Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 8
8
MORCTJTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 8. jan. 1959
Hvaða eiginleika þarf stúlka að
hafa til að falla fólki í geð ?
Kvöldkjóll úr gljáalausu
flaujeli meS lakkbelti og
hvítum skinnkraga. Beltið er
ekki nema „hálft“, því bak-
stykkið í kjólnum hangir
laust. Þessi kragi er að vísu
úr hreysikattarskinni, en
hvítt kanínuskinn litur líka
ljómandi vel út.
☆
Þær sem eru svo heppnar að
eiga lítil kökuform, geta sparað
sér tartalettukaup, en notað
franskbrauð í staðinn. Það er
bæði léttmeltanlegt og fallegt á
borði. Skorpurnar eru þá skorn-
ar af franskbrauði og það skorið
í meðalþykkar sneiðar. Þær eru
lagðar í vel smurð lítil form,
þannig að hola myndist í miðj-
unni. Þá er brauðið smurt með
smjöri og ristað í ofninum, þang-
að til það er fallega gulbrúnt.
Brauðið má síðan fylla með sal-
ati, grænmetisjafningi eða hverju
sem er.
Þarf aðra kosti en vera snoppufríð
Svampar úr gerviefnum eru
ekki sérlega dýrir. Það getur
verið þægilegt að hafa einn
við höndina og nota hann
fyrir nálapúða, þegar verið
er að klæða ungbarnið.
Nú nægir ekki lengur að hár-
ið sé sæmilega vel greitt,
þegar farið er á dansleiki.
Nei, það verður að setja það
upp og prýða það böndum,
blómum eða skartgripum í
stíl við tizkukjólana í emp-
ire stíl. Efst og neðst sjást
ennisbönd úr málmi og flauj-
eli, en í miðið sést ung stúlka
sem hefur bara stungið
blómi í hárið. — Þessar
skemmtilegu tizkubrellur
ko-ta ekki nein ósköp
HVAÐA eiginleika þarf ung
stúlka að hafa til að falla þeim
í geð, sem verða á vegi hennar?
Þarf hún endilega að vera fall-
eg, skynsöm, skemmtileg og
heiHandi í framkomu? Þessu
vildu vafalaust margar geta svar-
að, og eflaust er ekkert algilt
svar til. Starf flugfreyjunnar er
t. d. þannig vaxið, að útlit og
framkoma skipta ákaflega miklu
máli.
Stóru flugfélögin leggja mikið
kapp á að velja flugfreyjur
vel og því er ekki ófróð-
legt að kynnast því hvaða regl-
ur þau hafa sett sér í því efni.
Pan American flugfélagið byrj-
aði í haust áætlunarflug með
þotum yfir Atlantshafið og
bandarískir sérfræðingar fóru
strax að velja flugfreyjur á þot-
urnar beggja megin Atlantshafs-
ins, samkvæmt öllum sínum
reglum. Á hvað skyldu þessir
sérfræðingar um kvenlega kosti
hafa litið fyrst? Þeir höfðu úr
nógu að velja og gátu því verið
vandlátir.
☆
Ytra útlit
Verða ungar stúlkur nú að
vera svo ákaflega fríðar, til að
standast prófið hjá þessum
ströngu dómurum? Alls ekki.
Að vísu skiptir ytra útlit máli,
en það er ekki stjörnufegurð,
sem sótzt er eftir. Umsækjand-
inn verður að gera sér það ljóst,
að fagur líkamsvöxtur og frítt
andlit nægja engan veginn í
starf, sem krefst þess að mann-
eskjan komi vel fyrir sjónir. Það
er mikilvægara að vera frískleg-
ur, hafa fallegan litarhátt og
hvítar tennur. Lélegar tennur
eru galli, sem ekki er hægt að
bæta upp. Það gagnar ekkert að
birtast snyrt og fáguð eins og
kvikmyndastjarna í dyrunum.
Varalitur og augnabrúnalitur eru
engin bannvara, en það sem í
rauninni skiptir máli, er að hið
góða útlit haldist allan daginn,
að stúlkan sýnist jafnfersk og
jafnhress í bragði eftir margra
klukkustunda erfiði.
Stúlkunum, sem sækja um
stöðu hjá fyrrnefndu flugfélagi,
eru gefnar einkunnir og eru
kostir þeirra metnir við fyrstu
sýn í eftirfarandi röð:
Aðlaðandi framkoma
frísklegt útlit
góður líkamsvöxtur
snyrtimennska
fallegur litarháttur
andlitsfegurð.
