Morgunblaðið - 31.12.1958, Blaðsíða 7
MORGZJNBLAÐIÐ
31
MiðvOöidagur 31. des. 1958
fyrir rökstutt álit samtaka at-
vinnuveganna. Þá voru þeir ann-
markar á lögum þessum, að
bæjar- og sveitarfélögum var í
engu bættur tekjumissir við niður
fellingu „stríðsgróðaskattsins“,
svo hætt er við, að um sinn megi
einkafyrirtækin búa við svipuð
skattalok og verið hefur eða
þangað til heildarendurskoðun
hefur verið gerð á tekjustofnum
bæjar- og sveitarfélaga. Verður
að vænta þess að slík endurskoð-
un verði ekki látin dragast lengi
slík knýjandi nauðsyn sem hér
er á lagfæringu.
Tæknilegar framfarir — nýjar
iðngreinar
Á árinu hafa ýmis iðnaðarfyrir-
tæki aukið og endurbætt vélakost
sinn og ný iðnfyrirtæki hafa ver-
ið stofnuð, sem tekið hafa upp
framleiðslu á vörum, sem ekki
hafa verið framleiddar hér áður.
Iðnaðarmálastofnun íslands hef-
ur eins og undanfarin ár lagt
þýðingarm'ikinn skerf til aukinn-
ar iðnþróunar og bættrar tækni.
Verður þetta ekki nánar rakið
hér að öðru leyti en varðar
stærsta iðnaðarfyrirtæki lands-
ins, Sementsverksmiðjuna, sem
tók til starfa á miðju ári.
Sementsverksmiðjan
Bygging sementsverksmiðjunn-
ar á sér langan aðdraganda. Lög
um byggingu verksmiðjunnar
voru samþykkt á Alþingi snemma
árs 1948 en á Alþingi bar málið
fyrst á góma árið 1935 og hafði
því þá verið hreyft löngu áður.
Árið 1949 var síðan ákveðið að
verksmiðjan skyldi reist á Akra-
nesi eftir að gengið hafði verið
úr skugga um að ágætur skelja-
sandur til framleiðslunnar fannst
á svonefndu Sviði undan Akra-
nesi og líparít var fáanlegt ná-
lægt Þyrli í Hvalfirði. Árið 1951
var síðan byrjað að undirbúa
byggingu verksmiðjunnar og surn
arið 1953 var gengið úr skugga
um að allar áætlanir um að dæla
skeljasandinum upp af botni
Faxaflóa stóðust, og var þá dælt
upp 215 þúsund tonnum af skelja-
sandi. Haustið 1954 hófust Sjálfar-
byggingarframkvæmdir og var
verksmiðjan vígð og tók til starfa
14. júní sl. Verksmiðjan framleið-
ir portlandsement, sem kom á
markaðinn snemma í ágúst og
hefur reynzt ágætlega. Þegar
verksmiðjan tók til starfa voru
byggingar ekki fullgerðar en hef-
ur miðað vel áfram síðan og er
nú að mestu lokið. Upphaflega
var ráðgert, að verksmiðjan fram
leiddi 75 þúsund tonn af sementi,
en framleiðslan hefur farið langt
fram úr áætlun og munu verða
framleidd um 50 þúsund tonn á
þessu ári, sem svarar til 110 þús.
tonna ársframleiðslu. Hafa um 27
þús. tonn af framleiðslunni þegar
verið seld innanlands og myndi
salan hafa verið meiri, ef ekki
hefði verið leyfður innflutningur
á sementi að ófyrirsynju, enda
er verð sementsins sambærilegt
við verðið á innfluttu sementi.
Sementsnotkun fslendinga hefur
mest verið 90 þús. tonn á einu
ári hingað til, þannig að reynt
verður að flytja út það, sem er
umfíam þarfir landsmanna, og
er það mál þegar í athugun.
Hins vegar er líklegt að sements-
notkun landsmanna muni talsvert
aukast við tilkomu verksmiðjunn
ar t. d. í sambandi við stein-
steypta þjóðvegi og götur. Hrá-
efnanotkun verksmiðjunnar er,
miðað við sementsframleiðsluna
eingöngu, Um 175 þús. tonn af
skeljasandi og um 20 þús. tonn
af líparíti. í verksmiðjunni munu
vinna um 80 manns. Ráðgert er
að á næsta ári verði hafin fram-
leiðsla áburðarkalks (95% kalk).
Er hægt að framleiða um 20 þús.
tonn af áburðarkalki án þess að
skerða framleiðslu á sementinu.
Bygging sementsverksmiðjunn-
ar mun þegar tímar líða verða
talinn þýðingarmikill áfangi á
leið þjóðarinnar til aukinnar iðn-
væðingar og bættra lífskjara.
Rannsóknarmálin
Hagnýtar vísindalegar rann-
sóknir í þágu atvinnuveganna
eru nú almennt viðurkenndar
sem einn mikilvægasti liður allr-
ar framleiðslustarfsemi. Hér á
landi hefur þessu ekki verið gef-
inn jafn mikill gaumur og skyldi
og hefur margt valdið.
