sérstök ástæða
er til þess að vinda að þessu
bráðan bug, þar sem ætla má,
að fríverzlun Evrópu verði
komið á í einhverri mynd og
Islendingar gerist þar aðilar
að.
Islenzku þjóðinni er lífs-
nauðsyn, að hinar ýmsu stétt-
ir þjóðfélagsins skilji, að þær
eiga allar hagsmuni sína und-
ir því, að efnahags- og at-
vinnumál þjóðarinnar séu
l>yggð á traustum grunni og
öryggi og festa ríki í þjóðfé-
iaginu.
Framkvæmd Sjálfstæðis-
stefnunnar til farsældar
og heilla
Vinstri stjórn hefur í verki
sýnt, að henni er um megn
að skapa þessa festu, enda
byggja vinstri flokkarnir til-
veru sína á stéttabaráttu.
— Sjálfstæðisflokkurinn er
flokkur allra stétta og er eini
flokkurinn, sem þjóðin getur
treyst til farsællar forystu. —
Þess vegna skora ungir Sjálf-
stæðismenn á íslenzku þjóð-
ina að veita Sjálfstæðis-
flokknum brautargengi til
þess að framkvæma Sjálf-
stæðisstefnuna og sanna í
starfi, að hún miðar þjóðinni
til farsældar og heilla.
Fjölgað sföðumœlum í
Reykjavík
að auglýsing í stærsta
og útbreiddasta blaðinu
— eykur söluna mest —
Simi
2-24-80
VEGFARENDUR í Reykjavík
hafa veitt því athygli að búið er
að setja upp stöðumæla við Hverf
isgötu.
í því sambandi sneri blaðið sér
til framkvæmdastjóra umferðar-
nefndar Valgarðs Briem og spurði
hann hvað væri nýtt á döfinni í
umferðarmálum höfuðborgarinn-
ar.
Framkvæmdastjórinn sagði, að
uppsetning þessara nýju mæla
væri framhald í samræmi við til-
lögur umferðarnefndar og ákvörð
un bæjarstjórnar Reykjavíkur.
Mælarnir á Hverfisgötu eru á
svæðinu milli Lækjargötu og
Klapparstígs og er heimilt að
kaupa 15 mín. eða 30 mín. í einu,
en lengur en 30 mín. má bifreið
ekki standa á sama stöðumæla-
reit. Gjaldið er sama og í Aust-
urstræti og víðar kr. 1,00 fyrir
hverjar 15 mínútur. í sambandi
við þessa mæla óskar fram-
kvæmdastjórinn að vekja athygli
ökumanna á því ákvæði nýju
umferðarlaganna að í tvístefnu
akstursgötu, eins og Hverfisgata
er milli Lækjargötu og Ingólfs-
strætis, skuli leggja bifreið
vinstra megin í götu, þ. e. a. s.,
sömu megin og ekið er, en óheim-
ilt að aka yfir götuna og leggja
hægra megin. Því verða allir, sem
nota vilja stöðumæla á þessum
hluta Hverfisgötu að koma að
þeim úr austur átt og snúa til
vesturs.
Þá eru stöðumælar væntanlegir
næstu daga á stæðið við Kirkju-
stræti og hefur inn og útakstri
þess verið breytt þannig, að nú
er ekið í það frá Tjarnargötu.
Þar er unnt að kaupa 2 klst. í
senn, en heimilt að vera eins lengi
á sama stað og hver kann að óska.
Gjaldið á þessu stæðl er sama og
á Kirkjutorgr þ. e. a. s. kr. 1,00
fyrir hverjar 30 mínútur.
Þá hefur verið skipt um mæla
í Tryggvagötu. Þar voru áður
mælar fyrir 15 og 30 mínútur.
Mörgum þótti sá tími of stuttur
og var því ákveðið að setja þar
mæla, sem leyfa 30 og 60 minútur.
Er það betur talið henta þeim,
sem viðskipti hafa að reka í mið-
bænum.
Framkvæmdastjórinn sagði að
enn væri eftir að setja upp mæla
á nokkrum stöðum í bænum.
Hann óskaði að taka fram að öku
menr, i bænum væru ekki nógu
vandlátir um lagningu bifreiða
sinna.
