Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 2
2
MORGUHRLAÐIB
nmmfndapur fan. 1959
Líf hvers einsfaklings
er takmark í sjálfu sér
sagði Vilhelm Moberg í háskólafyrirlestri
í gcerkvöldi
SÆNSKA skáldið Vilhelm Mo-
berg hélt fyrirlestur í fyrstu
kennslustofu Háskólans í gær-
kvöldi. Var áheyrendasalurinn
fullskipaður og fjöldi manns varð
að standa.
Moberg talaði um skáldið og
þjóðfélagið og hóf erindi sitt á
sögulegu yfirliti, þar sem hann
rakti stöðu skáldsins í þjóðfélag-
ittu á umliðnum öldum, allt frá
tímum Hómers, þegar skáld voru
í hávegum höfð, fram til þess
tíma er þau voru auðmjúkir þjón
ar lénsherranna, eins konar and-
legir leiguliðar. Hann talaði einn-
ig um kjör rithöfunda og þá
breytingu sem á þeim varð í
frönsku stjórnarbyltingunni, þeg-
ar höfundarrétturinn var í fyrsta
sinn lögfestur.
Síðan sneri Moberg sér að
meginefni erindisins, hlutverki
skáldsins í þjóðfélaginu. Hann
sagði að allur skáldskapur væri
andstaða og barátta, bæði við öfl
og tilhneigingar í skáldinu sjálfu
og við rotnunaröflin í þjóðfélag-
inu. Hann kvaðst mundu fjalla
um síðarnefnda atriðið.
Hlutverk skáldsins er- sem sé
að varðveita þjóðfélagið frá rotn-
un, sagði Moberg. Skáldskapur-
inn er andstaða einstaklingsins,
og þess vegna eigá skáld ekki
að vera í pólitískum flokkum.,
Menn sem tilheyra hagsmuna-
hópum, í hvaða mynd sem er,
verða ævinlega að taka tillit til
þeirra. Sá sem vill stunda gagn-
rýni má ekki vera bundinn af
slíku; hann verður að vera al-
gerlega frjáls og óháður öflum,
sem kunna að ná valdi á honum.
Af sömu ástæðu ættu skáld aldr-
ei að taka við viðurkenningum
eða heiðursmerkjum frá ríkjandi
stjórnarvöldum. Menn geta ekki
tekið við viðurkenningu af öðr-
um en þeim, sem þeir virða og
álíta heiðarlega. Taki þeir við
viðurkenningu frá slíkum aðil-
um, eru þeir um leið bundnir
þeim á beinan eða óbeinan hátt.
Það hafa aldrei verið til sam-
tök og flokkar, sem óskuðu eftir
gagnrýni, sagði Moberg. Allir
hópar eru fjandsamlegir gagn-
rýni, og skáldið getur ekki þegið
virðingu af fjandmönnum sínum.
Skáldið hefur valið sinn eiginn
veg, og sá vegur liggur í aðra
átt. Hins vegar er það svo, að
flestir rithöfundar slægjast eftir
sæmd, heiðursmerkjum og lýð-
hylli. Jafnvel Ibsen hafði sína
veikleika. Hann átti skúffu fulla
af heiðursmerkjum og gamnaði
sér við það í ellinni að skoða
þau. Þennan barnaskap er hægt
að fyrirgefa honum, því að verk
hans voru stórbrotin og geiglaus.
Það er eðlilegt, að rithöfundar
eigi sína hégómagii ni, en hún
ætti að vera anrr eðlis en
hégómagirnd hi.. . ,,na og
snobba.
Strindberg er gol »mi um
hlutskipti rithöfunu. .ns, hélt
Moberg áfram. Hann var mesti
rithöfundur Svía á sinni tíð og
mesti rithöfundur sem Svíþjóð
hefur nokkurn tíma alið. Hann
eignaðist aldrei heiðursmerki eða
viðurkenningarskjöl. Ellefu sinn-
um voru Nóbelsverðlaun veitt
áður en hann dó, en þau fóru
Dagskrá Alþing's
í dag er boðað til funda i báð-
um deildum Aiþingis. Tvö mál
eru á dagskrá efri deildar.
1. Kosning fyrri varaforseta
deildarinnar. — 2. Tekjuskattur
Og eignarskattur, frv. 3. umr.
Á dagskrá neðri deildar eru
einnig tvö mál.
1. Virkjun Sogsins, fr. 1. umr.
2. Búnaðarmálasjóður. frv. — 2.
umr.
jafnan fram hjá honum, því að
sænska akademían vissi ekki op-
inberlega, að Strindberg væri til.
