Morgunblaðið - 09.01.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.1959, Blaðsíða 11
Föstudagur 9. jan. 1959 wor r:ri\nr. aðið Ví Zoega vegamálastjóri — Minningarorð — Ceir C. EINN hinn mennilegasti og mann skapsmesti meðal íslenzkra em- bættismanna í sjón og reynd, Geir G. Zoega fyrrverandi vega- málastjóri, er fallinn í valinn, hinn 4. þ.m., fyrir grimmilegum sjúkdómi, sem ekkert fé'kk rönd við reist. Hinir fjölmörgu vinir hans og félagar, skyldir og vanda lausir, áttu þó enga ósk heitari en að hann mætti lifa við góða heilsu enn um árabil og njóta verðskuldaðs næðis á sínu ágæta hei nili og utan þess, eftir mikinn vinnudag. En svo mátti ekki verða og tjóar ekki um að sakast. Geir G. Zoega var fæddur 28. september 1885 og hafði þannig rúmlega 3 um sjötugt, er hann lézt. Foreldrar hans voru Geir Tómasson Zoega latínuskólakenn ari, síðar rektor Henntaskólans í Reykjavík (d. 1928) og Bryndís Sigurðardóttir, Johnsens kaup- manns í Flatey, en þau voru, eins og kunnugt er, hin mestu sæmdarhjón og heimili þeirra hið prýðilegasta, enda bar uppeldi barna þeirra þess ljósan vott. Auk Geirs vegamálastjóra voru þau þessi: Ingileif (dáin), Guð- rún (dáin), kona dr. Þorsteins hagstofustj. Þorsteinssonar, Sig- ríður, ljósmyndari í Rvík, Ás- laug, stúdent, kona Hallgríms stórkaupmanns Benediktssonar, og Jófríður, stúdent (dáin). Geir G. Zoega gekk í Lærða- skólann (Latínuskólann) í Reykjavík árið 1897, yngstur allra skólasveina það árið, og varð stúdent þaðan 1903, en af bekkjabræðrum hans allan skóla- tímann og samstúdentum erum við nú 6 enn á lífi og flestir næsta samrýmdir honum og hver öðrum alla tíð. — Geir tók há- skólapróf í verkfræði í Khöfn 1911 og gerðist þá þegar aðstoðar maður hjá landsverkfræðingi í Reykjavík, en skipaður var hann í það embætti (vegamálastjóra), er Jón Þorláksson sagði því lausu, í ársbyrjun 1917. Þessu vandasama embætti gegndi hann síðan um áratugi, auk ýmissa ann ara starfa í þágu þjóðarinnar, allt til sjötugs aldurs 1955 og þó aðeins lengur, með annálaðri röggsemi. Geir kvæntist 18. nóvember 1916 frændkonu sinni Hólmfríði, dóttur hins nafnkunna kaup- manns og útgerðarmanns Geirs Zoéga í Reykjavík (d. 1917) og seinni konu hans Helgu Jónsdótt ur frá Stóra-Ármóti, af merkileg um kynstofni. Hólmfríður hefir frá unga aldri verið hin glæsi- legasta myndarkona, og hefir hún þó eigi farið allskostar varhluta af veikindum. En systkini henn- ar á lífi.eru: Kristjana, gift John stórkaupmanni Fenger, Geir for- stjóri, kvæntur Halldóru Ólafs- dóttur, og Guðrún kona Magnús- ar póstmeistara í Reykjavík Jochumssonar. Börn þeirra Hólmfríðar og Geirs vegamálastjóra eru þessi: Helga (dáin), Bryndís forstöðu- kona, Geir Agnar vélfræðingur, kvæntur Kristínu Natanaelsdótt- ur, Gunnar cand. oecon., endur- skoðandi, kvæntur Hebbu Her- bertsdóttur, Áslaug, gift Gunn- laugi arkitekt Pálssyni, og Ingi- leif Sigríður kennari í Rvík. — Af öðrum nákunnugum verða væntanlega rakin að nokkru hin margvíslegu störf Geirs G. Zoéga, sem voru hvorttveggja í senn, verkfræðileg og þjóðfélagsleg, þótt eigi fengist hann við stjórn- mál, svo kölluð. En aðalatriði þeirra eru þó flestum landsmönn um að miklu leyti kunn, þar sem hann var, mátti segja, starfandi um landið allt sem vegamála- stjóri og æðsti ráðunautur ríkis- stjórnar og Alþingis í þeim efn- um öll árin. Meðal allra þessara og ennfleiri var hann rómaður fyrir atorku og samvizkusemi, einnig