Til þess væri ætlazt að bifreið
væri þannig lagt að stöðumæli
við götu, að mælirinn væri móts
við framhjólið og bæði hjó) sem
að gangstétt vísa jafn langt frá
henni og fjær en 20 sm. frá
brún hennar. Til þess að slikt
sé unnt, þarf stundum að „bakka“
inn á stæðið, þ. e. a. s., ef bifreiðin
fyrir aftan stendur mjög framar-
lega.
Skálögn inn að gangstéttarbrún
er óþörf þar sem stöðumælar eru
í götum, þær eru til lýta og geta
haft margvíslegar hættur og ó-
þægindi í för með sér.
Framkvæmdastjórinn sagði, að
akreinakerfið hefði gefizt vel og
myndi látið ná til fleiri gatna en
rm er enda yrði með því móti
minni tafir í umferðinni en eila.
Að lokum lagði framkvæmda-
stjórinn áherzlu á að nauðsynlegt
væri að almenningur kynnti sér
vel reglur lögreglunnar í jóla-
umferðinni og fylgdi öllum fyrir
mælum hennar.
Ungmennasamband
Dalamanna 40 ára
UN GMENNAS AMBAND Dala-
manna hélt hátíðlegt 40 ára af-
mæli sitt að Laugum í Hvamms-
sveit sunnudaginn 30. nóvembér
síðastliðinn.
Skemmtunin hófst með sam-
eiginlegri kaffidrykkju í hinni
nýju byggingu heimavistarbarna-
skólans, sem þar er að rísa af
grunni.
Stjórn U.M.S. Dalamanna stóð
að hófi þessu, og bauð öllum
gömlum forustumönnum sam-
FRÆKILEGT
SJÖKRAFLUG
Eftir Ármann Kr. Einarsson.
Árna-bækurnar hafa notið slíkra vin-
sælda allt frá því að fyrsta bókin í þeim
flokki kom út, að einstætt má teljast.
Þessi nýja Árna-bók skiptist í eftirfar-
andi kafla:
Frostrósir á glugga
Óþekkt hleypur í jeppann
Jólin í Hraunkoti
Seglsleðinn
Snjóavetur
Teflt á tvær hættur
Frækilegt sjúkraflug
Góðar fréttir
Vor eftir langan vetur
BÓKAFOREAG
ODDS BJÖRNSSONAR
bandsins, sem til náðist. Var þar
fjölmenni samankomið, enda
ágætt veður. Húsfreyjur sveitar-
innar önnuðust veitingar af mik-
illi prýði.
Halldór Þórðarson á Breiðaból-
stað, formaður U.M.S.D., setti
hófið og bauð gesti velkomna, en
bað síðan Friðjón Þórðarson,
sýslumann, að taka við veizlu-
stjórn.
Ræður og ávörp fluttu: Geir
Sigurðsson, Skerðingsstöðum,
Steinunn Þorgilsdóttir, Breiða-
bólstað, Einar Kristjánsson, Laug
arfelli, Kristjana Ágústsdóttir,
Búðardal, Jónas Jóhannsson, Val-
þúfu, og Friðjón Þórðarson, Búð-
ardal. Fluttar voru kveðjur frá
félögum, mælt fyrir minni barna-
skólans að Laugum, Ungmenna-
sambands Dalamanna o. fl. Að
lokum var flutt minni íslands.
Lesin voru nokkur heillaskeyti
og kveðjur frá fjarstöddum fé-
lögum.
Fyrsti formaður U.M.S.D., Sig-
mundur Þorgilsson, fyrrv. skóla-
stjóri að Ásólfsskála undir Eyja-
fjöllum, varð 65 ára þennan dag.
Var honum sent heillaskeyti í
tilefni dagsins.
Að loknu borðhaldi var sungið
og spilað, en síðan farið heim að
Sælingsdalslaug, sem er rétt hjá
skólahúsinu. Skemmtu menn sér
hið bezta fram á nótt við söng
og dans.
U.M.S.D. er samband allra
ungmennafélaga í Dalasýslu. —
Stjórn þess skipa nú: Halldór
Þórðarson, Breiðabólstað, Bene-
dikt Gíslason, Garði, og Sigurð-
ur Þórólfsson, Innri-Fagradal.
Einar Ásmundsson
liœslaréttarlögmaðui.
Hafsteinn Sigurðsson
héraSsdómslögmaður
Sími 15407, 1981?
Skrifstofa
Hafnarstr. 8, II. hæð