Hún vissi ekki einu sinni af því
að hann dó!
Margir miklir rithöfundar hafa
átt sama hlutskipti og Strind-
berg. Ef hann hefði verið uppi
núna, hefðu örlög hans orðið ná-
kvæmlega þau sömu og fyrir
fimmtíu árum. Hann hefði verið
lesinn af almenningi, en aldrei
viðurkenndur. Þjóðfélagið hefur
breytzt, en ekki mennirnir sem
í því lifa. Við eigum 1 dag engu
færri hræsnara, snobba, raggeit-
ur og lítilmenni en uppi voru á
dögum Strindbergs. Sennilega
hefur þeim fjölgað. Ea þegar 100
ára afmæli Strindbergs var hald-
ið hátíðlegt, gátu allir hyllt hann
óttalaust. Við athöfnina var allt
stórmenni Svía, hræsnararnir,
orðagjálfararnir, hátíðaræðu-
mennirnir og aðrir, sem Strind-
berg hafði skammað hvað blóð-
ugast. Svona er ‘ nú einu sinni
mannkindin.
örlög Strindbergs eru ljóst
dæmi um hlutskipti skáldsins,
sagði Moberg. í öllum löndum
hafa skáld orðið að sæta sömu
örlögum.
Á okkar tímum er skýrasta
dæmið Boris Pasternak. í engu
þjóðfélagi eiga rithöfundar jafn-
góðum kjörum að fagna og í
Sovétríkjunum. Ríkið sér þeim
bókstaflega fyrir öllu, góðum
launum, húsakynnum, viðurværi
og mikilli sölu. Þeir eru meðal
virtustu þegna þjóðfélagsins. Rík
ið setur bara eitt lítið skilyrði
fyrir öllum þessum miklu hlunn-
indum: rithöfundurinn verður að
afsala sér frelsi skáldsins. Hann
á að þjóna fólkinu, framförun-
um o. s. frv. Hann er með öðrum
orðum þjóðnýttur og verður að
þjóna ríkjandi valdhöfum.
Hvað eru öll hlunnindi og virð-
ingar heimsins á móti frelsi
skáldsins? Ekki neitt.
Pasternak-málið hefur sann-
að öllum heiminum, hvernig á-
statt er um rithöfunda í ríkjum
kommúnismans. Þessi ríki geta
ekki þolað, að bent sé á bresti
þeirra.
Rithöfundurinn hefur hvergi
veraldlegt vald, en hann á hættu-
legasta vopn í heimi: Orðið.
Þetta vopn hræðast öll kúgunar-
öfl.
Við vitum að í Bandaríkjunum
má einnig benda á bresti. En við
vitum líka að Bandaríkin eiga
merkilegar bókmenntir, sem eru
einstaklega auðugar að þjóðfé-
lagsgagnrýni. Þetta er merki um
styrkleik; það sýnir að þjóðfé-
lagið þolir gagnrýni. En því meg-
um við aldrei gleyma, að einnig
í lýðræðisríkjunum kemur það
fjrrir, að rétturinn er svikinn.
Þess vegna verður að halda stöð-
ugan vörð um frjálsa gagnrýni.
Opinberlega hafa rithöfundar
lýðræðisríkjanna rétt til gagn-
rýni, en yfirvöldin reyna jafnan
að þagga niður óþægilega gagn-
rýni. Þau nota aðrar aðferðir en
einræðisherrarnir. Það eru t. d.
samdir listar yfir bækur, sem
bókasöfnin mega ekki kaupa.
önnur aðferð er að þegja bækur
í hel. Blöð stjórnarflokkanna
geta ekki um þær. Þannig fór
um fjórar af bókum mínum. Þess
vegna sneri ég mér að leikhús-
inu. Bókadómarar geta látið sér
yfirsjást bækur, en leikdómarar
geta með engu móti látið sér
yfirsjást leiksýningar.
Frelsið er óaðskiljanlegt skáld
skapnum, sagði Moberg enn. Það
er innsta eðli skáldskapar. Og
skáldið vill gjarna njóta réttar-
ins til að vera skammaður.