fús til að leggja hönd að verki í ýmiskonar öðrum fram- kvæmdamálum, traustur og mátti ekki vamm sitt vita, lipur og þægilegur við hvern sem var að eiga og lét aldrei til koma skoðanamun í opinberum málum, vakinn og sofinn í sínu starfi, svo að jafnvel mátti kalla full- mikið oft og tíðum, því að vissu- lega sleit hann sér út að því er virtist um of í öllu því umfangs- mikla vafstri, er embætti og störf um hans fylgdi, enda þótt hann væri hið bezta af Guði gerður bæði til sálar og líkama. Eins og vænta mátti var hann og að makleikum hylltur af samstarfs- mönnum og öðrum, er hann lét af embætti, og hefir mörgum þótt sem sæti hans verði seint fyllt til hlítar, þótt vel hafi raun- ar til tekizt um eftirmann hans í embætti vegamálastjóra. En nýjum tímum fylgja líka nýjar kröfur um nýja háttu og tiltekt- ir. Geir G. Zoéga var höfðings- maður í allri framkomu, og alúð og risna þeirra hjóna viður- kennd bæði af útlendum mönn- um sem innlendum, en hann Vegamálastjóri ÞEGAR skráð verður saga þeirr- ar miklu byltingar, er varð í samgöngumálum hér á landi á fyrra helmingi þessarar aldar, mun Geir G. Zoéga vegamála- stjóra verða þar getið sem helzta brautryðjandans í hinni eiginlegu merkingu þess orðs. Þegar hann kom heim að loknu verkfræðiprófi í Kaupmannahöfn árið 1911 og gerðist aðstoðarverk- fræðingur hjá landsverkfræð- ingi, sem þá var Jón Þorláksson, voru akfærir vegir á öllu land- inu einir 300 km og bílfærar brýr aðeins 11 talsins. Verkefnin voru því nóg, en starfsliðið fátt. Á vegamálaskrifstofunni voru þeir tveir einir, Jón og Geir. Sá Jón um yfirstjórnina, fjármál og bók- hald, en Geir teiknaði brýrnar, mældi fyrir vegum og sá um framkvæmdirnar. Á áruruim 1911—17 voru þó byggðar 33 brýr og lagðir tugir kílómetra af vegum, en erfiðleikarnir voru miklir, þar sem flytja varð allt brúarefni á hestvögnum eða reiða á klökkum, þar sem sjó- flutningum varð ekki komið við. Er Jón Þorláksson lét af starfi landsverkfræðings 1917, var Geir Zoéga skipaður vegamálastjóri, hlaut að hafa mikil skifti við er- lenda kunnáttumenn og fyrir- menn, og var leiðsaga slíkra hon um æði-oft falin, sem allt fór honum úr hendi með ágætum, var og kostur, að hann var tungu málamaður góður, enda féll hon- um fyrir þetta allt og annað í skaut margvíslegur virðingar- vottur, einnig í þessu landi, sem óþarft er hér að telja. Er nú skarði fyrir skildi, þar sem hann er á brautu genginn, og eftirsjá á marga vegu. En mestur söknuður mun að vonumríkjaum langa hrið með eftirlifandi ást- vinum hans, eiginkonu og börn- um, því að þar var hann hinn umhyggjusamasti. En þó munu þau bera það með hugprýði. Og okkur vinum hans verður hann ógleymanlegur. Af fjölmörgum er nú vandamönnum hans öllum vottuð innileg samúð, með árnan blessunar og gæfu um ólifaða ævidaga. Gísli Sveinsson. / nær 40 ár og gegndi hann því embætti þar til í ársbyrjun 1956, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hafði hann þá starfað að vega- málum hálfan fimmta tug ára og sem vegamálastjóri í nær fjóra áratugi. Þegar hann lét af störfum, voru akfærir vegir um 9000 km og höfðu því aukizt þrítugfalt í tíð hans. Brýrnar, sem í byrjun starfsferils hans voru 11 talsins, voru þá orðnar nær átta hundr- uð. Þessar tölur gefa nokkra hugmynd um þá framþróun, sem varð í vegamálum undir hans stjórn. Þegar þess er gætt, að hann hafði frá fyrstu tíð alltaf sjálfur samband við verkstjóra sína og brúarsmiði og