Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 20
VEÐRIÐ NA stinningskaldi, bjartviffri 5. tbi. — Fimmtudagur 8. janúar 1959 Blindflugskerfi i Keflavik. Sjá bls. 11. Mikið tjón í eldsvoða í Smá- íbúðahverfinu í gærkvöldi Eldsupptökin út frá „stjörnuljósi STÓRTJÓN varð að eldsvoða hér í Reykjavík í gærkvöldi er smá- íbúðahúsin Akurgerði 34 og 36 skemmdust mikið. Stóðu eldtung urnar upp um þak Akurgerðis 34, er bílar slökkviliðsins komu á vettvang. Þegar slökkvistarfinu var lokið, hafði þakið á fyrr- nefnda húsinu brunnið og brotn- að niður að mestu. Einnig höfðu töluverðar skemmdir orðið á þaki Akurgerðis 36. Eldurinn kom upp í Akurgerði 34 um kl. 8,20. Þar býr með fjöl- skyldu sinni Jónas Gunnarsson, verzlunarmaður, en auk konu hans eru í heimilinu 3 börn þeirra og einn eldri maður. Fimm ára sonur Jónasar hafði fengið að kveikja í svonefndu „stjörnu- ljósi“ inni í eldhúsi hjá móður sinni. Hélt hún að hann hefði farið beint inn í stofu með Ijósið, er hann fór úr eldhúsinu. En drengurinn litli, hafði þá farið upp á loft, í rishæð hússins. Án þess að móðir drengsins sæi, hafði hann gripið eldspýtustokk og haldið á honum líka er hann fór upp með hið logandi stjörnu- ljós. Drengurinn skýrði frá því, að kviknað hafi í eldspýtustokknum. Var hanrí þá staddur í herbergi í rishæðinni, og þykir sýnt, að stokkurinn hafi fallið logandi niður við klæðaskáp og eldurinn læst um hann. Móðir drengsins litla fann nokkru síðar að reykjarlykt lagði inn í eldhúsið. Hún brá þegar við, fann að reykurinn kom Fe\lt f Reykjavík Róðrar hatnir í Sandgerði í FYRRAKVÖLD var fundur haldinn í Sjómannafélagi Reykja víkur um samkomulag það er náðst hafði milli fulltrúa sjó- manna og útgerðarmanna, fyrir milligöngu samninganefndar rík isst j órnarinnar. Á þessum fundi mættu 25 menn sem atkvæðisrétt höfðu. Urðu um ræður harðar mjög. Þegar að því kom að bera samningsuppkastið upp undir atkvæði þessa fá- menna fundar, urðu úrslitin þau, að 20 sögðu nei, fjórir samþykktu samkomulagið og einn hafði skil- að auðum seðli. Þar með var samningsuppkast- ið úr sögunni hvað viðvíkur sjó- mönnum á Rvíkurbátum, a.m. k. í bili. Mun Sjómannafélag Reykjavíkur trúlega boða til verkfalls á bátaflotanum í dag eða á morgun. Til þess mun þó tkki koma fyrr en eftir viku í fyrsta lagi. Ef verkfall skellur á, mun það ná til um 30 báta. SANDGERÐI, 7. jan. — Sjómenn á bátunum komu saman til fund- ar hér í kvöld og tóku afstöðu til uppkasts þess er samninga- nefnd þeirra hafði fallizt á í samningum við útgerðar- menn. Á þessum fundi voru 31 sjómaður. Voru samningarnir samþykktir að öðru leyti en því, að nær allir fundarmenn, 29, greiddu atkvæði gegn því að fisk verð sé bundið vísitölunni. Með því voru tveir fundarmanna. í dag beittu nokkrir bátar lín- una og hefjast róðrar hér í kvöld. — Axel. ofan af loftinu og kom þá litli drengurinn niður stigann. Hún fór upp og var þá mikill reykur í herberginu, en í gegnum hann greindi hún eldtungurnar. f snatri hringdi hún á slökkviliðið. Jónas Gunnarsson var ekki heima þegar þetta gerðist, en kona hans gerði honum þegar að- vart í síma. Eldurinn breiddist óðfluga út. Sem fyrr greinir var mikill eld- ur kominn í þak hússins er slökkviliðið kom. Fast við húsið er Akurgerði 36 en steingafl á milli, sem