Morgunblaðið - 31.12.1958, Side 2

Morgunblaðið - 31.12.1958, Side 2
2 P MORCUNTtLAÐlÐ Miðvikudapur 31. des. 1958 Utanríkisviðskiptin 1 eflir Þorvarð J. Júlíusson framkvæmda- sljóra Verzlunarráðs íslands ÁRIÐ 1958 hefur verið einkar hagstætt, hvað árferði snertir, bæði til lands og sjávar. Sjávar- aflinn hefur orðið um 15 % meirí en árið 1957 að magni til og enn meiri að verðmæti. Framleiðsla landbúnaðarafurða hefur einnig verið mun meiri en á fyrra ári. Útflutningurinn til nóvember- loka nam 966.2 millj. kr., en á sama tíma í fyrra nam hann 901.4 millj. kr. í desember í fyrra nam útflutningurinn 85.2 millj. kr., en í ár mun hann vafalaust verða a. m. k. 10 millj. kr. meiri. Útflutning ársins 1958 má því áætla um 1060 millj. kr., en það er um 70 millj. kr. meira en á síðastliðnu ári. Á árinu 1957 minnkuðu birgðir af útflutnings- afurðum um 55 millj. kr., en í ár eru horfur á, að um einhverja aukningu birgða verði að ræða. Innflutningurinn mun einnig verða meiri á þessu ári en í fyrra. í nóvemberlok var hann orðinn 1193.4 millj. kr., en það er um 62 millj. kr. meira en á sama tíma í fyrra. Með innflutningi desem- bermánaðar verða talin skip að verðmæti 45—50 millj. kr. og munar þar mest um hinn nýja Selfoss. Færri olíufarmar munu koma til landsins í desember í ár en í fyrra, en að öðru leyti mun verða töluverð aukning á innflutningnum. Ef gert er ráð fyrir nálega 260 millj. kr. inn- flutningi i desember, en hann var 230 millj. kr. í des. 1957, verður heildarinnflutningur ársins rúm- lega 1450 millj. kr., eðá um 90 millj. kr. meiri en innflutningur ársins 1957, sem nam 1362 millj. kr. Vöruskiptahallinn, mismunur- inn á verðmæti innfluttra og út- fluttra vara, er samkvæmt þessu áætlaður um 390 millj. kr., en árið 1957 var hann 375 millj. kr. eða um 15 millj. kr. minni. Gre/ðs/u- jöfnuðurinn Nú hefur þjóðin önnur við- skipti við útlönd en inn- og út- flutning á vörum. Erlends gjald- eyris er aflað með flutningum á vörum og farþegum milli landa og ýmsum öðrum viðskiptum, svo sem viðskiptum og framkvæmd- um vegna varnarliðsins. Tekjur í erlendum gjaldeyri af öðrum viðskiptum en útflutningi á vörum, töldust vera 399 millj. kr. á árinu 1957. Á þessu ári munu þær sennilega verða um 50 millj. kr. meiri. Auknar tekjur af varnarliðinu valda þar mestu um, en auk þess munu íslenzk skip afla meiri farmgjalda af út- fluttum vörum. Á hinn bóginn greiða lands- menn erlendan gjaldeyri fyrir ýmiskonar þjónustu og vörur fyr- ir utan innfluttar vörur. Hér er aðallega um að ræða útgjöld ís- lenzkra skipa og flugvéla er- lendis, farmgjöld til erlendra skipa, ferða- og dvalarkostnað erlendis og vinnulaun til útlend- inga. Vegna minni notkunar á erlend um skipum til innflutnings á olíu og sementi, hefur orðið nokkur lækkun á greiðslum farmgjalda til útlanda. Hins vegar hafa út- gjöld íslenzkra skipa og flugvéla erlendis, vextir af erlendum skuldum og ýmis önnur útgjöld aukizt. Gera má ráð fyrir, að út- gjöld í erlendum gjaldeyri fyrir annað en útfluttar vörur, hin svo nefndu duldu gjöld, hækki úr 399 millj. kr. 1957 í 420 millj. kr. á þessu ári. Verðmæti innflutnings árið 1958, miðað við erlenda útflutn- ingshöfn, f.o.b. verðmæti. er hér áætlað 1260 millj. kr., en verð- mæti í innflutningshöfn, c.i.f, verð, sem reiknað er með í inn- flutningsskýrslum, 1450 millj. kr., eins og áður er sagt. Áætlun um greiðslujöfnuð árs- ins 1958 verður þá þannig í sam- anburði við niðurstöðutölur árs- ins 1957: Innfluttar vörur (f.o.b.) ...... Önnur gjöld til útlanda ........ mikil og frekast má vera, og að beita verður ströngum gjaldeyr- ishöftum til þess að bankarnir geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart útlöndum. Lönd, sem líkt er ástatt um og ísland, eru talin þurfa að eiga gjaldeyrisforða, sem nemur 4—5 mánaða innflutningi til þess að geta mætt skakkaföllum eins og aflabresti, slæmu árferði eða ó- hagstæðum viðskiptakjörum, án þess' að þurfa að grípa til gjald- eyrisskömmtunar eða stefna ör- yggi atvinnulífsins og afkomu al- mennings í voða. Við gjaldyris- leysið bætist hér það, að við höf- um með stórkostlegum erlendum lántökum tekizt á hendur skuld- bindingar, sem erfitt kann að Greiðslujöfnuður millj. kr. 1957 1958 áætl. 1153 1260 399 420 Samtals Útfluttar vörur (f.o.b.) ...... Aðrar tekjur frá útlöndum .... Samtals Halli Alls Greiðsluhallinn eykst minna en vöruskiptahallinn, enda verður meiri aukning í duldum tekjum en gjöldum. Nettóskuld landsins við útlönd hækkar sem greiðsluhallanum svarar. Á árinu hafa verið notað- ar um 220 millj. kr. af erlendu 1552 987 399 1680 1060 450 1386 166 1510 170 1552 1680 Þorvarður J. Júlíusson lánsfé, og er það meira en nokkru sinni fyrr. Hér er um að ræða lán til raforkuframkvæmda, hafnar- gerðar og skipakaupa, en auk þess stór lán til almennra gjaldeyris- þarfa. Andvirði þeirra í íslenzk- um krónum er að mestu notað til opinberra framkvæmda. Á hinn bóginn nema afborganir af erlendum lánum um 60 millj. kr. á árinu. Að öðru leyti mun greiðsluhallinn koma fram í breytingu á lausum skuldum er- lendis. Gjaldeyris- ástandið Gjaldeyrisskuld bankanna hef- ur aukizt um 15 millj. kr. á ár- inu og nemur nú rúmlega 100 millj. kr. Aðstaða bankanna í heild gagnvart útlöndum, þegar einnig er tekið tillit til ábyrgðar- skuldbindinga, greiðsluloforða og óinnkominna innheimtna, versn- aði um 29 millj. kr. frá ársbyrjun til nóvemberloka, og mun ekki verða mikil breyting á henni til ársloka, nema tekið verði gjald- eyrislán rétt fyrir áramót, eins og gert hefur verið síðastliðin tvö ár og andvirði lánsins talin til eigna í árslok. Það skiptir mestu máli, að gjaldeyrisskuld bankanna er eins verða að standa undir á næstu ár- um. Vextir af erlendum lánum munu á þessu ári nema um 30 millj. kr. og afborganir um 60 millj. kr., eins og áður er sagt, og á næstu þremur árum eiga þessar greiðslur eftir að aukast, þótt eng in ný lán verði tekin. Slík greiðslu byrði, miðað við gjaldeyristekj- ur, er hrein undantekning, þegar litið er til annarra þjóða. Ef vel á að takast í þessum efnum og gjaldeyrismálin eiga að komast í viðunandi horf, er nauð synlegt að róttæk stefnubreyting verði á stjórn efnahagsmálanna. Verður nánar vikið að þessu í nið urlagi greinarinnar, en áður verð ur gerð nánari grein fyrir utan- ríkisverzluninni, eins. og hún greinist eftir vöruflokkum og