fylgdist þannig með vandamálum þeirra og erfiðleikum, tæknilegum sem fjárhagslegum, auk alls annars, er embættinu fylgdi, þá geta menn gert sér í hugarlund, að hann átti oft annríkt, enda var það ósjaldan, að ljós sást á skrif- stofu hans fram undir miðnætti. Kunnugleiki hans á landinu var meiri en nokkurs manns, er ég þekki til, enda ferðaðist hann um mestan hluta landsins oftast árlega, fyrst á hestum, síðan á bílum og flugvélum, er þær komu til sögunnar. Leikur lítill vafi á því, að enginn ís- lendingur hafi fyrr eða síðar ferðazt jafnmikið og víða um landið sem hann. Athyglisgáfa í bezta lagi sam- fara óvenjulegu minni gerðu honum kleift að bregða upp í huga sér fyrirvaralaust mynd af staðháttum og aðstæðum öllum á ólíklegustu stöðum, hvenær sem á þurfti að halda. Þessir hæfileikar voru honum ómetan- leg stoð í starfi, ekki hvað sízt meðan fara varð á hestum um mestan hluta landsins og landa- bréf nær engin til. Sem verkfræðingur og stjórn- andi hafði Geir Zoéga marga ágæta hæfileika. Hann hafði í upphafi notið góðrar verkfræði- legrar menntunar, og þeirri þekkingu sinni hélt hann vel við allt til dauðadags. Hann var að eðlisfari nákvæmur og vandvirk- ur og var afar fljótur að koma auga á veilur eða vanhugsaða hluti í áætlun eða greinargerð. Hugkvæmur var hann í bezta lagi og mjög hagsýnn, og komu þeir eiginleikar sér vel við lausn margvíslegra tæknilegra vanda- mála við vega- og brúargerð, þar sem fjárráð voru jafnan af skorn- um skammti, en óteljandi verk- efni framundan. Þótt hann sökkti sér oft niður í lausn einstakra vandamála, þá hafð; hann jafn-; an glögga heildarsýn yfir þau verkefni, sem unnið var að og framundan voru hverju sinni í vegamálum. Þessir eiginleikar Geirs Zoéga urðu fljótt þess valdandi, að hon- um voru af Alþingi og ríkisstjórn um falin mörg verkfræðileg trúnaðarstörf, sem ekki snertu vegamálin beint. Upptalning allra opinberra trúnaðarstarfa hans yrði of langt mál hér, og skal því aðeins drepið á nokkur þau helztu. Hann undirbjó lögin um skipu- lag kaupstaða og kauptúna og var skipaður formaður skipu- lagsnefndar ríkisins 1921 og gegndi því starfi þar til hann lét af embætti. Yfireftirlit með brunavarnamálum utan Reykja- víkur var honum falið 1929 og gegndi hann því starfi til dauða- dags. Frá árinu 1930 hafði hann umsjón með landmælingum hér á ÞEGAR Geir G. Zoéga fyrrver- andi vegamálastjóri er kvaddur af þjóð sinni hinztu kveðju, á það vel við að verkstjórar hans legðu þar orð að. Margar minningar eigum við um hann, húsbóndann okkar hátt í 40 ár. Margar myndir réttar og góðar mætti draga upp af hon- um í samskiptum við trúnaðar og verkamenn hans. Ég finn vel að þessa mynd eins og hún er í hugp mínum, og hefur alla tíð verið, er ég ekki fær um að draga upp, og þess vegna verða þessar línur ekki samboðnar honum, eða þeim sem báðu mig að senda kveðju. Geir G. Zoéga var glæsimenni bæði í sjón og framkomu. Hann naut trausts og virðingar allra sem kynntust honum, jafn inn- lendra sem útlendra lærdóms- manna, fólksins út um byggðir landsins og þeirra mörgu sem unnu á hans vegum. Um þetta þarf ég ekki að fjölyrða. Hitt vita ekki allir hvernig hann um- gekkst sína undirmenn. Hann krafðist mikils af starfsmönnum sínum bæði í hugsun og fram- kvæmd. Hann sýndi mönnum traust að fyrra bragði. Hann fól þeim verk sem þeir gátu unnið og stjórnað sjálfstætt. Hann leit- aði álits þeirra og færði sér í nyt reynslu og þekkingu