þó var yfirbyggður. Þar býr Eyjólfur Guðmundsson kaupmaður. Þar eð gaflinn náði ekki upp úr þakinu læsti eldurinn sig brátt í þakið yfir húsi Eyjólfs. Slökkvi liðið barðist við eldinn í tvær klukkustundir. Eyðilagðist þakið yfir húsi Jónasar Gunnarsson- ar. Einnig urðu miklar reyk- og vatnsskemmdir á húsum og hús- munum. Verulegar skemmdir urðu einnig á húsi Eyjólfs Guð- mundssonar, mest í rishæðinni að sjálfsögðu, en einnig á neðri hæð- inni af völdum reyks og vatns. Báðir höfðu þeir tryggt innbú sitt, en a.m.k. trygging annars hafði verið lág. Báðir hafa þeir Jónas og Eyjólfur orðið fyrir miklu tjóni. Sex Thuleflug Viscountvéla FI ÁRIÐ 1958 fóru Viscount flugvél ar Flugfélags íslands nokkrar leiguferðir til Grænlands, m.a. til Thule flugvallar. í þessum mán- uði eríu ákveðnar sex ferðir til Grænlands fyrir danska aðila, þar af fimm til Thule og eitt til Meistaravíkur. Sjötta Thuleflug- ið verður svo farið um miðjan febrúar. Hús sjö manna fjölskyldu skemmist af eldi UNDIR morgun í gær kom upp eldur í litlu íbúðarhúsi að Suður- landsbraut 76, en þar býr sjö manna fjölskylda Einars Guð- laugssonar. Það var um kl. 4,30, sem heimilisfólkið vaknaði við að reyk lagði um húsið. Ekki var mikill eldur, en hann var í risi hússins. Eftir að hafa vakið börnin og séð þeim borgið var slökkviliðið kallað á vettvang. Slökkvistarfið gekk allgreiðlega og urðu ekki ýkja miklar skemmdir af völdum eldsins, en vatnsskemmdir tölu- verðar. Eldsupptök eru talin standa í sambandi við kerti, sem Einar Guðlaugsson hafði farið með upp í risið, er hann athugaði hleðslu- ker fyrir miðstöðvarkerfi húss- ins. Er Einar ekki viss um hvort hann tók kertið með sér niður, eftir að hafa slökkt á því, eða hvort hann gleymdi því er hann Lúðvík settur á land NESKAUPSTAÐ, 7. jan. — Flug- bátur landhelgisgæzlunnar, kom hér við í dag, er hann var á eft- irlitsflugi út af Austfjörðum. Er- indið hingað var „að leggja á land“ Lúðvík Jósefsson, fyrrum sjávarútvegsmálaráðherra, er komið hafði með flugbátnum frá Reykjavík. fór ofan úr risinu aftur og skellti þá á eftir sér hlera. Einar hafði vátryggt hjá sér innbú og aðrar eignir fjölskyld- unnar. Fellt í Hafnarfirði UM það bil sem blaðið var fullbúið til prentunar nokkru eftir miðnætti, bárust fregnir af fundi þeim er sjómenn í Hafnarfirði héldu í gærkvöldi út af sjómannasamningunum. Felldi fundurinn samnings- tilboðið, eins og það kom fram á fundinum, með 35 atkvæð- um gegn 5. Sö'giir IUúnchliausens JÁ, þannig lítur sögumaðurinn frægi út, sem rataði í svo mörg kátleg ævintýri í hernaði og á veiðiferðum! Eða réttara sagt, þannig hugsar teiknarinn Mogens Juhl sér ævintýramanninn. Juhl hefir tekizt á hendur að mynd- skreyta sögur hans, og hefst myndasagan í blaðinu í dag. Mtinchhausen er reyndar ævin- týrapersóna, en hins vegar var Karl Friedrich Hieronymus Múnchhausen raunverulega til. Hann var uppi á árunum 1720— 97. Hann barðist á sínum tíma með Rússum gegn Tyrkjum, og j síðar gerðist hann rithöfundur og skrifaði — já, nú verður víst ekki komizt hjá að láta hann koma til dyranna eins og hann er klæddur — ýkjusögur. Því að ekki er um annað að ræða, þegar ritverk Munchhausens eru annars vegar en láta raunveruleikann lönd og leið og halda inn í óraunveruleg- an heim, sem byggist á