Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 18
íe MOHGVNBL 4 fílfí Fimmtudagur 8. jan. 1959 Sanngirniskrafa að akvegasamhandi verði komið á við alla Vestfirði hið fyrsta frá umrœðunum um tillögu Kjartans Jóhannssonar og Sigurðar Bjarnasonar 1 GÆR var tekin til umræðu í sameinuðu þingi svohljóðandi þingsályktunartillaga frá Kjart- ani J. Jóhannssyni og Sigurði Bjarnasyni: Alþingi áiyktar að fela ríkis- stjórninni að leggja fyrir vega- málastjóra að hefja nú þegar undirbúning eftirfarandi ráðstaf- ana til þess að skapa akvegasam band við þau byggðarlög á Vest: fjörðum, sem enn þá eru án sam- bands við aðalakvegakerfi lands- ins: 1. Að Ijúka Vestfjarðavegi frá Barðaströnd í Arnarfirði á næsta ári. 2. Að ljúka vegagerð, er tengi Isafjörð og nágrannakauptúnin við sveitirnar við Isafjarðardjúp, á ekki lengri tíma en 3 árum. 3. Að láta rannsaka, hvort ekki sé hagkvæmt að vinna þess- ar framkvæmdir eða einstaka þætti þeirra í ákvæðisvinnu und- ir eftirliti vegagerðar ríkisins. Ríkisstjóminni skal h'eimilt að verja fé úr ríkissjóði til fyrr- greindra framkvæmda eða veita ábyrgð fyrir lánum, sem kunna að verða tekin til þeirra. Fyrri flutningsmaður, Kjartan J. Jóhannsson, fylgdi tillögunni úr hlaði. Gat hann þess í upphafi máls síns, að á undanförnum ár- um hefðu verið fluttar á Alþingi tillögur um athuganir og fram- kvæmdaáætlun í vegamálum þeirra héraða, sem enn eru ekki í akvegasambandi við aðalakvega kerfi landsins. Þær athuganir, sem tillögur þessar hefðu stuðlað að, hefðu leitt í ljós, að þær byggðir á Vestfjörðum, norðan Arnarfjarðar, sem fjallað væri um í þessari tillögu, væru eina landfasta þéttbýlið, sem ekki væri enn komið í akvegasam- band, a. m. k. að sumarlagi, við aðalakvegakerfi landsins. Á þessu svæði byggju nú um 6000 manns. tlrðu útundan Svo kynni að virðast, sem þeir Vestfirðingar færu fram á nokk- uð mikið samanborið við aðra, er þeir legðu til að haga fram- kvæmdum eins og í tillögunni segði, en sú væri þó ekki raunin, ef betur væri að gáð. í fyrsta lagi bæri að gæta þess, hve stutt er síðan vegagerð hófst svo nokkru næmi á Vestfjörðum, sem hefðu þar orðið verulega útundan eða aftur úr öðrum landshlutum. Ef hins vegar væri athugað, hvað nú væri ólagt af þjóðvegum, sem eru á vegalögum samtals á öllu landinu, og gert ráð fyrir, að jafnmikið yrði lagt árlega á næstu árum og gert hefur verið að meðaltali undanfarin þrjátíu ár, þá yrði lokið við að leggja alla ólagða þjóðvegi, sem komnir eru á vegalög, á næstu fjórum ár- um. Fjórðungur þessara vega væri á Vestfjörðum. Væri því ekki nema full sanngirni, að gera ráð fyrir, að fjárveiting til vega á Vestfjörðum yrði miðuð við að ljúka þeim á næstu þrem til fjór- um árum. Þessi tillaga væri flutt m. a. til að vekja athygli á þessu. Ákvæðisvinna Næst vék ræðumaður að því, að ef ekki þætti fært að verða við þessum sanngjörnu óskum og veita árlega á fjárlögum þá upp hæð, sem nægði til að ná þeim áföngum, sem nefndir eru í til lögunni, þá væri Vestfirðingum nauðsynlegt, að fá leyfi til að leggja vegina sjálfir, án þess að lagning þeirra þyrfti að kosta ríkissjóð meira en ella. Um þetta fjallaði síðari hluti tillögunnar um ákvæðisvinnu og ábyrgð rík issjóðs á lánum, er tekin kynnu að verða til framkvæmdanna. Kjartan kvað