Undanfarin ár hefur skilningur
manna á gildi rannsóknanna þó
íarið vaxandi og höfum við eign-
ast hóp góðra sérfræðinga á þessu
sviði. Hins vegar skortir mjög á,
að þeim hafi verið búin sómasam-
leg aðstaða til að sinna rann-
sóknunum og skapa þannig mögu
leika til bættra framleiðsluhátta
og aukinnar og fjölbreyttari fram
leiðslu. Það mun ekki hallað á
aðra þótt því sé haldið fram, að
iðnaðurinn sé og hafi verið horn-
reka í þessu og að náðarsól fjár-
veitingavalds ríkisins hafi skinið
öðrum atvinnuvegum heitar.
Nokkur framtakssöm iðnfyriræki
hafa sett á fót eigin rannsóknar-
stofur, en þessi viðleitni hefur af
skiljanlegum ástæðum aðeins get-
að þróast í mjög smáum stíl. Iðn-
aðardeild atvinnudeildar háskól-
ans hefur í mörgu unnið gott
starf, en það hefur að mestu
beinzt að lausn daglegra vanda
mála, vöruprófunum o. fl. en fjár
magn vantað til frekari rannsókn
arstarfsemi. Auk fjárhagsvand-
ans er annað vandamál í rekstri
rannsókna fyrir iðnaðinn óleyst
en það er stjórn stofnunarinnar
og samband hennar við atvinnu-
veginn og gildir það raunar einn-
ig um aðrar rannsóknarstofnanir.
Félag ísl. iðnrekenda hefur gert
ákveðnar tillögur um framtíðar-
skipulag rannsóknarmála iðnað-
arins. Eitt af þeim atriðum, sem
mest áherzla hefur verið lögð á
er, að stjórn stofnunarinnar verði
að meirihluta skipuð fulltrúum
iðnaðarins. Er þetta í alla staði
eðlileg krafa, þar sem telja má
að hagnýtar rannsóknir nái ekki
fyllilega tilgangi sínum nema
mjög rsáið samband sé og verði
á milli rannsóknarstofnunarinnar
og fyrirtækja þeirra, sem nýta
eiga árangur rannsóknanna.
Lokaorð
Af því sem að framan segir n»á
ráða að ekki hafi verið beggja
skauta byr fyrir iðnaðinn í hei'.d
á árinu sem er að líða. Það sem
fram horfðj var auk þess sem
áður er getið, að á árinu var lagð-
ur hornsteinn að Efra-Sogsvirkj-
uninni sem mun að fullu taka til
starfa árið 1960 með 27.000 kw
viðbót við rafmagnsframleiðslu
landsmanna og verða mikilvæg
fyrir iðnaðarþróunina eins og
fyrri virkjanir Sogsins. Löggjöfin
um útflutningssjóð var iðnaðin-
um hagstæð að því leyti, að þar
var iðnaðurinn í fyrsta sinn um
alllangt árabil settur til borðs
með hinum aðalatvinnuvegunum
varðandi kaup á hráefnum og
rekstrarvörum auk þess sem hann
nýtur nú í fyrsta sinni jafnréttis
við hina atvinnuvegina varðandi
uppbætur á útflutta vöru, en það
er fyrsta skrefið til þess að um
útflutning á innlendum iðnaðar-
vörum geti orðið að ræða, en að
því ber að stefna.
Auk þess iðnaðar sem fyrir er,
gefa þeir iðnaðarmöguleikar, sem
bundnir eru við virkjun fallvatna
landsins og hagnýtingu á jarð-
gufu, okkur ástæðu ti þess að
ætla og vona að ísland geti orðið
hlutgengur aðili í efnahagssam-
starfi hinnar frjálsu Vestur-
Evrópu vegna yfirburða í iðnað-
arframleiðslu, sem byggjast
mundi á þessum náttúruauðæf-
um. En hvort sem þær vonir ræt-
ast eða ekki er iðnaðurinn í dag
orðinn einn af máttarstólpum
þjóðfélagsins og á eflingu þessa
framtíðaratvinnuvegar veltur að
miklu leyti hvort hægt verður að
halda uppi núverandi lífskjörum
í landinu og bæta þau.
Gleðilegt nýár!
Pökkunarstúlkur
og flakarar óskast
á komandi vertíð.
Hraðfiystihúsið Frost h.f.
Hafnarfirði, sími 50165.
Auglýsing
frá pípugerð Keflavíkur
Bendum hérmeð útgerðarmönnum á Suðurnesjum á,
að vér höfum til afgreiðslu frá pípugerð vorri í
Keflavík vélsteypta netasteina.
Pöntunum veitt móttaka í síma 552.
Pípugerð Keflavíkur
!=^<^Ci^Cr^C^<^Cbrf(^Q=^<?^CbKCr^<i=<ö=>'Q==<ó=<<I=«?=''Cb=<(;
QLkL
,t
t
leouecfi nyar
Þökkum viðskiptin á liðna árinu. ((
Blikksmiðjan Sörli s.f. *
Sörlaskjóli 68. ({
(
t
.y
I
|
í
3
i
I
3
i
I
1
C
3
1
i
i
I
i
(jle&ilecft
nýar
!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
matarbCðir
Hafnarstræti 5
Skólavörðustig 22
Laugavegi
Réttarholts vegi 1 £
|
Bræði-aborgarstíg 43 — Grettisgötu 64 (?
Brekkulæk 1 — Skólabraut, Akranesi
f
Eimskipafélag íslands
öskar viðskiptŒmÖnnum
sínum um land allt
ife&iíe.
ýleöLlecjS nýaró
með þökk fyrir viðskiptin
Við sendum öllu okkar verkafólki og
viðsk iptaimör>num beztu nýársóskir.
Jón Gíslason