löndum. Útfluttar vörur Verðmæti útflutningsins til nóv emberloka í ár hefur aukizt um 64,8 millj. kr„ miðað við sama tímabil í fyrra, eins og tafla 1 ber með sér. herzlu, en aðeins lítið eitt meira í söltun. Útflutningur á freðfiski hefur aukizt um nálega 50 millj. kr. Gott verð hefur fengizt fyrir freð- fisk í Bandaríkjunum og sala gengið vel. Útflutningur þangað hefur aukizt úr 61.3 í 103.7 millj. kr., eða um 42.4 millj. kr. Aftur á móti hefur nokkuð dregið úr útflutningi til Sovétríkjanna. Hann nam 159,5 millj. kr. til nóv- emberloka í fyrra, en á sama tíma í ár 135.2 millj. kr., eða 24.3 millj. kr. minna. Útflutningur freðfisks til annarra Austur-Ev- rópulanda hefur aukizt verulega, til Austur-Þýzkalands úr 30 í 39.5 millj. kr., til Tékkóslóvakíu úr 33.8 í 36.5 millj. kr. og til Pól- lands hefur hann verið 12.7 millj. kr. í ár, en var enginn í fyrra. Helztu markaðslönd fyrir þurrk aðan saltfisk eru Spánn, Brasilía og Kúba, og er útflutningur til þeirra svipaður og í fyrra. Eitt land hefur þó bætzt í hópinn, Jamaiea. Útflutningur þangað nam 14,3 millj. kr. en var hverf- andi lítill áður. Óverkaður saltfiskur hefur sem fyrr aðallega verið seldur til Suður-Evrópulandanna, Portú- gals, Ítalíu og Grikklands, og hafa litlar breytingar orðið þar á frá fyrra ári. Hins vegar hefur dreg- ið mjög úr útflutningi til ann- arra Evrópulanda. Útflutningur á skreið hefur minnkað að mun, þótt meira hafi verið hert af fiski en í fyrra, og hafa því miklar birfðir safn- azt fyrir. Verð hefur þó verið gott og salan gengið jafnt og þétt, svo að gera má ráð fyrir miklum út- flutningi í byrjun næsta árs. Skreiðin fer, eins og kunnugt er, aðallega til Afríkulanda. Síldaraflinn hefur orðið um 10% minni til októberloka í ár en í fyrra. Góður afli Faxasíldar í þessum mánuði mun þó bæta nokkuð um. Verðmæti síldarinn- ar mun verða meira en á fyrra ári, enda hafa verkunarhlutföll- in breytzt mikið. Mun láta nærri að helmingi meira hafi farið til söltunar í ár en í fyrra og helm- ingi minna í bræðslu. Útflutn- ingur saltsíldar hefur þó ekki aukizt að neinu ráði, og stafar það af því, að í fyrra var mikið selt af birgðum, en í ár hafa birgð ir aukizt. Um þriðjungur salt- síldarinnar, 31 af 92 millj. kr. fór til Sovétríkjanna og er það minna en í fyrra (44 m. kr.). Næst koma Svíþjóð með 23 m. kr. (8 m. kr.) og Finnland með 20 m. kr. (29 m. kr.). Önnur lönd skipta TAFLA 1 Útflutningur eftir vöruflokkum Jan.—nóv. 1957 Þús. tonn Millj. kr. Jan.—nóv. 1958 Þús. tonn Millj. kr. Saltfiskur þurrkaður Saltfiskur óverkaður Skreið................ Hrogn ;............. Síld, söltuð og fryst Fiskimjöl alls konar Aðrar sjávarafurðir Landbúnaðarafurðir Ýmsar vörur........ 5.6 40.2 7.4 50.2 Innflutningurinn hefur tekiS 29.3 106.1 20.8 81.8 mjög misjöfnum breytingum frá 9.3 85.1 5.1 49.2 fyrra ári, eftir því um hvaða vöru 14.5 23.9 8.5 15.0 flokka er að ræða. í eftirfarandi 53.1 302.6 61.0 351.9 töflu er innflutningnum skipt I 4.4 15.8 3,7 15.4 þrjá flokka eftir tilætlaðri notkun 30.4 101.8 31.6 106.4 varanna, en að sjálfsögðu getur 6.8 28.5 9.1 31.4 þessi skipting ekki verið ná- 7.8 24.2 9.7 32.0 kvæm (sjá töflu hér að neðan). 