Morgunblaðið - 09.12.1958, Blaðsíða 12
ÞriðjáSagur 9. des. 1958
12
MORCUNBLAÐIÐ
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk,
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innaniands,
I lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ORSAKIR ATVINNU ÚTI UM LAND
DAGINN áður en V-stjórnin
gafst upp og sagði af sér,
birtist á fremstu síðu Al-
þýðublaðsins mikil fregn undir
þessari fyrirsögn:
„Alvarlegt atvinnuástand á
Eskifirði".
Þar segir, að enginn fiskur
berist á land nema frá 1—2 bát-
um, sem rói öðru hverju. Þá kem-
ur undirfyrirsögn:
„Algert atvinnuleysi“.
• Segir síðan:
„Að öðru leyti er algert at-
vinnuleysi hér og atvinnuástand
vægast sagt mjög slæmt, svo ekki
sé dýpra tekið í árinni“.
Þessi fregn er engan veginn
einsdæmi, en hennar er getið hér,
vegna þess að eitt stjórnarblað-
anna birtir hana síðasta heila
daginn, sem V-stjórnin lifði, áð-
ur en hún gafst upp. Þetta er
táknrænn vitnisburður um hald-
gæði þeirrar fullyrðingar, sem
V-stjórnarliðar hafa helzt fært
sér til afsökunar, að þeim hafi
þó tekizt að útrýma með öllu
atvinnuleysi í landinu.
★
Sannleikurinn er sá, að at-
vinna er nú sízt meiri en var á
stjórnarárum Ólafs Thors 1953
—1956, Sjálfshól V-stjórnar-
liða kemur einungis gf því, að
þrátt fyrir margs konar mistök
hefir atvinnuástandinu síðustu
2% árið ekki hrakað eins mikið
og margir höfðu búizt við, sam-
kvæmt þeirri reynslu, sem fékkst
af stjórn Hermanns Jónassonar
1934—1939. Af þessum sökum
telja V-stjórnarliðar sig nú hafa
unnið stórvirki miðað við það,
sem þá gerðist, og hælast einkum
um yfir því, sem áorkað hafi ver
ið til atvinnuaukningar víðs veg-
ar úti um land.
Bætt atvinnuskilyrði úti um
land eru hins vegar að langsam-
lega mestu leyti afleiðing þeirra
ákvarðana og framkvæmda, sem
búið var að taka og hrinda af
stað fyrir stjórnarskiptin 1956.
★
Hinar miklu raforkufram-
kvæmdir á Vesturlandi og Aust-
urlandi eru t.d. algerlega verk
stjórnar Ólafs Thors. Hið eina
sem V-stjórnin á lof skilið fyrir
í því sambandi er, að hún skyldi
ekki hætta við þær!
Sama máli gegnir um Sements-
verksmiðjuna á Akranesi. Um
hana hefur þó það heyrzt, sem
menn minnast ekki að hreyft hafi
verið um framangreindar raf-
magnsvirkjanir, að Alþýðublað-
ið hefur hrósað Gylfa Þ. Gísla-
syni fyrir, að hann guggnaði ekki
á framkvæmd þessa mikla mann-
virkis, sem Ólafur Thors hafði
látið hefja.
Rafmagnsvirkjanirnar og Sem
entsverksmiðjan hafa skapað
mjög mikla vinnu í þeim byggð-
arlögum, sem hlut eiga að máli.
Verður ekki um það deilt, að
öll sú vinna, sem þar af hlýzt,
á rætur sínar að rekja til ákvarð
ana þeirra ríkisstjórna, sem sátu
fyrir 1956 og Sjálfstæðismenn
höfðu ýmist forystu. í eða réðu
miklu um hvað gerðu.
★
Svipað er um fiskvinnslustöðv-
ar víðs vegar á landinu. Má þar
sem dæmi nefna stöðvarnar á
Akureyri, Hafnarfirði og ísa-
firði. Allar þessar framkvæmdir
og margar aðrar voru ráðnar
og framkvæmdum hrint af stað
á meðan stjórn Ólafs Thors var
við völd.
Enn á hið sama við um fiski-
skipin. I tíð V-stjórnarinnar hef-
ur þar orðið sáralítil viðbót um-
fram það, sem stofnað hafði ver-
ið til af fyrri ríkisstjórn: Fiski-
skip hafa haldið áfram að koma
eftir stjórnarskiptin með mjög
svipuðum hætti og tíðkazt hafði
undanfarin ár.
Loforðið mikla, sem gerbreyt-
ingu átti að valda, um smíði 15
nýrra togara hefur aftur á móti
gersamlega verið svikið.
★
Eina nýjungin, sem V-stjórnin
hefur komið áleiðis í atvinnu-
málum landsmanna er smíði
litlu togskipanna tólf í Austur-
Þýzkalandi.
Hugmyndin að smíði þvílíkra
skipa hafði raunar verið uppi
áður, og hinn ágæti útgerðar-
maður Einar Guðfinnsson í Bol-
ungarvík haft mikinn hug á að
afla sér slíks skips. Fer þess
vegna mjög vel á því, að einmitt
til Bolungarvíkur skuli fara
fyrsta skipið af þessum 12, sem
nú fyrir helgina kom til lands-
ins.