Vestfirðinga vel treysta sér til að koma þessum vegalagningum í framkvæmd, ef þeir fengju leyfi til þess. -Þeir væru þess fullvissir, að þeir gætu gert’það eftir útmælingu og fyrir- mælum vegagerðar ríkisins á til- settum tíma, jafnvel þótt fé feng- ist ekki frá ríkissjóði af fjárlög- um nema með jöfnum greiðslum í fjögur ár. En lengur væri hvorki ástæða né sanngirni til að láta bíða eftir fjárveitingu eins og áður hafði verið sýnt fram á. Eina fyrirgreiðslan sem nauðsyn- leg væri, værði ábyrgð ríkissjóðs á því, að greiðslurnar kæmu á fjórum árum. Þá vék ræðumaður að þeirri nýju hugmynd, sem hreyft væri í tillögunni, að láta veg ina eða hluta þeirra í ákvæðis vinnu. Væri slíkt fyrirkomu lag algengt erlendis, en hér á landi hefðu flugmálastjórnin og rafveitur rikisins reynt ákvæðisvinnuna við svipuð skilyrði með góðum árangri. Nýting vinnuvéla. Að. lokum vék ræðumaður að því, að með því að taka fyrir langa vegakafla nýttust allar vinnuvélar mun betur. Þegar nógu mikið væri unnið samfellt, mætti lengja vinnutímann árlega, en undanfarið hefði farið óeðli- lega mikill kostnaður í að flytja dýr vinnutæki fram og aftur haust og vor. Hér yrði því lagt inn á nýja braut í vegamálum, að taka hvert verkefni fyrir sem heild og ljúka hverjum áfanga í einni lotu. Gæti það orðið til að flýta fyrir og gera vegagerð ódýrari í landintr. Nýstárleg tillaga. Bernharð Stefánsson tók næst- ur til máls. Kvað hann oft á und anförnum árum hafa verið sam- þykktar ályktanir til ríkisstjórn- arinnar um að gera kostnaðar- áætlanir varðandi vegalagningar. Slíkar áætlanir kostuðu yfirleitt ekki mikið fé. Sú tillaga, sem hér lægi fyrir væri hins vegar nýstár- leg. Hér ætti að ákveða með þings ályktunartillögu allmiklar vega- framkvæmdir. Væri meira að segja ákveðið, að svo og svo mik- ið af þessum framkvæmdum skyldi fara fram á þessu ári, en enginn vissi hvað þetta kostaði. Fjárveitinganefnd hefði ákveðið framlög til vegagerða hverju sinni og hefði jafnan fyrir henni vakað, að deila þeim sem sann- gjarnast um landið. Bernharð kvaðst ekki á neinn hátt leggjast á móti því, að þess- ari tillögu yrði vísað til fjárveit- inganefndar, en kvaðst vona að nefndin afgreiddi hana i nánu sambandi við íjárlögin. Reynir á talið um jafnvægið Sigurður Bjarnason tók næstur til máls. Kvaðst hann vilja taka undir það, sem fyrri flutnings- maður hefði sagt í sinni ræðu. Fyrst væri þess að geta, að á því svæði á Vestfjörðum, sem gert væri ráð fyrir í till., að kæmist í akvegasamband, byggju um 6000 manns í kaupstöðum, kauptún- um og sveitum. Hér væri um að ræða eitt þróttmesta framleiðslu- hérað landsins, þar sem hver ein- asta hönd ynni að útflutnings- framleiðslu. Því væri það furðu- legt, að samfélagið skuli ekki fyrr hafa gert sér ljósa þá skyldu, að leggja akvegi til þessara hér- aða. Sigurður kvaðst ekki hafa á móti vegalagningu til nokkurs byggðarlags, en hér hefði sam- félagið misstigið sig gagnvart stórum landshluta. Öll Vestur- ísafjarðarsýsla, meginhluti Norð- ur-ísafjarðarsýslu og ísafjarðar- kaupstaður væru án sambands við akvegakerfi landsins. Vegar- samband yfir Þorskafjarðarheiði að Djúpi hefði ekki verið opnað fyrr en árið 1946 og fyrst 1955 við Patreksfjörð og Bíldudal. Þegar slíkar tillögur sem þessi koma fram, hélt Sigurð- ur