Lýðræðið er vinnuáætlun; það
er takmark sem við verðum stöð
ugt að keppa að. Þess vegna er
svo mikils um vert að gleyma
ekki þeim reginmun, sem er á
stjórnarfarinu austan járntjalds
og vestan. Ýmsir menn segja sem
svo, að valdið í vestri sé svo sem
ekki miklu skárra en valdið í
austri. Það er mér óskiljanlegt,
hvernig menn geta komið fram
með slíkar yfirlýsingar, sagði Mo
berg. Maður heyrir jafnvel rit-
höfunda halda þessu fram, og
ættu þeir þó manna bezt að sjá
mörkin.
Hin brennandi spurning nú-
tímans er sú, hvort við viljum
lifa á þann hátt, sem okkur
finnst sjálfum beztur, eða hvort
við ætlum að lifa eftir forskrift
annarra. í einræðisríkjunum er
þegninn eign ríkisins, og hið
sama gildir um skáldgáfuna. Allt
er þjóðnýtt. Allir verða að beygja
sig undir „hið almenna". Og
markmiðið er það eitt að gera
ríkið voldugt, auðugt og glæsi-
legt. En í voldugu og auðugu ríki
geta allir þegnarnir verið mátt-
vana, fátækir og þrælkaðir.
Takmark lýðræðisins er, að
hver og einn lifi eins og hann
kýs sjálfur, ef hann gefur öðrum
tækifæri til að gera hið sama. En
jafnvel í lýðræðisríkjunum gætir
þeirrar tilhneigingar, að ríkið
hafi æ meiri afskipti af högum
einstaklingsins. Allt á þetta að
verá „okkur sjálfum fyrir beztu“.
En það er oft mikill munur á
því, sem ég vil og því sem ríkið
vill.
Það er ömurleg staðreynd að
einstaklingurinn er að fá æ minni
þýðingu í þjóðfélaginu. Nú eru
það félagið, samtökin, sambandið
sem hafa völdin. Sá sem stendur
utan við samtökin er einmana,
áhrifalaus, ómáttugur. Þetta á
við um Bandaríkin engu síður en
Norðurlönd, þótt ástandið sé að
sönnu betra vestan hafs. Það er
verið að skipuleggja manninn til
bana.
í reyndinni er sá réttur oft virt
ur að vettugi, sem er viðurkennd
ur í orði kveðnu. Það er skylda
rithöfundarins að verja réttinn,
halda fram kröfu einstaklings-
ins um að fá að vera öðruvísi,
fara sínar eigin götur. Við meg-
um aldrei láta beygja okkur svo
undir „almannaheill“, að við bíð-
um tjón á sálum okkar. Við höf-
um enga skyldu til að gera rík-
ið öflugt, auðugt eða glæsilegt.
Það verður aldrei of oft brýnt
fyrir mönnum, að frelsið vinnst
ekki í eitt skipti fyrir öll. Við
verðum að berjast fyrir því á
hverjum einasta degi. Hver at-
höfn okkar er barátta fyrir frels
inu. Höfum hugfast, að líf hvers
einstaklings er og á að vera tak-
mark í sjálfu sér.
— Þetta voru nokkur atriði úr
erindinu, sem Vilhelm Moberg
hélt í Háskólanum í gærkvöldi.
Þó fámennur fundur í Sjómannafélagi Reykjavíkur hafi hafnað
samningsuppkastinu varðandi kaup og kjör sjómanna á vertíð-
inni og verkfallsboðun sé yfirvofandi, eru bátarnir farnir að
róa. Þessi bátur er á leið út á ytri höfn, þar sem kompásinn
verður stilltur áður en lagt verður í fyrsta róðurinn.
Bretar afnema stjórnar-
skrá eyjarinnar Möltu
LONDON, 7. janúar. — Brezka nýlendumálastjórnin hefur ákveðið
að nema úr gildi stjórnarskrá Möltu, eyjarinnar á miðju Miðjarðar-
hafi. Tekur landsstjórinn, Laycock hershöfðingi, öll völd í sínar
hendur og mun stjórna með tilskipunum.
Ákvörðun þessi er tekin eftir
að viðræður milli Don Mintoffs,
fyrrum forsætisráðherra Möltu,
og brezka nýlendumálaráðuneyt-
isins fóru út um þúfur. Auk þess
flutti Mintoff ræðu um helgina,
sem hafði inni að halda æsingar.
Lýsti hann því yfir, að Möltu-
búar sættu sig við ekkert minna
en algert sjálfstæði.
Að vísu fela þessar aðgerðir
ekki í sér verulegar breytingar
frá því ástandi, sem ríkt hefur
á Möltu síðustu mánuði. Því að
eyjan hefur verið stjórnlaus síð-
an Mintoff sagði af sér í apríl sl.