Ýmsir gallar eru neikvæðir,
en misjafnlega neikvæðir. Fyrst
eru taldir þeir verstu:
Lítt aðlaðandi framkoma
að koma ekki vel fyrir sjónir
óhandlagni og klaufalegt fas
hversdagsleiki
subbulegt útlit
ljótur litarháttur
tilgerð.
Það sem mestu máli skiptir
fyrir stúlku, sem á að vinna
hylli með útliti sínu og fram-
komu, er að hún sé frískleg og
eðlileg. Þær sem eru tilgerðar-
legar og alltaf að reyna að sýn-
ast, eiga ekki upp á pallborðið,
en snotrar, elskulegar og vin-
gjarnlegar stúlkur eru teknar
langt fram yfir þær.
En hvernig geta nú sérfræð-
ingarnir, sem eiga að velja úr
stúlknahópnum, tekið endanlega
ákvörðun. Alltaf eru skiptar
skoðanir um ytra útlit kvenna.
Það sem einum finnst heldur
hvimleitt og lítt aðlaðandi, get-
ur hrifið annan. Karlmenn leggja
annað mat á þetta en kvenfólk.
Augu þeirra sem horfa eru ekki
síður mismunandi en það sem
horft er á. Því er tekið það ráð,
að láta marga dæma um sömu
stúlkuna, og bæði karl og kona
Hér er búningur frá hinu þekkta tízkuhúsi í London, Hart-
nell. Það er slá og dragt úr kóngabláu og jadegrænu ullar-
efni. Dragtin er samkvæmt síffustu tízku, þröngt pils og
stuttur jakki, sem hneppt er á misvíxl, og setur þaff sér-
kennilegan svip á hana. Sláið er aftur á móti vítt og meff
ávölum linum.
kveða upp lokaúrskurðinn. —
Stúlkurnar standast ekki próf-
ið nema þær falli báðum kynj-
um jafn vel í geð. Allir „dóm-
endurnir" spjalla við stúlkurnar
um heima og geima í 15 mínút-
ur og reyna síðan að meta þær.
Það hefur komið í ljós, að kon-
ur eru naskari á að sjá gallana
en karlmenn, sem fremur líta á
heildaráhrifin.
En umsækjandinn um flug-
freyjustarfið kemur ekki til
greina fyrr en búið er að mæla
hann og vega. Hæðin verður að
vera 1.58—1.70 sm. og þyngdin
50—61 kg. Stúlkan verður að
vera grönn, en má ekki vera
horuð. Réttur kílóafjöldi dugar
þó ekki ,ef mjaðmirnar eru mikl-
ar. Aftur á móti skiptir háralitur
engu máli.
☆
Framkoman
Hvers konar framkomu á unga
stúlkan nú helzt að hafa? 1 eftir-
farandi dálkum eru jákvæðir og
neikvæðir þættir í framkomunni:
Eitt affalvifffangsefni ung-
barnsins er að sparka ofan
af sér sænginni. En sængina
má festa meff breiðu bendla-
bandi, sokkabandsspennu og
ofurlitlum teygjubút á milli,
svo þetta verffi þjálla. —
Spennan er klemmd í sæng-
horniff.
Athugul og vakandi kuldaleg
vingjarnleg áhugalaus
þroskuð barnaleg
jafngeðja vanþroskuð
örugg taugaóstyrk
hlýleg vælule
Samkvæmt skoðun þessa
baridaríska flugfólks hefur sú
stúlka ekki hæfileika til að gegna
störfum, sem krefjast þess að
fólki geðjist að henni, ef hún hef
ur ekki útlitið með sér og auk
þess persónuleika, ef skynsemin
fer ekki saman við hlýlega fram-
komu, og öryggi í fasi saman við
rósemi.
Hér hefur aðeins verið rætt
um útlit og framkomu stúlkn-
anna. En fyrir utan þessa per-
sónulegu kosti, þurfa þær að
sjálfsögðu að hafa góða mennt-
un. Sumar eru stúdentar eða
hafa tilsvarandi menntun, aðrar
eru lærðar hjúkrunarkonur eða
þjálfaðir túlkar og fylgdarmenn
ferðaskrifstofanna og allar kunna
þær að sjálfsögðu tungumál.
1K
Nú er affalsamkvæmistíminn
í höfuðborginni. Þessi kornblái
kvöldkjóll var sýndur á tízku-
sýningu á skemmtiun hjá
Hringnum fyrir skömmu. Sýn-
ingarstúlkan er Anna Thorodd-
sen og kjóllinn er frá Mark-
‘•ðinum.