Bjarnason áfram, reynir á hvað alþingismenn meina með orðum sínum, er þeir tala um „jafnvægi í byggð landsins“. Sanngirniskrafa Vestfirðinga Næst vék Sigurður að þeim orðum fyrra þm. Eyfirðinga, að tillaga þessi væri nýstárleg. Hún gæti ef til vill talizt það, en hér væri einnig um sérstakt mál að ræða. Þá kvaðst hann vilja benda á, að þar sem þm. hefði talið það nýlundu og goðgá, að samþykkja með þingsályktunartillögu að veita fé til vegalagninga, þá færi því svo víðsfjarri á Alþingi, að það væri fjárveitinganefnd ein, sem ákvarðaði á 13. gr. fjárlaga framlög til þjóðvega. f 22. grein fjárlaga væru heimildir til að verja fé til samgangna á sjó og landi. Einnig hefði verið unnið að stórfelldum vegaframkvæmdum í nágrenni Reykjavíkur og víðar, án þess að gert væri ráð fyrir því á fjárlögum. Loks myndu áð- ur hafa verið samþykkt þáltill. um vegalagningar. Þau rök, sem hér hefði verið beitt gegn þessari tillögu, væru því haldlítil. Þm. Eyf. hefði talið þá reglu, sem gilt hefði um fjárveitingu til vegaframkvæmda, góða og þeirri reglu vildi hann halda. Það væri þó sín skoðun að sú regla, sem hefði haft það í för með sér, að éinstökum landshlutum hefði ver ið mismunað hrapallega við vega lagningar væri alls ekki góð regla. Sigurður sagði að lokum, að það væri sanngirniskrafa að ak- vegasamband yrði hið fyrsta komið á við öll byggðarlög Vest- fjarða. Kjartan J. Jóhánnsson tók aft- ur til máls. Vék hann að því, að fyrri þm. Eyfirðinga hefði talið þessa þingsályktunartillögu ný- stárlega og sagði að hún væri ný- stárleg að því leyti, að hún legði til að vegagerð yrði tekin í á- kvæðisvinnu. Það væri ekki rétt, að ekki væri vitað hvað þessi vegagerð myndi kosta, því áætl- un lægi fyrir um hvað þetta hefði kostað á síðasta ári og ef farin yrði sú leið, sem lagt væri til mætti fá þessa vegagerð unna fyrir þá áætlun, sem gerð var. Enn væri ekki vitað hvenær fjárlög yfirstandandi árs yrðu samþykkt, en ef vinna ætti að einhverju leyti að þessari vega- lagningu í sumar, yrði vegamála- stjórnin að fá sem fyrst ákveðin fyrirmæli um það svo hún geti gert sínar áætlanir. Bernharð Stefánsson tók aftur til máls og einnig Eiríkur Þor- steinsson þm. Vestur-ísfirðinga. Tók hann mjög í sama streng og þeir Sigurður Bjarnason og Kjartan J. Jóhansson. Umræðunni um tillöguna varð ekki lokið. Sviðsmynd úr öðrum þætti leikritsins Allir synir mínlr. Leikrltið verður sýnt í kvðld í 19. sinn. Um þetta leikrit sagði Sigurður Grímsson í leikdómi í Mbi. 29. 10. ’58: „. . . Er heildarsvipur leiksins óvenjulega góður og samleikur þannig að vart verður á betra kosið og eru þó hlutverkin allmörg og vandasöm . . . Leiksýning þessi er einhver sú heilsteyptasta og áhrifamesta sem hér hefur sézt um langt skeið — listrænn viðburður, sem lengi mun vitnað til, enda hef ég sjaldan verið í leikhúsi þar sem hrifning áhorfenda heftir verið jafnmikil og í Iðnó þetta kvöld“. Húseigendur rœða um stóreignaskattsmálið HINN 30. des. sl. var haldinn almennur fundur í Húseigenda- félagi Reykjavíkur í Breiðfirð- ingabúð. Fundurinn var fjölsóttur. Til umræðu var greiðsla stóreigna- skatts. Framsögumenn voru Páll S. Pálsson hrl., formaður félags- ins, og Páll Magnússon lögfræð- ingur. Miklar umræður voru á fund- inum og tóku til máls meðal ann- arra: Hjörtur Hjartarson, Egill Vilhjálmsson, Árni Ölafsson, Ósk- ar Normann forstjóri, Svavar Pálsson endurskoðandi, Magnús Gíslason fyrrverandi ráðuneytis- stjóri og Ólafur Jóhannesson kaupmaður. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi ályktun: „Þó að Hæstarétti þætti ekki „alveg 'fullnægjandi ástæða" til að ógilda lög nr. 44/1957 í heild sinni, þá kemur það greinilega í ljós í forsendum dóms hans, frá 29. nóvember sl., að lögin fara í ýmsum mjög þýðingar- miklum atriðum í bága við grund vallarlög ríkisins og fjárhags- kerfi þess. Af þessum ástæðum skorar fundurinn eindregið á alla atvinnurekendur og fasteigna- eigendur, sem hér eiga hlut a5 máli, að hafa samtök sín á milli um að standa nú fast á réttind- um til verndar stjórnarskrá ríkis- ins og frjálsu athafnalífi í land- inu“. Einnig samþykkti fundurinn: „Það kemur fram, af forsend- um dóms Hæstaréttar frá 29. nóv. 1958, að ætla má, að hin mikla réttaróvissa um framkvæmd laga nr. 44/1957 leiði til almennra og víðtækra málaferla. Þar eð allmiklum hluta félagsmanna hefur verið gert að láta af hendi eignir, samkvæmt lögum þess- um, óskar fundurinn að veittar verði án endurgjalds leiðbeining- ar og upplýsingar um málið í skrifstofu félagsins, til aðstoðar við félagsmenn. Felur fundurinn félagsstjórn að annast þetta“. Þá samþykkti fundurinn einnlg áskorun til samtaka skattgreið- enda í svonefndri „stóreigna- skattsnefnd“, að birta nú þegar opinberlega bréf þau, er samtök- in hafa ritað ríkisstjórn og Al- þingi, þess efnis að óska niður- fellingar laganna. I nefnd þessari eiga sæti full- trúar frá Verzlunarráði íslands, Vinnuveitendasambandi íslands, Fél. ísl. stórkaupmanna, Sam- bandi smásöluverzlana. Félagi ísl. iðnrekenda, Landssambandi iðnaðarmanna, Landssambandi ísl. útvegsmanna, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlagi skreiðarframleiðenda og Húseig- endafélagi Reykjavíkur, og var það fyrir forgöngu þessarar nefndar, að lögð hafa verið fyrir dómstóla nokkur mál til prófun- ar á því, hvort lög nr. 44/1957 eru í samræmi við stjórnarskrá landsins. Hannibal — Framhald af bls. 3. hvaða skoðun núv. hæstv. heil- brmrh. hefur á þessu máli. Að því er ég bezt veit, þá er ekki enn þá búið að veita þetta embætti, þannig að hafi fyrrverandi heil- brmrh. farið rangt að, þá er enn þá fullkomið tækifæri fyrir núv. hæstv. heilbrmrh. til þess að leið- rétta þau mistök, sem fyrirrenn- ari hans kann að hafa gert sig sekan um. Ég hefði búizt við því, að fyrirspyrjandi mundi beina því til núv. heilbrigðismálaráðh., að hann veitti ekki þessa stöðu fyrr heldur en hann hefði ger- kynnt sér hvort ákvörðun fyrir- rennara hans væri rétt. Úr því að fyrirspyrjandi hefur ekki bor- ið fram þessa áskorun, þá vildi ég láta það koma fram af minni hálfu, að mér finnst það eðlilegt úr því að hér er um auðsjáan- legt vandamál að ræða, að það verði betur skoðað ofan í kjöl- inn, því að þó margt gott megi segja um hæstv. fyrrv. heilbr,- mrh. og eins og sagt er, um þá dauðu skuli ekkert sagt nema gott, þá er þó víst, að ekki geta menn fallizt á að hans úrskurðir séu óbrigðulir. Heilbrigðismálaráðherra nú- verandi stjórnar, Friðjón Skarp- héðinsson, var á þingfundi, en tók ekki til máls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.