annarra manna, hafði þó sjálfur sterka og nákvæma yfirsýn á öllum verkum sem hann f ól öðrum fram landi og útgáfu dönsku landmæl- ingastofnunarinnar á uppdrátt- um af íslandi. Vann hann þar mikið og merkilegt starf. Er hann lét af embætti sem vegamála- stjóri gat hann helgað þessu starfi meiri tíma en áður og kom þá fótum undir vísi að íslenzkri landmælingastofnun. Er mér kunnugt um, að hann naut mik- ils álits hjá dönsku landmælinga- stofnuninni og að náin persónu- leg vinátta hans við forstjóra þeirrar stofnunar, prófessor Nör- lund, átti mikinn þátt í þeirri miklu aðstoð ,sem sú stofnun hefur veitt íslenzkum landmæl- ingum eftir 1944. Geir Zoéga var alveg óvenju- lega afkastamikill starfsmaður að hverju sem hann gekk. Var því mjög sótzt eftir því að fá hann til starfa í nefndum og fé- lögum, og var hann jafnan reiðu- búinn að ljá góðu máli liðsinni, þó að hann væri störfum hlað- inn. Hann hlaut margháttaða og verðskuldaða viðurkenningu fyr- ir störf sín hérlendis sem erlend- is. Félagi í Akademiet for de tekniske Videnskaber í Dan- mörku var hann kjörinn 1947 og sama ár bréfafélagi í Norsk Ing- eniörforening. Heiðursfélagi í Norræna vegtæknisambandinu var hann kjörinn sl. sumar og átti að veita viðtöku sérstöku heiðursskjali í því tilefni á fundi í Stokkhólmi í nóv sl., en vegna veikinda gat hann ekki sótt þann fund. Enginn íslenzkur verkfræðing- ur hefur átt jafnmikinn þátt í verklegum framförum hér á landi, það sem af er þessari öld, og Geir Zoéga. Það verður einnig á þessum tímum sérhæfingar að teljast ólíklegt, að nokkur geti síðar lagt af mörkum eins marg- þætt starf í verkfræðilegum efn- um og hann hefur gert. Það verð- ur að teljast mikil gæfa fyrir verkfræðingastéttina og þjóðina alla að hafa átt svo gáfaðan og dugmikinn brautryðjanda og Geir Zoéga að morgni tæknilegra framfara hér á landi. Að lokum vil ég færa Geir Zoéga kærar þakkir fyrir margra ára lærdómsríkt og ánægjulegt samstarf, persónulega vinóttu og margvíslega hjálpsemi fyrr og síðar. Eftirlifandi konu hans og börn- um færi ég innilegustu samúðar- kveðjur með ósk um gæfu og gengi í framtíðinni. Sigurður Jóhannsson. kvæmd á. Með fáum hlýjum orð- um þakkaði hann þeim vel unn- ið starf. Hugsa ég að fleirum hafi farið eins og mér, að meta meira þá þökk en fé, eða finnast hún betri. Mér fannst alltaf Geir Zoéga hafa lag á að framkalla það bezta í hverjum manni sem hann hafði yfir að segja. Sjálfur var Geir Zoéga sínum undirmönnum fyrirmynd, hann helgaði starfinu alla sína krafta og var hamhleypa við allt sem hann gerði, bæði á skrifstofunni og á ferðalögum, sem oft voru löng og erfið, einkum á fyrri ár- um. Var þá aldrei fengist um þó vinnudagurinn væri langur. Aldrei stóð á vegamálastjóra að svara fyrirspurnum, seint eða snemma, einnig á hans eigin heimili. Oft var okkur stefnt þangað heim með húsbóndanum og veittur beini þegar hann átti enga stund fría aðra en matmáls tímann. Áttum við marga góða stund þar, þessir menn víðsvegar af landinu. Vorum við þar allir eins og heimamenn hjá allri fjöl- skyldunni. Margar góðar minningar á ég um ferðir með Geir G. Zoéga. Það var á þeim tíma þegar vega- lengdir voru meiri en nú, og far- ið var á hestum. Sífellt var hann að fræða mig, það var varla til það örefni sem hann ekki þekkti, að ég tali ekki um bæina, ég hygg GEIR G. ZOÉGA Var sjálfur undirmönnum sinum fyrirmynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.