Enginn efi er á, að það var
þarft nýmæli að láta smíða slík
skip til reynslu. Hitt verður að
segja eins og er, að það eru vafa-
söm hyggindi að láta smíða 12
þeirra í einu áður en nokkur
raun er á komin. Vonandi reyn-
ast skipin vel, bæði að smiði og
stærð. Um það veit þó því miður
enginn nú. Ýmsir vanir fiski-
menn efast þvert á móti um,
hvort mörg skip þessarar teg-
undar muni henta hér. Úr því
fær reynslan ein skorið.
Hvað sem um það er, þá er
ljóst, að ekkert af þessum skip-
um var komið í gagnið fyrr en
eftir að V-stjórnin hafði gefizt
upp. Þau höfðu því enga nýja at-
vinnu skapað á valdatíma henn-
ar. Það er þess vegna óumdeil-
anlegt, að hið bætta atvinnu-
ástand úti um land, að svo miklu
leyfi sem það er fyrir hendi, er,
að langsamlega mestu leyti, að
þakka ákvörðunum og fram-
kvæmdum þeirra ríkisstjórna,
sem sátu á undan V-stjórninni.
★
Munurinn nú og áður er sá,
að þar sem ríkisstjórn Ólafs
Thors hélt uppi margháttuðum
framkvæmdum, þá jukust opin-
berar skuldir erlendar á nær
þriggja ára valdatíma hennar ein
ungis um 130 millj. króna, en
síðan hafa verið tekín sams konar
lán töluvert á sjöunda hundrað
milljóna. Vera kann, að lántök-
ur á fyrra tímabilinu hafi verið
of tregar. Því aðdáunarverðara
er hverju var komið í fram-
kvæmd.
En hafi lántökur gengið treg-
lega áður, þá er víst, að þær hafa
verið langt úr hófi hjá V-stjórn-
inni. Ekki fyrst og fremst af því,
þótt upphæðin sé gífurlega há.
Heldur einkum vegna þess að
lánin hafa raunverulega að alltof
miklu leyti verið eyðslulán.
Kveður svo rammt að því, að
sérfræðingur Alþýðusambands-
ins í efnahagsmálum taldi þá
fjáröflunarleið nú vera að lokast.
Svo gæti ekki verið nema af því
að illa hafi verið á haldið.
Anetta tekur hamskiptum
FRANSKI leikstjórinn Roger
Vadim lýsti því yfir, er hann
gekk að eiga Anettu Ströyberg,
að nú hefði hann fundið konu
við sitt hæfi — konu, sem ekki
væri metorðagjörn og hefði enga
löngun til að gerast kvikmynda-
leikkona. Anetta væri hlédræg og
rólynd og fyllilega ánægð með að
vera móðir og húsmóðir. Ef til
vill hefir Vadim meint það, sem
hann sagði fyrir rúmu ári, því að
í hjónabandi hans og Birgittu
Bardot gekk á ýmsu, að því er
sagt er. En nú hefir Vadim skyndi
lega skipt um skoðun og ákveðið
að láta konu sína verða kvik-
myndaleikkonu á sama hátt og
hann áður hafði gert Birgittu
fræga í kvikmyndaheiminum.
Anetta á að verða önnur Birgitta
Bardot.
.☆
Hver er þessi unga kona? Hún
líkist Birgittu Bardot, en þetta
er Anetta Ströyberg. Vadim kvað
hafa átt mjög auðvelt með að
steypa hana í sama mót og fyrir
rennara hennar. Hár Anettu var
lýst og margs konar aðrar ráð-
stafanir gerðar til að láta hana
verða sem líkasta Birgittu í út-
liti. En útlitið eitt ræður ekki
úrslitum. Skapgerðin hefir líka
sín áhrif. Kunnugir segja, að
Anetta hafi meira sjálfstraust og
vill framar öllu geta lifað rólegu
og kyrrlátu lífi — a. m. k. annað
veifið. Birgittu leiðist hins vegar
að vera ein með sjálfri sér og
þjáist af minnimáttarkennd, að
því er sagt er. Þar að auki segja
vinir Vadims, að Anetta sé bæði
kvenlegri og eðlilegri í fram-
komu en Birgitta,
★
En það er óvíst, að næðisstund-
ir Anettu með manni sínum og
ellefu mánaða dóttur, Natalíu,
verði svo margar á næstunni. Nú
þegar er byrjað að taka kvik-
myndir af henni til reynslu, og
allir, sem með kvikmyndum
fylgjast kannast við uppstilling-
una hér að ofan. Fljótt á litið
myndi engum detta önnur í hug
en B.B. Annaðhvort ætlar Vadim
sér að skapa í annað sinn sams
konar stjörnu, eða hann getur
ekki losnað undan þeim áhrifum,
sem Birgitta hefir haft á hann,
segja vinir Vadims. Önnur skýr-
ing er þó til: Vadim vill enn einu
sinni minna á það, hvernig hon-
um tókst að gera fyrri konu sína
víðfræga.
☆
Þó að Anetta og Birgitta séu
ólíkar að skapgerð, eiga þær
ýmislegt fleira sameiginlegt en
útlitið. Þær hafa báðar mjög gam
an af börnum. Birgitta hefir til
þessa aðeins getað hampað ann-
arra börnum (t.h.), en Anetta
getur nú leikið við litlu dóttur
sína (t.v.). Báðar hafa þær ver-
ið sýningarstúlkur, og virðast
hafa tilhneigingu til að verða
ástfangnar af mönnum, sem eru
af rússnesku bergi brotnir. Vad-
im er sonur Rússa, sem flúði á
sínum tíma föðurland sitt. Gítar-
istinn Sascha Distel, sem er
kvæntur Birgittu, er kominn af
rússneskum töturum.