ýkjum og fjarstæðukenndum uppátækjum. Gamla baróninum var þetta fullljóst, því að fyrstu útgáfuna af sögum sínum tileinkaði hann „kátu fólki“, sem sé þeim, sem notið gátu spaugsins og skemmt sér við flug ímyndunaraflsins — á fallbyssukúlu út í geiminn! — í stað þess að verða gramir yfir þessum fjarstæðu skröksögum. Óskandi væri, að allar ýkjui- sögur væru eins augljósar og meinlausar og ævintýri Múch- hausens baróns, en þar sem því er ekki til að dreifa, er full ástæða til að hafa sem mesta ánægju af ýkjusögum Múnchhausens. Ævin týrin hafa hvað eftir annað verið endurprentuð o'g gefin út í mörg- um útgáfum á ýmsum málum. Útgerðarmenn hafa Færeyjum til menn i EKKI er með öllu óhugsandi að hingað komi færeyskir sjómenn til starfa á þessari vetrarvertíð. Að vísu hefur Fiskimannafélagið í Þórshöfn beitt sér gegn því að Flokksiúðsinndur Sjúlistæðis- monnn í Gullbringusýslu í kvöld FLOKKSRÁÐ Sjálfstæffisflokksins í Gullbringusýslu heldur fund : Sjálfstæffishúsinu í Keflavík í kvöld kl. 9 stundvíslega. Þingmaffur kjördæmisins, Ólafur Thors, formaffur Sjálfstæffis- flokksins, flytur stutt framsöguerindi, en síðan verffa rædd ýmis flokksmál. Viffburffaríkt hefur veriff á stjórnmálasviffinu aff undanförnu, og mun vafalaust marga fýsa aff heyra formann Sjálfstæffisflokks- ins ræffa viffburffi síðustu vikna, fall vinstri stjórnarinnar, tilraunir Sjálfstæðismanna til stjórnarmyndunar og fyrirætlanir þeirra og stefnuyfirlýsingar í aðalmálum þjóðarinnar, svo og myndun minni- hluta-stjórnar Alþýðuflokksins og ýmsa mikilvæga stjórnmálavið- burði, sem vænta má í náinni framtíð. nokkur Færeyingur réði sig til starfa hér. Á laugardaginn kem- ur, mun Gullfoss koma við í Fær- eyjum til þess að taka þar far- þega, sem til íslands vilja fara. Sem kunnugt er af fréttum er mikill skortur á sjómönnum í ver stöðvum hér á Suðvesturlandi. Er ekki vitað hve margt f ólk vant ar, konur og karla, en um hundr uð mun vera að ræða. Til þess að aðstoða útvegsmenn hefur Lands samband ísl. útvegsmanna nú opnað ráðningaskrifstofu. Forstöðumaður hennar, Ragnar Kjartansson, sagði Mbl. í gær að ástandið væri alvarlegt. Það væri aðkallandi fyrir ráðningastofuna að þeir, sem ætluðu sér að stunda atvinnu við útveginn í vetur, hefðu sem fyrst samband við skrifstofuna. Hann staðfesti, að Gullfoss myndi koma við í Færeyjum á laugardaginn og taka þar þá Fær eyinga sem til íslands vildu fara. hvatt sjó- að koma Útgerðarmenn, sem haft hafa Færeyinga í þjónustu sinni, suma hverja 1 margar vertíðir, hafa sent þeim skeyti og beðið þá að taka sér far með Gullfossi Er óvíst um undirtektir sjó- mannanna. En vitað er að at- vinnuleysi er í Færeyjum. Fiski- mannafélagið hefur beitt sér ein- dregið gegn því að nokkur mað- ur fari til íslands á fiskiskip, sem fyrr greinir. Hefur félagið sett fram kröfur um gjaldeyrisfríð- indi Færeyingunum til handa, vegna yfirfærzlugjaldsins, sem ekki hefur verið hægt að fallast á. Um þetta mál er ekki enn endanlega útrætt, en stöðug skeytaskipti hafa átt sér stað milli Fiskimannafélagsins og LÍÚ síðustu daga. Enn sem komið er, er enga bilbug að finna meðal ráðamanna Fiskimannafél agsins, varðandi ákvörðun þeirra um, að bannlýsa íslandsferðir færeyskra sjómanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.