Síðan hefur landsstjórinn tekið
að sér stjórn eyjanna til bráða-
birgða. Munurinn r.r sá, að nú er
stjórnarskráin felld úr gildi og
allir möguleikar fyrir samkomu-
lagi úr sögunni.
Jafnframt hefur brezka ný-
lendustjórnin tilkynnt að tillögur
hennar um framtíð Möltu, sem
Mintoff hafnaði, komi til fram-
kvæmda. Er þar m. a. kveðið á
um árlegan fjárstuðning Breta til
eyjarskeggja og um verkefni fyr-
ir hinar miklu skipaviðgerðar-
stöðvar, sem komið var upp á
eyjunum á stríðsárunum. Hefur
mikill hluti Möltu-búa atvinnu
við skipasmíðastöðvarnar.
Don Mintoff, forsætisráðherra,
dreymir um að Malta verði sjálf-
stæð. Hyggst hann gera eyjarnar
að hlutlausu ríki og fríhöfn, eins
konar Sviss Miðjarðarhafsins,
sem skemmtiferðamenn flykkist
til. Þá vill hann að 2000 Möltu-
búar gangi í herlið SÞ. Bretar
hafa hins vegar varað Möltu-búa
við að fylgja Mintoff í þessum
fyrirætlunum. Eyjarskeggjar geti
ekki orðið sjálfum sér nógir. Ef
eyjarnar verði sjálfstæðar muni
af því leiða atvinnuleysi og
skort.
Leiðrétting
í GREIN á forsíðu blaðsins í gær
undir fyrirsögninni „Kommúnist
ar vildu stórauknar niðurgreiðsl-
ur og niðurskurð verklegra fram
kvæmda" varð sú villa að í þriðja
dálki stóð „kauphækkunar" í stað
kauplækkunar. Setningin er rétt
þannig: Kommúnistar einir
töldu þá hægt að leysa vandann
með þeim einum án annarrar
kauplækkunar í einhverju formi.
Tillaga Sjálfstœðismanna um eflingu
landhelgisgœzlu og vernd bátaflot-
til ríkisstjórnarinnar
ans
í gær var tekin til síðari um-
ræðu í sameinuðu Alþingi þáltill.
Sjálfstæðismanna um eflingu
landhelgisgæzlunnar og verndun
bátaflotans. Framsögumaður fjár
veitinganefndar í málinu var
Pétur Ottesen og skýrði hann frá
því í upphafi máls síns, hver
dráttur hefði orðið á afgreiðslu
málsins hjá nefndinni, sem staf-
aði af því að forstjóri landhelg-
isgæzlunnar, er nefndin þurfti
að sjálfsögðu að ræða við um
málið, var alllengi staddur er-
lendis við samninga um byggingu
nýs landvarnarskips.
— Strax eftir heimkomu
hans hefði nefndin rætt ítarlega
við hann um þær ráðstafanir, er
„cra þyrfti fyrir vertíðina og
befði forstjóri landhelgisgæzlunn
ar gert fjárveitingarnefnd mjög
skýra grein fyrir því hvernig
hann hefði hugsað sér að haga
þeim ráðstöfunum.
Með tilliti til þess hve mörg
skipanna væru lítil, væri gæzla
þeirra háð miklum takmörkun-
um á hafi úti.
Þó yrði reynt eftir því sem
föng eru á, að gera ráðstafanir til
þess að tryggja það, að íslending-
ar geti stundað veiðar sínar
hættulaust. Reynt yrði að hafa
til taks eitt til tvö skip, gang-
hraðari, en hin minni skipin, sem
nú eru í notkun.
Yrðu þessi skip reiðubúin
þegar til þyrfti að taka. Fyrst og
fremst yrði reynt að vernda líf
sjómannanna, sem að fenginni
reynslu gæti orðið í allmikilli
hættu þegar flotinn er allur kom
inn á veiðar.
Pétur Ottesen kvað fjárveit-
inganefnd leggja á það megin-
áherzlu, að ríkisstjórnin gerði
allt, sem unnt væri til að tryggja
veiðarnar á komandi vertíð. Þess
væri ekki vanþörf, ef svo yrði að
farið, sem áður hefði átt sér stað
af þeim flota, sem væri hér
á miðunum.
Fleiri tóku ekki til máls og var
tillagan samþykkt með 35 sam-
hljóða atkvæðum og verður af-
greidd til ríkisstjórnarinnar sem
ályktun Alþingis.