4.8 17.0 7.1 21.2 Innflutningur á neyzluvörum. 31.9 79.4 50.6 127.5 hráefnum til neyzluvörufram- 12.3 24.2 leiðslu og á kapítalvörum hefur 45.8 47.8 aukizt að mun, en minnkað á 18.9 12.2 rekstrarvörum. Samtals Þorskaflinn hefur verið um 20% meiri í ár en í fyrra og karfa aflinn hefur aukizt stórkostlega (um 44%), m. a. vegna nýrra, auðugra miða, sem fundizt hafa. Ráðstöfun aflans hefur tekið veru legum breytingum í samræmi við markaðsaðstæður og framleiðslu skilyrði. Um þiiðjungi meira afla magn en í fyrra hefur farið í fryst ingu, um fjórðungi meira í 901.4 966.2 litlu máli, nema Austur-Þýzka- land með 13.5 m. kr. (2.0 m. kr.). Freðsíld hefur verið flutt út fyrir svipað verðmæti og árið áður, um 15 millj. kr., og fór hún til Póllands, Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalands. Hinn aukni útflutningur síldar- lýsis, þrátt fyrir minni bræðslu, stafar af því, að selt hefur verið af birgðum, sem söfnuðust fyrir í fyrra. Síldarlýsið er aðallega selt til Vestur-EvrópuIanda.Sama máli gegnir um síldarmjölið, en útflutningur á því hefur aukizt úr 12.5 í 29.6 millj. kr. Þessi aukning og stór-aukinn útflutningur karfamjöls (úr 9.8 í 31.7 millj. kr.) gefur skýringu á útflutningstölunum fyrir fisk- mjöl allskonar í töflu 1. Megnið af öllu fiskmjöli er selt til Vestur Evrópulanda, aðallega Vestur- Þýzkalands. Útflutningur á niðursoðnum fiski hefur nær þrefaldast. Veldur þar mestu útflutningur á svo- kölluðum „sjólaxi" til Tékkósló- vakíu fyrir 5.4 millj. kr. Landbúnaðarafurðir, sem flutt- ar hafa verið út til nóvember- loka, eru þessar helzt: Kindakjöt 26.1 m. kr. (17.0), ull 7.3 m. kr. (11.4) og saltaðar gærur 10.6 m. kr. (11.4). Utanríkisverzlunin eftir löndum Á undanförnum þremur árum hafa utanríkisviðskiptin beinzt æ meira til Austur-Evrópulanda. Viðskiptin við þau hafa m. ö. o. aukizt meira en viðskiptin við frjálsgjaldeyrislönd (E. P. U. og dollaralönd). Á árinu 1957 dróg- ust viðskiptin við frjálsgjaldeyr- islöndin meira að segja saman, en jukust við Austur-Evrópu- löndin. Þetta hefur snúizt við á þessu ári. Helztu ástæðurnar eru hin aukna sala á freðfiski til Banda- ríkjanna, auknar tekjur af varn- arliðinu og meiri notkun láns- fjár í frjálsum gjaldeyri. Útflutn ingurinn til frjálsgjaldeyrislanda er 60 millj. kr. meiri til nóvem- berloka í ár en í fyrra, aðeins 18.5 millj. meiri til Austur-Ev- rópulanda og 13.7 millj. kr. minni til annarra vöruskiptalanda. Innflutningurinn hefur tekið svipuðum breytingum. Hann hef- ur aukizt um 51.6 millj. kr. frá gjaldeyrislöndunum, minnkað um 5.5 millj. frá Austur-Evrópulönd- unum og aukizt um 15.5 millj. kr. frá öðrum vöruskiptalöndum. Þessar breytingar koma skýrt fram í töflum 2 og 3. Innflutningurinn eftir vöruflokkum í neyzluvöruflokknum ber mest á auknum innflutningi á kaffi, vefnaðarvörum, skófatnaði og ýmsum hráefnum til iðnaðar- framleiðslu. Neyzluvörur og hráefni til neyzluvöruframleiðslu Rekstrarvörur ........... Kapitalvörur ............ Jan/nóv. 1957 Jan/nóv. 1958 Millj. kr. % Millj. kr. % 311.6 27.5 390.0 32.7 406.7 35.9 352.5 29.5 413.5 36.6 450.9 37.8 1131.8 100.0 1193.4 100.0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.